SVEPPAGREIFINN hefur orðið sér úti um ýmislegt í gegnum tíðina sem tengist Tinna og þar eru bíómyndirnar um hann engin undantekning. Hann á tvær bíómyndir á dvd sem gerðar voru um kappann á sjöunda áratug síðustu aldar og var einmitt nýverið að horfa á Tintin et Le mystère de la Toison d'Or sem var fyrsta myndin sem gerð var um Tinna. Því miður hefur SVEPPAGREIFINN ekki enn orðið sér úti um eintak af myndinni öðruvísi en einungis á frönsku en hann lætur sig auðvitað hafa það að horfa á hana textalausa (ekki einu sinni á ensku) og með frönsku tali fyrst um Tinna er að ræða. Það að nálgast hana með íslenskum texta væri þó í sjálfu sér ekkert stórmál því myndin kom út hér á landi fyrir nokkrum árum á dvd og heitir Tinni og Tobbi - Á valdi sjóræningjanna.
SVEPPAGREIFINN þarf því að verða sér úti um eintak af þeirri útgáfu og það snýst því eiginlega bara um það að vera svolítið með augun opin því myndin er mjög sjaldgæf og virðist ekki hafa farið neitt mjög víða á sölustöðum. Það væri gaman ef einhver lumaði á tveimur eintökum af myndinni og væri til í að fórna öðru þeirra fyrir sanngjarnt verð. Annars var SVEPPAGREIFINN alveg með það á hreinu að Tinni og bláu appelsínurnar hefði líka verið gefin út á íslensku á sama tíma en líklega hefur hann bara dreymt það. Í það minnsta hefur eftirgrennslan hans eftir útgáfunni ekki borið neinn árangur.
Bíómyndin Tintin et Le mystère de la Toison d'Or er sem sagt frönsk og var frumsýnd þar í landi þann 6. desember árið 1961 en þeir aðilar sem komu að framleiðslu hennar voru bæði franskir og belgískir. Fáum árum seinna, nánar tiltekið laugardaginn 1. febrúar árið 1964, var myndin tekin til sýningar í Bæjarbíói í Hafnarfirði en það voru raunar fyrstu kynni Íslendinga af ævintýrum Tinna og þá nefndist hann Tintin. Næstu árin var myndin (sem hét á íslensku Tintin í leit að fjársjóði) síðan sýnd öðru hvoru í hinum ýmsu bíóhúsum höfuðborgarsvæðisins í þrjúbíó á sunnudögum en hefur, SVEPPAGREIFANUM vitanlega, aldrei verið sýnd í íslensku sjónvarpi.
Tintin et Le mystère de la Toison d'Or er ekki byggð á neinni af sögum Hergés en handrit myndarinnar var unnið af iðnaðarhandritshöfundunum André Barret og Remo Forlani sem höfðu uppbyggingu Tinna bókanna til hliðsjónar við gerð þess. Myndin var gerð með fullu samþykki Hergé og hann heimsótti meira að segja tökuliðið í París en leikstjóri hennar var Jean-Jacques Vierne. Kvikmyndin var sú fyrsta í fullri lengd sem gerð var um ævintýri Tinna og naut nokkurra vinsælda enda var þá teiknimyndahetjan Tinni þá þegar orðinn vel þekktur í Evrópu.
Í kjölfarið var gerð önnur mynd um þá félaga, fáeinum árum seinna, sem ekki átti jafnmiklum vinsældum að fagna. Sú mynd kallaðist Tintin et les oranges bleues eða Tinni og bláu appelsínurnar og hún var meðal annars gefin út á íslensku í bókaformi árið 1978 sem svokölluð kvikmyndabók. Bíómyndin sjálf, Tintin et les oranges bleues - (1964), var hins vegar aldrei sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum. Tintin et Le mystère de la Toison d'Or var einnig til í bókaformi, líkt og Tinni og bláu appelsínurnar, en þó hún hafi ekki komið út í íslenskri þýðingu var líklega gert ráð fyrir því á sínum tíma. Aftan á bókakápum einhverra íslensku Tinna bókanna má sjá að Tinni og Hákarlavatnið og Tinni og bláu appelsínurnar eru kvikmyndabækur númer eitt og númer þrjú. Og af því má ráða að Fjölvaútgáfan hafi gert ráð fyrir að Tintin et Le mystère de la Toison d'Or yrði því kvikmyndabók númer tvö.
Gerðar höfðu verið áætlanir um að framleiða þriðju bíómyndina um Tinna árið 1967, sem til stóð að gera á Indlandi, en ekkert varð af þeim áformum. Tintin et les oranges bleues gekk líklega ekki sem skyldi enda handrit þeirrar myndar komið töluvert langt út fyrir þann anda sem einkenndi sögurnar um Tinna og eflaust hefur það haft áhrif á framhaldið. Kvikmyndin Tintin et Le mystère de la Toison d'Or gerist að mestu í Tyrklandi og Grikklandi (lönd sem Tinni hafði aldrei heimsótt í bókunum) og fjallar um fjársjóðsleit þeirra Tinna og Kolbeins eftir að kafteinninn erfir gamlan og illa farinn skipsræfil. Þeir félagar lenda auðvitað í ýmsum stórhættulegum ævintýrum í baráttu sinni við harðskeytta misyndismenn og illmenni en hafa að sjálfsögðu betur að lokum. Þetta er svona stutta útgáfan af söguþræðinum.
Aðalhlutverkið var í höndum belgíumannsins Jean-Pierre Talbot (1943) en hann var aðeins sautján ára gamall þegar myndin var gerð. Leiklistaferill Jean-Pierre Talbot náði reyndar einungis yfir þessar tvær kvikmyndir um Tinna. Hann var ekki leikari að mennt og var eingöngu valinn í hlutverkið vegna þess hversu líkur hann þótti karakternum. Útlit hans var borið undir Hergé sem samþykkti hann samstundis með orðunum, "Já, þetta er hann!", en þá hafði leitin að Tinna staðið yfir í þrjú ár. Eftir kvikmyndatökurnar varð hann þekktur sem hinn eini sanni Tinni og er enn þann dag í dag, mörgum áratugum seinna, að fá bréf frá aðdáendum. Jafnvel barnabörnin kalla hann afa Tinna. Eftir að hafa leikið þetta hlutverk sneri Talbot sér að mestu að kennslu og áhugamálum tengdu heilbrigðu líferni en hann er enn í fullu fjöri.
Kolbein lék hins vegar franski leikarinn Georges Wilson (1921) en hann var þekktur sjónvarps- og kvikmyndaleikari og var faðir leikarans góðkunna Lambert Wilson sem lék til að mynda í Matrix myndunum. Almennt þykir Georges Wilson hafa tekist vel til í hlutverki Kolbeins en SVEPPAGREIFINN lét þó bæði gerviskeggið og ofleik Wilsons fara töluvert í taugarnar á sér. Eða kannski var það bara hið tilfinningaríka franska tungumál með viðeigandi handapati sem var að trufla hann. Georges Wilson lék ekki í Tintin et les oranges bleues en hann lést, orðinn áttatíu og átta ára gamall, árið 2010.
SVEPPAGREIFINN þarf því að verða sér úti um eintak af þeirri útgáfu og það snýst því eiginlega bara um það að vera svolítið með augun opin því myndin er mjög sjaldgæf og virðist ekki hafa farið neitt mjög víða á sölustöðum. Það væri gaman ef einhver lumaði á tveimur eintökum af myndinni og væri til í að fórna öðru þeirra fyrir sanngjarnt verð. Annars var SVEPPAGREIFINN alveg með það á hreinu að Tinni og bláu appelsínurnar hefði líka verið gefin út á íslensku á sama tíma en líklega hefur hann bara dreymt það. Í það minnsta hefur eftirgrennslan hans eftir útgáfunni ekki borið neinn árangur.
Bíómyndin Tintin et Le mystère de la Toison d'Or er sem sagt frönsk og var frumsýnd þar í landi þann 6. desember árið 1961 en þeir aðilar sem komu að framleiðslu hennar voru bæði franskir og belgískir. Fáum árum seinna, nánar tiltekið laugardaginn 1. febrúar árið 1964, var myndin tekin til sýningar í Bæjarbíói í Hafnarfirði en það voru raunar fyrstu kynni Íslendinga af ævintýrum Tinna og þá nefndist hann Tintin. Næstu árin var myndin (sem hét á íslensku Tintin í leit að fjársjóði) síðan sýnd öðru hvoru í hinum ýmsu bíóhúsum höfuðborgarsvæðisins í þrjúbíó á sunnudögum en hefur, SVEPPAGREIFANUM vitanlega, aldrei verið sýnd í íslensku sjónvarpi.
Tintin et Le mystère de la Toison d'Or er ekki byggð á neinni af sögum Hergés en handrit myndarinnar var unnið af iðnaðarhandritshöfundunum André Barret og Remo Forlani sem höfðu uppbyggingu Tinna bókanna til hliðsjónar við gerð þess. Myndin var gerð með fullu samþykki Hergé og hann heimsótti meira að segja tökuliðið í París en leikstjóri hennar var Jean-Jacques Vierne. Kvikmyndin var sú fyrsta í fullri lengd sem gerð var um ævintýri Tinna og naut nokkurra vinsælda enda var þá teiknimyndahetjan Tinni þá þegar orðinn vel þekktur í Evrópu.
Í kjölfarið var gerð önnur mynd um þá félaga, fáeinum árum seinna, sem ekki átti jafnmiklum vinsældum að fagna. Sú mynd kallaðist Tintin et les oranges bleues eða Tinni og bláu appelsínurnar og hún var meðal annars gefin út á íslensku í bókaformi árið 1978 sem svokölluð kvikmyndabók. Bíómyndin sjálf, Tintin et les oranges bleues - (1964), var hins vegar aldrei sýnd í íslenskum kvikmyndahúsum. Tintin et Le mystère de la Toison d'Or var einnig til í bókaformi, líkt og Tinni og bláu appelsínurnar, en þó hún hafi ekki komið út í íslenskri þýðingu var líklega gert ráð fyrir því á sínum tíma. Aftan á bókakápum einhverra íslensku Tinna bókanna má sjá að Tinni og Hákarlavatnið og Tinni og bláu appelsínurnar eru kvikmyndabækur númer eitt og númer þrjú. Og af því má ráða að Fjölvaútgáfan hafi gert ráð fyrir að Tintin et Le mystère de la Toison d'Or yrði því kvikmyndabók númer tvö.
Gerðar höfðu verið áætlanir um að framleiða þriðju bíómyndina um Tinna árið 1967, sem til stóð að gera á Indlandi, en ekkert varð af þeim áformum. Tintin et les oranges bleues gekk líklega ekki sem skyldi enda handrit þeirrar myndar komið töluvert langt út fyrir þann anda sem einkenndi sögurnar um Tinna og eflaust hefur það haft áhrif á framhaldið. Kvikmyndin Tintin et Le mystère de la Toison d'Or gerist að mestu í Tyrklandi og Grikklandi (lönd sem Tinni hafði aldrei heimsótt í bókunum) og fjallar um fjársjóðsleit þeirra Tinna og Kolbeins eftir að kafteinninn erfir gamlan og illa farinn skipsræfil. Þeir félagar lenda auðvitað í ýmsum stórhættulegum ævintýrum í baráttu sinni við harðskeytta misyndismenn og illmenni en hafa að sjálfsögðu betur að lokum. Þetta er svona stutta útgáfan af söguþræðinum.
Aðalhlutverkið var í höndum belgíumannsins Jean-Pierre Talbot (1943) en hann var aðeins sautján ára gamall þegar myndin var gerð. Leiklistaferill Jean-Pierre Talbot náði reyndar einungis yfir þessar tvær kvikmyndir um Tinna. Hann var ekki leikari að mennt og var eingöngu valinn í hlutverkið vegna þess hversu líkur hann þótti karakternum. Útlit hans var borið undir Hergé sem samþykkti hann samstundis með orðunum, "Já, þetta er hann!", en þá hafði leitin að Tinna staðið yfir í þrjú ár. Eftir kvikmyndatökurnar varð hann þekktur sem hinn eini sanni Tinni og er enn þann dag í dag, mörgum áratugum seinna, að fá bréf frá aðdáendum. Jafnvel barnabörnin kalla hann afa Tinna. Eftir að hafa leikið þetta hlutverk sneri Talbot sér að mestu að kennslu og áhugamálum tengdu heilbrigðu líferni en hann er enn í fullu fjöri.
Kolbein lék hins vegar franski leikarinn Georges Wilson (1921) en hann var þekktur sjónvarps- og kvikmyndaleikari og var faðir leikarans góðkunna Lambert Wilson sem lék til að mynda í Matrix myndunum. Almennt þykir Georges Wilson hafa tekist vel til í hlutverki Kolbeins en SVEPPAGREIFINN lét þó bæði gerviskeggið og ofleik Wilsons fara töluvert í taugarnar á sér. Eða kannski var það bara hið tilfinningaríka franska tungumál með viðeigandi handapati sem var að trufla hann. Georges Wilson lék ekki í Tintin et les oranges bleues en hann lést, orðinn áttatíu og átta ára gamall, árið 2010.
Tintin et Le mystère de la Toison d'Or er í sjálfu sér alveg þokkalega vel gerð mynd og er svona í anda bíómynda þess tíma. Og það verður að viðurkennast að töluvert hefur verið lagt í vinnslu hennar. Yfir myndinni er auðvitað þessi skemmtilegi og bjarti blær sem einkennir svo margar af þeim bíómyndum sem gerðar voru á fyrstu áratugum litmyndanna og í myndinni eru meira að segja neðansjávaratriði, sambærileg þeim sem sáust í James Bond myndinni Thunderball fjórum árum seinna. Myndin er einföld og byggð upp, eins og áður var vikið að, á svipaðan hátt og myndasögurnar en markhópurinn var augljóslega börn og unglingar. Enda voru teiknimyndasögur á þeim tíma fyrst og fremst ætlaðar þeim aldurshópum.
Grátbroslegt atriði í myndinni, sem dæma má á kæruleysislegan tíðaranda síðustu aldar, vakti athygli SVEPPAGREIFANS og fengi seint umhverfisverndarsinna nútímans til að fagna. Þar má sjá þá félaga Tinna og Kolbein, koma út úr verslun í Istanbul með sitt hvorn blómavasann í hendinni, þar sem þeir rífa kæruleysislega pappírsumbúðirnar utan af postulíninu og henda þeim frá sér á götuna. Ekki beint sú ímynd sem maður hafði af Tinna í æsku og í dag væri hann sjálfsagt harður umhverfisverndarsinni!
Myndin er hvorki neitt stórkostlegt listaverk úr heimi kvikmyndanna né einhver óuppgötvaður gullmoli úr Tinna fræðunum en fyrst og fremst er hún skemmtilegt og kannski heiðarlegt innlegg í þennan Tinna nörda heim. Það er alla vega einhver sjarmi yfir þessari mynd þó hún skilji kannski ekki mikið eftir sig og hún er líka auðvitað svolítið barn síns tíma. Hergé sjálfur kvaðst alltaf hafa verið ánægður með myndina og sagði hana vera sína uppáhalds af öllum Tinna leikbrúðu-, bíó- og teiknimyndunum. SVEPPAGREIFINN er eiginlega viss um að grundvöllur hefði verið fyrir fleiri bíómyndum um Tinna á þessum tíma en líklegt er að hroðvirkisleg handritsgerðin að Tintin et les oranges bleues hafi hreinlega skemmt þær fyrirætlanir. Hvet alla alvöru Tinna aðdáendur til að verða sér út um eintak af Tintin et Le mystère de la Toison d'Or en því miður er ekki hægt að sjá hana lengur með enskum texta á YouTube. Þó má finna hana þar í heilu lagi í lélegum gæðum en hér má sjá svolítinn bút úr myndinni
Þessi grein er uppfærð og endurbætt útgáfa sambærilegrar færslu af Tinna síðu sem SVEPPAGREIFINN hélt utan fyrir nokkrum árum. Eitthvað af því efni sem birtist þar hefur hann fært hingað yfir á Hrakfarir og heimskupör.
Frábær samantekt. Takk fyrir mig.
SvaraEyðaVerði þér að góðu og takk sömuleiðis :)
SvaraEyðaKv. SVEPPAGREIFINN