SVEPPAGREIFINN fjallaði fyrir nokkrum mánuðum um aukasíðuna í Tinna og Pikkarónunum en í þeirri færslu sagði frá einni blaðsíðu sem var ofaukið þegar að búa átti söguna undir prentun í bókarformi. Í ljós kom að blaðsíðurnar sem birtust í myndasögublaðinu Le Journal de Tintin voru í raun orðnar 63 en bókaformið bauð aðeins upp á 62 síður. Því þurfti að stytta söguna um eina blaðsíðu. Um það og margt fleira tengt Tinna og Pikkarónunum má lesa hér.
En Tinni og Pikkarónarnir er alls ekki eina sagan úr bókaflokknum sem hefur þurft að ganga í gegnum einhvers konar yfirhalmingar. Fyrstu níu sögurnar sem birtust upphaflega fyrst í myndasögutímaritinu Le Petit Vingtième og dagblaðinu Le Soir voru á bilinu rúmlega 100 blaðsíður og allt upp í tæplega 140 og í því formi voru þær einnig gefnar út í fyrstu bókaútgáfunum. Þær voru síðan allar endurteiknaðar og litaðar með tímanum (eftir að Hergé Studios var stofnað um 1950) fyrir nýja bókarútgáfu sem miðaðist við 62 síður. Þessar fyrstu sögur gengu því í gegnum töluvert miklar breytingar. En frá og með 10. bókinni (Dularfullu stjörnunni) fóru sögurnar að birtast í þessum blöðum og tímaritum að miklu leyti í því endanlega formi sem við þekkjum í dag. Með fyrirhugaða bókaútgáfu í huga voru þær hafðar rúmlega 60 blaðsíður að lengd en voru þó enn að birtast í svart/hvítu. Með stofnun myndasögutímaritsins Le Journal de Tintin árið 1946 fóru upprunalegu sögurnar loksins að birtast í lit og voru þá orðnar nánast alveg eins og seinna varð í bókunum. En þó ekki alveg. Til eru nokkur dæmi um smávægilegar breytingar á sögunum en einnig um stakar myndaraðir sem rötuðu ekki í endanlegu bókaútgáfuna, líkt og í Tinna og Pikkarónunum eins og nefnt var hér fyrir ofan. SVEPPAGREIFANUM finnst vera kominn tími til kominn að skoða aðeins Kolafarminn í því tilliti.
Þessi myndasaga var fyrst kynnt fyrir lesendum Le Journal de Tintin, á síðustu vikunum fyrir birtingu hennar, með nokkrum auglýsingum á sama stíl og sést hér fyrir neðan. KOLAFARMURINN - Í næstu viku. Og Tinni, aldrei þessu vant í rauðri peysu, segir; "Kolafarmurinn?... Það er titill á nýrri sögu eftir Hergé, sem hefur göngu sína í næsta blaði."
Og það var síðan þann 31. október árið 1956 sem þessi glænýja Tinna saga byrjaði í belgísku útgáfunni af Le Journal de Tintin (blaði nr. 44/1956). En í frönsku útgáfunni af tímaritinu hóf sagan göngu sína (í blaði nr. 425) fáeinum vikum seinna eða þann 13. desember. Sagan nefndist Coke en stock á frummálinu eða Kolafarmurinn eins og við þekkjum hana á íslensku. Coke en stock kom síðan fyrst út í bókaformi hjá Casterman í Belgíu árið 1958 en Kolafarmurinn hjá Fjölvaútgáfunni, í þýðingu Lofts Guðmundssonar, árið 1975.
Nú er það þannig að byrjun Kolafarmsins, eins við þekkjum hana í íslenskri þýðingu, er í huga SVEPPAGREIFANS sveipuð dálítilli nostalgíu af svolítið sérstakri ástæðu. Það var nefnilega þannig að fyrir um 40 árum, þegar SVEPPAGREIFINN var um það bil jafn mörgum árum yngri, þá kunni hann þessa byrjun utan að ásamt bróður sínum og gátu farið með nánast fyrstu blaðsíðuna, á milli sín, orðrétt eftir minni. "Hvernig fannst þér myndin..?" spyr Tinni. Kolbeinn svarar, "Hún var bara nokkuð góð!" um leið og hann kveikir sér í pípunni. "Sá sem lék aðalhlutverkið er aldeilis karl í krapinu!", osfrv. Þetta þekkjum við allt ágætlega.
Og nú kemur sem sagt í ljós að þessi byrjun Kolafarmsins, sem við flest kunnum svo vel við með myndinni af bíótjaldinu góða, er bara alls ekkert byrjunin á sögunni. Með öðrum orðum, byrjunin sem hefst á myndinni með "Endinum" er hreint ekki byrjunin. Í upprunalegu útgáfunni í Le Journal de Tintin frá árinu 1956 hefst sagan nefnilega á þann hátt sem við sjáum hér fyrir neðan.
Þarna er kjaftaskurinn og tryggingasölumaðurinn uppáþrengjandi Flosi Fífldal (frábært nafn hjá þeim Lofti Guðmundssyni og Þorsteini Thorarensen) í aðalhlutverki í fyrstu myndaröð sögunnar og kannski rétt að snara blaðrinu í honum yfir á okkar ylhýru íslensku. Það var að sjálfsögðu gert með dyggri aðstoð hins ástkæra betri helmings SVEPPAGREIFANS og hafi hún bestu þakkir fyrir en hér er þýðingin á eintali Flosa.
En Tinni og Pikkarónarnir er alls ekki eina sagan úr bókaflokknum sem hefur þurft að ganga í gegnum einhvers konar yfirhalmingar. Fyrstu níu sögurnar sem birtust upphaflega fyrst í myndasögutímaritinu Le Petit Vingtième og dagblaðinu Le Soir voru á bilinu rúmlega 100 blaðsíður og allt upp í tæplega 140 og í því formi voru þær einnig gefnar út í fyrstu bókaútgáfunum. Þær voru síðan allar endurteiknaðar og litaðar með tímanum (eftir að Hergé Studios var stofnað um 1950) fyrir nýja bókarútgáfu sem miðaðist við 62 síður. Þessar fyrstu sögur gengu því í gegnum töluvert miklar breytingar. En frá og með 10. bókinni (Dularfullu stjörnunni) fóru sögurnar að birtast í þessum blöðum og tímaritum að miklu leyti í því endanlega formi sem við þekkjum í dag. Með fyrirhugaða bókaútgáfu í huga voru þær hafðar rúmlega 60 blaðsíður að lengd en voru þó enn að birtast í svart/hvítu. Með stofnun myndasögutímaritsins Le Journal de Tintin árið 1946 fóru upprunalegu sögurnar loksins að birtast í lit og voru þá orðnar nánast alveg eins og seinna varð í bókunum. En þó ekki alveg. Til eru nokkur dæmi um smávægilegar breytingar á sögunum en einnig um stakar myndaraðir sem rötuðu ekki í endanlegu bókaútgáfuna, líkt og í Tinna og Pikkarónunum eins og nefnt var hér fyrir ofan. SVEPPAGREIFANUM finnst vera kominn tími til kominn að skoða aðeins Kolafarminn í því tilliti.
Þessi myndasaga var fyrst kynnt fyrir lesendum Le Journal de Tintin, á síðustu vikunum fyrir birtingu hennar, með nokkrum auglýsingum á sama stíl og sést hér fyrir neðan. KOLAFARMURINN - Í næstu viku. Og Tinni, aldrei þessu vant í rauðri peysu, segir; "Kolafarmurinn?... Það er titill á nýrri sögu eftir Hergé, sem hefur göngu sína í næsta blaði."
Og það var síðan þann 31. október árið 1956 sem þessi glænýja Tinna saga byrjaði í belgísku útgáfunni af Le Journal de Tintin (blaði nr. 44/1956). En í frönsku útgáfunni af tímaritinu hóf sagan göngu sína (í blaði nr. 425) fáeinum vikum seinna eða þann 13. desember. Sagan nefndist Coke en stock á frummálinu eða Kolafarmurinn eins og við þekkjum hana á íslensku. Coke en stock kom síðan fyrst út í bókaformi hjá Casterman í Belgíu árið 1958 en Kolafarmurinn hjá Fjölvaútgáfunni, í þýðingu Lofts Guðmundssonar, árið 1975.
Nú er það þannig að byrjun Kolafarmsins, eins við þekkjum hana í íslenskri þýðingu, er í huga SVEPPAGREIFANS sveipuð dálítilli nostalgíu af svolítið sérstakri ástæðu. Það var nefnilega þannig að fyrir um 40 árum, þegar SVEPPAGREIFINN var um það bil jafn mörgum árum yngri, þá kunni hann þessa byrjun utan að ásamt bróður sínum og gátu farið með nánast fyrstu blaðsíðuna, á milli sín, orðrétt eftir minni. "Hvernig fannst þér myndin..?" spyr Tinni. Kolbeinn svarar, "Hún var bara nokkuð góð!" um leið og hann kveikir sér í pípunni. "Sá sem lék aðalhlutverkið er aldeilis karl í krapinu!", osfrv. Þetta þekkjum við allt ágætlega.
Og nú kemur sem sagt í ljós að þessi byrjun Kolafarmsins, sem við flest kunnum svo vel við með myndinni af bíótjaldinu góða, er bara alls ekkert byrjunin á sögunni. Með öðrum orðum, byrjunin sem hefst á myndinni með "Endinum" er hreint ekki byrjunin. Í upprunalegu útgáfunni í Le Journal de Tintin frá árinu 1956 hefst sagan nefnilega á þann hátt sem við sjáum hér fyrir neðan.
Þarna er kjaftaskurinn og tryggingasölumaðurinn uppáþrengjandi Flosi Fífldal (frábært nafn hjá þeim Lofti Guðmundssyni og Þorsteini Thorarensen) í aðalhlutverki í fyrstu myndaröð sögunnar og kannski rétt að snara blaðrinu í honum yfir á okkar ylhýru íslensku. Það var að sjálfsögðu gert með dyggri aðstoð hins ástkæra betri helmings SVEPPAGREIFANS og hafi hún bestu þakkir fyrir en hér er þýðingin á eintali Flosa.
- mynd. Halló, Myllusetur?... Sæll, gamli sjóari! Flosi Fífldal hérna ... Ha, hvað segirðu? Aaah! Ert þetta þú, Jósep? Sæll, kallinn!... Hvar er bossinn?... Í bænum með Tinna?... Í bíó?... Hvað fóru þeir að sjá?
- mynd. "Le Justicier de la Pampa"... (bíómyndin) Ah já! Með Douglas Mac Arthur, nei, Mac Carthy ... alla vega, Mac eitthvað ... Hún virðist vera allt í lagi en ég kýs frekar gamanmyndir. Á meðan ég man ...
- mynd. ... gamanmyndir, einn sem myndi slá í gegn í bíómyndum væri frændi minn, hann Anatole ... (Í Leynivopninu hét hann Reginvaldur rakari) Þú hefðir átt að sjá hann í brúðkaupinu hjá systur minni!... Þú veist að hann er rakari. Alla vega, hann missti hárkolluna ...
- ... í súpuna sína!... Við misstum okkur alveg!... Þú getur örugglega séð fyrir þér andlitin á gestunum!... Nei eða! Þú getur alveg ímyndað þér þannig atriði í gamanmynd!...
Þarna fáum við svolítið nýja hlið á Jósep og sú sýn hefði alveg mátt skila sér áfram inn í bókaflokkinn. En þarna tekur hann þvaðrinu í Flosa með hinni mestu rósemd og gluggar á meðan í 17. aldar ritgerðina Pensées (Hugsanir) eftir franska heimspekinginn Blaise Pascal. Þessi óvænta hlið á Jósep sýnir heimspekilega þenkjandi mann sem er svolítið langt frá þeirri ímynd sem flestir lesendur Tinna bókanna þekkja. Sérstaklega með fortíð hins hins meinta glæpamanns, Jóseps, í huga. Í það minnsta er brandarinn nokkuð góður og gaman að geta stolist til að setja frumgerð Hergé af þessari mynd hér þó hún hafi ekki endað í bókaútgáfunni.
Það voru gerðar fleiri breytingar í sögunni um Kolafarminn á milli upprunalegu útgáfunnar í Le Journal de Tintin og endanlegu bókaútgáfunnar sem flestir þekkja. Þær breytingar sem tengdust teikningunum sjálfum voru þó smávægilegar og snerust mest um að bætt var við reyk úr pípu Kolbeins á ýmsum stöðum, einhverjum svitadropum og aukalínum bætt við eða litlum smáatriðum var ýmist bætt við eða þau fjarlægð. Aðrar breytingar eru eingöngu textalegs eðlis og tengdust aðallega uppfærslum á orðalagi sem þóttu vísa til kynþáttafordóma. Þessar textabreytingar voru gerðar löngu fyrir útgáfu Kolafarmsins á íslensku og því engin ástæða til að tíunda þær neitt nánar hér.
SVEPPAGREIFINN á örugglega eftir að grafa upp fleiri breytingar sem Tinna sögurnar hafa gengið í gegnum og birta hér með tíð og tíma.Það voru gerðar fleiri breytingar í sögunni um Kolafarminn á milli upprunalegu útgáfunnar í Le Journal de Tintin og endanlegu bókaútgáfunnar sem flestir þekkja. Þær breytingar sem tengdust teikningunum sjálfum voru þó smávægilegar og snerust mest um að bætt var við reyk úr pípu Kolbeins á ýmsum stöðum, einhverjum svitadropum og aukalínum bætt við eða litlum smáatriðum var ýmist bætt við eða þau fjarlægð. Aðrar breytingar eru eingöngu textalegs eðlis og tengdust aðallega uppfærslum á orðalagi sem þóttu vísa til kynþáttafordóma. Þessar textabreytingar voru gerðar löngu fyrir útgáfu Kolafarmsins á íslensku og því engin ástæða til að tíunda þær neitt nánar hér.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Út með sprokið!