Jólin búin, áramótin búin og næsta mál á dagskrá er færsla í letilegri kantinum sem einkennist reyndar af heiftarlegri eftirjólaþynnku. Fram undan er bólusetningarárið mikla 2021, sem er bara hið besta mál, þó sú staðreynd muni líklega leysa fæst af þeim verkefnum sem SVEPPAGREIFINN þarf að vinna í um þessar mundir. En það breytir þó ekki því að hann er strax farinn að huga að helstu jólabók næstu jóla. Nú er alla vega orðið ljóst að það stórvirki verður hin eitursvala Lukku Láka saga Bardaginn við Kórónuveiruna og stærsta spurningin er bara hver mun taka það að sér að semja þetta meistaraverk. Bara verst að þegar hún loksins verður gerð þá verða allir orðnir dauðleiðir (eða bara dauðir) á þessum pínulitla vágest sem búinn er að hrella okkur síðasta árið.
Megi nýtt ár færa lesendum Hrakfara og heimskupara óskir um frelsi og farsæld á Fróni og um leið óendanlega nýtingu á líkamsræktarstöðvum, sundlaugum, sýningarsölum og kirkjum - fyrir þá sem þurfa svo nauðsynlega á því að halda ...
Gleðilegt nýtt ár!
Gleðilegt ár sömuleiðis. Takk fyrir alla pistlana á síðasta ári og hlakka til komandi pistla á þessu ári.
SvaraEyðaÞakka þér sjálfum fyrir ófá innlitin hér á síðasta ári og skemmtilegar athugasemdir.
SvaraEyðaBestu kveðjur,
SVEPPAGREIFINN