SVEPPAGREIFINN á svolítið af teiknimyndasögum en það safn samanstendur að miklu leyti af þeim bókum sem verið var að gefa út á Íslandi á síðustu áratugum 20. aldarinnar. Hann hefur reyndar aldrei tekið það nákvæmlega saman en sennilega á hann yfir 95% þessara bóka og það sem upp á vantar er smám saman að fyllast inn í eyðurnar í myndasöguhillunum. Auðvitað ekki fullkomið en sjálfsagt sambærilegt og hjá öðru myndasöguáhugafólki sem er að viða að sér þessum bókum. Og kannski er rétt að taka það fram, því alls óviðkomandi, að SVEPPAGREIFINN hefur þó aldrei litið á sig sem safnara. Best að hafa það á hreinu.
Hann hefur stundum verið að gramsa svolítið þessum hillum sínum og jafnvel dundað sér við að setja inn færslur, hér á Hrakfarir og heimskupör, um það sem á vegi hans verður þar. Efnið sem kemur úr hillunum hans er auðvitað misáhugavert enda hafa, úr sumum af þessum seríum, aðeins komið út örfáar bækur á íslensku. Og SVEPPAGREIFINN hefur reynt að fjalla svolítið um þessar hálfkláruðu seríur til að þær falli ekki alveg í gleymskunar dá. Sem dæmi um það má nefna bækurnar um Frank, Fótboltafélagið Fal, Háskaþrennuna, 421 og Yoko Tsúnó. Að þessu sinni er hins vegar ætlunin að fjalla svolítið um og velta aðeins fyrir sér verðmæti þess helsta sem kemur úr þessum bókahillum, bæði fjárhags- og tilfinningalega.
Myndasögusafnið er nokkuð fjölbreytilegt en SVEPPAGREIFINN er mikill aðdáandi bókanna um Tinna, Viggó viðutan og Sval og Val og á úr þeim seríum miklu fleiri bækur en bara þær sem komið hafa út hérlendis. Sömu sögu má einnig segja af bókunum um Ástrík og Lukku Láka. Úr þessum seríum öllum á hann orðið stærstan hluta þeirra bóka sem komið hafa út í bókaflokkunum en reyndar á nokkrum mismunandi tungumálum. Undanfarin ár hefur hann einnig aðeins verið að skoða og kaupa svolítið sambærilegar myndasögur frá Belgíu sem verið var að gefa út á sama tíma og þær bækur sem við íslenskir lesendur þekkjum best. Samanlagt á hann því eitthvað í kringum 600 teiknimyndasögur á um tíu til fimmtán mismunandi tungumálum.
En þegar einhver á um 600 teiknimyndasögur þá gefur það auga leið að í þeim bunka hljóti að vera bækur sem eru áhugaverðari eða meira virði en aðrar. Eða alla vega bækur sem honum þykir í það minnsta meira vænt um. Og SVEPPAGREIFINN er svo heppinn að eiga töluvert af þeim bókum sem teljast verðmætastar úr íslensku útgáfuseríunum. Auðvitað vantar hann eitthvað af elstu upplögunum (þá aðallega af Tinna bókunum) en samt er ótrúlegt hvað mjatlast inn af þessum myndasögum án þess að hver bók hafi kostað hann um það bil andvirði smábíls. En svo er framtíðarverðmæti þessara íslensku útgáfna líklega enn meira en maður gerir sér grein fyrir því upplög þeirra á sínum tíma voru svo lítil. Sem gerir það að verkum að bækurnar verða (og kannski eru orðnar) eftirsóttar af erlendum söfnurum.
SVEPPAGREIFINN er í frábærri myndasögugrúbbu á Facebook, sem heitir einfaldlega Teiknimyndasögur, þar sem oft fer fram stórskemmtileg umræða um þetta nördalega áhugamál. Þar er fólk að pósta ýmsum áhugaverðum upplýsingum, sýna hvað það hefur verið að versla og jafnvel að gefa öðrum lesendum innsýn í hvað myndasöguhillur þeirra hafa að geyma. En grúbban (sem telur rúmlega 1000 manns) er einnig sölu- og uppboðssíða þar sem meðlimir geta keypt og selt myndasögur eftir framboði og eftirspurn. Þessi síða er því tilvalin fyrir fólk til að átta sig aðeins á því hvaða bækur eru eftirsóttar og þá um leið verðmæti allra þeirra myndasagna sem það hefur undir höndum. Sumar bókanna eru virkilega dýrar á meðan aðrar eru lítils virði. Þarna hafa einmitt, nokkrum sinnum á undanförnum mánuðum, verið boðnar upp sjaldséðar myndasögur á íslensku. Sem dæmi um það má nefna Ástríks bækurnar Ástríkur á Spáni (1976) sem seldist á 20.000 krónur og Ástrík skylmingakappa (1976) sem fór á 15.000 en reikna má með að þar hafi verið um þokkaleg eintök að ræða. Á þessari síðu er ekki óalgengt að sæmileg eintök af algengustu Ástríks bókunum séu að fara á 6 - 8000 krónur en góð eintök af fáséðari sögunum virðast þó yfirleitt ekki mikið vera að seljast. Svo sjaldgæf eru þau. Ástríkur Gallvaski (1. útg. - 1974), Ástríkur og Kleópatra (1974), Ástríkur í Bretalandi (1974) og Ástríkur ólympíukappi (1975) eru til dæmis bækur sem reglulega er spurt um en sjást sjaldan. Reyndar skal tekið fram að oft fara sölur fram í einkaskilaboðum þannig að verðið á þeim bókum kemur ekki alltaf fram.
SVEPPAGREIFINN er óneitanlega stoltur yfir að geta fundið megnið af þessum Ástríksbókum í hillunum sínum og flestar þeirra í allgóðu ásigkomulagi þó alltaf sjái eitthvað á myndasögum sem gefnar eru út í kiljuformi. Og ef ofangreindar fjárhæðir gefa eðlilega, stígandi framtíðarmynd af verðmæti bókanna þá eru afkomendum SVEPPAGREIFANS sæmilega borgið með smá auka arfi.
Af því sem vantar af Tinnabókunum í safn SVEPPAGREIFANS má helst nefna 1. útgáfuna af elstu sögunum. Þar eru um að ræða Dularfullu stjörnuna (1971), Svaðilför í Surtsey (1971) og Krabbann með gylltu klærnar (1973). Sorglegt að hugsa til þess að allar þessar sögur átti hann í bernsku en þær voru bókstaflega lesnar upp til agna. Þessar bækur detta stöku sinnum inn á Facebook grúbbuna góðu en líklega er SVEPPAGREIFINN hreinlega of nískur til að láta til skarar skríða og fjárfesta í bókunum. Auk þess sem eintök af þessum myndasögum eru sjaldnast í því standi sem hann myndi gera kröfur um. Þessar bækur eru að fara á einhverja þúsund kalla en mjög góð eintök myndu líklega seljast á tugi þúsunda ef þær stæðu til boða. Síðastliðið vor seldust tvö eintök af Tinna í Sovétríkjunum (2007) á uppboði innan grúbbunnar en þar fór önnur bókanna á 25.000 krónur en hin á 27.000. Sú myndasaga er reyndar ekki mjög gömul en hið íslenska upplag bókarinnar var víst ekkert sérstaklega stórt og gerir hana mjög verðmæta og eftirsótta fyrir vikið. En þar fyrir utan minnir SVEPPAGREIFANN að hafa heyrt einhverjar slúðursögur um að stór hluti upplagsins (eins og eitt vörubretti) hafi annað hvort týnst eða verið fargað af misgáningi eftir daga bókaútgáfunnar Fjölva. Þá sögu ber þó að taka með fyrirvara. Tinni í Sovétríkjunum sést nánast aldrei í Góða hirðinum (bestu bókabúðinni í bænum) og í Kolaportinu hefur hún sést verðlögð á 20.000 krónur. Á vefnum myndasögur.is, sem Froskur Útgáfa heldur utan um, má einnig finna gamlar notaðar teiknimyndasögur á íslensku til sölu en verðmat þeirra er breytilegt og virðist algerlega fara eftir ásigkomulagi. Þar eru þessar elstu 1. útgáfu Tinna bækur til dæmis verðlagðar á 30.000 krónur og Tinni í Sovétríkjunum á 22.000.
SVEPPAGREIFINN er svo heppinn að eiga algjörlega óaðfinnanlegt eintak af íslensku útgáfunni af Tinna í Sovétríkjunum en í myndasöguhillunum hans má einnig finna dönsku útgáfuna af sögunni og svo lituðu útgáfu bókarinnar á hollensku. Síðastnefndu bókina keypti hann í Amsterdam síðla veturs 2017 aðeins örfáum vikum eftir að hún var gefin út í litum og af einhverjum ástæðum þykir honum voðalega vænt um þá bók. Af öðrum áhugaverðum Tinna bókum SVEPPAGREIFANS (alls eru þær rúmlega 90) úr myndasöguhillum hans má nefna 1. útgáfu sænska upplagsins af Dularfullu stjörnunni (Den mystiska stjärnan) frá árinu 1960 og arabísku útgáfuna af Tinna í Tíbet. Um hana var fjallað aðeins hér.
Sú sænska er reyndar orðin svolítið lúin en er engu að síðu merkileg myndasaga því hún, ásamt Veldissprota Ottókars konungs (Kung Ottokars spira á sænsku), voru fyrstu Tinna bækurnar sem gefnar voru út í Svíþjóð. Það var Bonniers bókaútgáfan sem gaf söguna út. Við nýlega eftirgrennslan SVEPPAGREIFANS fann hann bókina auglýsta á söluvef með notaðar myndasögur á 200 evrur en það munu vera hátt í 27.000 krónur. Den mystiska stjärnan var síðan ekki endurútgefin í Svíþjóð aftur fyrr en árið 1972 og þá af Carlsen útgáfunni. Bókin telst því, þó snjáð sé orðin, ein af dýrgripum bókahillna SVEPPAGREIFANS.
Þá má ekki gleyma tveimur sjóræningjaútgáfum af Tinna sem leynast í hillunum. Þar er annars vegar um að ræða bókina Kuifje in Zwitserland og hins vegar Kuifje in El Salvador. Báðar tvær vel kunnar sem alræmdar sögur og þarna má sjá Tinna og samferðarfólk hans í algjörlega í nýju ljósi sem samræmist ekki upphaflegum uppeldisgildum höfundarins Hergé. Gaman að segja frá því að SVEPPAGREIFINN er marg öfundaður af þessum ólöglegu en skemmtilegu dýrgripum. Hann á vafalítið eftir að fjalla betur um þessar tvær myndasögur í komandi framtíð.
En af öðrum íslensku myndasögum, sem SVEPPAGREIFINN má til með að grobba sig af, má nefna mjög gott eintak af litlu Lukku Láka bókinni Á léttum fótum - Spes tilboð (1982). Þessi bók er í öðru broti en gengur og gerist en stærð hennar samsvarar um það bil hálfri venjulegri myndasögustærð og er í mjúku kiljuformi. Þessi myndasaga er mjög eftirsótt og vegna hins mjúka brots hennar eru þokkaleg eintök af bókinni virðast vera frekar fáséð. Samkvæmt heimildum aðila í áðurnefndri Teiknimyndasögugrúbbu Facebook þá mun Kolaportsverð hennar vera um 30-35.000 og einn meðlimur kvaðst hafa borgað 12.000 krónur fyrir eintak af bókinni fyrir tæpum áratug síðan. Bókin er ekki til sölu á vefverslun myndasögur.is og þar er ekki einu sinni í boði mynd af henni. Spurning hvort að ástæða þess sé hversu sjaldgæf hún sé?
En að síðustu er ekki úr vegi að minnast einnig á Tinna fígúrurnar sem SVEPPAGREIFNN hefur verið að eignast eina og eina í senn. Þessar fígúrur hefur Greifynjan dundað sér við að kaupa og gefa hinum heittelskaða eiginmanni sínum í gegnum árin og auðvitað tilheyra þær dýrgripum myndasöguhillnanna - enda eru þær geymdar þar. Þarna má sjá þá Tinna, Tobba, Kolbein kaftein og prófessor Vandráð en einnig er þar að finna eldflaugina frægu úr tunglbókunum. Látum þetta duga að sinni.
Hann hefur stundum verið að gramsa svolítið þessum hillum sínum og jafnvel dundað sér við að setja inn færslur, hér á Hrakfarir og heimskupör, um það sem á vegi hans verður þar. Efnið sem kemur úr hillunum hans er auðvitað misáhugavert enda hafa, úr sumum af þessum seríum, aðeins komið út örfáar bækur á íslensku. Og SVEPPAGREIFINN hefur reynt að fjalla svolítið um þessar hálfkláruðu seríur til að þær falli ekki alveg í gleymskunar dá. Sem dæmi um það má nefna bækurnar um Frank, Fótboltafélagið Fal, Háskaþrennuna, 421 og Yoko Tsúnó. Að þessu sinni er hins vegar ætlunin að fjalla svolítið um og velta aðeins fyrir sér verðmæti þess helsta sem kemur úr þessum bókahillum, bæði fjárhags- og tilfinningalega.
Myndasögusafnið er nokkuð fjölbreytilegt en SVEPPAGREIFINN er mikill aðdáandi bókanna um Tinna, Viggó viðutan og Sval og Val og á úr þeim seríum miklu fleiri bækur en bara þær sem komið hafa út hérlendis. Sömu sögu má einnig segja af bókunum um Ástrík og Lukku Láka. Úr þessum seríum öllum á hann orðið stærstan hluta þeirra bóka sem komið hafa út í bókaflokkunum en reyndar á nokkrum mismunandi tungumálum. Undanfarin ár hefur hann einnig aðeins verið að skoða og kaupa svolítið sambærilegar myndasögur frá Belgíu sem verið var að gefa út á sama tíma og þær bækur sem við íslenskir lesendur þekkjum best. Samanlagt á hann því eitthvað í kringum 600 teiknimyndasögur á um tíu til fimmtán mismunandi tungumálum.
En þegar einhver á um 600 teiknimyndasögur þá gefur það auga leið að í þeim bunka hljóti að vera bækur sem eru áhugaverðari eða meira virði en aðrar. Eða alla vega bækur sem honum þykir í það minnsta meira vænt um. Og SVEPPAGREIFINN er svo heppinn að eiga töluvert af þeim bókum sem teljast verðmætastar úr íslensku útgáfuseríunum. Auðvitað vantar hann eitthvað af elstu upplögunum (þá aðallega af Tinna bókunum) en samt er ótrúlegt hvað mjatlast inn af þessum myndasögum án þess að hver bók hafi kostað hann um það bil andvirði smábíls. En svo er framtíðarverðmæti þessara íslensku útgáfna líklega enn meira en maður gerir sér grein fyrir því upplög þeirra á sínum tíma voru svo lítil. Sem gerir það að verkum að bækurnar verða (og kannski eru orðnar) eftirsóttar af erlendum söfnurum.
SVEPPAGREIFINN er í frábærri myndasögugrúbbu á Facebook, sem heitir einfaldlega Teiknimyndasögur, þar sem oft fer fram stórskemmtileg umræða um þetta nördalega áhugamál. Þar er fólk að pósta ýmsum áhugaverðum upplýsingum, sýna hvað það hefur verið að versla og jafnvel að gefa öðrum lesendum innsýn í hvað myndasöguhillur þeirra hafa að geyma. En grúbban (sem telur rúmlega 1000 manns) er einnig sölu- og uppboðssíða þar sem meðlimir geta keypt og selt myndasögur eftir framboði og eftirspurn. Þessi síða er því tilvalin fyrir fólk til að átta sig aðeins á því hvaða bækur eru eftirsóttar og þá um leið verðmæti allra þeirra myndasagna sem það hefur undir höndum. Sumar bókanna eru virkilega dýrar á meðan aðrar eru lítils virði. Þarna hafa einmitt, nokkrum sinnum á undanförnum mánuðum, verið boðnar upp sjaldséðar myndasögur á íslensku. Sem dæmi um það má nefna Ástríks bækurnar Ástríkur á Spáni (1976) sem seldist á 20.000 krónur og Ástrík skylmingakappa (1976) sem fór á 15.000 en reikna má með að þar hafi verið um þokkaleg eintök að ræða. Á þessari síðu er ekki óalgengt að sæmileg eintök af algengustu Ástríks bókunum séu að fara á 6 - 8000 krónur en góð eintök af fáséðari sögunum virðast þó yfirleitt ekki mikið vera að seljast. Svo sjaldgæf eru þau. Ástríkur Gallvaski (1. útg. - 1974), Ástríkur og Kleópatra (1974), Ástríkur í Bretalandi (1974) og Ástríkur ólympíukappi (1975) eru til dæmis bækur sem reglulega er spurt um en sjást sjaldan. Reyndar skal tekið fram að oft fara sölur fram í einkaskilaboðum þannig að verðið á þeim bókum kemur ekki alltaf fram.
SVEPPAGREIFINN er óneitanlega stoltur yfir að geta fundið megnið af þessum Ástríksbókum í hillunum sínum og flestar þeirra í allgóðu ásigkomulagi þó alltaf sjái eitthvað á myndasögum sem gefnar eru út í kiljuformi. Og ef ofangreindar fjárhæðir gefa eðlilega, stígandi framtíðarmynd af verðmæti bókanna þá eru afkomendum SVEPPAGREIFANS sæmilega borgið með smá auka arfi.
Af því sem vantar af Tinnabókunum í safn SVEPPAGREIFANS má helst nefna 1. útgáfuna af elstu sögunum. Þar eru um að ræða Dularfullu stjörnuna (1971), Svaðilför í Surtsey (1971) og Krabbann með gylltu klærnar (1973). Sorglegt að hugsa til þess að allar þessar sögur átti hann í bernsku en þær voru bókstaflega lesnar upp til agna. Þessar bækur detta stöku sinnum inn á Facebook grúbbuna góðu en líklega er SVEPPAGREIFINN hreinlega of nískur til að láta til skarar skríða og fjárfesta í bókunum. Auk þess sem eintök af þessum myndasögum eru sjaldnast í því standi sem hann myndi gera kröfur um. Þessar bækur eru að fara á einhverja þúsund kalla en mjög góð eintök myndu líklega seljast á tugi þúsunda ef þær stæðu til boða. Síðastliðið vor seldust tvö eintök af Tinna í Sovétríkjunum (2007) á uppboði innan grúbbunnar en þar fór önnur bókanna á 25.000 krónur en hin á 27.000. Sú myndasaga er reyndar ekki mjög gömul en hið íslenska upplag bókarinnar var víst ekkert sérstaklega stórt og gerir hana mjög verðmæta og eftirsótta fyrir vikið. En þar fyrir utan minnir SVEPPAGREIFANN að hafa heyrt einhverjar slúðursögur um að stór hluti upplagsins (eins og eitt vörubretti) hafi annað hvort týnst eða verið fargað af misgáningi eftir daga bókaútgáfunnar Fjölva. Þá sögu ber þó að taka með fyrirvara. Tinni í Sovétríkjunum sést nánast aldrei í Góða hirðinum (bestu bókabúðinni í bænum) og í Kolaportinu hefur hún sést verðlögð á 20.000 krónur. Á vefnum myndasögur.is, sem Froskur Útgáfa heldur utan um, má einnig finna gamlar notaðar teiknimyndasögur á íslensku til sölu en verðmat þeirra er breytilegt og virðist algerlega fara eftir ásigkomulagi. Þar eru þessar elstu 1. útgáfu Tinna bækur til dæmis verðlagðar á 30.000 krónur og Tinni í Sovétríkjunum á 22.000.
SVEPPAGREIFINN er svo heppinn að eiga algjörlega óaðfinnanlegt eintak af íslensku útgáfunni af Tinna í Sovétríkjunum en í myndasöguhillunum hans má einnig finna dönsku útgáfuna af sögunni og svo lituðu útgáfu bókarinnar á hollensku. Síðastnefndu bókina keypti hann í Amsterdam síðla veturs 2017 aðeins örfáum vikum eftir að hún var gefin út í litum og af einhverjum ástæðum þykir honum voðalega vænt um þá bók. Af öðrum áhugaverðum Tinna bókum SVEPPAGREIFANS (alls eru þær rúmlega 90) úr myndasöguhillum hans má nefna 1. útgáfu sænska upplagsins af Dularfullu stjörnunni (Den mystiska stjärnan) frá árinu 1960 og arabísku útgáfuna af Tinna í Tíbet. Um hana var fjallað aðeins hér.
Sú sænska er reyndar orðin svolítið lúin en er engu að síðu merkileg myndasaga því hún, ásamt Veldissprota Ottókars konungs (Kung Ottokars spira á sænsku), voru fyrstu Tinna bækurnar sem gefnar voru út í Svíþjóð. Það var Bonniers bókaútgáfan sem gaf söguna út. Við nýlega eftirgrennslan SVEPPAGREIFANS fann hann bókina auglýsta á söluvef með notaðar myndasögur á 200 evrur en það munu vera hátt í 27.000 krónur. Den mystiska stjärnan var síðan ekki endurútgefin í Svíþjóð aftur fyrr en árið 1972 og þá af Carlsen útgáfunni. Bókin telst því, þó snjáð sé orðin, ein af dýrgripum bókahillna SVEPPAGREIFANS.
Þá má ekki gleyma tveimur sjóræningjaútgáfum af Tinna sem leynast í hillunum. Þar er annars vegar um að ræða bókina Kuifje in Zwitserland og hins vegar Kuifje in El Salvador. Báðar tvær vel kunnar sem alræmdar sögur og þarna má sjá Tinna og samferðarfólk hans í algjörlega í nýju ljósi sem samræmist ekki upphaflegum uppeldisgildum höfundarins Hergé. Gaman að segja frá því að SVEPPAGREIFINN er marg öfundaður af þessum ólöglegu en skemmtilegu dýrgripum. Hann á vafalítið eftir að fjalla betur um þessar tvær myndasögur í komandi framtíð.
En af öðrum íslensku myndasögum, sem SVEPPAGREIFINN má til með að grobba sig af, má nefna mjög gott eintak af litlu Lukku Láka bókinni Á léttum fótum - Spes tilboð (1982). Þessi bók er í öðru broti en gengur og gerist en stærð hennar samsvarar um það bil hálfri venjulegri myndasögustærð og er í mjúku kiljuformi. Þessi myndasaga er mjög eftirsótt og vegna hins mjúka brots hennar eru þokkaleg eintök af bókinni virðast vera frekar fáséð. Samkvæmt heimildum aðila í áðurnefndri Teiknimyndasögugrúbbu Facebook þá mun Kolaportsverð hennar vera um 30-35.000 og einn meðlimur kvaðst hafa borgað 12.000 krónur fyrir eintak af bókinni fyrir tæpum áratug síðan. Bókin er ekki til sölu á vefverslun myndasögur.is og þar er ekki einu sinni í boði mynd af henni. Spurning hvort að ástæða þess sé hversu sjaldgæf hún sé?
En að síðustu er ekki úr vegi að minnast einnig á Tinna fígúrurnar sem SVEPPAGREIFNN hefur verið að eignast eina og eina í senn. Þessar fígúrur hefur Greifynjan dundað sér við að kaupa og gefa hinum heittelskaða eiginmanni sínum í gegnum árin og auðvitað tilheyra þær dýrgripum myndasöguhillnanna - enda eru þær geymdar þar. Þarna má sjá þá Tinna, Tobba, Kolbein kaftein og prófessor Vandráð en einnig er þar að finna eldflaugina frægu úr tunglbókunum. Látum þetta duga að sinni.
Skemmtilegar pælingar með verðmæti. Mig grunar að þegar okkar kynslóð sem kann að meta þessa dýrgripi hverfur þá verða engir aðrir sem sjá eitthvað verðmætt við þetta og þessu verður hent.
SvaraEyðaÞað er því miður líklega rétt hjá þér. Þessum bókum verður klárlega eitthvað fargað með komandi kynslóðum en verðmæti þess sem eftir stendur eykst þá væntanlega líka í staðinn. Okkar kynslóðir virðast þó vera sæmilega meðvituð um verðmæti þeirra og myndasögugrúbban á Facebook er einmitt frábær vettvangur. Við verðum bara að vera duglega að boða fagnaðarerindið og vekja athygli á þessum sögum og reyna að virkja þá betur sem yngri eru :)
SvaraEyða