Það er líklega best hjá SVEPPAGREIFANUM að byrja á því að óska lesendum Hrakfara og heimskupara gleðilegra jóla og þakka þeim fyrir þetta skrítna ár sem senn tekur nú enda. Þennan föstudag ber upp á jóladag og færsla dagsins fær því að sjálfsögðu það hlutverk að vera í hátíðlegri kantinum í tilefni þess. Gormurinn, úr bókunum um Sval og Val, fær sviðið að þessu sinni en efnið í þessari jólafærslu er tveggja blaðsíðna jólasaga sem birtist í hátíðarhefti belgíska myndasögutímaritsins SPIROU sem kom út fimmtudaginn 20. desember, á því herrans ári, 1956.
Það var að sjálfsögðu listamaðurinn André Franquin sem átti heiðurinn að þessari fallegu og hjartnæmu jólasögu en hún mun hafa verið teiknuð á svipuðum tíma og Gormahreiðrið (Le nid des Marsupilamis) var að birtast í tímaritinu. En þessi stutta jólasaga fjallar um það þegar dýravinurinn Gormur tekur að sér það hlutverk að vernda nokkra kunningja sína úr dýraríkinu, seint að kvöldi aðfangadags, á meðan þeir Svalur og Valur bregða sér eilítið að heiman. Þessi jólasaga var að mestu leyti þýdd úr frönsku af Greifynjunni, ástkærri eiginkonu síðuhafans, en SVEPPAGREIFINN ber þó sjálfur alfarið ábyrgð á kauðslegri orðauppröðun textans í sögunni og framsetningu hans.
Og seinni hlutinn ...
Það var að sjálfsögðu listamaðurinn André Franquin sem átti heiðurinn að þessari fallegu og hjartnæmu jólasögu en hún mun hafa verið teiknuð á svipuðum tíma og Gormahreiðrið (Le nid des Marsupilamis) var að birtast í tímaritinu. En þessi stutta jólasaga fjallar um það þegar dýravinurinn Gormur tekur að sér það hlutverk að vernda nokkra kunningja sína úr dýraríkinu, seint að kvöldi aðfangadags, á meðan þeir Svalur og Valur bregða sér eilítið að heiman. Þessi jólasaga var að mestu leyti þýdd úr frönsku af Greifynjunni, ástkærri eiginkonu síðuhafans, en SVEPPAGREIFINN ber þó sjálfur alfarið ábyrgð á kauðslegri orðauppröðun textans í sögunni og framsetningu hans.
Og seinni hlutinn ...
Takk. Gaman að sjá þessar sögur sem birtust í tímaritinu.
SvaraEyða