Hergé, höfundur Tinna bókanna, teiknaði fleira en bara þær bækur. Margir þekkja sögurnar um Palla og Togga og Alla, Siggu og Simbó, sem komið hafa út á íslensku, en löngu áður hafði Hergé einnig teiknað sögur um skátann Toto sem var eins konar forveri Tinna. SVEPPAGREIFINN ætlar núna aðeins að kíkja á Alla, Siggu og Simbó.
Fjölvi var búinn að gefa út allar Tinna bækurnar þegar kvikmyndabækurnar tvær, Tinni og Hákarlavatnið og Tinni og bláu appelsínurnar, komu út fyrir jólin 1978. Á sama tíma komu frá útgáfunni tvær nýjar bækur í bókaflokki, sem fæstir íslenskir unnendur Tinna þekktu. Þessar bækur voru um systkinin Alla og Siggu og gæludýrið þeirra, hinn eldklára apa Simbó.
Sögurnar um Jo, Zette og Jocko, eins og þau heita á frummálinu, voru einnig eftir höfund Tinna, belgann Hergé, og voru hugsuð sem eins konar mótvægi við hinn sjálfstæða einstakling, Tinna sem skorti alla tengingu við eðlilegt fjölskyldulíf. Árið 1935 óskaði Faðir Courtois, sem var forsvarsmaður fyrir hið kaþólska franska barnatímarit Coeurs Vaillants, eftir því við Hergé að hann myndi teikna nýja teiknimyndaseríu fyrir blaðið. Coeurs Vaillants hafði í hverri viku birt sögurnar um Tinna og Faðir Courtois hafði alltaf haft gaman af þeim en hann langaði þó til að fá sögur þar sem klassískt fjölskyldugildi væri meira í heiðri haft og þannig hugsuð í anda kaþólskrar trúar. Hergé varð við þeirri beiðni og skapaði fyrir blaðið þessa frönsku vísitölufjölskyldu með apa. Systkinin Jo og Zette Legrand (eða Alli og Sigga Leifs í þýðingu Þorsteins Thorarensens) voru því aðalsöguhetjurnar, í þessum nýju sögum, ásamt foreldrum sínum og apanum Jocko. Sögurnar birtust síðan einnig í Le Petit Vingtiéme, sem var tímaritið sem Tinni birtist fyrst í.
Hergé gerði ekki margar sögur með þeim systkinum og fannst hann alltaf vera of bundinn eða háður fjölskylduþemanu og hætti fljótlega með þær. Í Tinna sögunum gat hann alltaf valið sér aukapersónur að vild (Kolbein, Vandráð, Tsjang eða hvern sem var) til að byggja upp sögurnar á hvern þann hátt sem hann vildi. En það gat hann aldrei gert hjá Alla, Siggu og Simbó.
Eftir að sögurnar höfðu fyrst birst í áðurnefndum tímaritum á árunum 1936-39 varð einhver bið á að þær kæmu út í bókaformi. Alls voru þetta þrjár sögur sem Hergé kláraði með Alla, Siggu og Simbó en tvær þeirra voru það langar að þær rúmuðu tvær bækur hvor. Í heildina komu sögurnar þrjár því út í fimm bókum. Bækur númer eitt og tvö voru Le Testament De Mr Pump og Destination New York og komu fyrst út í því formi árið 1951. En það voru einmitt einu bækurnar sem komu út á íslensku í þessum flokki og mynduðu heila sögu. Þær nefndust á íslensku, Erfðaskrá auðkýfingsins og Kappflugið til New York. Þótt þessar sögur teldust þær fyrstu í bókaflokknum þá höfðu bækur númer þrjú, Le "Manitoba" Ne Répond Plus, og númer fjögur, L'Éruption du Karamako, samt verið fyrstu sögurnar sem birtust í tímaritunum. Þessar tvær bækur mynduðu einnig heila sögu og komu út í bókaformi árið 1952. Fimmta bókin hét La Vallée Des Cobras og kom út árið 1956.
Síðan hafði Hergé reyndar verið kominn af stað með eina sögu í viðbót, sem nefndist Le Thermozéro, en hún kláraðist þó aldrei hjá honum. Reyndar var upprunalega hugmyndin að Le Thermozéro ætluð fyrir sögu um Tinna en Hergé ákvað að hún hentaði betur Alla, Siggu og Simbó. Bob de Moor fékk það verkefni að ljúka við söguna en vegna tímaskorts varð ekkert úr því. Þetta var árið 1960 og hann var önnum kafinn við verkefni tengdum endurteiknun á Tinna bókinni Svaðilför til Surtseyjar enda hluti af teiknarateymi Hergés.
Eins og með elstu sögurnar um Tinna voru sögurnar um Alla, Siggu og Simbó ekki gallalausar. Í Le "Manitoba" Ne Répond Plus er svörtum ættflokki stillt upp sem algjörum villimönnum og þeim systkinum haldið föngnum og fóðruð sem tilvonandi máltíð fyrir mannætur. Allt í anda ævintýrsins um Hans og Grétu. Ættflokkurinn er teiknaður á mjög niðrandi og fordómafullan hátt og minnir óneitanlega á hina umdeildu Tinna í Kongó sem farið hefur fyrir brjóstið á mörgum í gegnum tíðina. Það gekk reyndar svo langt að reynt var að fá lögbann á bókina fyrir ekki svo löngu síðan.
Í Le Testament De Mr Pump (Erfðaskrá auðkýfingsins) valda Alli og Sigga minni háttar umhverfisslysi með því að setja gat á bensíntunnu á eyju þar sem þau neyðast til að nauðlenda flugvél. Bensínið flæðir um fjöruna en þau systkini skeyta minnst um það enda enn langt í framandi umhverfisvakningu eða náttúruvernd.
Og í Destination New York (Kappflugið til New York) fara þau Alli og Sigga á selveiðar með hinum grænlenska Irjúk. Í sögunni um Tinna í Kongó var Hergé einmitt á svipuðum nótum, nema að hann var miklu stórtækari. Tinni hamfletti þar apa (kannski frænda Simbós) til þess eins að bjarga Tobba frá öðrum öpum. Hann stráfelldi heila antilópuhjörð fyrir mistök og í upprunalegu útgáfunni boraði hann gat í lifandi nashyrning, stakk þar í dínamítsstöng og sprengdi hann í loft upp! Í seinni útgáfum lét hann sér nægja að stökkva honum á flótta með slysaskoti. Kannski var bara eins gott að á þessum tíma voru ekki komin fram á sjónarsviðið samtök eins og Greenpeace og Sea Shepherd.
Svo má auðvitað má líka finna Íslandstengingu í bókunum um Alla, Siggu og Simbó en það er eitthvað sem kítlar alltaf svolítið hégómagirnina hjá þjóðrembingssinnuðum Íslendingum. Í Destination New York (Kappflugið til New York) fá heimamenn staddir á Dyrhólaey athygli á einni mynd á blaðsíðu 5. Hergé mundi því alveg eftir okkur frá því að hann lét Tinna koma við á Akureyri í Dularfullu stjörnunni.
Aftan á Tinna bókunum má sjá hina sígildu mynd af sögupersónum úr bókum Hergés en Alli, Sigga og Simbó birtust þó aldrei í bókunum um Tinna, ólíkt þeim Palla og Togga. Hins vegar má til dæmis sjá Kolbeini kafteini bregða fyrir í Erfðaskrá auðkýfingsins þar sem hann sést á mynd í stofunni hjá fjölskyldu Leifs Grandvara og er þar augljóslega fjölskylduvinur eða ættingi.
Hergé gerði ekki margar sögur með þeim systkinum og fannst hann alltaf vera of bundinn eða háður fjölskylduþemanu og hætti fljótlega með þær. Í Tinna sögunum gat hann alltaf valið sér aukapersónur að vild (Kolbein, Vandráð, Tsjang eða hvern sem var) til að byggja upp sögurnar á hvern þann hátt sem hann vildi. En það gat hann aldrei gert hjá Alla, Siggu og Simbó.
Eftir að sögurnar höfðu fyrst birst í áðurnefndum tímaritum á árunum 1936-39 varð einhver bið á að þær kæmu út í bókaformi. Alls voru þetta þrjár sögur sem Hergé kláraði með Alla, Siggu og Simbó en tvær þeirra voru það langar að þær rúmuðu tvær bækur hvor. Í heildina komu sögurnar þrjár því út í fimm bókum. Bækur númer eitt og tvö voru Le Testament De Mr Pump og Destination New York og komu fyrst út í því formi árið 1951. En það voru einmitt einu bækurnar sem komu út á íslensku í þessum flokki og mynduðu heila sögu. Þær nefndust á íslensku, Erfðaskrá auðkýfingsins og Kappflugið til New York. Þótt þessar sögur teldust þær fyrstu í bókaflokknum þá höfðu bækur númer þrjú, Le "Manitoba" Ne Répond Plus, og númer fjögur, L'Éruption du Karamako, samt verið fyrstu sögurnar sem birtust í tímaritunum. Þessar tvær bækur mynduðu einnig heila sögu og komu út í bókaformi árið 1952. Fimmta bókin hét La Vallée Des Cobras og kom út árið 1956.
Síðan hafði Hergé reyndar verið kominn af stað með eina sögu í viðbót, sem nefndist Le Thermozéro, en hún kláraðist þó aldrei hjá honum. Reyndar var upprunalega hugmyndin að Le Thermozéro ætluð fyrir sögu um Tinna en Hergé ákvað að hún hentaði betur Alla, Siggu og Simbó. Bob de Moor fékk það verkefni að ljúka við söguna en vegna tímaskorts varð ekkert úr því. Þetta var árið 1960 og hann var önnum kafinn við verkefni tengdum endurteiknun á Tinna bókinni Svaðilför til Surtseyjar enda hluti af teiknarateymi Hergés.
Eins og með elstu sögurnar um Tinna voru sögurnar um Alla, Siggu og Simbó ekki gallalausar. Í Le "Manitoba" Ne Répond Plus er svörtum ættflokki stillt upp sem algjörum villimönnum og þeim systkinum haldið föngnum og fóðruð sem tilvonandi máltíð fyrir mannætur. Allt í anda ævintýrsins um Hans og Grétu. Ættflokkurinn er teiknaður á mjög niðrandi og fordómafullan hátt og minnir óneitanlega á hina umdeildu Tinna í Kongó sem farið hefur fyrir brjóstið á mörgum í gegnum tíðina. Það gekk reyndar svo langt að reynt var að fá lögbann á bókina fyrir ekki svo löngu síðan.
Í Le Testament De Mr Pump (Erfðaskrá auðkýfingsins) valda Alli og Sigga minni háttar umhverfisslysi með því að setja gat á bensíntunnu á eyju þar sem þau neyðast til að nauðlenda flugvél. Bensínið flæðir um fjöruna en þau systkini skeyta minnst um það enda enn langt í framandi umhverfisvakningu eða náttúruvernd.
Og í Destination New York (Kappflugið til New York) fara þau Alli og Sigga á selveiðar með hinum grænlenska Irjúk. Í sögunni um Tinna í Kongó var Hergé einmitt á svipuðum nótum, nema að hann var miklu stórtækari. Tinni hamfletti þar apa (kannski frænda Simbós) til þess eins að bjarga Tobba frá öðrum öpum. Hann stráfelldi heila antilópuhjörð fyrir mistök og í upprunalegu útgáfunni boraði hann gat í lifandi nashyrning, stakk þar í dínamítsstöng og sprengdi hann í loft upp! Í seinni útgáfum lét hann sér nægja að stökkva honum á flótta með slysaskoti. Kannski var bara eins gott að á þessum tíma voru ekki komin fram á sjónarsviðið samtök eins og Greenpeace og Sea Shepherd.
Svo má auðvitað má líka finna Íslandstengingu í bókunum um Alla, Siggu og Simbó en það er eitthvað sem kítlar alltaf svolítið hégómagirnina hjá þjóðrembingssinnuðum Íslendingum. Í Destination New York (Kappflugið til New York) fá heimamenn staddir á Dyrhólaey athygli á einni mynd á blaðsíðu 5. Hergé mundi því alveg eftir okkur frá því að hann lét Tinna koma við á Akureyri í Dularfullu stjörnunni.
Aftan á Tinna bókunum má sjá hina sígildu mynd af sögupersónum úr bókum Hergés en Alli, Sigga og Simbó birtust þó aldrei í bókunum um Tinna, ólíkt þeim Palla og Togga. Hins vegar má til dæmis sjá Kolbeini kafteini bregða fyrir í Erfðaskrá auðkýfingsins þar sem hann sést á mynd í stofunni hjá fjölskyldu Leifs Grandvara og er þar augljóslega fjölskylduvinur eða ættingi.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Út með sprokið!