SVEPPAGREIFINN hefur fram til þessa ekki verið mjög duglegur að fjalla um Lukku Láka á þessu bloggi sínu en nú stendur til að gera svolitla bragarbót á því. Bækurnar um Lukku Láka eru reyndar svolítið misjafnar að gæðum, enda teiknaðar á löngu tímabili, en heilt yfir þykja þær nokkuð skemmtilegar. SVEPPAGREIFINN er í það minnsta þeirrar skoðunar. Lukku Láki er sköpunarverk belgíska listamannsins Maurice de Bevere (Morris) og kom fyrst við sögu í myndasögutímaritinu SPIROU árið 1946 en árið 1955 kom fransk/argentínski handritshöfundurinn René Goscinny til sögunnar og saman gerðu þeir Lukku Láka bækurnar gríðarlega vinsælar næstu áratugina. Samstarfi þeirra lauk árið 1977 þegar Goscinny lést en Morris hélt áfram að teikna sögurnar, ásamt ýmsum öðrum handritshöfundum, allt þar til hann lést sjálfur árið 2001. Bækurnar eru enn að koma út (sú nýjasta árið 2016) og eru teiknaðar af ýmsum höfundum en bækur nútímans eru almennt taldar standa bókum Morris & Goscinny langt að baki í gæðum.
Fjölvaútgáfan gaf út 35 Lukku Láka bækur á íslensku, langflestar í þýðingu Þorsteins Thorarensen, á árunum 1977 til 1983 og Froskur útgáfa hóf síðan að gefa út Lukku Láka á ný árið 2016 eftir 33ja ára hlé á Íslandi. Af þessum 35 bókum sem Fjölvi gaf út voru 33 þeirra hluti af sjálfum bókaflokknum en auk þeirra komu út tvær bækur í viðbót sem ekki tilheyrðu hinni eiginlegu opinberu Lukku Láka seríu. Þetta voru bækurnar Þjóðráð Lukku Láka (1978), sem var eins konar kvikmyndabók gerð upp úr teiknimyndinni La Ballade des Dalton sem frumsýnd var árið 1978 og Á léttum fótum - Spes tilboð (1982). Um síðarnefndu bókina ætlar SVEPPAGREIFINN aðeins að fjalla um núna.
Eins og áður hefur verið vikið að er þetta ekki nein venjuleg Lukku Láka bók. Bókin er ekki í hefðbundnu Lukku Láka broti heldur er hún í mjúku kiljuformi, í stærð sem samsvarar um það bil hálfri venjulegri myndasögu eða ca A5 stærð. Og auk þess er hún einnig töluvert mikið þykkari. Bókin hefur að geyma heilar átta stuttar sögur með Lukku Láka og er 152 blaðsíður að lengd. Á léttum fótum var gefin út hjá Fjölva árið 1982 og prentuð í samvinnu við norska og sænska bókaútgáfur, líkt og margar Lukku Láka bækur sem komu út á Íslandi, en útgáfa þeirra var mjög ör á þessum árum. Til gamans má líka geta þess að fyrstu 20 Lukku Láka bækurnar, sem komu út á íslensku, voru gefnar út á aðeins þremur árum.
Þýðing og nafngift íslensku útgáfunnar, Á léttum fótum, er kannski svolítið frjálsleg eins og Þorsteinn heitinn Thorarensen gat verið svo skemmtilega gjarn á. En ef vilji er fyrir hendi er auðvelt að tengja titilinn við hest Lukku Láka en hann heitir auðvitað Léttfeti. Og svo má kannski einnig til gamans geta þess að upp á íslensku myndi upprunalegi titill bókarinnar, La Bataille du riz, líklega útleggjast sem Bardagi hrísgrjónanna. Á léttum fótum var að líkindum ekki prentuð í sama upplagi og hinar Lukku Láka bækurnar. Bókin er því orðin afar sjaldgæf og eftirsótt meðal safnara en einnig mætti nefna líklega ástæðu fyrir því hversu fágæt hún er að þetta litla brot hennar var ekki í hinu hefðbundna harðspjaldaformi. Þannig hafi hún hugsanlega slitnað hraðar en aðrar myndasögur og það gæti því verið ein af ástæðunum fyrir því að ekki séu lengur mjög mörg eintök í umferð. Þetta litla brot bókarinnar gerði það að verkum að á hverri blaðsíðu rúmuðust ekki nema að meðaltali 5 - 6 myndir (oftast tvær jafnstórar myndir í hverri línu) en í venjulegu myndasöguformi eru oftast þetta 10 - 12 myndir á hverri síðu. Heildarmynd hverrar blaðsíðu virkar því kannski svolítið einföld vegna þess að jafnaði eru allar myndirnar á síðunni jafnstórar.
Eins og áður segir samanstendur bókin af átta styttri sögum. Þær eru eftirfarandi:
Síðasta sagan í bókinni Á léttum fótum heitir Skerfaraskólinn eða L'École des Shérifs en sú saga birtist, líkt og Hefnd Daltóna (La Ballade des Dalton) í myndasögublaðinu Pif Gadget árið 1978. Og Skerfaraskólinn var líka ein af þeim sögum sem komu fyrir í 55. Lukku Láka bókinni La Ballade des Dalton et autres histoires frá árinu 1986 sem minnst var hér á áður.
SVEPPAGREIFINN eignaðist eintak af bókinni Á léttum fótum líklega um það leyti sem hún kom út á sínum tíma. Sú bók slitnaði hins vegar í tímans rás og var orðin ansi lúin og illa farin þegar hann rakst á nokkur eintök af henni á Bókamarkaði bókaútgefenda fyrir um 20 árum. Þá var hann að reyna að fylla upp í þær eyður sem vantaði í seríuna um Lukku Láka og rak augun í bunka af Á léttum fótum og var svo hygginn að grípa með eintak af þessari bók. Hún er enn til í safni SVEPPAGREIFANS og í topp standi.
Fjölvaútgáfan gaf út 35 Lukku Láka bækur á íslensku, langflestar í þýðingu Þorsteins Thorarensen, á árunum 1977 til 1983 og Froskur útgáfa hóf síðan að gefa út Lukku Láka á ný árið 2016 eftir 33ja ára hlé á Íslandi. Af þessum 35 bókum sem Fjölvi gaf út voru 33 þeirra hluti af sjálfum bókaflokknum en auk þeirra komu út tvær bækur í viðbót sem ekki tilheyrðu hinni eiginlegu opinberu Lukku Láka seríu. Þetta voru bækurnar Þjóðráð Lukku Láka (1978), sem var eins konar kvikmyndabók gerð upp úr teiknimyndinni La Ballade des Dalton sem frumsýnd var árið 1978 og Á léttum fótum - Spes tilboð (1982). Um síðarnefndu bókina ætlar SVEPPAGREIFINN aðeins að fjalla um núna.
Eins og áður hefur verið vikið að er þetta ekki nein venjuleg Lukku Láka bók. Bókin er ekki í hefðbundnu Lukku Láka broti heldur er hún í mjúku kiljuformi, í stærð sem samsvarar um það bil hálfri venjulegri myndasögu eða ca A5 stærð. Og auk þess er hún einnig töluvert mikið þykkari. Bókin hefur að geyma heilar átta stuttar sögur með Lukku Láka og er 152 blaðsíður að lengd. Á léttum fótum var gefin út hjá Fjölva árið 1982 og prentuð í samvinnu við norska og sænska bókaútgáfur, líkt og margar Lukku Láka bækur sem komu út á Íslandi, en útgáfa þeirra var mjög ör á þessum árum. Til gamans má líka geta þess að fyrstu 20 Lukku Láka bækurnar, sem komu út á íslensku, voru gefnar út á aðeins þremur árum.
Þýðing og nafngift íslensku útgáfunnar, Á léttum fótum, er kannski svolítið frjálsleg eins og Þorsteinn heitinn Thorarensen gat verið svo skemmtilega gjarn á. En ef vilji er fyrir hendi er auðvelt að tengja titilinn við hest Lukku Láka en hann heitir auðvitað Léttfeti. Og svo má kannski einnig til gamans geta þess að upp á íslensku myndi upprunalegi titill bókarinnar, La Bataille du riz, líklega útleggjast sem Bardagi hrísgrjónanna. Á léttum fótum var að líkindum ekki prentuð í sama upplagi og hinar Lukku Láka bækurnar. Bókin er því orðin afar sjaldgæf og eftirsótt meðal safnara en einnig mætti nefna líklega ástæðu fyrir því hversu fágæt hún er að þetta litla brot hennar var ekki í hinu hefðbundna harðspjaldaformi. Þannig hafi hún hugsanlega slitnað hraðar en aðrar myndasögur og það gæti því verið ein af ástæðunum fyrir því að ekki séu lengur mjög mörg eintök í umferð. Þetta litla brot bókarinnar gerði það að verkum að á hverri blaðsíðu rúmuðust ekki nema að meðaltali 5 - 6 myndir (oftast tvær jafnstórar myndir í hverri línu) en í venjulegu myndasöguformi eru oftast þetta 10 - 12 myndir á hverri síðu. Heildarmynd hverrar blaðsíðu virkar því kannski svolítið einföld vegna þess að jafnaði eru allar myndirnar á síðunni jafnstórar.
Eins og áður segir samanstendur bókin af átta styttri sögum. Þær eru eftirfarandi:
- Gula hættan (La Bataille du riz), 16 bls. - 1969
- Áskorandinn (Défi à Lucky Luke), 9 bls. - 1968
- Glymskratti Villta Vestursins (Arpèges dans la vallée), 16 bls. - 1968
- Kynnisferð um Kaktusmýri (Promenade dans la ville), 9 bls. - 1969
- Hefnd Daltón bræðra (La Ballade des Dalton), 55 bls. - 1978
- Orð á borði (La bonne parole), 8 bls. - 1979
- Lipri og lúnkni Kínverjinn (Li-Chi´s story), 16 bls. - 1980
- Skerfaraskólinn (L'École des Shérifs), 15 bls. - 1978
Fjórar fyrstu sögurnar birtust í aukahefti franska myndasögutímaritsins Pilote á árunum 1968-69 en heftið nefndist Super Pocket Pilote. Reyndar komu ekki út nema 9 tölublöð af Super Pocket Pilote áður en þetta aukahefti var lagt niður árið 1970. En í byrjun apríl árið 1972 var þessum sömu fjórum sögum safnað saman, af franska olíufélaginu Total, í bók sem nefndist eftir sögunni La Bataille du riz sem er einmitt fyrsta sagan í íslensku útgáfunni. Total dreifði bókinni frítt til viðskiptavina bensínstöðva fyrirtækisins og hana mátti alls ekki selja. Það má reikna með að þessi bók hafi fallið í kramið hjá börnum viðskiptavina Total olíufélagsins og hafi nýst þessum yngri farþegum vel sem gott eldsneyti á lengri ferðalögum sumarið 1972. Sögurnar fjórar voru líka mátulega stuttar og hentuðu ágætlega til að halda börnunum við efnið en þær voru þó ekki birtar í sömu röð og fyrstu fjórar sögurnar í íslensku útgáfunni. La Bataille du riz bókin var aldrei til sölu í bókaverslunum í Belgíu og Frakklandi og hefur aldrei verið gefin út aftur.
Í Á léttum fótum heitir fimmta sagan Hefnd Daltón bræðra eða La Ballade des Dalton á frummálinu. Þetta er í raun endurgerð sögunnar Þjóðráð Lukku Láka sem gerð var teiknimynd um og minnst var hér á snemma í greininni. Þeir Morris og Goscinny komu ekki beint að gerð kvikmyndarinnar og myndin er ekki byggð á neinni bók úr Lukku Láka seríunni. Þeir eru því tæknilega ekki höfundar bókarinnar Þjóðráð Lukku Láka heldur eru myndirnar í bókinni aðeins rammar úr kvikmyndinni. Hefnd Daltón bræðra var hins vegar teiknuð upp í myndasöguform seinna eftir kvikmyndinni. Sagan birtist þannig fyrst í myndasögublöðunum Pif Gadget og SPIROU árið 1978 og kom síðan út í bókarformi, sem bókin La Ballade des Dalton et autres histoires, árið 1986 ásamt þremur öðrum styttri sögum. Sú bók er númer 55 í opinberu bókaröðinni.
Sjötta sagan í bókinni nefnist Orð á borði en upprunalega nafn hennar er La bonne parole og hún birtist fyrst í myndasögutímaritinu SPIROU árið 1979. Sjöunda sagan heitir Lipri og lúnkni Kínverjinn á íslensku en á frönsku heitir hún Li-Chi´s story. Hún hefur þá sérstöðu að Lukku Láki sjálfur birtist aðeins á rétt rúmlega einni blaðsíðu, af 16, í byrjun sögunnar og síðan ekki söguna meir. Sú saga birtist líka fyrst í SPIROU en þó ekki fyrr en á árinu 1980. Belgíski listamaðurinn Bob de Groot, sem líklega er þekktastur fyrir teiknmyndahetjuna Leonardo, er handritshöfundur þessara beggja sagna (Orð á borði og Lipri og lúnkni Kínverjinn) en það kemur þó hvergi fram í bókinni. Morris teiknaði þessar tvær sögur en Goscinny kemur þar ekkert við sögu enda lést hann í nóvember 1977. Það er því rangt sem kemur fram á bókarkápu Á léttum fótum að bókin sé aðeins eftir þá Morris & Goscinny. Báðar birtust þessar sögur síðar í bókinni La Corde du pendu et autres histoires sem kom út árið 1982 og er númer 49 í opinberu seríunni um Lukku Láka. Í þeirri bók eru einnig fimm aðrar styttri sögur, frá árunum 1977-80, sem ekki hafa birst á íslensku og aðeins sú elsta er eftir Goscinny.Síðasta sagan í bókinni Á léttum fótum heitir Skerfaraskólinn eða L'École des Shérifs en sú saga birtist, líkt og Hefnd Daltóna (La Ballade des Dalton) í myndasögublaðinu Pif Gadget árið 1978. Og Skerfaraskólinn var líka ein af þeim sögum sem komu fyrir í 55. Lukku Láka bókinni La Ballade des Dalton et autres histoires frá árinu 1986 sem minnst var hér á áður.
SVEPPAGREIFINN eignaðist eintak af bókinni Á léttum fótum líklega um það leyti sem hún kom út á sínum tíma. Sú bók slitnaði hins vegar í tímans rás og var orðin ansi lúin og illa farin þegar hann rakst á nokkur eintök af henni á Bókamarkaði bókaútgefenda fyrir um 20 árum. Þá var hann að reyna að fylla upp í þær eyður sem vantaði í seríuna um Lukku Láka og rak augun í bunka af Á léttum fótum og var svo hygginn að grípa með eintak af þessari bók. Hún er enn til í safni SVEPPAGREIFANS og í topp standi.
Gaman að lesa! Ég á sænsku útgáfuna af þessari bók og þar er Bob de Groot hvergi getið. En ef maður skoðar aftasta rammann í sögunum kemur í ljós að sögur nr. 1, 2 og 4 eru merktar "Morris + Goscinny", en ekki hinar. Það er svolítil ráðgáta hver samdi söguna um Skerfaraskólann, meira að segja franska wikipedia virðist ekki vera með það á hreinu.
SvaraEyðaSverrir Örn Björnsson.
Sæll Sverrir.
SvaraEyðaÉg tók einmitt eftir því þegar ég var að vinna að færslunni að hvergi er minnst á höfund Skerfaraskólans og lagði meira að segja nokkra vinnu í leit að því. Ég á bókina La Ballade des Dalton (reyndar á hollensku!) þar sem sagan kemur fyrir en þar fann ég ekkert heldur.
En takk fyrir að lesa Hrakfarir & heimskupör og gaman að sjá að það eru fleiri en ég sem eru að skoða og velta sér upp úr svona hlutum :)
Kv. SVEPPAGREIFINN