Katalónía er mikið í umræðunni þessa dagana og því er alveg tilvalið að tengja færslu dagsins við þetta sögufræga sjálfstjórnarhérað sem óskað hefur eftir aðskilnaði frá Spáni. En árið 2015 var haldið upp á það að 50 ár voru liðin síðan útgáfa Tinna bókanna hófst á katalónsku en fyrstu Tinna bækurnar sem gefnar voru út í Katalóníu voru Vandræði Vaílu Veinólínó og hin frábæra Tinni í Tíbet. Ýmislegt var brallað til hátíðabrigða í tilefni afmælisins og eitt af því sem vakti mesta athygli var graffiti listaverk af Tinna sem listamaðurinn Werens skellti upp á vegg í miðbæ borgarinnar Sabadell í Katalóníu.
Á þessu fallega vegglistaverki má sjá Tinna brunandi um á reiðhjóli og Tobbi fylgir honum fast á eftir eins og hans er von og vísa. Rétt á eftir þeim þjóta Skaftarnir á grænleitum bíl og með ítölsku óperusöngkonuna Vaílu Veinólínó í aftursætinu.
En í tilefni afmælisins voru auk þess ýmsir fleiri viðburðir í boði sem í rauninni stóðu meira og minna allan seinni hluta ársins 2015. Ráðstefnur, sýningar og fyrirlestrar voru meðal þess sem boðið var upp á og augljóst er að virðingin fyrir verkum Hergés fer víða heldur en bara um Belgíu eða Frakkland.
Það er vonandi að íslenskir aðdáendur Tinna bókanna geti notið sambærilegra hátíðarhalda þegar 50 ár verða liðin frá útgáfu fyrstu Tinna bókanna á íslensku. Eða í það minnsta verði alla vega eitthvað gert til að minnast þeirra tímamóta árið 2021.
Á þessu fallega vegglistaverki má sjá Tinna brunandi um á reiðhjóli og Tobbi fylgir honum fast á eftir eins og hans er von og vísa. Rétt á eftir þeim þjóta Skaftarnir á grænleitum bíl og með ítölsku óperusöngkonuna Vaílu Veinólínó í aftursætinu.
En í tilefni afmælisins voru auk þess ýmsir fleiri viðburðir í boði sem í rauninni stóðu meira og minna allan seinni hluta ársins 2015. Ráðstefnur, sýningar og fyrirlestrar voru meðal þess sem boðið var upp á og augljóst er að virðingin fyrir verkum Hergés fer víða heldur en bara um Belgíu eða Frakkland.
Það er vonandi að íslenskir aðdáendur Tinna bókanna geti notið sambærilegra hátíðarhalda þegar 50 ár verða liðin frá útgáfu fyrstu Tinna bókanna á íslensku. Eða í það minnsta verði alla vega eitthvað gert til að minnast þeirra tímamóta árið 2021.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Út með sprokið!