SVEPPAGREIFINN er ekki stöðugt að lesa myndasögur eða grúska í einhverju efni til að fjalla um hér á Hrakförum og heimskupörum. Undanfarnar vikurnar hefur hann til dæmis staðið í framkvæmdum við að breyta stærstum hluta bílskúr heimilisins í litla íbúð. Þar mun 16 ára unglingurinn geta haft sitt athvarf á mennta- og vonandi háskólaárunum og ekki veitir víst af á þessum tímum húsnæðisskorts og annars munaðar. Tæplega 40 fermetra bílskúr býður svo sem ekki upp á mikinn íburð og sérstaklega ekki þegar búið er að ráðstafa fáeinum fermetrum af honum í svolítið þvottahús og geymslu. En rúmlega 30 fermetra afgangur fyrir íbúð handa unglingi er reyndar örugglega alveg fínt og félagar hans dauðöfunda hann af komandi frelsi. Og í íbúð, þó hún sé lítil, þarf að sjálfsögðu að vera baðherbergi.
Fyrir fáeinum árum rakst SVEPPAGREIFINN á þessa mynd frá kunnuglegu sjónarhorni af baðherbergi sem aðdáendur Tinna bókanna kannast eflaust allir við. Þarna var um að ræða vísun í sígilda myndaröð úr Leynivopninu þar sem Kolbeinn kafteinn kemur við sögu. Þar er hann að bursta tennurnar fyrir framan spegilinn á baðherbergi sínu að Myllufossi þegar spegillinn byrjar skyndilega allur að springa upp og brotnar að lokum niður í þúsund mola. Eða ... alla vega svona fimmtíu og sjö! Seinna kemur svo í ljós að atburðurinn tengist tilraunum sem prófessor Vandráður er að vinna að á vinnustofu sinni. Þetta vita auðvitað allir. En hér fyrir neðan má einmitt sjá atvikið eftirminnilega af speglinum en það kemur fyrir á blaðsíðu 10 í bókinni.
Myndin af baðherberginu er hins vegar uppstilling úr sýningu, tileinkaðri Tinna bókunum, sem haldin var fyrir nokkrum árum í Château de Cheverny kastalanum í Loire Valley í Frakklandi. Allir Tinna aðdáendur ættu að kannast við staðinn en Château de Cheverny er einmitt fyrirmyndin að Myllusetrinu (Château de Moulinsart) í bókunum. Það var alltaf draumur SVEPPAGREIFANS að geta útfært þessa mynd á svipaðan eða sambærilegan hátt í einhverju baðherbergi framtíðarinnar og vissulega væri komið tækifæri til þess núna í bílskúrnum. En þegar fermetrarnir eru fáir og nýting á plássi takmarkaðir þá er úr vöndu að ráða. Sérstaklega þegar plássið, sem skammtað er til baðhergisins, er ekki nema rétt rúmlega tveir fermetrar! Og innan þessa tveggja fermetra þarf að rúmast klósett, vaskur og sturtuklefi. Það er því nokkuð ljóst að draumur SVEPPAGREIFANS um þessa baðherbergisútfærslu er ekki að fara að verða að veruleika. Alla vega ekki að þessu sinni. Vonandi getur þó einhver annar notað hugmyndina.
En þótt baðherbergisrýmið í bílskúrnum sé lítið þá er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að nýta það á einhvern hátt fyrir skemmtilegt Tinna þema. Og kannski er það einmitt stærðin á rýminu sem hjálpar til við að útfæra eitthvað skemmtilegt þar sem plássið útilokar eitt en opnar um leið möguleika á öðru. SVEPPAGREIFINN er að vísu ekki búinn að ákveða endanlega þá útfærslu á því hvað hann ætlar að gera en vísir að tveimur hugmyndum hringsóla nú um höfuð hans. Hver (hvort?) endanleg niðurstaða verður á eftir að koma í ljós en vonandi birtist færsla á vormánuðum hér á Hrakförum og heimskupörum með myndum af þeirri útfærslu.
Fyrir fáeinum árum rakst SVEPPAGREIFINN á þessa mynd frá kunnuglegu sjónarhorni af baðherbergi sem aðdáendur Tinna bókanna kannast eflaust allir við. Þarna var um að ræða vísun í sígilda myndaröð úr Leynivopninu þar sem Kolbeinn kafteinn kemur við sögu. Þar er hann að bursta tennurnar fyrir framan spegilinn á baðherbergi sínu að Myllufossi þegar spegillinn byrjar skyndilega allur að springa upp og brotnar að lokum niður í þúsund mola. Eða ... alla vega svona fimmtíu og sjö! Seinna kemur svo í ljós að atburðurinn tengist tilraunum sem prófessor Vandráður er að vinna að á vinnustofu sinni. Þetta vita auðvitað allir. En hér fyrir neðan má einmitt sjá atvikið eftirminnilega af speglinum en það kemur fyrir á blaðsíðu 10 í bókinni.
Myndin af baðherberginu er hins vegar uppstilling úr sýningu, tileinkaðri Tinna bókunum, sem haldin var fyrir nokkrum árum í Château de Cheverny kastalanum í Loire Valley í Frakklandi. Allir Tinna aðdáendur ættu að kannast við staðinn en Château de Cheverny er einmitt fyrirmyndin að Myllusetrinu (Château de Moulinsart) í bókunum. Það var alltaf draumur SVEPPAGREIFANS að geta útfært þessa mynd á svipaðan eða sambærilegan hátt í einhverju baðherbergi framtíðarinnar og vissulega væri komið tækifæri til þess núna í bílskúrnum. En þegar fermetrarnir eru fáir og nýting á plássi takmarkaðir þá er úr vöndu að ráða. Sérstaklega þegar plássið, sem skammtað er til baðhergisins, er ekki nema rétt rúmlega tveir fermetrar! Og innan þessa tveggja fermetra þarf að rúmast klósett, vaskur og sturtuklefi. Það er því nokkuð ljóst að draumur SVEPPAGREIFANS um þessa baðherbergisútfærslu er ekki að fara að verða að veruleika. Alla vega ekki að þessu sinni. Vonandi getur þó einhver annar notað hugmyndina.
En þótt baðherbergisrýmið í bílskúrnum sé lítið þá er ekki þar með sagt að ekki sé hægt að nýta það á einhvern hátt fyrir skemmtilegt Tinna þema. Og kannski er það einmitt stærðin á rýminu sem hjálpar til við að útfæra eitthvað skemmtilegt þar sem plássið útilokar eitt en opnar um leið möguleika á öðru. SVEPPAGREIFINN er að vísu ekki búinn að ákveða endanlega þá útfærslu á því hvað hann ætlar að gera en vísir að tveimur hugmyndum hringsóla nú um höfuð hans. Hver (hvort?) endanleg niðurstaða verður á eftir að koma í ljós en vonandi birtist færsla á vormánuðum hér á Hrakförum og heimskupörum með myndum af þeirri útfærslu.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Út með sprokið!