22. júlí 2017

15. LITLI SVALUR Í BÍÓ

Eitthvað hefur verið í umræðunni um að unnið sé að bíómynd um Sval og Val og að stefnt sé að því að frumsýna hana í febrúar á næsta ári.

En nú er hins vegar væntanleg í Frakklandi ný bíómynd sem er byggð á ævintýrum litla Svals eða Le Petit Spirou eins og hún heitir á frummálinu. SVEPPAGREIFINN er svo sem ekki með neinar svakalegar væntingar um einhverja stórmynd en sjálfsagt verður hægt að hafa gaman af ræmunni. Það er vonandi að þessi bíómynd verði eitthvað í anda frönsku myndarinnar Le Petit Nicolas, sem margir kannast við og er byggð á sögu Goscinny.
Myndinni er leikstýrt af Nicolas Bary og aðalhlutverkin eru í höndum; Pierre Richard, Regnier, Sacha Pinault, François Damiens, Gwendolyn Gouvernec, Philippe Katerine og Armelle. Þessi upptalning segir manni svo sem ekki neitt en gerir færsluna óneitanlega bæði svolítið meira "professional" og auðvitað einnig lengri. Le Petit Spirou verður frumsýnd í frönskum kvikmyndahúsum þann 27. september.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Út með sprokið!