Fyrir ekki svo löngu síðan fjallaði SVEPPAGREIFINN eilítið um hina frábæru hliðarseríu Série Le Spirou de… eða Sérstök ævintýri Svals ... eins og hún myndi líklega kallast á íslensku. Þriðja saga bókaflokksins nefnist Les Marais du temps og er eftir franska listamanninn Frank Le Gall sem bæði samdi handrit hennar og teiknaði en færsla dagsins segir aðeins frá efni sem kemur fyrir í þeirri bók. Í stuttu máli segir Les Marais du temps segir frá því er þeir Svalur, Valur og Sveppagreifinn takast á við ferðalag aftur í tímann til að bjarga Zorglúbb sem lagst hefur á flakk í tímavél sinni og er fastur í París árið 1865. Eins og gerist og gengur í ævintýrum um Sval og Val lenda þeir félagar í ýmsum svaðilförum sem ekki var svo sem ætlunin að tíunda neitt um hér að þessu sinni.
En á tímaflakki er freistandi að nýta sér ýmsa möguleika sem alla jafna er ekki auðvelt að upplifa dags daglega í nútímanum og þá sérstaklega ef maður þekkir mannkynsöguna sæmilega. Þetta reynir Valur að notfæra sér þegar hann fær tækifæri til að láta franska listmálarann Édouard Manet mála mynd af sér. SVEPPAGREIFINN hefur nú grun um að líklega myndu fleiri reyna að nýta sér sambærilega möguleika ef þeir ættu kost á því. Reyndar endaði þessi tilraun Vals á svipaðan hátt og við munum eftir úr Back to the future myndunum. Þar þurrkuðust út öll merki um þær breytingar sem söguhetjurnar reyndu að ná í gegn og í ljós kom að ekki var hægt að breyta fortíðinni. Það sama gerðist í bókinni Les Marais du temps. Striginn sem Valur kom með heim úr tímaferðalaginu var því auður líkt og það hefði aldrei verið málað á hann. Málverkið sem Manet málaði af Val kemur því í raun aldrei fyrir í sögunni Les Marais du temps sjálfri. Hann ferðast um með myndina stóran hluta bókarinnar innpakkað í umbúðir og það er ekki fyrr en alveg í lok sögunnar sem hann tekur utan af málverkinu og hinn auði strigi kemur í ljós.
En listmálarinn Édouard Manet var einn af frumkvöðlum impressjónismans þó hann hafi reyndar alltaf forðast að láta kenna sig við það form. Hann þótti nokkuð umdeildur en var að lokum skilgreindur í listasögunni einhvers staðar mitt á milli raunsæis- og impressjónisma. Þekktustu verk Manets eru líklega Olympia (Ólympía) og Le Déjeuner sur l'herbe (Morgunverður í guðsgrænni náttúrunni) bæði frá árinu 1863. Ekkert af þessu segir SVEPPAGREIFANUM neitt en honum fannst þó nauðsynlegt að deila þessum upplýsingum til að virðast eilítið gáfulegri. Þeir draumar dóu reyndar alveg við setninguna hér á undan. Það eina sem SVEPPAGREIFINN þekkti raunverulega fyrirfram til hins franska Manets var nafnið hans. En þó listaverkið sjálft sæist aldrei í sögunni sjálfri þá má sjá aftast í bókinni Les Marais du temps mynd af hinu meinta málverki Manets af Val. Við vitum það þá alla vega núna að svona hefði Valur litið út á málverki eftir Manet.
En á tímaflakki er freistandi að nýta sér ýmsa möguleika sem alla jafna er ekki auðvelt að upplifa dags daglega í nútímanum og þá sérstaklega ef maður þekkir mannkynsöguna sæmilega. Þetta reynir Valur að notfæra sér þegar hann fær tækifæri til að láta franska listmálarann Édouard Manet mála mynd af sér. SVEPPAGREIFINN hefur nú grun um að líklega myndu fleiri reyna að nýta sér sambærilega möguleika ef þeir ættu kost á því. Reyndar endaði þessi tilraun Vals á svipaðan hátt og við munum eftir úr Back to the future myndunum. Þar þurrkuðust út öll merki um þær breytingar sem söguhetjurnar reyndu að ná í gegn og í ljós kom að ekki var hægt að breyta fortíðinni. Það sama gerðist í bókinni Les Marais du temps. Striginn sem Valur kom með heim úr tímaferðalaginu var því auður líkt og það hefði aldrei verið málað á hann. Málverkið sem Manet málaði af Val kemur því í raun aldrei fyrir í sögunni Les Marais du temps sjálfri. Hann ferðast um með myndina stóran hluta bókarinnar innpakkað í umbúðir og það er ekki fyrr en alveg í lok sögunnar sem hann tekur utan af málverkinu og hinn auði strigi kemur í ljós.
En listmálarinn Édouard Manet var einn af frumkvöðlum impressjónismans þó hann hafi reyndar alltaf forðast að láta kenna sig við það form. Hann þótti nokkuð umdeildur en var að lokum skilgreindur í listasögunni einhvers staðar mitt á milli raunsæis- og impressjónisma. Þekktustu verk Manets eru líklega Olympia (Ólympía) og Le Déjeuner sur l'herbe (Morgunverður í guðsgrænni náttúrunni) bæði frá árinu 1863. Ekkert af þessu segir SVEPPAGREIFANUM neitt en honum fannst þó nauðsynlegt að deila þessum upplýsingum til að virðast eilítið gáfulegri. Þeir draumar dóu reyndar alveg við setninguna hér á undan. Það eina sem SVEPPAGREIFINN þekkti raunverulega fyrirfram til hins franska Manets var nafnið hans. En þó listaverkið sjálft sæist aldrei í sögunni sjálfri þá má sjá aftast í bókinni Les Marais du temps mynd af hinu meinta málverki Manets af Val. Við vitum það þá alla vega núna að svona hefði Valur litið út á málverki eftir Manet.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Út með sprokið!