Eflaust muna einhverjir eftir myndasögu frá Fjölva útgáfunni, sem kom út hér á landi árið 1981, í þýðingu Þorsteins Thorarensen og nefndist Villi og Vigga í Löppungalandi. Þessi bók fór ekkert mjög hátt hjá íslenskum myndasögulesendum og hefur líklega aldrei verið neitt sérlega eftirsótt eða vinsæl af þeim sem eru að safna teiknimyndasögum. En það sem er merkilegt við þessa bók er að hún er eftir belgíumanninn Georges Remi, höfund Tinna bókanna, sem betur er þekktur undir listamannsnafninu Hergé. Aftan á baksíðu íslensku útgáfu bókarinnar stendur einmitt meðal annars; Og nú bætist hér við eitt frægasta meistaraverk Hergés um hann Villa vesturfara og Virginíu hans.
Hvort bókin standi undir þeim fullyrðingum að vera "eitt frægasta meistaraverk Hergés" telur SVEPPAGREIFINN reyndar rétt að láta liggja á milli hluta en hins vegar mun allt sem kom frá Hergé að sjálfsögðu vera áhugavert. Nú eru tæplega fjörtíu ár síðan Fjölvi sendi Villa og Viggu í Löppungalandi frá sér og sjálfsagt hefur hún ekki verið prentuð í mjög stóru upplagi. En líklega er óhætt að segja að þegar til seinni tíma er litið þá gæti þessi íslenska útgáfa orðið eftirsóttur og merkilegur gripur í augum safnara. Hugsanlega gæti það alla vega verið frekar sniðugt, fyrir þá sem eiga eins og eitt eintak af þessari bók, að vera ekkert endilega að henda henni að óþörfu. Það er nefnilega ólíklegt að þessi bók eigi nokkurn tímann eftir að verða gefin út aftur á Íslandi. Tinna bækurnar eru auðvitað frægustu afurðir Hergés en auk þeirra komu út, hér á landi, níu bækur með Palla og Togga, tvær um Alla, Siggu og Simbó og svo þessi áðurnefnda Villi og Vigga í Löppungalandi. Þau Villi og Vigga heita Popol og Virginie á frummálinu en fyrirmyndin af þeim, íkorninn Tim í villta vestrinu, birtist fyrst í mánaðarlegum auglýsingabæklingum sem Hergé hafði gert árið 1931 og dreift var í verslunarkeðjunni L'Innovation í Brussel. Villi og Vigga í Löppungalandi var því byggð á þeim fígúrum auk annarrar myndasögu sem nefndist Pim og Pom en sú birtist nokkru seinna á síðum barnatímaritsins Le Petit Vingtième. Ennfremur endurnýtti Hergé hluta af efni Pim og Pom fyrir seríu sem fjallaði um þá Quick og Flupke og við þekkjum sem Palla og Togga.
Tímaritið Le Petit Vingtième var vikulegt fylgirit belgíska dagblaðsins Le Vingtième Siècle og Hergé var ritstjóri þess en það hafði hafið göngu sína í nóvember árið 1928. Það var einmitt í því blaði sem Tinni í Sovétríkjunum birtist fyrst í janúar 1929 og sló þar í gegn. Sagan um Villa og Viggu, Popol et Virginie au pays des Lapinos (Villi og Vigga í Löppungalandi) hóf hins vegar göngu sína í blaðinu 8. febrúar árið 1934. Á þessum tíma var Les Cigares du Pharaon (Vindlum Faraós) lokið í tímaritinu og Hergé notaði tækifærið til að birta söguna um Villa og Viggu á meðan hann vann að undirbúningi næstu Tinna sögu sem var Le Lotus bleu (Blái lótusinn). Óþolinmóðir lesendurnir voru ekkert allt of hrifnir af Villa og Viggu og mörg bréf bárust með fyrirspurnum um hvenær von væri á næstu Tinna sögu. Einhverjir vilja meina að þarna hafi Hergé vísvitandi viljað slaka á huganum með þessari einföldu sögu áður en hann réðist á fyrsta meistaraverk sitt (Bláa lótusinn) af metnaði og krafti. Næstu árin eftir að sagan um Villa og Viggu hafði birst í blaðinu átti Tinni hug Hergés að mestu og Villi og Vigga í Löppungalandi gleymdist því í fjöldamörg ár. Það var því ekki fyrr eftir að Le journal de Tintin (Tinna tímaritið) hóf göngu sína árið 1946 sem sagan var aftur dregin fram í sviðsljósið. Hún var þá nútímavædd, teiknuð og lituð upp á nýtt og fór að birtast í blaðinu í lok apríl árið 1948.
Villi og Vigga í Löppungalandi var síðan gefin út í bókaformi árið 1952 á svipuðum tíma og sögurnar um Alla, Siggu og Simbó sem höfðu af sömu ástæðum einnig þurft að bíða töluvert langan tíma eftir að vera gefnar út í því formi. En þessi óvenjulega saga, sem er heilar sextíu blaðsíður að lengd, er ekki beint í anda Hergé og ólík flestu því sem hann varð seinna kunnastur fyrir. Hergé hafði auðvitað verið ritstjóri og ábyrgðarmaður Le Petit Vingtième og hans hlutverk hafði því verið að finna og skapa efni fyrir alla aldurhópa lesenda þess. Þarna var hann að prófa sig áfram með ævintýri úr dýraríkinu, fyrir yngstu lesendur blaðsins, sem í þessu tilfelli fjallaði um talandi dýr. Á þeim tíma var Disney fyrirtækið orðið nokkuð áberandi og vinsælt með sínar afurðir allar og margir af bestu listamönnum Frakklands og Belgíu á þessu sviði litu hýru auga til þess. Sumir fóru jafnvel tímabundið til Ameríku með drauma um starf hjá fyrirtækinu í huga en aðrir, eins og Hergé, létu sér nægja að reyna að skapa eigin sögur undir áhrifum frá Disney. Sem betur fer lét Hergé þessa einu tilraun með talandi dýr duga og einbeitti sér að meistaraverki sínu um Tinna.
Áhrif Disneys í Villa og Viggu í Löppungalandi voru því allnokkur og sagan er, eins og fyrr segir, mjög ólík því sem lesendur höfðu kynnst með Tinna. Hópar söguhetjanna tilheyrði til dæmis hver sinni dýrategundinni sem er ekki ólíkt því sem við þekkjum úr Andrés blöðunum. Aðalsöguhetjurnar tvær eru birnir, indjánarnir eru kanínur (þar sem eyru þeirra eru fjaðrirnar í höfuðskrautinu) og aðalbófinn er hundur af Bulldog kyni. Þá er blár hestur (hann er svolítið ófríður greyið) til dæmis ekki mjög í anda Tinna bókanna. Villi og Vigga í Löppungalandi er því í mjög einföldu og barnalegu fantasíuformi og var ætluð allra yngstu lesendum blaðsins eins og áður segir. En sagan segir frá litlu björnunum Villa og Viggu (ásamt hinum bláa hesti þeirra - Bláfeta) og ævintýrum þeirra á fjarlægum víðáttum vestursins. Villi er hattagerðarmaður sem ákveður að söðla um, eftir að allir í siðmenningunni fóru að ganga um berhöfðaðir, og flytja ásamt eiginkonu sinni henni Viggu með starfsemi sína út í villta vestrið. Þar ganga viðskiptin töluvert betur eða þangað til galdralæknir hinna indjánsku Löppunga æsir ættbálkinn sinn upp á móti aðkomufólkinu. Indjánarnir gera árás á tjald þeirra en Villi og Vigga verjast af krafti þar til höfðingi þeirra nær að lokum Viggu og tekur hana til fanga. Villi nær að bjarga henni og eftir að hafa stungið hina foxillu indjána af á flótta, þar sem meira að segja hestar indjánanna eru illir á svip, finna þau sér hvíldarstað við læk einn.
Þar finna þau gull í læknum en illmennið Buddi Bulla, sem verður vitni að gullfundinum, rænir þau gullinu og tekur Viggu til fanga til að sinna heimili sínu. Aftur nær Villi að bjarga henni og síðustu tíu til fimmtán blaðsíður bókarinnar fara í eltingarleik sitt á hvað á milli Villa og Viggu við Budda Bullu. Af þessari innihaldslýsingu að dæma er hér augljóslega ekki um merkileg bókmenntaverk að ræða. Sagan er ein allsherjar samhengislaus þeysireið og minnir á löngum köflum á aburðarrás Tinna í Sovétríkjunum sem Hergé vildi sjálfur sem minnsta af vita í seinni tíð. SVEPPAGREIFINN hefur átt eintak af Villa og Viggu í Löppungalandi í nokkur ár og las söguna í fyrsta sinn núna í vetur í aðdraganda þessarar færslu. Ekki getur hann sagst hafa verið með miklar væntingar fyrir lestur bókarinnar fyrirfram og líklega var sagan bara nákvæmlega jafn rýr og hann reiknaði með. Með þessari sögu lauk því þeim myndasögukafla, í ferli Hergé, þar sem talandi dýr léku aðalhlutverkin en hundurinn Tobbi hélt þeim hæfileikum þó aðeins áfram á lofti, næstu áratugina, í Tinna bókunum. Í bókinni um Villa og Viggu í Löppungalandi er hins vegar hægt að finna nokkur atriði sem tengja má við það sem Hergé hafði áður verið að gera og endurnýtti til dæmis úr sögunum um Tinna. Fáeinar stakar myndir í sögunni koma hreinlega beint úr fyrstu þremur Tinna bókunum og ef grannt er skoðað eru þetta nánast sömu teikningarnar. Strax á blaðsíðu fjögur er til dæmis ansi kunnuglegur myndarammi þar sem höfðingi indjánanna predikar yfir ættbálki sínum gegn bleiknefjunum Villa og Viggu. Ramminn er uppbyggður á sama hátt og hin fræga mynd úr Tinna í Sovétríkjunum þar sem Bolsévíkar þruma yfir hausamótunum á kúguðum þegnum sínum á framboðsfundi. Reyndar er myndin spegluð en í grunninn er þetta nákvæmlega sama hugmyndin.
Á blaðsíðu tuttugu og þrjú er líka að finna kunnuglegt augnablik sem margir ættu að þekkja nokkuð vel en sú mynd er einnig spegluð. Í því tilviki hafa hinir herskáu Loppungar náð Viggu á sitt vald og bundið hana fasta við fórnarstaur ættbálksins. Höfðingi indjánanna lyftir upp stríðsöxinni og hvetur þegnana til að reyna á bogfimi sína með örvadrífum á Viggu og hans menn búa sig undir þá æfingu illúðlegir á svip. Vigga sjálf lætur sér hins vegar fátt um finnast. Framan á bókinni Tintin en Amérique (Tinni í Ameríku) má einmitt sjá þessa mjög sambærilegu mynd þar sem Tinni sjálfur er í svipuðum aðstæðum en hann sýnir reyndar töluvert meiri geðshræringu en Vigga.
Annað dæmi má finna í beinu framhaldi af þessari mynd í bókinni en þar hefur Villi lagt sig allan fram um að reyna að bjarga eiginkonu sinni frá indjánunum en hefur ekki enn haft erindi sem erfiði. Hann greip því til þess óskeikula ráðs, nóttina á undan, að koma fyrir segli undir rótum staursins en til svipaðra aðgerða hafði Tinni einmitt gripið til í Tinna í Kongó. Örvar Löppunganna ná því ekki alla leið til Viggu og lenda á jörðinni fyrir framan fætur hennar þar sem segullinn er.
Fleiri hugmyndir hefur Hergé nýtt sér til að færa á milli myndasagnanna. Á blaðsíðu þrjátíu og fjögur í bókinni hafa þau Villi og Vigga komist undan indjánunum (reyndar með aðstoð hreins dýraníðs gagnvart Bláfeta) og staldra aðeins við lækinn þar sem þau höfðu fundið gullið. Skyndilega birtist þar risastórt, amerískt fjallaljón (púma) sem ógnar þeim hjónakornunum. Villi dregur því upp stækkunargler og beinir því að fjallaljóninu sem gerir það að verkum að Villi stækkar skyndilega í augum villidýrsins. Fjallaljónið verður dauðskelft og flýr hið snarasta af vettvangi. Svipaða hugmynd notaði Tinni í bókinni um Tinna í Kongó. Þar varð hann á vegi ógnandi hlébarða en í stað stækkunarglersins notaði hann spegil sem hafði mjög sambærileg áhrif.
Og svo er eiginlega ekki hjá því komist að minnast í lokin á skerfara einn sem kemur fyrir í sögunni á blaðsíðu fjörtíu og átta. Sá er lifandi eftirmynd hins drykkfelda lögreglustjóra sem birtist seint í sögunni um Tinna í Ameríku. Þetta er nánast sama persónan utan þess að sá úr Villa og Viggu í Löppungalandi kemur að sjálfsögðu úr dýraríkinu (líkt og aðrir í sögunni) og er geit. Ekki er SVEPPAGREIFANUM nú kunnugt um hvort þessar persónur með geitarskeggið eigi sér einhverja staðlaða fyrirmynd úr hinum ameríska dægurheimi en óneitanlega vekja þær nokkra furðu.
Hvort bókin standi undir þeim fullyrðingum að vera "eitt frægasta meistaraverk Hergés" telur SVEPPAGREIFINN reyndar rétt að láta liggja á milli hluta en hins vegar mun allt sem kom frá Hergé að sjálfsögðu vera áhugavert. Nú eru tæplega fjörtíu ár síðan Fjölvi sendi Villa og Viggu í Löppungalandi frá sér og sjálfsagt hefur hún ekki verið prentuð í mjög stóru upplagi. En líklega er óhætt að segja að þegar til seinni tíma er litið þá gæti þessi íslenska útgáfa orðið eftirsóttur og merkilegur gripur í augum safnara. Hugsanlega gæti það alla vega verið frekar sniðugt, fyrir þá sem eiga eins og eitt eintak af þessari bók, að vera ekkert endilega að henda henni að óþörfu. Það er nefnilega ólíklegt að þessi bók eigi nokkurn tímann eftir að verða gefin út aftur á Íslandi. Tinna bækurnar eru auðvitað frægustu afurðir Hergés en auk þeirra komu út, hér á landi, níu bækur með Palla og Togga, tvær um Alla, Siggu og Simbó og svo þessi áðurnefnda Villi og Vigga í Löppungalandi. Þau Villi og Vigga heita Popol og Virginie á frummálinu en fyrirmyndin af þeim, íkorninn Tim í villta vestrinu, birtist fyrst í mánaðarlegum auglýsingabæklingum sem Hergé hafði gert árið 1931 og dreift var í verslunarkeðjunni L'Innovation í Brussel. Villi og Vigga í Löppungalandi var því byggð á þeim fígúrum auk annarrar myndasögu sem nefndist Pim og Pom en sú birtist nokkru seinna á síðum barnatímaritsins Le Petit Vingtième. Ennfremur endurnýtti Hergé hluta af efni Pim og Pom fyrir seríu sem fjallaði um þá Quick og Flupke og við þekkjum sem Palla og Togga.
Tímaritið Le Petit Vingtième var vikulegt fylgirit belgíska dagblaðsins Le Vingtième Siècle og Hergé var ritstjóri þess en það hafði hafið göngu sína í nóvember árið 1928. Það var einmitt í því blaði sem Tinni í Sovétríkjunum birtist fyrst í janúar 1929 og sló þar í gegn. Sagan um Villa og Viggu, Popol et Virginie au pays des Lapinos (Villi og Vigga í Löppungalandi) hóf hins vegar göngu sína í blaðinu 8. febrúar árið 1934. Á þessum tíma var Les Cigares du Pharaon (Vindlum Faraós) lokið í tímaritinu og Hergé notaði tækifærið til að birta söguna um Villa og Viggu á meðan hann vann að undirbúningi næstu Tinna sögu sem var Le Lotus bleu (Blái lótusinn). Óþolinmóðir lesendurnir voru ekkert allt of hrifnir af Villa og Viggu og mörg bréf bárust með fyrirspurnum um hvenær von væri á næstu Tinna sögu. Einhverjir vilja meina að þarna hafi Hergé vísvitandi viljað slaka á huganum með þessari einföldu sögu áður en hann réðist á fyrsta meistaraverk sitt (Bláa lótusinn) af metnaði og krafti. Næstu árin eftir að sagan um Villa og Viggu hafði birst í blaðinu átti Tinni hug Hergés að mestu og Villi og Vigga í Löppungalandi gleymdist því í fjöldamörg ár. Það var því ekki fyrr eftir að Le journal de Tintin (Tinna tímaritið) hóf göngu sína árið 1946 sem sagan var aftur dregin fram í sviðsljósið. Hún var þá nútímavædd, teiknuð og lituð upp á nýtt og fór að birtast í blaðinu í lok apríl árið 1948.
Villi og Vigga í Löppungalandi var síðan gefin út í bókaformi árið 1952 á svipuðum tíma og sögurnar um Alla, Siggu og Simbó sem höfðu af sömu ástæðum einnig þurft að bíða töluvert langan tíma eftir að vera gefnar út í því formi. En þessi óvenjulega saga, sem er heilar sextíu blaðsíður að lengd, er ekki beint í anda Hergé og ólík flestu því sem hann varð seinna kunnastur fyrir. Hergé hafði auðvitað verið ritstjóri og ábyrgðarmaður Le Petit Vingtième og hans hlutverk hafði því verið að finna og skapa efni fyrir alla aldurhópa lesenda þess. Þarna var hann að prófa sig áfram með ævintýri úr dýraríkinu, fyrir yngstu lesendur blaðsins, sem í þessu tilfelli fjallaði um talandi dýr. Á þeim tíma var Disney fyrirtækið orðið nokkuð áberandi og vinsælt með sínar afurðir allar og margir af bestu listamönnum Frakklands og Belgíu á þessu sviði litu hýru auga til þess. Sumir fóru jafnvel tímabundið til Ameríku með drauma um starf hjá fyrirtækinu í huga en aðrir, eins og Hergé, létu sér nægja að reyna að skapa eigin sögur undir áhrifum frá Disney. Sem betur fer lét Hergé þessa einu tilraun með talandi dýr duga og einbeitti sér að meistaraverki sínu um Tinna.
Áhrif Disneys í Villa og Viggu í Löppungalandi voru því allnokkur og sagan er, eins og fyrr segir, mjög ólík því sem lesendur höfðu kynnst með Tinna. Hópar söguhetjanna tilheyrði til dæmis hver sinni dýrategundinni sem er ekki ólíkt því sem við þekkjum úr Andrés blöðunum. Aðalsöguhetjurnar tvær eru birnir, indjánarnir eru kanínur (þar sem eyru þeirra eru fjaðrirnar í höfuðskrautinu) og aðalbófinn er hundur af Bulldog kyni. Þá er blár hestur (hann er svolítið ófríður greyið) til dæmis ekki mjög í anda Tinna bókanna. Villi og Vigga í Löppungalandi er því í mjög einföldu og barnalegu fantasíuformi og var ætluð allra yngstu lesendum blaðsins eins og áður segir. En sagan segir frá litlu björnunum Villa og Viggu (ásamt hinum bláa hesti þeirra - Bláfeta) og ævintýrum þeirra á fjarlægum víðáttum vestursins. Villi er hattagerðarmaður sem ákveður að söðla um, eftir að allir í siðmenningunni fóru að ganga um berhöfðaðir, og flytja ásamt eiginkonu sinni henni Viggu með starfsemi sína út í villta vestrið. Þar ganga viðskiptin töluvert betur eða þangað til galdralæknir hinna indjánsku Löppunga æsir ættbálkinn sinn upp á móti aðkomufólkinu. Indjánarnir gera árás á tjald þeirra en Villi og Vigga verjast af krafti þar til höfðingi þeirra nær að lokum Viggu og tekur hana til fanga. Villi nær að bjarga henni og eftir að hafa stungið hina foxillu indjána af á flótta, þar sem meira að segja hestar indjánanna eru illir á svip, finna þau sér hvíldarstað við læk einn.
Þar finna þau gull í læknum en illmennið Buddi Bulla, sem verður vitni að gullfundinum, rænir þau gullinu og tekur Viggu til fanga til að sinna heimili sínu. Aftur nær Villi að bjarga henni og síðustu tíu til fimmtán blaðsíður bókarinnar fara í eltingarleik sitt á hvað á milli Villa og Viggu við Budda Bullu. Af þessari innihaldslýsingu að dæma er hér augljóslega ekki um merkileg bókmenntaverk að ræða. Sagan er ein allsherjar samhengislaus þeysireið og minnir á löngum köflum á aburðarrás Tinna í Sovétríkjunum sem Hergé vildi sjálfur sem minnsta af vita í seinni tíð. SVEPPAGREIFINN hefur átt eintak af Villa og Viggu í Löppungalandi í nokkur ár og las söguna í fyrsta sinn núna í vetur í aðdraganda þessarar færslu. Ekki getur hann sagst hafa verið með miklar væntingar fyrir lestur bókarinnar fyrirfram og líklega var sagan bara nákvæmlega jafn rýr og hann reiknaði með. Með þessari sögu lauk því þeim myndasögukafla, í ferli Hergé, þar sem talandi dýr léku aðalhlutverkin en hundurinn Tobbi hélt þeim hæfileikum þó aðeins áfram á lofti, næstu áratugina, í Tinna bókunum. Í bókinni um Villa og Viggu í Löppungalandi er hins vegar hægt að finna nokkur atriði sem tengja má við það sem Hergé hafði áður verið að gera og endurnýtti til dæmis úr sögunum um Tinna. Fáeinar stakar myndir í sögunni koma hreinlega beint úr fyrstu þremur Tinna bókunum og ef grannt er skoðað eru þetta nánast sömu teikningarnar. Strax á blaðsíðu fjögur er til dæmis ansi kunnuglegur myndarammi þar sem höfðingi indjánanna predikar yfir ættbálki sínum gegn bleiknefjunum Villa og Viggu. Ramminn er uppbyggður á sama hátt og hin fræga mynd úr Tinna í Sovétríkjunum þar sem Bolsévíkar þruma yfir hausamótunum á kúguðum þegnum sínum á framboðsfundi. Reyndar er myndin spegluð en í grunninn er þetta nákvæmlega sama hugmyndin.
Á blaðsíðu tuttugu og þrjú er líka að finna kunnuglegt augnablik sem margir ættu að þekkja nokkuð vel en sú mynd er einnig spegluð. Í því tilviki hafa hinir herskáu Loppungar náð Viggu á sitt vald og bundið hana fasta við fórnarstaur ættbálksins. Höfðingi indjánanna lyftir upp stríðsöxinni og hvetur þegnana til að reyna á bogfimi sína með örvadrífum á Viggu og hans menn búa sig undir þá æfingu illúðlegir á svip. Vigga sjálf lætur sér hins vegar fátt um finnast. Framan á bókinni Tintin en Amérique (Tinni í Ameríku) má einmitt sjá þessa mjög sambærilegu mynd þar sem Tinni sjálfur er í svipuðum aðstæðum en hann sýnir reyndar töluvert meiri geðshræringu en Vigga.
Annað dæmi má finna í beinu framhaldi af þessari mynd í bókinni en þar hefur Villi lagt sig allan fram um að reyna að bjarga eiginkonu sinni frá indjánunum en hefur ekki enn haft erindi sem erfiði. Hann greip því til þess óskeikula ráðs, nóttina á undan, að koma fyrir segli undir rótum staursins en til svipaðra aðgerða hafði Tinni einmitt gripið til í Tinna í Kongó. Örvar Löppunganna ná því ekki alla leið til Viggu og lenda á jörðinni fyrir framan fætur hennar þar sem segullinn er.
Fleiri hugmyndir hefur Hergé nýtt sér til að færa á milli myndasagnanna. Á blaðsíðu þrjátíu og fjögur í bókinni hafa þau Villi og Vigga komist undan indjánunum (reyndar með aðstoð hreins dýraníðs gagnvart Bláfeta) og staldra aðeins við lækinn þar sem þau höfðu fundið gullið. Skyndilega birtist þar risastórt, amerískt fjallaljón (púma) sem ógnar þeim hjónakornunum. Villi dregur því upp stækkunargler og beinir því að fjallaljóninu sem gerir það að verkum að Villi stækkar skyndilega í augum villidýrsins. Fjallaljónið verður dauðskelft og flýr hið snarasta af vettvangi. Svipaða hugmynd notaði Tinni í bókinni um Tinna í Kongó. Þar varð hann á vegi ógnandi hlébarða en í stað stækkunarglersins notaði hann spegil sem hafði mjög sambærileg áhrif.
Og svo er eiginlega ekki hjá því komist að minnast í lokin á skerfara einn sem kemur fyrir í sögunni á blaðsíðu fjörtíu og átta. Sá er lifandi eftirmynd hins drykkfelda lögreglustjóra sem birtist seint í sögunni um Tinna í Ameríku. Þetta er nánast sama persónan utan þess að sá úr Villa og Viggu í Löppungalandi kemur að sjálfsögðu úr dýraríkinu (líkt og aðrir í sögunni) og er geit. Ekki er SVEPPAGREIFANUM nú kunnugt um hvort þessar persónur með geitarskeggið eigi sér einhverja staðlaða fyrirmynd úr hinum ameríska dægurheimi en óneitanlega vekja þær nokkra furðu.
Þessi Villa og Viggu saga er arfaslök, en það er rétt eins og þú segir, hún gæti orðið einhvers virði, jafnvel menningarverðmæt. Hugmyndin að baki bókinni, að nota dýr sem persónur og uppbygging sögunar er algerlega í rusli. Bara með verstu teiknimyndasögum sem ég á. Var ekki búinn að átta mig á hve Hergé endurnýtti mikið ramma og persónur, úr þessari sögu og jafnvel öðrum.
SvaraEyðaÉg á bara ekki nægilega sterk orð um þessa hörmung, skil bara ekki að Hergé hafi látið þetta frá sér. Í mínum huga virkar sagan ekki heldur sem barnasaga. Þessi saga hlýtur að hafa skemmt ferilinn hjá Hergé, ég bara get ekki ímyndað mér annað.
EyðaSammála, þetta er alveg skelfilegt og það eru ósköp lítil Hergé gæði í þessu. En taka verður tillit til þess að þessi saga var gerð mjög snemma á hans ferli auk þess sem hún var ætluð yngri lesendum. Hún lá í gleymsku í mörg ár en varð síðan hluti af því efni sem dregið var fram í dagsljósið eftir að Tinna tímaritið var stofnað og Hergé orðinn frægur. Það átti því greinilega að mjólka hvern einasta spena Hergés þó ég hafi nú grun um að hann hafi ekki orðið ríkur á bókaútgáfu þessarar sögu.
SvaraEyðaÍslenska útgáfan var örugglega gefin út í litlu upplagi og mun eflaust verða nokkuð eftirsótt þegar fram liða stundir. Ég ætla alla vega að halda vel utan um mitt óaðfinnanlega eintak.
Kv. SVEPPAGREIFINN
Flottur pistill. Nú þarf ég ekki að lesa þessa bók því ég held að þú hafir náð öllu því áhugaverða sem hægt var um þessa bók. Mér finnst athyglisvert að Hergé hafi notað sömu ramma.
SvaraEyðaÞessa bók þarf að dæma út frá þeim tíma sem hún er gerð og fyrir hvaða leshóp.
Takk fyrir :)
SvaraEyðaÞessi bók er eiginlega svo óáhugaverð að það eina sem ég fann áhugavert við hana tengdist ekki söguþræði hennar. Það er eiginlega alveg óskiljanlegt að hún sé eftir Hergé. En það er samt sniðugt að lesa hana til að geta sagst hafa gert það!
Kv. SVEPPAGREIFINN
Ég er að spá í að fara að safna svona furðulegum teiknimyndasögum. Verð að fara að opna hugann meira fyrir þessu, ég vissi bara ekki að það væri svona mikið af þeim...
SvaraEyðaAlls hafa líklega komið út hátt í 300 titlar af myndasögum á íslensku og sumt af því er ekki beint gæðaefni. Þessi bók telst klárlega ein af þeim :)
SvaraEyðaKv. SVEPPAGREIFINN