Teiknimyndasögurnar um þá Sval og Val nutu ómældra vinsælda hjá íslenskum myndasöguaðdáendum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar en á sínum tíma voru gefnar út samtals 29 Sval og Val bækur hjá bókaútgáfunni Iðunni. Síðasta bókin sem Iðunn sendi frá sér, Seinheppinn syndaselur, kom út árið 1992 en síðan liðu árin og það var ekki fyrr en árið 2013 sem næsta saga kom út. Þá var það Froskur útgáfa sem hafði veg og vanda um að hefja á ný útgáfu teiknimyndasagna á íslensku en Arfurinn/Vitskerti prófessorinn var fyrsta Sval og Val bókin til að koma út á íslensku í rúmlega 20 ár. Alls hafa nú komið út 33 sögur á íslensku af 55 úr opinberu bókaröðinni en svolítið ósamræmi er þó á milli þessara útgáfa þar sem elstu sögunum er raðað á misjafnan hátt í bækurnar.
Ein af þeim Sval og Val bókum sem enn á eftir á koma út í íslenskri þýðingu er Franquin bókin Le voyageur du Mésozoïque sem kölluð hefur verið Fornaldareggið þegar vitnað hefur verið í hana (Veiran, bls 15 - 1984) í íslensku útgáfunum. Eins og aðrar Sval og Val sögur birtist hún fyrst í belgíska myndasögutímaritinu SPIROU en hún hóf göngu sína í tölublaði númer 992 þann 2. maí árið 1957. Sagan kom síðan fyrst út í bókaformi árið 1960 og er í seríunni innan um helstu gullmola Franquins. Hún er næsta bók á eftir Sval og górilluöpunum - 1978 (Le gorille a bonne mine - 1959) og Gormahreiðrinu - 1978 (Le nid des Marsupilamis - 1960) en á undan Fanganum í styttunni - 1981 (Le prisonnier du Bouddha - 1960) og Z fyrir Zorglúbb - 1981 (Z comme Zorglub - 1961). Á þessum árum var listamaðurinn gríðarlega afkastamikill og frjór og þessar sögur voru líklega allar teiknaðar á hápunkti ferils hans. Það er því synd að hin frumlega Le voyageur du Mésozoïque hafi ekki komið út á íslensku í samfloti með áðurnefndum bókum en reyndar hefur sagan af sumum verið talin ein af hinum slakari frá André Franquin. Persónulega er SVEPPAGREIFINN reyndar mjög hrifinn af þeim bókum Franquins sem gerast í Sveppaborg og nágrenni hennar. Núna eru aðeins fjórar bækur eftir André Franquin óútgefnar á íslensku.
En í fljótu bragði segir sagan frá því þegar Sveppagreifinn finnur 50 milljóna ára gamalt risaeðluegg á Suðurskautslandinu sem hann flytur heim í kastalann í Sveppaborg til rannsóknar. Þegar heim er komið nýtur hann aðstoðar þeirra Svals og Vals, auk lítins hóp vísindamanna, við að hjálpa sér við að klekja út egginu og það tekst svo vel til að fljótlega lítur lítill og vinalegur risaeðluungi dagsins ljós. En fyrir einstakan klaufagang og brussuskap Gorms, auk hraðvaxtarsveppablöndu Sveppagreifans, verður risaeðluunginn fullvaxta á einni nóttu og þá er ekki að sökum að spyrja. Afgangur sögunnar gengur svo út á að reyna að hemja risaeðluna og koma í veg fyrir stórfelldar eyðileggingar á Sveppaborg og nágrenni af völdum hennar.
Ein af þeim Sval og Val bókum sem enn á eftir á koma út í íslenskri þýðingu er Franquin bókin Le voyageur du Mésozoïque sem kölluð hefur verið Fornaldareggið þegar vitnað hefur verið í hana (Veiran, bls 15 - 1984) í íslensku útgáfunum. Eins og aðrar Sval og Val sögur birtist hún fyrst í belgíska myndasögutímaritinu SPIROU en hún hóf göngu sína í tölublaði númer 992 þann 2. maí árið 1957. Sagan kom síðan fyrst út í bókaformi árið 1960 og er í seríunni innan um helstu gullmola Franquins. Hún er næsta bók á eftir Sval og górilluöpunum - 1978 (Le gorille a bonne mine - 1959) og Gormahreiðrinu - 1978 (Le nid des Marsupilamis - 1960) en á undan Fanganum í styttunni - 1981 (Le prisonnier du Bouddha - 1960) og Z fyrir Zorglúbb - 1981 (Z comme Zorglub - 1961). Á þessum árum var listamaðurinn gríðarlega afkastamikill og frjór og þessar sögur voru líklega allar teiknaðar á hápunkti ferils hans. Það er því synd að hin frumlega Le voyageur du Mésozoïque hafi ekki komið út á íslensku í samfloti með áðurnefndum bókum en reyndar hefur sagan af sumum verið talin ein af hinum slakari frá André Franquin. Persónulega er SVEPPAGREIFINN reyndar mjög hrifinn af þeim bókum Franquins sem gerast í Sveppaborg og nágrenni hennar. Núna eru aðeins fjórar bækur eftir André Franquin óútgefnar á íslensku.
En í fljótu bragði segir sagan frá því þegar Sveppagreifinn finnur 50 milljóna ára gamalt risaeðluegg á Suðurskautslandinu sem hann flytur heim í kastalann í Sveppaborg til rannsóknar. Þegar heim er komið nýtur hann aðstoðar þeirra Svals og Vals, auk lítins hóp vísindamanna, við að hjálpa sér við að klekja út egginu og það tekst svo vel til að fljótlega lítur lítill og vinalegur risaeðluungi dagsins ljós. En fyrir einstakan klaufagang og brussuskap Gorms, auk hraðvaxtarsveppablöndu Sveppagreifans, verður risaeðluunginn fullvaxta á einni nóttu og þá er ekki að sökum að spyrja. Afgangur sögunnar gengur svo út á að reyna að hemja risaeðluna og koma í veg fyrir stórfelldar eyðileggingar á Sveppaborg og nágrenni af völdum hennar.
Í hópnum á meðal vísindamannanna fjögurra, sem aðstoða Sveppagreifann með eggið, kennir ýmissa grasa. Kunnuglegir fýrar eins og þeir Durtur og Surtur (Dr. Schwartz og Dr. Black) koma við sögu og eru á meðal hjálparkokka Sveppagreifans en þeir félagar hafa unnið að ýmsum verkefnum með greifanum. Þeir Durtur og Surtur eru gamlir vinir Sveppagreifans og við munum til dæmis eftir þeim í bókinni Burt með harðstjórann þar sem þeir aðstoðuðu hann við að útbúa og þróa hæfilega litlar sprengjur og skothylki til að dreifa Metómól gasi Sveppagreifans gegn her Palombíu. En svo koma þeir einnig fyrir í sögunni Vikapiltur á vígaslóð (Le Groom de Sniper Alley - 2014) sem Froskur útgáfa sendi frá sér í íslenskri þýðingu árið 2015. Samkvæmt Spirou-Wikia er sá minni, Durtur (Dr. Schwartz), breskur vísindamaður en sá hávaxni, Surtur (Dr. Black) er hins vegar þýskur. Miðað við nöfn þeirra ætti því þó kannski frekar að vera öfugt farið. Þeir félagar eru nánast óaðskiljanlegir og einhverjir Sval og Val nördar hafa haft þá undarlegu þörf að þurfa að velta því fyrir sér hvort þeir séu í raun konur og séu því lesbískt par. Að öðru leyti hefur ekki komið fram mikið meira af upplýsingum um þessa kappa.
Þriðji vísindamaðurinn er líffræðingur og er með myndarlegt og ákaflega virðulegt hvítt skegg en nafn hans kemur þó aldrei fyrir í upprunalegu sögunum. Í dönsku útgáfunni (þ.e. Ægget fra fortiden), sem fer reyndar óvenju frjálslega með þýðingu bókarinnar, hefur hann þó hlotið nafnið Clausen. Í bókinni er aukasaga sem nefnist La Peur au bout du fil (1959) og þar kemur kappinn einnig fyrir. En líffræðingi þessum bregður líka fyrir í bókunum Le rayon noir (1993), sem hefur ekki komið út á íslensku, og í áðurnefndri Vikapilti á vígaslóð þar sem hann aðstoðar þá Durt, Surt og Sveppagreifann við flókið verkefni. Þá birtist hann í einni af bókunum í Série Le Spirou de… (Sérstæð ævintýri Svals...) sem nefnist Les Géants pétrifés og er frá árinu 2006. Og alltaf er líffræðingurinn með síða skeggið jafn nafnlaus.
Sá fjórði og síðasti af þeim sem aðstoða Sveppagreifann við verkefnið er nokkuð annars hugar vísindamaður sem ber hið óvenjulega og frekar óþjála nafn, prófessor Sprtschk. SVEPPAGREIFINN (þ.e. sá sem er að rita þessa færslu) hefur alltaf haft húmor fyrir nöfnum sem eru eingöngu byggð upp á samhljóðum. Hann minnist í því samhengi fremur ófríðs fyrrum leikmanns fótboltafélags í Everton-borg sem nefndist Skrtl eða eitthvað svoleiðis (borið fram sem "skrölt") og var mjög gjarn á að sparka boltanum í netið hjá eigin liði. En það er önnur saga.
Prófessor Sprtschk er kjarnorkueðlisfræðingur sem augljóslega býr yfir mikilli snilligáfu en hlutverk hans við risaeðluverkefni Sveppagreifans er reyndar ekki mjög ljóst. Hann virkar mjög afundinn og er engan veginn með hugann við sameiginlegt verk hinna vísindamannanna en virðist hins vegar mjög gagntekinn af eigin hugleiðingum. Að því leyti er hann eiginlega alveg í sínum heimi. Svo upptekinn er prófessor Sprtschk af hugarefnum sínum að hann hugsar í eðlisfræðiformúlum og er því engan veginn viðbúinn þegar risaeðlan gleypir hann með húð og hári í einum munnbita. Og reyndar með bæði bekk og trjárunna sem ábæti.
Það skal reyndar tekið fram að almennt var þessi risaeðlutegund grænmetisæta. En í aðdraganda munnbita risaeðlunnar má reyndar alveg greina viðhorf Franquins til þessarar persónu og það var augljóslega ætlun listamannsins að sýna afstöðu Sveppagreifans gagnvart prófessors Sprtschk. Hann lætur vísindamanninn verða fyrir smávægilegum slysum en einnig virðist sem Sveppagreifinn bregði fyrir honum fæti og hrindi honum jafnvel um koll - að því er virðist viljandi. Það lítur því út fyrir að Sveppagreifinn hafi einhver horn í síðu prófessor Sprtschk og sé ekkert um hann gefið. Af hverju er ekki alveg ljóst í byrjun en það kemur síðar í ljós.
Á því augnabliki sem risaeðlan gleypir prófessorinn virðist sem hann hafi nefnilega loksins fundið lausn á þeim reikniformúlum sem hann var búinn að liggja yfir blaðsíðurnar á undan. Það er því einnig ljóst að með þessum matarbita skepnunnar hafi niðurstaða formúlanna horfið yfir móðuna miklu með eiganda sínum. Í fyrstu verður flestum samstarfsmönnum hans ansi hverft við að sjá prófessor Sprtschk étinn í einum munnbita af risaeðlu en eftir að Sveppagreifinn upplýsir viðstadda um að eðlisfræðingurinn hafi verið að leggja lokahönd á nýja og enn ógnvænlegri kjarnorkusprengju láta þeir sér fátt um finnast og taka gleði sína á ný.
Og það er ekkert verið að hafa fyrir því að láta einhverja eftirmála verða af þeim málum. Kjarnorkueðlisfræðingur er étinn af risaeðlu og málið er dautt! Þannig er ljóst að Sveppagreifinn (og reyndar einnig Franquin) eru augljóslega lítt gefnir fyrir kjarnorkubrölt hvers konar. Það má reyndar líka sjá á seinni tíma verkum Franquins að bæði mannréttinda- og umhverfismál voru honum afar hugleikin. Svo má auðvitað alls ekki gleyma endurkomu prófessors Sprtschks í bókaflokknum um Sérstök ævintýri um Sval... þar sem hann birtist á ný í bókinni Panique en Atlantique (2010) en sú sería á vonandi einhvern tímann eftir að koma út í íslenskri þýðingu.
En það eru líklega ekki margir sem átta sig á því að prófessor Sprtschk átti sér fyrirmynd. Það var fransk/pólski vísindamaðurinn og rithöfundurinn Jacques Bergier sem var nokkuð kunnur fræðimaður en einnig sérfræðingur um yfirskilvitsleg fyrirbæri. En auk þess stofnaði hann tímaritið Planète með vini sínum Louis Pauwels. Ævi Bergier var afar viðburðarík en auk þess að lenda í fangabúðum Nasista í Seinni heimsstyrjöldinni vann hann einnig að merkum uppfinningum tengdu þungu vatni og starfaði við njósnir. Jacques Bergier var vel liðinn og þekktur meðal listamanna belgísk/franska myndasöguelítunnar og var til að mynda stjórnarmaður í þekktum myndasöguklúbbi í byrjun sjöunda áratugarins. Og til marks um vinsældir hans voru miklu fleiri en bara Franquin sem hann gaf innblástur og úthlutuðu honum hlutverk í myndasögum sínum. Meira að segja sjálfur Hergé færði Bergier stórt hlutverk í virðingarskyni í einni af sínum sögum, Flugrás 714 til Sidney árið 1968. Þar var hann fyrirmyndin að geimveru- og stjörnufræðingnum Sigmiðli Transvaldurr sem margir muna eflaust eftir en Bergier var alltaf stoltur yfir því að hafa verið gert svo hátt undir höfði hjá Hergé og að hafa fengið ódauðlegt hlutverk í Tinnabók. Bergier hafði einnig starfað við ráðgjöf varðandi einhver vísindaleg efni í bíómyndinni Tintin et les oranges bleues (Tinni og bláu appelsínurnar) árið 1964.
Og svo má ekki gleyma einu mikilvægu og merkilegu atriði í viðbót úr þessari Sval og Val sögu, Le voyageur du Mésozoïque, sem er þó með öllu ótengt hinum ólánsama prófessor Sprtschk. Í Fornaldaregginu bregður nefnilega Viggó viðutan fyrir í fyrsta sinn í myndasögu um Sval og Val en hann átti eftir að birtast all oft á blaðsíðum þeirra bóka. Áður höfðu þeir félagar Svalur og Valur reyndar birst í bröndurunum um Viggó en þetta var í fyrsta sinn sem Viggó skrapp út fyrir sína seríu.
Þriðji vísindamaðurinn er líffræðingur og er með myndarlegt og ákaflega virðulegt hvítt skegg en nafn hans kemur þó aldrei fyrir í upprunalegu sögunum. Í dönsku útgáfunni (þ.e. Ægget fra fortiden), sem fer reyndar óvenju frjálslega með þýðingu bókarinnar, hefur hann þó hlotið nafnið Clausen. Í bókinni er aukasaga sem nefnist La Peur au bout du fil (1959) og þar kemur kappinn einnig fyrir. En líffræðingi þessum bregður líka fyrir í bókunum Le rayon noir (1993), sem hefur ekki komið út á íslensku, og í áðurnefndri Vikapilti á vígaslóð þar sem hann aðstoðar þá Durt, Surt og Sveppagreifann við flókið verkefni. Þá birtist hann í einni af bókunum í Série Le Spirou de… (Sérstæð ævintýri Svals...) sem nefnist Les Géants pétrifés og er frá árinu 2006. Og alltaf er líffræðingurinn með síða skeggið jafn nafnlaus.
Sá fjórði og síðasti af þeim sem aðstoða Sveppagreifann við verkefnið er nokkuð annars hugar vísindamaður sem ber hið óvenjulega og frekar óþjála nafn, prófessor Sprtschk. SVEPPAGREIFINN (þ.e. sá sem er að rita þessa færslu) hefur alltaf haft húmor fyrir nöfnum sem eru eingöngu byggð upp á samhljóðum. Hann minnist í því samhengi fremur ófríðs fyrrum leikmanns fótboltafélags í Everton-borg sem nefndist Skrtl eða eitthvað svoleiðis (borið fram sem "skrölt") og var mjög gjarn á að sparka boltanum í netið hjá eigin liði. En það er önnur saga.
Prófessor Sprtschk er kjarnorkueðlisfræðingur sem augljóslega býr yfir mikilli snilligáfu en hlutverk hans við risaeðluverkefni Sveppagreifans er reyndar ekki mjög ljóst. Hann virkar mjög afundinn og er engan veginn með hugann við sameiginlegt verk hinna vísindamannanna en virðist hins vegar mjög gagntekinn af eigin hugleiðingum. Að því leyti er hann eiginlega alveg í sínum heimi. Svo upptekinn er prófessor Sprtschk af hugarefnum sínum að hann hugsar í eðlisfræðiformúlum og er því engan veginn viðbúinn þegar risaeðlan gleypir hann með húð og hári í einum munnbita. Og reyndar með bæði bekk og trjárunna sem ábæti.
Það skal reyndar tekið fram að almennt var þessi risaeðlutegund grænmetisæta. En í aðdraganda munnbita risaeðlunnar má reyndar alveg greina viðhorf Franquins til þessarar persónu og það var augljóslega ætlun listamannsins að sýna afstöðu Sveppagreifans gagnvart prófessors Sprtschk. Hann lætur vísindamanninn verða fyrir smávægilegum slysum en einnig virðist sem Sveppagreifinn bregði fyrir honum fæti og hrindi honum jafnvel um koll - að því er virðist viljandi. Það lítur því út fyrir að Sveppagreifinn hafi einhver horn í síðu prófessor Sprtschk og sé ekkert um hann gefið. Af hverju er ekki alveg ljóst í byrjun en það kemur síðar í ljós.
Á því augnabliki sem risaeðlan gleypir prófessorinn virðist sem hann hafi nefnilega loksins fundið lausn á þeim reikniformúlum sem hann var búinn að liggja yfir blaðsíðurnar á undan. Það er því einnig ljóst að með þessum matarbita skepnunnar hafi niðurstaða formúlanna horfið yfir móðuna miklu með eiganda sínum. Í fyrstu verður flestum samstarfsmönnum hans ansi hverft við að sjá prófessor Sprtschk étinn í einum munnbita af risaeðlu en eftir að Sveppagreifinn upplýsir viðstadda um að eðlisfræðingurinn hafi verið að leggja lokahönd á nýja og enn ógnvænlegri kjarnorkusprengju láta þeir sér fátt um finnast og taka gleði sína á ný.
Og það er ekkert verið að hafa fyrir því að láta einhverja eftirmála verða af þeim málum. Kjarnorkueðlisfræðingur er étinn af risaeðlu og málið er dautt! Þannig er ljóst að Sveppagreifinn (og reyndar einnig Franquin) eru augljóslega lítt gefnir fyrir kjarnorkubrölt hvers konar. Það má reyndar líka sjá á seinni tíma verkum Franquins að bæði mannréttinda- og umhverfismál voru honum afar hugleikin. Svo má auðvitað alls ekki gleyma endurkomu prófessors Sprtschks í bókaflokknum um Sérstök ævintýri um Sval... þar sem hann birtist á ný í bókinni Panique en Atlantique (2010) en sú sería á vonandi einhvern tímann eftir að koma út í íslenskri þýðingu.
En það eru líklega ekki margir sem átta sig á því að prófessor Sprtschk átti sér fyrirmynd. Það var fransk/pólski vísindamaðurinn og rithöfundurinn Jacques Bergier sem var nokkuð kunnur fræðimaður en einnig sérfræðingur um yfirskilvitsleg fyrirbæri. En auk þess stofnaði hann tímaritið Planète með vini sínum Louis Pauwels. Ævi Bergier var afar viðburðarík en auk þess að lenda í fangabúðum Nasista í Seinni heimsstyrjöldinni vann hann einnig að merkum uppfinningum tengdu þungu vatni og starfaði við njósnir. Jacques Bergier var vel liðinn og þekktur meðal listamanna belgísk/franska myndasöguelítunnar og var til að mynda stjórnarmaður í þekktum myndasöguklúbbi í byrjun sjöunda áratugarins. Og til marks um vinsældir hans voru miklu fleiri en bara Franquin sem hann gaf innblástur og úthlutuðu honum hlutverk í myndasögum sínum. Meira að segja sjálfur Hergé færði Bergier stórt hlutverk í virðingarskyni í einni af sínum sögum, Flugrás 714 til Sidney árið 1968. Þar var hann fyrirmyndin að geimveru- og stjörnufræðingnum Sigmiðli Transvaldurr sem margir muna eflaust eftir en Bergier var alltaf stoltur yfir því að hafa verið gert svo hátt undir höfði hjá Hergé og að hafa fengið ódauðlegt hlutverk í Tinnabók. Bergier hafði einnig starfað við ráðgjöf varðandi einhver vísindaleg efni í bíómyndinni Tintin et les oranges bleues (Tinni og bláu appelsínurnar) árið 1964.
Og svo má ekki gleyma einu mikilvægu og merkilegu atriði í viðbót úr þessari Sval og Val sögu, Le voyageur du Mésozoïque, sem er þó með öllu ótengt hinum ólánsama prófessor Sprtschk. Í Fornaldaregginu bregður nefnilega Viggó viðutan fyrir í fyrsta sinn í myndasögu um Sval og Val en hann átti eftir að birtast all oft á blaðsíðum þeirra bóka. Áður höfðu þeir félagar Svalur og Valur reyndar birst í bröndurunum um Viggó en þetta var í fyrsta sinn sem Viggó skrapp út fyrir sína seríu.
Virkilega skemmtilegir pistlar hjá þér. Takk fyrir.
SvaraEyðaGaman að heyra og takk sömuleiðis :)
SvaraEyðaKv. SVEPPAGREIFINN
Ég var einmitt að lesa þessa bók um daginn og fannst stórskemmtilegt að sjá þennan vinkil á Sveppagreifann!
SvaraEyðaHaha ... Já þessi hlið Sveppagreifans er ekki sú sem maður sér hjá honum alla jafna og endurspeglar kannski líka aðeins húmor höfundarins André Franquin :)
SvaraEyða