Enn er SVEPPAGREIFINN að flakka um netheima á meðal myndasögunörda og það verður að viðurkennast að hjá sumum þeirra er ekki aðeins að finna fróðleik og grúsk tengt teiknimyndasögum, heldur líka ýmislegt annað. Viggó viðutan á marga einlæga aðdáendur í þessum hópi og við lestur þeirra bóka er ekki laust við að hugmyndaflug margra unnenda þessa undarlega áhugasviðs fari á flakk. Það er ekkert óeðlilegt við það. Ímyndunarafl höfundar Viggó bókanna, André Franquins, var slíkt að ófrumlegustu leiðindapúkar alheimsins fengju algjöra vítamínsprautu við það eitt að rýna í þessar stórkostlegu bókmenntir, þó ekki væri nema augnablik. Það finnst sennilega ekki betri vettvangur til fá frábæra hugmynd heldur en að fletta eins og einni bók um Viggó viðutan.
Það hlýtur því að vera fullkomlega viðurkennt (alla vega á meðal myndasögunörda) að leyfa hugmyndarflugi Franquins að fá að njóta sín þegar kemur að því að ráðast í framkvæmdir á innviðum híbýla sinna. Bókahillur er eitt af grundvallar nauðsynjum hvers einasta unnanda teiknimyndasagna því jú, einhverns staðar þurfa þeir auðvitað að koma fyrir þessum helstu gersemum sínum. Og fyrir aðdáendur Viggós er ekki til betri hönnunarlausn en sú sem hér sést.
Og framkvæmdin er í rauninni sáraeinföld...
Þetta er hrikalega flott.
SvaraEyða