Þeir myndasöguaðdáendur sem hafa verið duglegir við að lesa bækurnar um Sval og Val hafa líka, margir hverjir, haft gaman af því að hella sér betur út í meiri fróðleik um þær sögur. SVEPPAGREIFINN hefur fram til þessa ekki skilgreint sig sem einhvern sérfræðing um Sval og Val (frekar en aðrar seríur) en hefur þó svolítið grúskað um bókaflokkinn sér til gamans. Serían var skemmtilegur partur af æsku hans, eins og hjá fleirum af sömu kynslóð, og það er því líklega ekkert óeðlilegt að aðdáendur hennar dundi sér við fræðast svolítið meira um þetta áhugamál. Alla vega er ætlun SVEPPAGREIFANS að beina færslu þessa föstudags svolítið inn á þær slóðir. Árið 1978 kom út á íslensku Sval og Val bókin Gormahreiðrið (Le nid des marsupilamis) eftir André Franquin. En sagan kom fyrst út í bókarformi í Belgíu árið 1960 eftir að hafa birst í SPIROU myndasögutímaritinu á árunum 1956-57. Gormahreiðrið var aðeins bók númer tvö í íslensku útgáfuröðinni en fyrsta sagan, Hrakfallaferð til Feluborgar (Les pirates du silence - 1958), hafði verið gefin út hjá Iðunni árið 1977. Í Gormahreiðrinu var tuttugu og eins blaðsíðna aukasaga sem nefnist Bófaslagur (La foire aux gangsters) en sú saga hafði birst í SPIROU tímaritinu árið 1958.
Gormahreiðrið sló í gegn og í kjölfarið gerðu stjórnendur Dupuis útgáfunnar, þeirrar sem gaf út SPIROU tímaritið, auknar kröfur til Franquins um fleiri Sval og Val sögur og án hléa. Þannig komu styttri aukasögurnar um Sval og Val til sögunnar. Áður höfðu sögurnar birst vikulega í einni lotu en listamaðurinn síðan fengið nokkurra vikna frí á meðan hann hóf undirbúning að nýjum sögum og vann auk þess að fleirum verkefnum hjá tímaritinu. Á þessum árum var Viggó viðutan líka nýkominn til sögunnar en einnig var Franquin, samhliða störfum sínum hjá SPIROU, að teikna hinar vinsælu myndasögur um Modeste og Pompom fyrir Le Journal de Tintin (Tinna tímaritið). Álagið jókst því töluvert á þessum tíma og til að létta sér vinnuna fékk hann samstarfsmenn sér til aðstoðar. Jean Roba og Jidéhem voru þeir helstu en sá síðarnefndi var Franquin einmitt til aðstoðar við söguna Bófaslag. Þessar styttri aukasögur voru meira í léttari kantinum og hugsaðar til uppfyllingar í blaðinu, á milli stóru sagnanna, svo Svalur og Valur gætu birst þar vikulega.
Bófaslagur segir í stuttu máli frá því er þeir Svalur og Valur fá heimsókn frá japana nokkrum að nafni Soto Kiki sem kveðst starfa sem lífvörður amerísks auðmanns. Árið 1958 voru Japanir reyndar frekar sjaldgæfir í Evrópu og fyrir unga lesendur tímaritsins voru austurlandabúar líklega jafn framandi og geimverur á þessum tíma. Nafn hans, Soto Kiki, var til dæmis einhvers konar orðaleikur eins og tíðkaðist í belgísk/frönskum myndasögum lengi vel og hljómar í raun engan veginn japanskt. En það vissu belgísk og frönsk ungmenni auðvitað ekkert um. Strax á fyrstu blaðsíðu sögunnar sést berlega á viðbrögðum vegfarenda hve framandi hinn japanski Soto Kiki er.
En í sögunni óskar Kiki eftir liðsinni þeirra Svals og Vals þar sem hætta er talin á að kornungum syni auðmannsins verði rænt af glæpaflokki þegar hann kemur til Evrópu. Það gengur reyndar eftir og Svalur og Valur eiga stærstan þátt í að bjarga barninu frá bófunum. Seinna kemur svo reyndar í ljós að Soto Kiki hafði í raun verið einn af glæpagenginu og hann hefði ætlað að svíkja félaga sína og hirða lausnargjaldið sjálfur. Innbyrðis barátta Kiki og hinna bófanna er því rauði þráðurinn í Bófaslag en sögunni lýkur með því að helstu bófarnir eru gripnir (ásamt reyndar Viggó viðutan) og þeim er stungið í steininn. En þó ekki Soto Kiki og eins sleppur Caspiano aðalhöfuðpaur glæpaflokksins sem þó sést aldrei í bókarútgáfunni. Í þeirri útgáfu er síðustu myndinni reyndar ofaukið því einhvern veginn varð að fría Viggó greyið undan sömu sekt og glæpamannanna. Auk þess þurfti líka nauðsynlega að auglýsa myndasögurnar um Viggó viðutan. Hér að neðan sjáum við einmitt endinn á sögunni eins og hann kom fyrir í Gormahreiðrinu.
En upprunalegi endinn á sögunni var þó alls ekki þennan veg. Í SPIROU blaði númer 1045, sem kom út fimmtudaginn 24. apríl árið 1958, var birt öll síðasta blaðsíðan í sögunni og þar má því sjá tvær neðstu myndaraðirnar sem vantar í okkar útgáfu. Þar er endirinn heldur ofbeldisfyllri. Og þó hann hafi sloppið í gegnum nálaraugu Dupuis útgáfunnar, í tímaritsútgáfunni á sínum tíma, var því þó ekki þannig farið þegar bókin sjálf kom út. Í SPIROU útgáfunni má nefnilega sjá höfuðpaurinn Caspiano fá makleg málagjöld. Enn á ný laumast SVEPPAGREIFINN til að birta og þýða (með aðstoð Greifynjunnar sinnar) brot af efni sem aðrir eiga eflaust birtingarréttinn af en allt er það að sjálfsögðu gert í nafni nauðsynlegrar fróðleiksmiðlunar og skemmtunar.
Gaman að sjá þennan endi á Bófaslag um 40 árum eftir að hafa lesið hana fyrst og eflaust eiga einhverjir eftir að draga fram bókina og rifja upp þessa sögu. SVEPPAGREIFANUM þótti líka voðalega vænt um að fá að sjá þennan gullfallega Citroen DS í hinum týnda enda sögunnar. Þetta var ekki í eina skiptið sem Franquin kom þeirri frábæru bifreið að í sögum sínum. Helsti munurinn felst reyndar í því að maður er ekki vanur að sjá hann sprengdan í loft upp.
Gormahreiðrið sló í gegn og í kjölfarið gerðu stjórnendur Dupuis útgáfunnar, þeirrar sem gaf út SPIROU tímaritið, auknar kröfur til Franquins um fleiri Sval og Val sögur og án hléa. Þannig komu styttri aukasögurnar um Sval og Val til sögunnar. Áður höfðu sögurnar birst vikulega í einni lotu en listamaðurinn síðan fengið nokkurra vikna frí á meðan hann hóf undirbúning að nýjum sögum og vann auk þess að fleirum verkefnum hjá tímaritinu. Á þessum árum var Viggó viðutan líka nýkominn til sögunnar en einnig var Franquin, samhliða störfum sínum hjá SPIROU, að teikna hinar vinsælu myndasögur um Modeste og Pompom fyrir Le Journal de Tintin (Tinna tímaritið). Álagið jókst því töluvert á þessum tíma og til að létta sér vinnuna fékk hann samstarfsmenn sér til aðstoðar. Jean Roba og Jidéhem voru þeir helstu en sá síðarnefndi var Franquin einmitt til aðstoðar við söguna Bófaslag. Þessar styttri aukasögur voru meira í léttari kantinum og hugsaðar til uppfyllingar í blaðinu, á milli stóru sagnanna, svo Svalur og Valur gætu birst þar vikulega.
Bófaslagur segir í stuttu máli frá því er þeir Svalur og Valur fá heimsókn frá japana nokkrum að nafni Soto Kiki sem kveðst starfa sem lífvörður amerísks auðmanns. Árið 1958 voru Japanir reyndar frekar sjaldgæfir í Evrópu og fyrir unga lesendur tímaritsins voru austurlandabúar líklega jafn framandi og geimverur á þessum tíma. Nafn hans, Soto Kiki, var til dæmis einhvers konar orðaleikur eins og tíðkaðist í belgísk/frönskum myndasögum lengi vel og hljómar í raun engan veginn japanskt. En það vissu belgísk og frönsk ungmenni auðvitað ekkert um. Strax á fyrstu blaðsíðu sögunnar sést berlega á viðbrögðum vegfarenda hve framandi hinn japanski Soto Kiki er.
En í sögunni óskar Kiki eftir liðsinni þeirra Svals og Vals þar sem hætta er talin á að kornungum syni auðmannsins verði rænt af glæpaflokki þegar hann kemur til Evrópu. Það gengur reyndar eftir og Svalur og Valur eiga stærstan þátt í að bjarga barninu frá bófunum. Seinna kemur svo reyndar í ljós að Soto Kiki hafði í raun verið einn af glæpagenginu og hann hefði ætlað að svíkja félaga sína og hirða lausnargjaldið sjálfur. Innbyrðis barátta Kiki og hinna bófanna er því rauði þráðurinn í Bófaslag en sögunni lýkur með því að helstu bófarnir eru gripnir (ásamt reyndar Viggó viðutan) og þeim er stungið í steininn. En þó ekki Soto Kiki og eins sleppur Caspiano aðalhöfuðpaur glæpaflokksins sem þó sést aldrei í bókarútgáfunni. Í þeirri útgáfu er síðustu myndinni reyndar ofaukið því einhvern veginn varð að fría Viggó greyið undan sömu sekt og glæpamannanna. Auk þess þurfti líka nauðsynlega að auglýsa myndasögurnar um Viggó viðutan. Hér að neðan sjáum við einmitt endinn á sögunni eins og hann kom fyrir í Gormahreiðrinu.
En upprunalegi endinn á sögunni var þó alls ekki þennan veg. Í SPIROU blaði númer 1045, sem kom út fimmtudaginn 24. apríl árið 1958, var birt öll síðasta blaðsíðan í sögunni og þar má því sjá tvær neðstu myndaraðirnar sem vantar í okkar útgáfu. Þar er endirinn heldur ofbeldisfyllri. Og þó hann hafi sloppið í gegnum nálaraugu Dupuis útgáfunnar, í tímaritsútgáfunni á sínum tíma, var því þó ekki þannig farið þegar bókin sjálf kom út. Í SPIROU útgáfunni má nefnilega sjá höfuðpaurinn Caspiano fá makleg málagjöld. Enn á ný laumast SVEPPAGREIFINN til að birta og þýða (með aðstoð Greifynjunnar sinnar) brot af efni sem aðrir eiga eflaust birtingarréttinn af en allt er það að sjálfsögðu gert í nafni nauðsynlegrar fróðleiksmiðlunar og skemmtunar.
Gaman að sjá þennan endi á Bófaslag um 40 árum eftir að hafa lesið hana fyrst og eflaust eiga einhverjir eftir að draga fram bókina og rifja upp þessa sögu. SVEPPAGREIFANUM þótti líka voðalega vænt um að fá að sjá þennan gullfallega Citroen DS í hinum týnda enda sögunnar. Þetta var ekki í eina skiptið sem Franquin kom þeirri frábæru bifreið að í sögum sínum. Helsti munurinn felst reyndar í því að maður er ekki vanur að sjá hann sprengdan í loft upp.
Flottur pistill og áhugaverður.
SvaraEyðaTakk fyrir :)
SvaraEyðaKv. SVEPPAGREIFINN
Maður setur spurningamerki við framgöngu lögregluþjónanna sem grípa ekki inn í morðtilræðið heldur leyfa glæpaforingjanum að springa í loft upp áður en tilræðismaðurinn er handtekinn... :)
SvaraEyðaHaha ... eða öllu heldur framgönguleysi þeirra. Það er greinilega mikilvægara að standa Japanann að verki :)
SvaraEyðaKv. SVEPPAGREIFINN