Sval og Val bókin Neyðarkall frá Bretzelborg er í sérstöku uppáhaldi hjá SVEPPAGREIFANUM og hann man enn eftir því þegar hann eignaðist bókina og las hana í fyrsta sinn. Sagan birtist fyrst með hléum í tímaritinu SPIROU á árunum 1961-63 en kom ekki út í bók fyrr en árið 1966 og var ein af síðustu sögum Franquins. Ástæða þess að sagan birtist svona slitrótt í SPIROU var sú að á þessum tíma glímdi Franquin við þunglyndi og þurfti að taka sér frí á köflum frá störfum. SVEPPAGREIFANUM hefur alltaf fundist þessi saga svolítið öðruvísi og fersk og líklega má að einhverju leyti rekja það til þess að þetta er ein af síðustu sögum Franquins og kallinn því orðinn fullþroskaður. SVEPPAGREIFANUM finnst reyndar allar sögur Franquins frábærar. Það er kannski helst fyrstu fjórar til fimm sögurnar sem hann er ekki alveg eins hrifinn af. Þrátt fyrir veikindi sín má samt segja að á þessum tíma, þegar Neyðarkall frá Bretzelborg kemur út, sé Franquin á hátindi ferils síns og synd að ekki skyldu hafa komið út fleiri sögur frá honum.
En aftur að bókinni um Neyðakall frá Bretzelborg. Sagan byrjar afskaplega hressilega þar sem Valur rennir í hlað með pínulítið en afskaplega hávært transistor útvarpstæki, stillt í botn, við litla hrifningu þeirra Svals, Pésa og Gormsins. Á þessum tíma, snemma á sjöunda áratug síðustu aldar, þóttu þessi litlu útvörp einstök tækninýjung og komu síðar alveg í staðinn fyrir gömlu lampaútvarpshlúnkana. Spjátrungurinn Valur er náttúrulega upphrifinn af tækninni en Svalur lætur sér hins vegar fátt um finnast, enda hávaðinn ekkert annað en truflandi tónlistargarg í hans eyrum.
Í belgísku frumgerðinni, QRN sur Bretzelburg hefst sagan með kunnu lagi, Funiculi, Funicula, en reyndar kemur ekki fram í bókinni hver sé flytjandi þeirra útgáfu sem lesendur eiga að upplifa. Til er frábær útsetning af þessu lagi með Ben Gunn þar sem það nefnist Viva Scotland og var stuðningsmannalag skoska landsliðsins fyrir Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 1982 en því miður fannst ekki nothæft hljóðdæmi af því hér á Veraldarvefnum. Hér má hins vegar heyra Funiculi, Funicula í flutningi Robert Marino fyrir þá sem vilja heyra og átta sig á því um hvaða lag er að ræða.
Í belgísku frumgerðinni, QRN sur Bretzelburg hefst sagan með kunnu lagi, Funiculi, Funicula, en reyndar kemur ekki fram í bókinni hver sé flytjandi þeirra útgáfu sem lesendur eiga að upplifa. Til er frábær útsetning af þessu lagi með Ben Gunn þar sem það nefnist Viva Scotland og var stuðningsmannalag skoska landsliðsins fyrir Heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu árið 1982 en því miður fannst ekki nothæft hljóðdæmi af því hér á Veraldarvefnum. Hér má hins vegar heyra Funiculi, Funicula í flutningi Robert Marino fyrir þá sem vilja heyra og átta sig á því um hvaða lag er að ræða.
Hins vegar var fyrsta blaðsíðan í upphaflegu útgáfunni í tímaritinu SPIROU, sem kom út þann 18. maí árið 1961, ekki með sama laginu. Og það er reyndar ýmislegt fleira sem breyttist í ferlinu á milli birtingu sögunnar á SPIROU og þar til hún kom út í bókaformi. Þannig nefndist sagan fyrst QRM sur Bretzelburg í tímaritinu en hins vegar QRN sur Bretzelburg við útkomu bókarinnar.
En hér má sjá textann eins og hann birtist fyrst í SPIROU en upphaf hans hljómar eitthvað á þessa leið;
Quand les gorilles voleront
Quand les baleines danseront
Quand les homards rouleront
osfrv...
Franska er reyndar afskaplega framandi í augum SVEPPAGREIFANS og ekki alveg efst á lista yfir meinta hæfileika hans en með ítrustu rannsóknum og góðri aðstoð tókst honum að átta sig á því að textinn er hreint bull!
Þegar górillur munu fljúga
Þegar hvalir munu dansa
Þegar humrar munu hjóla
osfrv...
Það mun einnig vera samdóma álit áhugasamra netverja og myndasögunörda að textinn sé algjörlega hugarfóstur Franquins sjálfs og þessu var því snarlega breytt fyrir útgáfuna í bókinni sjálfri.
Í íslenskri þýðingu Jóns Gunnarsssonar, á Neyðarkalli frá Bretzelborg, er það hins vegar sjálfur Sigfús Halldórsson sem fær þess heiður aðnjótandi að vera fulltrúi íslensku Sval og Val útgáfunnar. Þrátt fyrir að bókin hafi ekki komið út á íslensku fyrr en sumarið 1982 þá hefur þýðandinn passað upp á að lagið fylgdi tímanum og gengi upp með tíðarandanum snemma á sjöunda áratuginum, í stað þess að troða einhverju vinsælu lagi inn í textann frá árinu sem hún kom út hér.
Litla flugan er lagið og textinn var upphaflega eftir Sigurð Elíasson en það hefur vakið athygli margra að sá frumtexti er ekki notaður þarna á upphafssíðum Neyðarkalls frá Bretzelborg, heldur birtist þar einskonar grínútgáfa af textanum í bókinni. Og þökk sé Sval og Val þá þekkir SVEPPAGREIFINN þá útgáfu miklu betur. En annars hljómar textinn í bókinni á þessa leið;
Lækur tifar létt um máða steina,
lúin ýsa geispar svaka hátt.
Halakarta hoppar eins og kleina
með höfuðið svo undur, undur blátt.
Ánamaðkur ýlir eins og flauta,
engispretta býður góðan dag.
Bananafluga bindur á sig skauta,
bjöllusauður raular lítið lag.
Þrátt fyrir töluverða eftirgrennslan SVEPPAGREIFANS hefur honum ekki tekist að hafa upp á höfundi þessa texta sem þó birtist nokkuð víða og nefnist þá Litlan ýsan. Iðulega kemur fram að höfundur sé ókunnur en einhvers staðar er þó ýjað að því að höfundur textans sé sjálfur Jón Gunnarsson - þ.e. einmitt sá sami og þýddi þessa bók með Sval og Val. Að uppruna textans megi því rekja beint til þessarar Sval og Val bókar, Neyðarkalls frá Bretzelborg? Spyr sá sem ekki veit... En annars er upprunalegi texti Sigurðar Elíassonar svona;
Lækur tifar létt um máða steina,
lítil fjóla grær við skriðufót.
Bláskel liggur brotin milli hleina,
í bænum hvílir ýturvaxin snót.
Ef ég væri orðin lítil fluga,
ég inn um gluggann þeytti flugið mitt
og þó ég ei til annars mætti duga,
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.
Og þannig er nú það...
En hér má sjá textann eins og hann birtist fyrst í SPIROU en upphaf hans hljómar eitthvað á þessa leið;
Quand les gorilles voleront
Quand les baleines danseront
Quand les homards rouleront
osfrv...
Franska er reyndar afskaplega framandi í augum SVEPPAGREIFANS og ekki alveg efst á lista yfir meinta hæfileika hans en með ítrustu rannsóknum og góðri aðstoð tókst honum að átta sig á því að textinn er hreint bull!
Þegar górillur munu fljúga
Þegar hvalir munu dansa
Þegar humrar munu hjóla
osfrv...
Það mun einnig vera samdóma álit áhugasamra netverja og myndasögunörda að textinn sé algjörlega hugarfóstur Franquins sjálfs og þessu var því snarlega breytt fyrir útgáfuna í bókinni sjálfri.
Í íslenskri þýðingu Jóns Gunnarsssonar, á Neyðarkalli frá Bretzelborg, er það hins vegar sjálfur Sigfús Halldórsson sem fær þess heiður aðnjótandi að vera fulltrúi íslensku Sval og Val útgáfunnar. Þrátt fyrir að bókin hafi ekki komið út á íslensku fyrr en sumarið 1982 þá hefur þýðandinn passað upp á að lagið fylgdi tímanum og gengi upp með tíðarandanum snemma á sjöunda áratuginum, í stað þess að troða einhverju vinsælu lagi inn í textann frá árinu sem hún kom út hér.
Litla flugan er lagið og textinn var upphaflega eftir Sigurð Elíasson en það hefur vakið athygli margra að sá frumtexti er ekki notaður þarna á upphafssíðum Neyðarkalls frá Bretzelborg, heldur birtist þar einskonar grínútgáfa af textanum í bókinni. Og þökk sé Sval og Val þá þekkir SVEPPAGREIFINN þá útgáfu miklu betur. En annars hljómar textinn í bókinni á þessa leið;
Lækur tifar létt um máða steina,
lúin ýsa geispar svaka hátt.
Halakarta hoppar eins og kleina
með höfuðið svo undur, undur blátt.
Ánamaðkur ýlir eins og flauta,
engispretta býður góðan dag.
Bananafluga bindur á sig skauta,
bjöllusauður raular lítið lag.
Þrátt fyrir töluverða eftirgrennslan SVEPPAGREIFANS hefur honum ekki tekist að hafa upp á höfundi þessa texta sem þó birtist nokkuð víða og nefnist þá Litlan ýsan. Iðulega kemur fram að höfundur sé ókunnur en einhvers staðar er þó ýjað að því að höfundur textans sé sjálfur Jón Gunnarsson - þ.e. einmitt sá sami og þýddi þessa bók með Sval og Val. Að uppruna textans megi því rekja beint til þessarar Sval og Val bókar, Neyðarkalls frá Bretzelborg? Spyr sá sem ekki veit... En annars er upprunalegi texti Sigurðar Elíassonar svona;
Lækur tifar létt um máða steina,
lítil fjóla grær við skriðufót.
Bláskel liggur brotin milli hleina,
í bænum hvílir ýturvaxin snót.
Ef ég væri orðin lítil fluga,
ég inn um gluggann þeytti flugið mitt
og þó ég ei til annars mætti duga,
ég eflaust gæti kitlað nefið þitt.
Og þannig er nú það...
"Litla flugan" var einn af fyrstu íslensku "smellunum" þegar Sigfús gaf hana fyrst út ca 1950, en samt enn meiri í flutningi Björgvins Halldórssonar um 1980. Hún var á tímabili eitt af þessum "óþolandi lögum" - Það mátti hvergi kveikja á útvarpstæki án þess að heyra þetta.
SvaraEyðaÞað varð til þess að margir sömdu skopstælingar-texta (stundum klúra). Ég hugsa að þessi texti í Sval & Val, hafi verið einskonar samtíningur úr þeim graut.