Stundum gerist það hjá SVEPPAGREIFANUM að Hrakfara & heimskupara andinn er ekki til staðar og þá er letin hann alveg lifandi að drepa. Þó er yfirleitt nóg af efninu til að fjalla um og hugmyndaflug SVEPPAGREIFANS í fljótu bragði almennt nægjanlegt til að dekka þessa heimasíðu næsta áratuginn ef áhugi væri fyrir hendi. En stundum er líka bara nauðsynlegt að reyna að sleppa ódýrt. Í þess háttar tilfellum neyðist hann til að grípa í fánýtan fróðleik til að reyna að bjarga færslu dagsins. Það á einmitt við í dag svona rétt eftir áramótin.
En fyrir jólin árið 1977 sendi bókaútgáfan Iðunn frá sér sína fyrstu teiknimyndasögu um þá félaga Sval og Val í íslenskri þýðingu Geirlaugar Þorsteinsdóttur. Bókin, sem var eftir André Franquin, var reyndar á einhvern óskiljanlegan hátt nefnd Hrakfallaferð til Feluborgar (Les pirates du silence) og var frá árinu 1958 en hún var númer 10 í upprunalega bókaflokknum um Sval og Val. Þannig hófst í raun útgáfa bókanna um Sval og Val á íslensku inni í miðri seríunni og verðandi aðdáendur þeirra hér á landi fengu því í byrjun ósköp litla kynningu á þessum frábæru sögum.
Næstu árin sendi Iðunn frá sér fleiri sögur úr bókaflokknum sem urðu gríðarlega vinsælar hér á landi en bækurnar voru prentaðar í samvinnu við önnur sambærileg forlög á Norðurlöndunum. Íslenska upplagið, af þeim myndasögum sem verið var að gefa út á þessum árum, var yfirleitt svo smátt að það svaraði engan veginn kostnaði að sérprenta þær í réttri röð fyrir íslenska markaðinn. Þess vegna voru íslensku forlögin yfirleitt háð þeim norrænu útgáfum sem voru í gangi hverju sinni og urðu að sætta sig við að fá aðeins þær bækur prentaðar sem hin forlögin voru að gefa út á hverjum tíma. Hrakfallaferð til Feluborgar var því, eins og áður segir, fyrsta Sval og Val bókin sem kom út á íslensku og aftan á bókarkápunni mátti sjá þessa kunnuglegu mynd sem síðan átti eftir að fylgja Sval og Val næstu 17 bækurnar.
Og til gamans skulum við líka sjá til dæmis dönsku útgáfuna svona vegna þess að þetta var nú allt saman prentað í samfloti á sínum tíma.
Þessar fyrstu 18 bækur voru ýmist úr smiðju þeirra Franquin eða hins franska Jean-Claude Fournier og það var einmitt í 18. bókinni, Sjávarborginni (Spirou et les Hommes-bulles - 1958) eftir Franquin sem kom út á íslensku árið 1983, sem þessi mynd birtist í síðasta sinn á baksíðunni. Árið eftir kom svo út hér á landi fyrsta Sval og Val bókin sem ekki var eftir Franquin eða Fournier og í framhaldinu fóru þær að koma út nokkurn veginn í kjölfarið á upprunalegu útgáfunum. 19. bókin, Veiran (Virus - 1984) eftir þá Tome og Janry, var því fyrsta Sval og Val bókin sem ekki hafði að geyma myndina góðu aftan á bókarkápunni.
En aðeins aftur að þessari kunnuglegu baksíðumynd. Fyrir þá sem eru ekki alveg að átta sig á uppruna hennar má geta þess að myndin kemur fyrir á blaðsíðu 46 einmitt í bókinni Sjávarborginni en þó ekki í þeirri sögu sjálfri heldur í aukasögunni sem nefnist Dularfulla líkneskið (Les Petits Formats - 1958). Þarna er Svalur um miðja nótt að brýna fyrir þeim Pésa og Gormi að bíða kyrrir fyrir utan, á meðan hann sjálfur brýst inn í hús tannlæknisins doktor Alfreð Salómons til að leita að Val. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að auðvitað óhlýðnaðist Gormur þeirri skipun. En eina breytingin sem gerð hefur verið á upprunalegu myndinni er sú að augnaráði Svals hefur verið breytt úr ávítandi/skipandi í meira svona hvetjandi/biðjandi.
Þessar tvær sögur, Sjávarborgin og Dularfulla líkneskið, eru reyndar nákvæmlega eins að lengd (hvor fyrir sig 30 blaðsíður) þó bókin sé að jafnaði kennd við þá fyrrnefndu. Það er þó ekki algilt, því að á dönsku alla vega eru til bækur með báðum titlunum - Havmysteriet og Mineaturmysteriet. Sitthvor en samt sama bókin.
Báðar sögurnar birtust fyrst í franska dagblaðinu Le Parisien libéré árið 1958 og þar voru þær aðeins í svart/hvítu en í ágúst árið 1962 hóf Dularfulla líkneskið að birtast í SPIROU (nr. 1273-1302) og þá í lit. Sögurnar tvær voru síðan fyrst gefnar út í bókarformi árið 1964.
Sjávarborgin var hins vegar eina Sval og Val sagan í opinberu seríunni sem birtist aldrei í myndasögutímaritinu SPIROU.
En fyrir jólin árið 1977 sendi bókaútgáfan Iðunn frá sér sína fyrstu teiknimyndasögu um þá félaga Sval og Val í íslenskri þýðingu Geirlaugar Þorsteinsdóttur. Bókin, sem var eftir André Franquin, var reyndar á einhvern óskiljanlegan hátt nefnd Hrakfallaferð til Feluborgar (Les pirates du silence) og var frá árinu 1958 en hún var númer 10 í upprunalega bókaflokknum um Sval og Val. Þannig hófst í raun útgáfa bókanna um Sval og Val á íslensku inni í miðri seríunni og verðandi aðdáendur þeirra hér á landi fengu því í byrjun ósköp litla kynningu á þessum frábæru sögum.
Næstu árin sendi Iðunn frá sér fleiri sögur úr bókaflokknum sem urðu gríðarlega vinsælar hér á landi en bækurnar voru prentaðar í samvinnu við önnur sambærileg forlög á Norðurlöndunum. Íslenska upplagið, af þeim myndasögum sem verið var að gefa út á þessum árum, var yfirleitt svo smátt að það svaraði engan veginn kostnaði að sérprenta þær í réttri röð fyrir íslenska markaðinn. Þess vegna voru íslensku forlögin yfirleitt háð þeim norrænu útgáfum sem voru í gangi hverju sinni og urðu að sætta sig við að fá aðeins þær bækur prentaðar sem hin forlögin voru að gefa út á hverjum tíma. Hrakfallaferð til Feluborgar var því, eins og áður segir, fyrsta Sval og Val bókin sem kom út á íslensku og aftan á bókarkápunni mátti sjá þessa kunnuglegu mynd sem síðan átti eftir að fylgja Sval og Val næstu 17 bækurnar.
Og til gamans skulum við líka sjá til dæmis dönsku útgáfuna svona vegna þess að þetta var nú allt saman prentað í samfloti á sínum tíma.
Þessar fyrstu 18 bækur voru ýmist úr smiðju þeirra Franquin eða hins franska Jean-Claude Fournier og það var einmitt í 18. bókinni, Sjávarborginni (Spirou et les Hommes-bulles - 1958) eftir Franquin sem kom út á íslensku árið 1983, sem þessi mynd birtist í síðasta sinn á baksíðunni. Árið eftir kom svo út hér á landi fyrsta Sval og Val bókin sem ekki var eftir Franquin eða Fournier og í framhaldinu fóru þær að koma út nokkurn veginn í kjölfarið á upprunalegu útgáfunum. 19. bókin, Veiran (Virus - 1984) eftir þá Tome og Janry, var því fyrsta Sval og Val bókin sem ekki hafði að geyma myndina góðu aftan á bókarkápunni.
En aðeins aftur að þessari kunnuglegu baksíðumynd. Fyrir þá sem eru ekki alveg að átta sig á uppruna hennar má geta þess að myndin kemur fyrir á blaðsíðu 46 einmitt í bókinni Sjávarborginni en þó ekki í þeirri sögu sjálfri heldur í aukasögunni sem nefnist Dularfulla líkneskið (Les Petits Formats - 1958). Þarna er Svalur um miðja nótt að brýna fyrir þeim Pésa og Gormi að bíða kyrrir fyrir utan, á meðan hann sjálfur brýst inn í hús tannlæknisins doktor Alfreð Salómons til að leita að Val. Það þarf náttúrulega ekki að taka það fram að auðvitað óhlýðnaðist Gormur þeirri skipun. En eina breytingin sem gerð hefur verið á upprunalegu myndinni er sú að augnaráði Svals hefur verið breytt úr ávítandi/skipandi í meira svona hvetjandi/biðjandi.
Þessar tvær sögur, Sjávarborgin og Dularfulla líkneskið, eru reyndar nákvæmlega eins að lengd (hvor fyrir sig 30 blaðsíður) þó bókin sé að jafnaði kennd við þá fyrrnefndu. Það er þó ekki algilt, því að á dönsku alla vega eru til bækur með báðum titlunum - Havmysteriet og Mineaturmysteriet. Sitthvor en samt sama bókin.
Báðar sögurnar birtust fyrst í franska dagblaðinu Le Parisien libéré árið 1958 og þar voru þær aðeins í svart/hvítu en í ágúst árið 1962 hóf Dularfulla líkneskið að birtast í SPIROU (nr. 1273-1302) og þá í lit. Sögurnar tvær voru síðan fyrst gefnar út í bókarformi árið 1964.
Sjávarborgin var hins vegar eina Sval og Val sagan í opinberu seríunni sem birtist aldrei í myndasögutímaritinu SPIROU.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Út með sprokið!