25. maí 2018

60. HINN GREINDARSKERTI RATTATI

Þessi örstutta færsla dagsins er tileinkuð hundinum Rattata sem margir kannast líklega við. En fyrir þá sem ekki eru jafn kunnugir má benda á hinar ágætu bækur um Lukku Láka annars vegar og hins vegar 20 bóka seríu um hundinn Rantanplan. Þær síðarnefndu hafa reyndar ekki enn komið út á íslensku. Hundurinn Rattati er að öllum líkindum ekki skarpasti ferfætlingur teiknimyndasagnanna og hreinskilnislega er heimsku hans eiginlega engum takmörkum sett. En af djúpri virðingu fyrir þessari einstöku skepnu birtir SVEPPAGREIFINN hér ansi kómíska mynd, sem hann fann á veraldarvefnum víðfema, og lýsir vitsmunaskorti heimskasta hundsins í westrinu nokkuð vel.
SVEPPAGREIFINN mun pottþétt fjalla betur um Rattata við tækifæri. Góðar stundir ...

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Út með sprokið!