Af þeim teiknimyndasögum SVEPPAGREIFANS sem leynast í myndasöguhillum heimilisins má finna margar bækur sem flokkast geta undir hans uppáhalds. Þar koma heilu seríurnar reyndar sterkar til greina og helstar má þar auðvitað nefna bækurnar um Sval og Val, Viggó viðutan og Tinna. Og svo má ekki gleyma myndasögunum um Lukku Láka. Þær sögur skipa ákveðinn sess í huga SVEPPAGREIFANS enda má þar finna margar gæðabækur og þá sérstaklega þær sem þeir félagarnir Morris og Goscinny unnu að í sameiningu. Alls gerðu þeir saman hvorki meira né minna en 36 bækur frá árinu 1957 þegar Þverálfujárnbrautin (Des rails sur la Prairie) kom út og til ársins 1977 þegar þeir sendu söguna Söngvírinn (Le fil qui chante) frá sér. Af þessari upptalningu má ráða hversu gríðarlega afkastamiklir þeir Morris og Goscinny hafa verið á sínum tíma en hápunktur seríunnar er klárlega stór hluti þessa 20 ára tímabils. Samstarfi þeirra var sjálfhætt þegar handritshöfundurinn René Goscinny lést sviplega langt fyrir aldur fram í nóvembermánuði árið 1977 en óhætt er að segja að teiknarinn Morris (Maurice de Bevere) hafi verið faðir seríunnar. Lukku Láka bækurnar voru klárlega hans ævistarf og alls teiknaði hann fyrstu 72 bækurnar í opinberlega bókaflokknum eða allt þar til hann lést í júlí árið 2001.
SVEPPAGREIFINN á margar uppáhaldsbækur úr þessum bókaflokki og skemmst er að minnast á færslu sem hann skrifaði, ekki alls fyrir löngu, um Lukku Láka bókina Grænjaxlinn (Le Pied-tendre - 1968) og lesa má um hér. Þar kemur breski aðalsmaðurinn Baldur Badmington og þjónn hans Jósep nokkuð við sögu en ástæðu eftirlætis SVEPPAGREIFANS á þeirri sögu má klárlega rekja beint til þeirra félaga. Í þeirri sögu má augljóslega sjá hæfileika Goscinny til að skapa eftirminnilega aukapersónur og þessar aukapersónur er einmitt talinn einn af helstu styrkum seríunnar. Lukku Láki sjálfur var auðvitað aðalpersónan en þeir Léttfeti, Rattati og Daltón bræður léku einnig nokkuð stór hlutverk í þessum bókum. Og þar fyrir utan má líka nefna nokkra einhvers konar millipósta eins og til dæmis Billa barnunga og Svölu Sjönu úr samnefndum sögum. En auk þeirra Baldurs og Jóseps úr Grænjaxlinum má nefna fleiri skemmtilegar aukapersónur úr öðrum bókum. Og af þeim sögum sem gefnar voru út á íslensku koma til dæmis upp í huga SVEPPAGREIFANS hinn treggáfaði Slubbi Slen úr Allt í sóma í Oklahóma (Ruée sur l'Oklahoma - 1960), Toggi Tól úr Söngvírnum (Le Fil qui chante - 1977) og Bárður Mullumbull úr Leikför um landið (Western Circus - 1970). Og svo er ekki hjá því komist að nefna aðeins minni spámenn úr bókinni Vagnalestin (La caravane - 1964) en um þá langar SVEPPAGREIFANN aðeins að fjalla í færslu dagsins.
En sagan um Vagnalestina hóf göngu sína í belgíska myndasögutímaritinu SPIROU þann 1. nóvember árið 1962 þegar fyrstu tvær blaðsíðurnar birtust í tölublaði númer 1281. Þessi myndasaga kom síðan út í bókaformi hjá útgáfufyrirtækinu Dupuis árið 1964 en íslenska útgáfan af sögunni var gefin út hjá bókaútgáfunni Iðunni árið 1980 í þýðingu Þorsteins Thorarensen. Í stuttu máli segir sagan frá því að Lukku Láki er fenginn til að stýra vagnalest landnema mikla hættuför vestur yfir til Kaliforníu. Á meðal ferðalanganna leynist ókunnur, hættulegur aðili sem reynir hvað hann getur til að koma í veg fyrir að þær fyrirætlanir takist og Lukku Láki á því fullt í fangi með að koma vagnalestinni á leiðarenda. En hópur landnemanna samanstendur af mörgum nokkuð eftirminnilegum en þó ólíkum persónum og það er hluti þeirra sem SVEPPAGREIFANN langar aðeins að rýna í og skoða í færslu dagsins. Í heildina eru ferðalangar vagnalestarinnar nokkuð margir en þó kemur aðeins nokkur hluti þeirra fyrir í sögunni. Fáeinir þeirra hafa yfir ákveðnu hlutverki að gegna á ferðalaginu sjálfu en aðrir eru bara venjulegir farþegar og láta frekar á sér bera af öðrum ástæðum. Þessar aukapersónur gegna margar svo stóru hlutverki í Vagnalestinni að töluvert minna fer til dæmis fyrir Léttfeta í þessari sögu en mörgum öðrum í bókaflokknum.
Fyrstur á blaði er franski hár- og bartskerinn Mussju Pérr en í frumútgáfu bókarinnar heitir hann M. Pierre eða bara Mister Pierre. Mussju er ekki bara hárskeri af gamla skólanum heldur líka Frakki af gamla skólanum og háttvís eftir því. Hann bregður fyrir sig frönskum frösum af ýmsu tagi í hverri einustu setningu og lesendum bókarinnar til fróðleiks eru þeir þýddar fyrir neðan. Þær þýðingar eru reyndar í frjálslegri kantinum eins og Þorsteini þýðanda var nokkuð tamt. Hinn franski skeggmeistari sinnir landnemum vagnalestarinnar eftir þörfum en einnig er hann duglegur við að veita hestum sínum þá bestu þjónustu sem völ er á. Þeir eru ekki einungis vel stroknir og kembdir heldur eru þeir bæði með slaufur í töglum sínum og sprautaðir í bak og fyrir með bestu hugsanlegum vinnukonuvötnum frá París. Þá auglýsir Mussju Pérr þjónustuna á vagni sínum með þeim jafnréttismiðuðum skilaboðum að hann sé bæði herra og dömurakari.
En auk hefðbundinna rakarastarfa telst Mussju Pérr einnig vera læknir vagnalestarinnar og hans helstu verkefni á þeim vettvangi snúast um að sinna smáslysum sem landnemarnir verða fyrir á leiðinni. Þau slys virðast oftar en ekki tengjast veðmálum einstaka ferðalangs við Skralla Skrölt en einnig má nefna tilfelli um samskipti eins landnemans við kökukefli betri helmings síns.
Mussju Pérr á sinn þátt í að bjarga vagnalestinni frá bráðum bana þegar landnemarnir reyna að læðast í gegnum yfirráðasvæði Síuxa indjánanna. Auðvitað verða indjánarnir þeirra varir og eftir að vagnalestin hefur slegið skjaldborg utan um værukæra Síuxana er komið að hefðbundnum samningaviðræðum um höfuðleðrin. Þar kemur Mussju Pérr við sögu en hann samþykkir ráðleggingar Láka um að fórna öllum hárkollulager sínum til indjánanna. Í huga Síuxanna er hárskerinn franski því mikil bardagahetja og ber höfuðleðrasafn hans um það ótvíræð vitni.
Næstur á blað er hinn hugmyndaríki en um leið illa misheppnaði uppfinningamaður Zakarías Zíhugsandi. Hann heitir Zacharie Martin í frönsku útgáfunni og ritari íslensku Wikipedia síðunnar um Vagnalestina vill meina að fyrirmynd hans megi jafnvel rekja til prófessors Vandráðs úr Tinna bókunum. Zakarías Zíhugsandi minnir SVEPPAGREIFANN hins vegar frekar á einhvers konar blöndu af vísindamanninum dr. Emmett Brown úr Back to the Future annars vegar og hins vegar tónskáldinu Atla Heimi Sveinsson sem nú er nýlátinn. En Zakarías Zíhugsandi er frekar einkennilegur náungi og ekki alveg eins og fólk er flest. Hann gengur til liðs við vagnalestina í Einskisneingili, líkt og Lukku Láki, en þó með aðeins eftirminnilegri og meira afgerandi innkomu.
Zakarías er stórhuga uppfinningamaður sem stefnir til Kaliforníu þar sem hann getur fínpússað hugmyndir sínar um farartæki framtíðarinnar og um leið ætlar hann að breyta útliti landsins með tíð og tíma. Reyndar kemur ekki fram hvað hann meinar nákvæmlega með því. Á leið vagnalestarinnar vestur yfir slétturnar notar hann tækifærið til að þróa þessar hugmyndir með ýmsum tilraunum, fyrst á eigin vagni og svo á vagnakosti samferðamanna sinna. Þær tilraunir eru mjög fjölbreytilegar svo ekki sé meira sagt. Seglavagnaútfærslan í byrjun var í sjálfu sér ekkert svo slæm en bæði aflfjöðurhugmyndin og sú með kolakynnta gufuketilinn voru það hins vegar. Sú síðastnefnda var einnig í eldfimari kantinum og gerði reyndar endanlega útaf við vagninn hans.
Eftir að gufuvagninn hafði sprungið í loft upp fær hann far með hjálpsömum útfarastjóra (einum af ansi mörgum í Lukku Láka bókunum) sem einnig gengur til liðs við vagnalestina í Einskisneinsgili. Útfarastjórinn er í hefðbundnum hrægammsstíl í anda bókanna og ekur um á forláta líkvagni. Zakarías er ekki lengi að bjóðast til að gera þann eðal vagn að hraðskreiðasta líkvagni í öllum Bandaríkjum Norður Ameríku í þakklætisskyni. Reyndar bendir útfarastjórinn honum góðfúslega á að viðskiptavinir sínir séu sjaldnast á hraðferð en Zakarías lætur slík orð sem vind um eyru þjóta.
Eiginlega henta þessar tilraunir Zakaríasar betur fyrir nokkra stutta hálfra síðna myndabrandara í anda Viggós viðutan. Það er ekkert sem stöðvar hina tæknilegu framþróun en það gildir reyndar ekki í tilfellum Zakaríasar Zíhugsandi. Þá er hann vanur að segja við sjálfan sig, "ef það tekst ekki í fyrsta sinn þá tekst það næst ..." Eftir þó nokkrar áhugaverðar hugmyndaútfærslur á framtíðarnýtingu líkvagnsins, þar sem ætíð þarf að klambra honum saman aftur, fær hann jafnvel tækifæri til að gerast hjólabátur. Í þeirri tilraun fær hestur útfarastjórans klárlega besta sætið.
Og við komu vagnalestarinnar til vesturstrandarinnar er ekki úr vegi að fagna vel unnu verki Lukku Láka með veglegri flugeldasýningu úr líkvagninum í boði Zakaríasar. Sú sýning gerir reyndar einnig endanlega útaf við þann vagn og í kjölfarið tekur útfarastjórinn þá ákvörðun að skipta um starfsvettvang enda aðal grundvöllurinn fyrir starfsemi hans horfið af yfirborði jarðar. Saman ákveða þeir félagarnir því að slá saman í stofnun hlutafélags um nýjar hugmyndir.
En að síðustu, af þessum aukapersónum bókarinnar, skal nefna hinn orðljóta og óheflaða múlreka vagnalestarinnar, Skralla Skrölt. Í frumútgáfunni frönsku nefnist Skralli því fróma nafni Ugly Barrow en útlitslega gæti hann hugsanlega verið af spænskum ættum þó það komi reyndar ekki fram í sögunni. Skralli heldur utan um múlasnahjörð lestarinnar og sinnir því hlutverki af alúð en þó með framandi blótsyrðum og einstaklega ljótu orðbragði. Svo ljótu reyndar að hann sést nánast aldrei í sögunni öðruvísi en með hefðbundnar blótsyrðamyndir í talblöðrunni sinni. SVEPPAGREIFINN fann vel á þriðja tug slíkra tilfella í allri bókinni! Skralli Skrölt er stór og mikill að vexti og brúnaþungur mjög en getur þó auðveldlega alveg sýnt tilfinningar á borð við hlátur. En með öllum hans tilfinningasvipbrigðum fylgja þó alltaf einhver blótsyrði.
SVEPPAGREIFINN á margar uppáhaldsbækur úr þessum bókaflokki og skemmst er að minnast á færslu sem hann skrifaði, ekki alls fyrir löngu, um Lukku Láka bókina Grænjaxlinn (Le Pied-tendre - 1968) og lesa má um hér. Þar kemur breski aðalsmaðurinn Baldur Badmington og þjónn hans Jósep nokkuð við sögu en ástæðu eftirlætis SVEPPAGREIFANS á þeirri sögu má klárlega rekja beint til þeirra félaga. Í þeirri sögu má augljóslega sjá hæfileika Goscinny til að skapa eftirminnilega aukapersónur og þessar aukapersónur er einmitt talinn einn af helstu styrkum seríunnar. Lukku Láki sjálfur var auðvitað aðalpersónan en þeir Léttfeti, Rattati og Daltón bræður léku einnig nokkuð stór hlutverk í þessum bókum. Og þar fyrir utan má líka nefna nokkra einhvers konar millipósta eins og til dæmis Billa barnunga og Svölu Sjönu úr samnefndum sögum. En auk þeirra Baldurs og Jóseps úr Grænjaxlinum má nefna fleiri skemmtilegar aukapersónur úr öðrum bókum. Og af þeim sögum sem gefnar voru út á íslensku koma til dæmis upp í huga SVEPPAGREIFANS hinn treggáfaði Slubbi Slen úr Allt í sóma í Oklahóma (Ruée sur l'Oklahoma - 1960), Toggi Tól úr Söngvírnum (Le Fil qui chante - 1977) og Bárður Mullumbull úr Leikför um landið (Western Circus - 1970). Og svo er ekki hjá því komist að nefna aðeins minni spámenn úr bókinni Vagnalestin (La caravane - 1964) en um þá langar SVEPPAGREIFANN aðeins að fjalla í færslu dagsins.
En sagan um Vagnalestina hóf göngu sína í belgíska myndasögutímaritinu SPIROU þann 1. nóvember árið 1962 þegar fyrstu tvær blaðsíðurnar birtust í tölublaði númer 1281. Þessi myndasaga kom síðan út í bókaformi hjá útgáfufyrirtækinu Dupuis árið 1964 en íslenska útgáfan af sögunni var gefin út hjá bókaútgáfunni Iðunni árið 1980 í þýðingu Þorsteins Thorarensen. Í stuttu máli segir sagan frá því að Lukku Láki er fenginn til að stýra vagnalest landnema mikla hættuför vestur yfir til Kaliforníu. Á meðal ferðalanganna leynist ókunnur, hættulegur aðili sem reynir hvað hann getur til að koma í veg fyrir að þær fyrirætlanir takist og Lukku Láki á því fullt í fangi með að koma vagnalestinni á leiðarenda. En hópur landnemanna samanstendur af mörgum nokkuð eftirminnilegum en þó ólíkum persónum og það er hluti þeirra sem SVEPPAGREIFANN langar aðeins að rýna í og skoða í færslu dagsins. Í heildina eru ferðalangar vagnalestarinnar nokkuð margir en þó kemur aðeins nokkur hluti þeirra fyrir í sögunni. Fáeinir þeirra hafa yfir ákveðnu hlutverki að gegna á ferðalaginu sjálfu en aðrir eru bara venjulegir farþegar og láta frekar á sér bera af öðrum ástæðum. Þessar aukapersónur gegna margar svo stóru hlutverki í Vagnalestinni að töluvert minna fer til dæmis fyrir Léttfeta í þessari sögu en mörgum öðrum í bókaflokknum.
Fyrstur á blaði er franski hár- og bartskerinn Mussju Pérr en í frumútgáfu bókarinnar heitir hann M. Pierre eða bara Mister Pierre. Mussju er ekki bara hárskeri af gamla skólanum heldur líka Frakki af gamla skólanum og háttvís eftir því. Hann bregður fyrir sig frönskum frösum af ýmsu tagi í hverri einustu setningu og lesendum bókarinnar til fróðleiks eru þeir þýddar fyrir neðan. Þær þýðingar eru reyndar í frjálslegri kantinum eins og Þorsteini þýðanda var nokkuð tamt. Hinn franski skeggmeistari sinnir landnemum vagnalestarinnar eftir þörfum en einnig er hann duglegur við að veita hestum sínum þá bestu þjónustu sem völ er á. Þeir eru ekki einungis vel stroknir og kembdir heldur eru þeir bæði með slaufur í töglum sínum og sprautaðir í bak og fyrir með bestu hugsanlegum vinnukonuvötnum frá París. Þá auglýsir Mussju Pérr þjónustuna á vagni sínum með þeim jafnréttismiðuðum skilaboðum að hann sé bæði herra og dömurakari.
En auk hefðbundinna rakarastarfa telst Mussju Pérr einnig vera læknir vagnalestarinnar og hans helstu verkefni á þeim vettvangi snúast um að sinna smáslysum sem landnemarnir verða fyrir á leiðinni. Þau slys virðast oftar en ekki tengjast veðmálum einstaka ferðalangs við Skralla Skrölt en einnig má nefna tilfelli um samskipti eins landnemans við kökukefli betri helmings síns.
Mussju Pérr á sinn þátt í að bjarga vagnalestinni frá bráðum bana þegar landnemarnir reyna að læðast í gegnum yfirráðasvæði Síuxa indjánanna. Auðvitað verða indjánarnir þeirra varir og eftir að vagnalestin hefur slegið skjaldborg utan um værukæra Síuxana er komið að hefðbundnum samningaviðræðum um höfuðleðrin. Þar kemur Mussju Pérr við sögu en hann samþykkir ráðleggingar Láka um að fórna öllum hárkollulager sínum til indjánanna. Í huga Síuxanna er hárskerinn franski því mikil bardagahetja og ber höfuðleðrasafn hans um það ótvíræð vitni.
Næstur á blað er hinn hugmyndaríki en um leið illa misheppnaði uppfinningamaður Zakarías Zíhugsandi. Hann heitir Zacharie Martin í frönsku útgáfunni og ritari íslensku Wikipedia síðunnar um Vagnalestina vill meina að fyrirmynd hans megi jafnvel rekja til prófessors Vandráðs úr Tinna bókunum. Zakarías Zíhugsandi minnir SVEPPAGREIFANN hins vegar frekar á einhvers konar blöndu af vísindamanninum dr. Emmett Brown úr Back to the Future annars vegar og hins vegar tónskáldinu Atla Heimi Sveinsson sem nú er nýlátinn. En Zakarías Zíhugsandi er frekar einkennilegur náungi og ekki alveg eins og fólk er flest. Hann gengur til liðs við vagnalestina í Einskisneingili, líkt og Lukku Láki, en þó með aðeins eftirminnilegri og meira afgerandi innkomu.
Zakarías er stórhuga uppfinningamaður sem stefnir til Kaliforníu þar sem hann getur fínpússað hugmyndir sínar um farartæki framtíðarinnar og um leið ætlar hann að breyta útliti landsins með tíð og tíma. Reyndar kemur ekki fram hvað hann meinar nákvæmlega með því. Á leið vagnalestarinnar vestur yfir slétturnar notar hann tækifærið til að þróa þessar hugmyndir með ýmsum tilraunum, fyrst á eigin vagni og svo á vagnakosti samferðamanna sinna. Þær tilraunir eru mjög fjölbreytilegar svo ekki sé meira sagt. Seglavagnaútfærslan í byrjun var í sjálfu sér ekkert svo slæm en bæði aflfjöðurhugmyndin og sú með kolakynnta gufuketilinn voru það hins vegar. Sú síðastnefnda var einnig í eldfimari kantinum og gerði reyndar endanlega útaf við vagninn hans.
Eftir að gufuvagninn hafði sprungið í loft upp fær hann far með hjálpsömum útfarastjóra (einum af ansi mörgum í Lukku Láka bókunum) sem einnig gengur til liðs við vagnalestina í Einskisneinsgili. Útfarastjórinn er í hefðbundnum hrægammsstíl í anda bókanna og ekur um á forláta líkvagni. Zakarías er ekki lengi að bjóðast til að gera þann eðal vagn að hraðskreiðasta líkvagni í öllum Bandaríkjum Norður Ameríku í þakklætisskyni. Reyndar bendir útfarastjórinn honum góðfúslega á að viðskiptavinir sínir séu sjaldnast á hraðferð en Zakarías lætur slík orð sem vind um eyru þjóta.
Eiginlega henta þessar tilraunir Zakaríasar betur fyrir nokkra stutta hálfra síðna myndabrandara í anda Viggós viðutan. Það er ekkert sem stöðvar hina tæknilegu framþróun en það gildir reyndar ekki í tilfellum Zakaríasar Zíhugsandi. Þá er hann vanur að segja við sjálfan sig, "ef það tekst ekki í fyrsta sinn þá tekst það næst ..." Eftir þó nokkrar áhugaverðar hugmyndaútfærslur á framtíðarnýtingu líkvagnsins, þar sem ætíð þarf að klambra honum saman aftur, fær hann jafnvel tækifæri til að gerast hjólabátur. Í þeirri tilraun fær hestur útfarastjórans klárlega besta sætið.
En að síðustu, af þessum aukapersónum bókarinnar, skal nefna hinn orðljóta og óheflaða múlreka vagnalestarinnar, Skralla Skrölt. Í frumútgáfunni frönsku nefnist Skralli því fróma nafni Ugly Barrow en útlitslega gæti hann hugsanlega verið af spænskum ættum þó það komi reyndar ekki fram í sögunni. Skralli heldur utan um múlasnahjörð lestarinnar og sinnir því hlutverki af alúð en þó með framandi blótsyrðum og einstaklega ljótu orðbragði. Svo ljótu reyndar að hann sést nánast aldrei í sögunni öðruvísi en með hefðbundnar blótsyrðamyndir í talblöðrunni sinni. SVEPPAGREIFINN fann vel á þriðja tug slíkra tilfella í allri bókinni! Skralli Skrölt er stór og mikill að vexti og brúnaþungur mjög en getur þó auðveldlega alveg sýnt tilfinningar á borð við hlátur. En með öllum hans tilfinningasvipbrigðum fylgja þó alltaf einhver blótsyrði.
Þótt bölv og ragn Skralla Skrölts sé ekki beint til útflutnings þá virðist Lukku Láki bera ákveðið traust til hans og tekur hann til að mynda með sér í könnunarleiðangur um slóðir Síuxa indjánanna. Að öllum líkindum telur Láki engan annan landnema vagnalestarinnar vera hæfari til þess verkefnis. Í þeim leiðangri sýnir Skralli einmitt nokkuð lipurlega takta og afvopnar hinn hugrakka, en líklega frekar illa gefna stríðskappa, Hrausta Nautshaus með svipu sinni.
Undir lok bókarinnar þegar vagnalestarleiðangurinn er loksins kominn á leiðarenda, við strönd Kyrrahafsins, þá sýnir Skralli Skrölt á sér heldur betur nýja hlið. Við ferðalok ákveða leiðangursmenn að efna til samsætis Lukku Láka til heiðurs þar sem meðal annars er boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði. Þar ákveður Skralli að hlaupa í skarðið þegar Pinni Prakk forfallast með ræðuhöld sín og býðst til að syngja og spila á gítarinn sinn frumsamið lag og ljóð um Lukku Láka. Eitthvað leggst hugmyndin um þann flutning illa í viðstadda, sem miðað við reynslu eiga von á frekar orðljótum blótsyrðaflaumi í tónlistarformi, en í staðinn sýnir Skralli á sér glænýja hlið og flytur Láka hið fegursta lofljóð í anda Matthíasar. Og sú fegurð lokar þessari færslu dagsins.
Með skemmtilegustu Lukka Láka bókunum.
SvaraEyðaSammála því. Þær eru nokkrar af Lukku Láka sögunum sem eru nokkurs konar "þjóðvegasögur (sbr. þjóðvegamyndir)", þar sem Láki tekst á við ferðalag af einhverju tagi. Fleiri dæmi um slíkt eru til dæmis; Söngvírinn, Þverálfujárnbrautin, Einhenti bandíttinn ofl. Vagnalestin hefur hins vegar allar þessar sterku aukapersónur sem gerir hana einmitt mjög skemmtilega.
SvaraEyðaKv. SVEPPAGREIFINN