Allir aðdáendur Tinna bókanna þekkja vel hinn unga kínverska vin Tinna, Tchang Tchong-Jen, sem birtist í sögunum um Bláa lótusinn (Le Lotus bleu - 1936) og Tinna í Tíbet (Tintin au Tibet - 1960). Fyrirmyndin að þessum dreng var stúdent sem hét Zhang Chongren og Hergé hafði kynnst þegar hann hóf undirbúning að fyrrnefndu sögunni snemma vors árið 1934. Zhang Chongren varð seinna þekktur undir nafninu Tchang Tchong-Jen þó hann héti það ekki í raun og veru. Þeir Hergé urðu í kjölfarið mjög nánir vinir og hann naut leiðsagnar Tchangs við lýsingar á kínversku samfélagi í Bláa lótusnum auk þess að verða að sögupersónu og einhvers konar leiðsögumanni Tinna í gegnum söguna. Tchang kom síðan aftur við sögu bókarinnar Tinna í Tíbet og lék þar jafnvel enn stærra og dýpra hlutverk. Um þá Hergé og Tchang má lesa eitthvað meira í þessari færslu hér.
Þegar þeir Hergé og Tchang hittust fyrst var sá síðarnefndi við nám í Konunglega listaháskólanum í Brussel en þar nam hann meðal annars bæði mynd- og högglist. Eftir dvöl sína í Evrópu hélt Tchang aftur til Kína og stofnaði þar til að mynda Chongren Studio í Shanghæ þar sem hann bæði kenndi og hélt sýningar á málverkum sínum og skúlptúrum. Löngu seinna, eftir menningabyltinguna í Kína, var hann skipaður forstöðumaður listaakademíunar í Shanghæ og varð mjög virtur í heimi kínverskrar listar auk þess sem hann bæði skrifaði og þýddi fjölda listaverkabóka. Fljótlega eftir að Tchang hafði flutt aftur til Kína misstu þeir Hergé sambandið sín á milli og það var ekki fyrr en meira en 40 árum seinna sem þeir náðu saman á ný. Þá hafði Hergé misst alla von um að hitta hann aftur og taldi hann jafnvel vera löngu látinn. Þeir hittust þó aftur árið 1981 í Belgíu fyrir tilstilli franskra yfirvalda en þá var Hergé orðinn helsjúkur af hvítblæði og hann lést aðeins tveimur árum síðar. Árið 1985 fékk Tchang franskan ríkisborgararétt og settist að í París en hann lést í október árið 1998, þá á 93ja aldursári.
Þegar þeir Hergé og Tchang hittust fyrst var sá síðarnefndi við nám í Konunglega listaháskólanum í Brussel en þar nam hann meðal annars bæði mynd- og högglist. Eftir dvöl sína í Evrópu hélt Tchang aftur til Kína og stofnaði þar til að mynda Chongren Studio í Shanghæ þar sem hann bæði kenndi og hélt sýningar á málverkum sínum og skúlptúrum. Löngu seinna, eftir menningabyltinguna í Kína, var hann skipaður forstöðumaður listaakademíunar í Shanghæ og varð mjög virtur í heimi kínverskrar listar auk þess sem hann bæði skrifaði og þýddi fjölda listaverkabóka. Fljótlega eftir að Tchang hafði flutt aftur til Kína misstu þeir Hergé sambandið sín á milli og það var ekki fyrr en meira en 40 árum seinna sem þeir náðu saman á ný. Þá hafði Hergé misst alla von um að hitta hann aftur og taldi hann jafnvel vera löngu látinn. Þeir hittust þó aftur árið 1981 í Belgíu fyrir tilstilli franskra yfirvalda en þá var Hergé orðinn helsjúkur af hvítblæði og hann lést aðeins tveimur árum síðar. Árið 1985 fékk Tchang franskan ríkisborgararétt og settist að í París en hann lést í október árið 1998, þá á 93ja aldursári.
Þeir
félagarnir urðu mjög nánir þann stutta tíma sem samstarf þeirra stóð á
fjórða áratuginum og sú vinátta entist þeim ævilangt þó rúmlega 40 ára liðu
þar til þeir hittust á ný. Allir þekkja til verka Hergés og hingað til hefur nær eingöngu verið einblínt á hans list en lítið sem ekkert hefur hins vegar verið fjallað um listamanninn Tchang. Hann málaði bæði vatnslita- og olíumálverk og var reyndar mjög fær málari en fyrst og fremst var hann myndhöggvari. Og sú listgrein varð í raun ævistarf hans. Hann varð mjög virtur myndhöggvari í Frakklandi eftir að hann settist þar að og gerði til að mynda fræga brjóstmynd af François Mitterrand þáverandi Frakklandsforseta í kjölfar þess að hann var endurkjörinn árið 1988. Eftir að Tchang fékk franskan ríkisborgararétt hafði Jack Lang menntamálaráðherra beitt sér fyrir ýmsum verkefnum fyrir hann og hluti þeirra fólst meðal annars í fyrirlestravinnu ýmiskonar sem hann varð mjög eftirsóttur í. Og það var síðan að beiðni Jack Lang að Tchang Tchong-Jen fékk það verkefni að gera brjóstmynd af sjálfum Hergé.
Tchang og Hergé náðu að hittast nokkrum sinnum í næði og endurnýja þannig fyrri kynni sín, eftir hinn langa aðskilnað, áður en sá síðarnefndi lést í mars mánuði árið 1983. Í eitt þeirra skipta notaði Tchang tækifærið og náði að gera frumgerðina að brjóstmynd Hergés. Í nokkur ár vann Tchang þannig að stórri útfærslu af styttunni í bland við önnur verkefni og það var ekki fyrr en árið 1987 sem verkinu lauk en þá var hann orðinn 82ja ára gamall. Endanlega brjóstmyndin er 150 sentimetrar á hæð og um 100 sentimetrar á breidd og dýpt.
Þessi endanleg útfærsla hennar var steypt í brons og valinn staður á miðju torgi í miðbæ bæjarins Angoulême í Frakklandi fyrir framan innganginn að National Center of Comics árið 1989. Löngu seinna, eða fimmtudaginn 23. janúar árið 2003, var nafni göngugötunnar sem torgið stendur við (og þar af leiðandi líka styttan) breytt úr Marengo Street í Rue Hergé að viðstöddu fjölmenni við hátíðlega athöfn. En götunafnið Rue Hergé væri líklega einfaldast að íslenska sem Hergégata.
Og þarna á miðju torginu við Rue Hergé í Angoulême stendur Hergé því glottandi út í loftið.
Þessi endanleg útfærsla hennar var steypt í brons og valinn staður á miðju torgi í miðbæ bæjarins Angoulême í Frakklandi fyrir framan innganginn að National Center of Comics árið 1989. Löngu seinna, eða fimmtudaginn 23. janúar árið 2003, var nafni göngugötunnar sem torgið stendur við (og þar af leiðandi líka styttan) breytt úr Marengo Street í Rue Hergé að viðstöddu fjölmenni við hátíðlega athöfn. En götunafnið Rue Hergé væri líklega einfaldast að íslenska sem Hergégata.
Og þarna á miðju torginu við Rue Hergé í Angoulême stendur Hergé því glottandi út í loftið.
Flott stytta og skemmtilegt samantekt.
SvaraEyðaÞakka þér :)
SvaraEyðaKv.
SVEPPAGREIFINN