Nú ætlar SVEPPAGREIFINN aðeins að rifja upp og stikla á stóru um sögu Tinna á Íslandi. Auðvitað er hér ekki um neina tæmandi, sagnfræðilega umfjöllun að ræða, enda svo sem engar vísindalegar rannsóknir sem búa á bak við þessa færslu en hún gefur þó vonandi einhverja mynd af því hvernig ferill Tinna á Íslandi hófst og þróaðist. Það er nefnilega svolítið útbreiddur misskilningur að hann hafi komið fyrst fyrir sjónir Íslendinga með Tinnabókunum. En það var nú ekki alveg svo.
Samkvæmt lauslegri könnun SVEPPAGREIFANS má gera ráð fyrir að Tinni hafi komið fyrst fyrir sjónir Íslendinga í febrúar árið 1964 en þann fyrsta þess mánaðar hóf Bæjarbíó í Hafnarfirði sýningar á bíómyndinni Tintin í leit að fjársjóði. Þarna var auðvitað um að ræða kvikmyndina Tintin et le Mystére de la d'or frá árinu 1961, með franska leikaranum Jean-Pierre Talbot, en þetta var fyrsta alvöru bíómyndin sem gerð var um myndasöguhetjuna Tinna. Það má ganga að því nokkuð vísu að SVEPPAGREIFINN muni alveg pottþétt fjalla um þessa bíómynd í annari færslu einhvern tímann seinna.
Samkvæmt lauslegri könnun SVEPPAGREIFANS má gera ráð fyrir að Tinni hafi komið fyrst fyrir sjónir Íslendinga í febrúar árið 1964 en þann fyrsta þess mánaðar hóf Bæjarbíó í Hafnarfirði sýningar á bíómyndinni Tintin í leit að fjársjóði. Þarna var auðvitað um að ræða kvikmyndina Tintin et le Mystére de la d'or frá árinu 1961, með franska leikaranum Jean-Pierre Talbot, en þetta var fyrsta alvöru bíómyndin sem gerð var um myndasöguhetjuna Tinna. Það má ganga að því nokkuð vísu að SVEPPAGREIFINN muni alveg pottþétt fjalla um þessa bíómynd í annari færslu einhvern tímann seinna.
Tintin í leit að fjársjóði var sýnd í Bæjarbíói í nokkrar vikur en skaut síðar reyndar upp kollinum öðru hvoru næstu árin í sunnudagsbíói. Þetta voru allra fyrstu kynni Íslendinga af kappanum og því má segja að 1. febrúar árið 1964 sé óopinber fæðingardagur Tinna hér á landi. Og eins og sjá má á titlinum var hann ekki einu sinni búinn að fá sitt íslenska nafn. Það gerðist ekki fyrr en Þorsteinn Thorarensen hjá Fjölva fór að gefa út fyrstu Tinnabækurnar árið 1971. Þeir Þorsteinn og Loftur Guðmundsson, þýðandi bókanna, hafa því sennilega átt heiðurinn af íslensku nafngiftinni. Sjálfsagt hafa þeir haft norrænu útgáfurnar af Tinna til hliðsjónar því hann nefnist Tintin á öllum hinum Norðurlöndunum nema í Finnlandi, þar sem hann heitir reyndar Tintti. Líklegt er þó að einhverjir Íslendingar hafi kynnst Tinna áður, á ferðum sínum erlendis, hvort sem það hefur verið vegna bókanna eða einhvers annars en Tinnabækurnar sjálfar komu ekki til Íslands fyrr en rúmlega 40 árum eftir að Hergé byrjaði að teikna kappann. Þegar verið var að sýna Tintin í leit að fjársjóði, í Bæjarbíói árið 1964, var bókin um Vandræði Vaílu þannig tiltölulega nýkomin út í Belgíu og því aðeins bækurnar um Flugrás 714 til Sidney og Tinni og Pikkarónarnir óteiknaðar hjá Hergé. Tinni kom því mjög seint til sögunnar á Íslandi.
Eins og áður sagði hóf Fjölvi að gefa út Tinnabækurnar árið 1971 en þetta voru fyrstu teiknimyndasögurnar sem gefnar voru út á Íslandi í bókarformi og urðu vinsælar að einhverju marki. Áður hafði reyndar verið gerð ein og ein tilraun með stökum sögum í einhvers konar myndasöguformi, um til dæmis Gulleyjuna og Tarzan, sem ekki náðu neinum sambærilegum vinsældum við það sem seinna varð. Sagan segir að útgáfu Tinnabókanna á Íslandi megi rekja til þess að útgefandinn og þýðandinn Þorsteinn Thorarensen hafi misst af strætó í Kaupmannahöfn árið 1969. Hann þurfti því að bíða svolitla stund eftir næsta vagni og kíkti inn um glugga á nærliggjandi verslunum. Í einni þeirra rak hann augum í forvitnilega teiknimyndasögu um Tinna en þetta var þá danska útgáfan af Svaðilför til Surtseyjar eða Den sorte ø eins og hún heitir nú á dönsku. Þorsteinn fór inn í verslunina og keypti nokkrar Tinnabækur sem hann svo gluggaði í á næstu misserum og leyst svo vel á að hann hófst handa við að tryggja sér útgáfuréttinn á Íslandi fyrir Fjölvaútgáfuna sem hann var í forsvari fyrir. Þetta tókst en tæpt var það þó því Almenna Bókafélagið var einnig á höttunum eftir útgáfuréttinum að Tinna en Þorsteinn varð skrefinu á undan. Fjölvi gaf því út bækurnar Svaðilför til Surtseyjar og Dulafulla stjarnan fyrir jólin 1971 en hvor bók um sig voru prentaðar í 3000 eintökum og seldust upp á örfáum árum.
Þýðandinn Loftur Guðmundsson var skráður fyrir þýðingunum á bókunum í fyrstu úgáfunum en Þorsteinn var síðar einnig skráður sem meðþýðandi í seinni útgáfum bókanna.
Fyrir jólin árið 1972 bættust svo við tvær nýjar bækur um hetjuna en þetta voru Vindlar Faraós og Eldflaugastöðin og fyrir jólin 1973 komu út Í myrkum mánafjöllum og Krabbinn með gylltu klærnar. Tinnabækurnar urðu gríðarlega vinsælar og Krabbinn með gylltu klærnar varð sú Tinnabók sem varð vinsælust á Íslandi og seldist í hvað mestu upplagi hér. Ekki komu Tinnabækurnar þó út í réttri röð hér á landi og því þurftu aðdáendur bókanna hérna að bíða svolítið eftir að geta lesið þær í einhverju samhengi og áttað sig á heildamynd þeirra.
Fram til þessa höfðu Tinnabækurnar, eða reyndar myndasögur yfirhöfuð, ekki þótt merkilegar hjá þeim íhaldssömu og fordómafullu Íslendingum sem töldu sig hafa vit á alvöru bókmenntum. Lesendabréf birtust í blöðum, þar sem farið var háðulegum orðum um þessi ómerkilegu rit og einhverjir þóttust bæði sjá aukningu á lakari lestrarkunnáttu og slæm áhrif bókanna á börn og unglinga. Gekk það jafnvel svo langt að aðili á vegum Fjölvaútgáfunnar þurfti að hafa fyrir því að svara lesendabréfum úr dagblöðunum til að verja tilverurétt þessa vinsælu bókmennta gegn þessum sjálfskipuðu menningarvitum. Í desember árið 1973 birtist loks í fyrsta sinn barnabókagagnrýni um Tinnabækurnar, þar sem sögunum var hrósað í hástert og almennt farið mjög lofsamlegum og fögrum orðum um bækurnar, þýðingarnar á þeim og jafnvel uppeldisgildi. Og fleiri þannig dómar áttu eftir að birtast á næstu árum.
Ef eitthvað var jukust vinsældir Tinna enn og árið 1974 gaf Fjölvi nú út fjórar bækur í stað tveggja áður. Þetta voru bækurnar; Veldissproti Ottókars, Tinni í Tíbet, Sjö kraftmiklar kristallskúlur og Fangarnir í Sólhofinu. Þá hófu Fjölvi og tímaritið Vikan samstarf, í lok ársins 1974, um birtingu sögunnar um Leyndardóm Einhyrningsins en sú bók var þá enn óútgefin á Íslandi. Vikan birti þar vikulega eina blaðsíðu úr sögunni í fullum litum og líklegt má telja að sala og áskrifendum blaðsins hafi fjölgað í kjölfarið, svo vinsælar voru Tinnabækurnar orðnar.
Strax í byrjun árs 1975 fór Tinni svo að birtast í Morgunblaðinu en þar kom daglega, fyrir sjónir lesenda, ein myndaröð úr Flugrás 714 til Sidney í svarthvítu. Sú bók hafði þá heldur ekki enn verið gefin út hér á landi. Þegar þeirri sögu lauk, í kringum mánaðamótin október, nóvember sama ár hófst sagan um Vandræði Vaílu - enn ein Tinnasagan sem ekki var komin út á íslensku. En annars komu enn fjórar nýjar Tinnabækur út hjá Fjölvaútgáfunni árið 1975. Þetta voru; Skurðgoðið með skarð í eyra, Svarta gullið, Leynivopnið og Kolafarmurinn. Smán saman fylltist því upp í bókaröðina og íslenskir aðdáendur Tinna gleyptu allt sem að þeim var rétt.
Framhald Leyndardóm Einhyrningsins, Fjársjóður Rögnvaldar rauða, hóf göngu sína í Vikunni í febrúar 1976 og í september hófst síðan sagan um Krabbann með gylltu klærnar í Morgunblaðinu. En í nóvember sama ár hófust sýningar á teiknimyndinni Tinni og hákarlavatnið (Tintin et le lac aux requins), frá árinu 1972, í Tónabíó og var hún sýnd eitthvað fram á næsta ár og einnig reyndar öðru hvoru næstu árin við miklar vinsældir. Fjölvi gaf út fjórar Tinna bækur árið 1976, eins og undanfarin ár en það voru sögurnar; Tinni í Kongó, Tinni í Ameríku, Leyndardómur Einhyrningsins og Flugrás 714 til Sydney. Ekki birtust fleiri sögur um Tinna í Vikunni en þær tvær sem áður eru nefndar en um vorið 1977 hóf Landsbankinn að nýta sér þjónustu Tinna með framleiðslu sparibauka fyrir börn.
Vindlar Faraós byrjaði í Mogganum um miðjan júní og teiknimyndin Tinni og Sólhofið (Tintin et le temple du soleil), frá árinu 1969, var sýnd í Austurbæjarbíói þetta haust. Enn á ný gaf Fjölvi út sínar fjórar Tinna bækur en í þetta sinn voru það sögurnar; Blái lótusinn, Fjársjóður Rögnvaldar rauða, Vandræði Vaílu Veinólínó og Tinni og Pikkarónarnir. Síðastnefnda bókin var þá ekki nema ársgömul en hún hafði komið út í bókarformi á frummálinu árið 1976. Þar með voru allar Tinna bækurnar komnar út á Íslandi nema sú fyrsta, Tinni í Sovétríkjunum, en 30 ár liðu áður en sú saga kom fyrst út í íslenskri þýðingu. Þrátt fyrir að nú væru allar Tinnabækurnar komnar út átti Fjölvaútgáfan enn tvær bækur eftir í pokahorninu. Þær komu út fyrir jólin 1978 en það voru kvikmyndabækurnar Tinni og bláu appelsínurnar og Tinni og Hákarlavatnið, sem íslenskir kvikmyndagestir voru farnir að kannast aðeins við eftir reglulegar sýningar í bíóhúsum borgarinnar. Aftan á bókarkápum þeirra bóka kemur fram að þær sögur séu kvikmyndabækur númer 1 og 3 og því er spurning hvort að Fjölvaútgáfan hafi líka ætlað sér að gefa út kvikmyndabók um Tintin et le Mystére de la d'or en ekkert hafi orðið úr því.
Í maí 1978 fór nú Tinni í Ameríku að birtast á myndasögusíðu Morgunblaðsins eftir að sögunni um Vindla Faraós lauk og til marks um vinsældir Tinna á þessum tíma má geta þess að undir lok ársins voru bæði Tinni og Hákarlavatnið og Tinni og Sólhofið í sýningum í kvikmyndahúsum höfuðborgarsvæðisins á sama tíma. En eins og áður segir voru nú allar Tinnabækurnar komnar út og aðdáendur kappans því væntanlega orðnir vel mettir í bili. Sagan um Tinna í Kongó hófst í Morgunblaðinu í maí 1979 en henni lauk í mars 1980 og ekki birtust fleiri Tinna sögur á þeim vettvangi. Alls voru því birtar sex Tinnabækur í Mogganum á árunum 1975-80 og tvær í Vikunni frá 1974-77. Flugrás 714 til Sidney, Vandræði Vaílu, Krabbinn með gylltu klærnar, Vindlar Faraós, Tinni í Ameríku og Tinni í Kongó birtust því í svart/hvítu í Mogganum en Leyndardómur Einhyrningsins og Fjársjóður Rögnvaldar rauða í litum í Vikunni.
Frekar fór nú lítið fyrir Tinna á næstu árum á Íslandi. Bækurnar hurfu smán saman úr hillum bókabúðanna og urðu flestar ófáanlegar með tíð og tíma. Eintök þau sem bókasöfnin höfðu haft til umráða slitnuðu til óbóta af mikilli notkun og sama má segja um um þær bækur sem til höfðu verið á heimilum landsmanna. Tinnabækurnar voru bókstaflega lesnar upp til agna. En vinsældir hans dvínuðu þó lítið og bæði börn og fullorðnir gleyptu yfirleitt í sig bækurnar þar sem til þeirra náðust. Og á endanum var eftirspurnin orðin það mikil að Fjölvaútgáfan gat ekki lengur skorast undan álaginu og byrjaði loksins að endurútgefa sögurnar fyrir jólin 1987. Fyrstu tvær bækurnar voru Tinni í Tíbet og Sjö kraftmiklar kristallskúlur og árið eftir komu Eldflaugastöðin og Svaðilför til Surtseyjar. Á næstu árum og áratugum voru þær endurútgefnar og sumar jafnvel í þriðja sinn en þó ekki allar. Kvikmyndabækurnar, Tinni og Hákarlavatnið og Tinni og bláu appelsínurnar, komu til dæmis ekki út aftur - enda ekki um eiginlegar teiknimyndasögur að ræða.
Árið 1988 voru gefnar út sex myndbandsspólur með teiknimyndum um Tinna. Þessi útgáfa var hluti af myndbandsklúbbi sem settur hafði verið á laggirnar en þættirnir, sem voru um 50 mínútna langir, voru talsettar á íslensku af Eggerti Þorleifssyni. Tveimur árum seinna voru gefnar út fjórar myndbandsspólur til viðbótar og á næstu árum voru þessir þættir um Tinna einnig sýndar í barnatíma Ríkissjónvarpsins.
Tinni í Sovétríkjunum kom síðan loksins út á íslensku árið 2007, eins og áður hefur verið vikið að, í kjölfar þess að bókaútgáfan Fjölvi skipti um eigendur en þarna var um upphaflegu svart/hvítu útgáfuna að ræða. Björn Thorarensen, sonur Þorsteins Thorarensens, sá um að snara sögunni yfir á íslensku. Bergvík byrjaði svo árið 2006 að endurútgefa Tinna og að þessu sinni á dvd, í endurbættri stafrænni útgáfu, þar sem þeir félagar Felix Bergsson og Þorsteinn Backman sáu um að talsetja þættina upp á nýtt. Á árunum 2010-13 voru tíu af Tinnabókunum enn og aftur endurútgefnar af bókaforlaginu Iðunni en að þessu sinni í litlu broti. Það fór nú reyndar misvel í íslenska Tinna aðdáendur og svolítið voru nú skiptar skoðanir um ágæti þessa nýja brots.
Og svo má að lokum auðvitað ekki gleyma Tinna kvikmyndinni, The Adventures of Tintin: The Secret of the Unicorn, sem aðdáendur Tinna á Íslandi, líkt og í öðrum löndum, höfðu beðið eftir um árabil. Myndin var frumsýnd á Íslandi í október 2011 og var að miklu leyti byggð (eins og nafnið gefur til kynna) á sögunni um Leyndardóm Einhyrningsins en er samt að stórum hluta byggð á einum fjórum mismunandi Tinna sögum. Í mars 2012 var svo The Secret of the Unicorn gefin út á dvd á hér á landi.
Heilt yfir spannar saga Tinna á Íslandi því orðið 46 ár ef tekið er mið af útgáfu fyrstu Tinnabókanna sem gefnar voru út árið 1971. Þetta þýðir auðvitað það að árið 2021 munu Tinnabækurnar eiga 50 ára útgáfuafmæli á Íslandi ef stærðfræðihæfileikar SVEPPAGREIFANS bregðast ekki. Það er vonandi að réttindahafi bókanna á Íslandi muni blása í hátíðarlúðrana í tilefni þessa stóra áfanga og halda veglega upp á afmæli kappans á því ári. Og það er einnig vonandi að afmælisins verði ekki eingöngu minnst með endurútgáfu Tinnabókanna sjálfra heldur muni líka verða gefnar út einhverjar aðrar bækur um Tinna í íslenskri þýðingu. Af nógu er að taka þar.
Eins og áður sagði hóf Fjölvi að gefa út Tinnabækurnar árið 1971 en þetta voru fyrstu teiknimyndasögurnar sem gefnar voru út á Íslandi í bókarformi og urðu vinsælar að einhverju marki. Áður hafði reyndar verið gerð ein og ein tilraun með stökum sögum í einhvers konar myndasöguformi, um til dæmis Gulleyjuna og Tarzan, sem ekki náðu neinum sambærilegum vinsældum við það sem seinna varð. Sagan segir að útgáfu Tinnabókanna á Íslandi megi rekja til þess að útgefandinn og þýðandinn Þorsteinn Thorarensen hafi misst af strætó í Kaupmannahöfn árið 1969. Hann þurfti því að bíða svolitla stund eftir næsta vagni og kíkti inn um glugga á nærliggjandi verslunum. Í einni þeirra rak hann augum í forvitnilega teiknimyndasögu um Tinna en þetta var þá danska útgáfan af Svaðilför til Surtseyjar eða Den sorte ø eins og hún heitir nú á dönsku. Þorsteinn fór inn í verslunina og keypti nokkrar Tinnabækur sem hann svo gluggaði í á næstu misserum og leyst svo vel á að hann hófst handa við að tryggja sér útgáfuréttinn á Íslandi fyrir Fjölvaútgáfuna sem hann var í forsvari fyrir. Þetta tókst en tæpt var það þó því Almenna Bókafélagið var einnig á höttunum eftir útgáfuréttinum að Tinna en Þorsteinn varð skrefinu á undan. Fjölvi gaf því út bækurnar Svaðilför til Surtseyjar og Dulafulla stjarnan fyrir jólin 1971 en hvor bók um sig voru prentaðar í 3000 eintökum og seldust upp á örfáum árum.
Þýðandinn Loftur Guðmundsson var skráður fyrir þýðingunum á bókunum í fyrstu úgáfunum en Þorsteinn var síðar einnig skráður sem meðþýðandi í seinni útgáfum bókanna.
Fyrir jólin árið 1972 bættust svo við tvær nýjar bækur um hetjuna en þetta voru Vindlar Faraós og Eldflaugastöðin og fyrir jólin 1973 komu út Í myrkum mánafjöllum og Krabbinn með gylltu klærnar. Tinnabækurnar urðu gríðarlega vinsælar og Krabbinn með gylltu klærnar varð sú Tinnabók sem varð vinsælust á Íslandi og seldist í hvað mestu upplagi hér. Ekki komu Tinnabækurnar þó út í réttri röð hér á landi og því þurftu aðdáendur bókanna hérna að bíða svolítið eftir að geta lesið þær í einhverju samhengi og áttað sig á heildamynd þeirra.
Fram til þessa höfðu Tinnabækurnar, eða reyndar myndasögur yfirhöfuð, ekki þótt merkilegar hjá þeim íhaldssömu og fordómafullu Íslendingum sem töldu sig hafa vit á alvöru bókmenntum. Lesendabréf birtust í blöðum, þar sem farið var háðulegum orðum um þessi ómerkilegu rit og einhverjir þóttust bæði sjá aukningu á lakari lestrarkunnáttu og slæm áhrif bókanna á börn og unglinga. Gekk það jafnvel svo langt að aðili á vegum Fjölvaútgáfunnar þurfti að hafa fyrir því að svara lesendabréfum úr dagblöðunum til að verja tilverurétt þessa vinsælu bókmennta gegn þessum sjálfskipuðu menningarvitum. Í desember árið 1973 birtist loks í fyrsta sinn barnabókagagnrýni um Tinnabækurnar, þar sem sögunum var hrósað í hástert og almennt farið mjög lofsamlegum og fögrum orðum um bækurnar, þýðingarnar á þeim og jafnvel uppeldisgildi. Og fleiri þannig dómar áttu eftir að birtast á næstu árum.
Ef eitthvað var jukust vinsældir Tinna enn og árið 1974 gaf Fjölvi nú út fjórar bækur í stað tveggja áður. Þetta voru bækurnar; Veldissproti Ottókars, Tinni í Tíbet, Sjö kraftmiklar kristallskúlur og Fangarnir í Sólhofinu. Þá hófu Fjölvi og tímaritið Vikan samstarf, í lok ársins 1974, um birtingu sögunnar um Leyndardóm Einhyrningsins en sú bók var þá enn óútgefin á Íslandi. Vikan birti þar vikulega eina blaðsíðu úr sögunni í fullum litum og líklegt má telja að sala og áskrifendum blaðsins hafi fjölgað í kjölfarið, svo vinsælar voru Tinnabækurnar orðnar.
Strax í byrjun árs 1975 fór Tinni svo að birtast í Morgunblaðinu en þar kom daglega, fyrir sjónir lesenda, ein myndaröð úr Flugrás 714 til Sidney í svarthvítu. Sú bók hafði þá heldur ekki enn verið gefin út hér á landi. Þegar þeirri sögu lauk, í kringum mánaðamótin október, nóvember sama ár hófst sagan um Vandræði Vaílu - enn ein Tinnasagan sem ekki var komin út á íslensku. En annars komu enn fjórar nýjar Tinnabækur út hjá Fjölvaútgáfunni árið 1975. Þetta voru; Skurðgoðið með skarð í eyra, Svarta gullið, Leynivopnið og Kolafarmurinn. Smán saman fylltist því upp í bókaröðina og íslenskir aðdáendur Tinna gleyptu allt sem að þeim var rétt.
Framhald Leyndardóm Einhyrningsins, Fjársjóður Rögnvaldar rauða, hóf göngu sína í Vikunni í febrúar 1976 og í september hófst síðan sagan um Krabbann með gylltu klærnar í Morgunblaðinu. En í nóvember sama ár hófust sýningar á teiknimyndinni Tinni og hákarlavatnið (Tintin et le lac aux requins), frá árinu 1972, í Tónabíó og var hún sýnd eitthvað fram á næsta ár og einnig reyndar öðru hvoru næstu árin við miklar vinsældir. Fjölvi gaf út fjórar Tinna bækur árið 1976, eins og undanfarin ár en það voru sögurnar; Tinni í Kongó, Tinni í Ameríku, Leyndardómur Einhyrningsins og Flugrás 714 til Sydney. Ekki birtust fleiri sögur um Tinna í Vikunni en þær tvær sem áður eru nefndar en um vorið 1977 hóf Landsbankinn að nýta sér þjónustu Tinna með framleiðslu sparibauka fyrir börn.
Vindlar Faraós byrjaði í Mogganum um miðjan júní og teiknimyndin Tinni og Sólhofið (Tintin et le temple du soleil), frá árinu 1969, var sýnd í Austurbæjarbíói þetta haust. Enn á ný gaf Fjölvi út sínar fjórar Tinna bækur en í þetta sinn voru það sögurnar; Blái lótusinn, Fjársjóður Rögnvaldar rauða, Vandræði Vaílu Veinólínó og Tinni og Pikkarónarnir. Síðastnefnda bókin var þá ekki nema ársgömul en hún hafði komið út í bókarformi á frummálinu árið 1976. Þar með voru allar Tinna bækurnar komnar út á Íslandi nema sú fyrsta, Tinni í Sovétríkjunum, en 30 ár liðu áður en sú saga kom fyrst út í íslenskri þýðingu. Þrátt fyrir að nú væru allar Tinnabækurnar komnar út átti Fjölvaútgáfan enn tvær bækur eftir í pokahorninu. Þær komu út fyrir jólin 1978 en það voru kvikmyndabækurnar Tinni og bláu appelsínurnar og Tinni og Hákarlavatnið, sem íslenskir kvikmyndagestir voru farnir að kannast aðeins við eftir reglulegar sýningar í bíóhúsum borgarinnar. Aftan á bókarkápum þeirra bóka kemur fram að þær sögur séu kvikmyndabækur númer 1 og 3 og því er spurning hvort að Fjölvaútgáfan hafi líka ætlað sér að gefa út kvikmyndabók um Tintin et le Mystére de la d'or en ekkert hafi orðið úr því.
Í maí 1978 fór nú Tinni í Ameríku að birtast á myndasögusíðu Morgunblaðsins eftir að sögunni um Vindla Faraós lauk og til marks um vinsældir Tinna á þessum tíma má geta þess að undir lok ársins voru bæði Tinni og Hákarlavatnið og Tinni og Sólhofið í sýningum í kvikmyndahúsum höfuðborgarsvæðisins á sama tíma. En eins og áður segir voru nú allar Tinnabækurnar komnar út og aðdáendur kappans því væntanlega orðnir vel mettir í bili. Sagan um Tinna í Kongó hófst í Morgunblaðinu í maí 1979 en henni lauk í mars 1980 og ekki birtust fleiri Tinna sögur á þeim vettvangi. Alls voru því birtar sex Tinnabækur í Mogganum á árunum 1975-80 og tvær í Vikunni frá 1974-77. Flugrás 714 til Sidney, Vandræði Vaílu, Krabbinn með gylltu klærnar, Vindlar Faraós, Tinni í Ameríku og Tinni í Kongó birtust því í svart/hvítu í Mogganum en Leyndardómur Einhyrningsins og Fjársjóður Rögnvaldar rauða í litum í Vikunni.
Frekar fór nú lítið fyrir Tinna á næstu árum á Íslandi. Bækurnar hurfu smán saman úr hillum bókabúðanna og urðu flestar ófáanlegar með tíð og tíma. Eintök þau sem bókasöfnin höfðu haft til umráða slitnuðu til óbóta af mikilli notkun og sama má segja um um þær bækur sem til höfðu verið á heimilum landsmanna. Tinnabækurnar voru bókstaflega lesnar upp til agna. En vinsældir hans dvínuðu þó lítið og bæði börn og fullorðnir gleyptu yfirleitt í sig bækurnar þar sem til þeirra náðust. Og á endanum var eftirspurnin orðin það mikil að Fjölvaútgáfan gat ekki lengur skorast undan álaginu og byrjaði loksins að endurútgefa sögurnar fyrir jólin 1987. Fyrstu tvær bækurnar voru Tinni í Tíbet og Sjö kraftmiklar kristallskúlur og árið eftir komu Eldflaugastöðin og Svaðilför til Surtseyjar. Á næstu árum og áratugum voru þær endurútgefnar og sumar jafnvel í þriðja sinn en þó ekki allar. Kvikmyndabækurnar, Tinni og Hákarlavatnið og Tinni og bláu appelsínurnar, komu til dæmis ekki út aftur - enda ekki um eiginlegar teiknimyndasögur að ræða.
Árið 1988 voru gefnar út sex myndbandsspólur með teiknimyndum um Tinna. Þessi útgáfa var hluti af myndbandsklúbbi sem settur hafði verið á laggirnar en þættirnir, sem voru um 50 mínútna langir, voru talsettar á íslensku af Eggerti Þorleifssyni. Tveimur árum seinna voru gefnar út fjórar myndbandsspólur til viðbótar og á næstu árum voru þessir þættir um Tinna einnig sýndar í barnatíma Ríkissjónvarpsins.
Tinni í Sovétríkjunum kom síðan loksins út á íslensku árið 2007, eins og áður hefur verið vikið að, í kjölfar þess að bókaútgáfan Fjölvi skipti um eigendur en þarna var um upphaflegu svart/hvítu útgáfuna að ræða. Björn Thorarensen, sonur Þorsteins Thorarensens, sá um að snara sögunni yfir á íslensku. Bergvík byrjaði svo árið 2006 að endurútgefa Tinna og að þessu sinni á dvd, í endurbættri stafrænni útgáfu, þar sem þeir félagar Felix Bergsson og Þorsteinn Backman sáu um að talsetja þættina upp á nýtt. Á árunum 2010-13 voru tíu af Tinnabókunum enn og aftur endurútgefnar af bókaforlaginu Iðunni en að þessu sinni í litlu broti. Það fór nú reyndar misvel í íslenska Tinna aðdáendur og svolítið voru nú skiptar skoðanir um ágæti þessa nýja brots.
Og svo má að lokum auðvitað ekki gleyma Tinna kvikmyndinni, The Adventures of Tintin: The Secret of the Unicorn, sem aðdáendur Tinna á Íslandi, líkt og í öðrum löndum, höfðu beðið eftir um árabil. Myndin var frumsýnd á Íslandi í október 2011 og var að miklu leyti byggð (eins og nafnið gefur til kynna) á sögunni um Leyndardóm Einhyrningsins en er samt að stórum hluta byggð á einum fjórum mismunandi Tinna sögum. Í mars 2012 var svo The Secret of the Unicorn gefin út á dvd á hér á landi.
Heilt yfir spannar saga Tinna á Íslandi því orðið 46 ár ef tekið er mið af útgáfu fyrstu Tinnabókanna sem gefnar voru út árið 1971. Þetta þýðir auðvitað það að árið 2021 munu Tinnabækurnar eiga 50 ára útgáfuafmæli á Íslandi ef stærðfræðihæfileikar SVEPPAGREIFANS bregðast ekki. Það er vonandi að réttindahafi bókanna á Íslandi muni blása í hátíðarlúðrana í tilefni þessa stóra áfanga og halda veglega upp á afmæli kappans á því ári. Og það er einnig vonandi að afmælisins verði ekki eingöngu minnst með endurútgáfu Tinnabókanna sjálfra heldur muni líka verða gefnar út einhverjar aðrar bækur um Tinna í íslenskri þýðingu. Af nógu er að taka þar.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Út með sprokið!