Þessi tímabundna eldflaugasýning hófst þann 27. apríl og stendur yfir í einn mánuð en safnið er opið alla daga vikunnar nema mánudaga. Verkið er eftir sætabrauðsmeistarann (og auðvitað listamanninn) Jordi Fábrega og innblásið af prófessornum Joan Manuel Soldevilla sem er kunnur áhugamaður og sérfræðingur um Tinna en hann hélt mjög fróðlegan fyrirlestur við opnun sýningarinnar.
Borgin Figueres er um 100 km norðaustur af Barcelona, ekki langt frá landamærunum að Frakklandi en þar búa um 50.000 manns. Borgin er líklega einna þekktust fyrir að vera fæðingarstaður listmálarans góðkunna Salvador Dalí.
Borgin Figueres er um 100 km norðaustur af Barcelona, ekki langt frá landamærunum að Frakklandi en þar búa um 50.000 manns. Borgin er líklega einna þekktust fyrir að vera fæðingarstaður listmálarans góðkunna Salvador Dalí.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Út með sprokið!