Árið 1978 kom út, hjá bókaútgáfunni Iðunni, teiknimyndasaga sem nefndist Birna og ófreskjan. Saga þessi var mjög ólík þeim myndasögum sem voru að koma út hér á landi á þessum tíma en þetta var á blómaskeiði teiknimyndasagnaútgáfu á Íslandi. Árlega voru að koma út á milli 25 til 30 titlar af ýmis konar myndasögum þegar mest var. Langmest var þar um að ræða bækur af léttara taginu eins og af Tinna, Lukku Láka, Viggó viðutan, Sval og Val osfrv. Þessar bækur voru á þeim tíma að mestu ætlaðar börnum en inn á milli slæddust þó myndasögur af öðrum toga. Sagan um Birnu og ófreskjuna var ein af þeim.
Bókin var sú fyrsta í bókaflokki sem franski listamaðurinn Jacques Tardi teiknaði og kallast á frummálinu Les Adventures extraordinaires d'Adéle Blanc-Sec. Eða Hin furðulegu ævintýri Birnu Borgfjörð eins og ákveðið hefur verið að þýða það á bókarkápu íslensku útgáfunnar. En sagan sjálf nefnist á frummálinu, Adéle et la Bête og kom fyrst út í Frakklandi árið 1976. Alls hafa komið út níu bækur í þessum bókaflokki en tvær sögur í viðbót teljast vera eins konar hliðarverkefni en gerast þó á sama tíma og slóðum. Útgáfa bóka Hinna furðulegu ævintýra Birnu Borgfjörð var nokkuð regluleg til að byrja með en hefur reyndar verið nokkuð stopul seinni hluta seríunnar og sú síðasta kom út árið 2007. Bækurnar eru, eins og áður segir, nú orðnar níu og þær eru eftirfarandi:
1. Adéle et la Bête (Birna og ófreskjan) - 1976
2. Le Démon de la Tour Eiffel (Óvætturinn í Eiffelturni) - 1976
3. Le Savant Fou (Brjálaði vísindamaðurinn) - 1977
4. Momies en folie (Múmíur í brjálæði) - 1978
5. Le Secret de la Salamandre (Leyndarmál salamöndrunnar) - 1981
8. Le Mystère des profondeurs (Leyndardómur djúpanna) - 1998
9. Le Labyrinthe infernal (Bölvaða völundarhúsið) - 2007
Það er kannski rétt að benda lesendum (ef einhverjir eru) á að þýðingar SVEPPAGREIFANS á bókatitlunum, hér að framanverðu, eru engan veginn í samræmi við eðlilegar málvenjur eða nafngiftir íslenskra teiknimyndasagna. Frekar reyndi SVEPPAGREIFINN, með dyggri aðstoð frönskumælandi eiginkonu sinnar, að halda sem best í upprunalegu frönsku titlana en það getur verið erfitt því íslenskuna skortir stundum orð (sérstaklega lýsingarorð) og getur því verið svolítið takmörkuð. Sem gerir það að verkum að íslensku titlarnir virka svolítið bjagaðir hjá SVEPPAGREIFANUM. Þýddu titlana má því alls ekki taka of alvarlega, enda er þetta eingöngu til gamans gert.
Á æskuheimili SVEPPAGREIFANS voru til vel á annað hundrað teiknimyndasagna sem komu út á þessum árum og þar á meðal var bókin um Birnu og ófreskjuna. Auðvitað var hún lesin eins og aðrar myndasögur en sagan var þó öðruvísi og framandi. Bókin slitnaði ekki einu sinni á sama hátt og aðrar teiknimyndasögur á heimilinu. Það er einnig svo með þau fáu eintök af bókinni sem SVEPPAGREIFINN hefur rekist á, hvort sem þau hafa verið í Kolaportinu eða Góða hirðinum, að einkenni þeirra eru hversu vel með farnar bækurnar eru. Það var því augljóslega ekki verið að lesa þessar bækur upp til agna. Sem auðvitað er bara gott mál og kemur sér vel fyrir alla sem vilja að sjálfsögðu eiga sem best eintak af bókinni. Því miður komu ekki fleiri sögur en þessi eina út í bókaflokknum á Íslensku þrátt fyrir að á lokasíðu Birnu og ófreskjunnar hafi verið gefin skýr fyrirheit um framhald. Í það minnsta bíður SVEPPAGREIFINN enn spenntur (eftir næstum því 40 ára bið) eftir næstu sögu í bókaseríunni - Óvættinum í Eiffelturni og hlakkar til þegar hún kemur út.
En hver ástæða þess var að bækurnar urðu ekki fleiri er erfitt að segja. Líklegasta skýringin er sú að þess konar tegundir af myndasögum hafi verið svolítið framandi íslenskum lesendum. Myndasöguhefðin var enn mjög ung á Íslandi og áhugasömustu lesendur þeirra bókmennta hér á landi voru enn mestmegnis aðeins börn og unglingar. Þannig er líklegt að Birna og ófreskjan hafi ekki selst nægilega vel vegna þess að bókin höfðaði einfaldlega ekki til þessa þrönga hóps. Það hefur því verið svolítið djörf tilraun hjá forsvarsmönnum bókaútgáfunnar Iðunnar að gefa þessa sögu út og líklega hefur hún engan veginn staðið undir sér. Útgefandanum hefur því ekki þótt ástæða til að halda áfram með bókaflokkinn. Í dag er bókin hins vegar nokkuð eftirsótt hjá íslenskum myndasögunördum. Enda er líklega stór hluti þess áhugafólks sem safnar þessum bókum í dag einmitt af þeim kynslóðum sem fyrst kynntist myndasöguútgáfu á Íslandi. Þær kynslóðir söfnuðu bókunum sem börn og unglingar en höfðu ekki endilega þroska til að hafa áhuga á ævintýrum Birnu Borgfjörð. Enda var Birna og ófreskjan kannski frekar teiknimyndasaga fyrir lengra komna. Þetta fólk er núna búið að uppgötva hversu frábær saga þetta er.
SVEPPAGREIFINN er mikill aðdáandi Birnu og ófreskjunnar en eins og líklega hjá svo mörgum uppgötvaði hann ekki bókina almennilega fyrr en á fullorðinsárunum. Á sínum yngri árum botnaði hann reyndar ekki almennilega í söguþræðinum enda er sagan svolítið ruglingsleg. En í stuttu máli fjallar hún um atburði sem eiga að gerast í París í nóvember árið 1911. Brjáluðum vísindamanni í Lyon, Filippus Andalín, tekst að klekja út 136 milljóna ára gamalt flugeðluegg með hugarorkunni einni og stjórna skepnunni úr fjarlægð. Andalín missir þó stundum stjórnina og þá fer flugeðlan hamförum um París á nóttunni, drepur fjölmarga og veldur skelfingu og hryllingi á meðal borgarbúa. Aðalsöguhetjan, Birna Borgfjörð, ákveður að reyna að fanga skepnuna þar sem ríkisstjórnin bíður álitleg verðlaun en ýmislegt fer öðruvísi en ætlað var. Hryllingurinn sem einkennir söguna er skemmtilega drungalegur og kuldalegur stíllinn nístir inn að beini.
Einhverjir hafa gert athugasemdir við þýðingar Jóns Gunnarssonar á nafngiftum persónanna en þær eru líklega bara í takt eða stíl við þær þýðingar sem hefð var fyrir í myndasögum á Íslandi á þessum tíma. Adéle hefði alveg mátt heita það áfram í íslensku þýðingunni og myndi örugglega gera það ef verið væri að gefa þessar sögur út í dag. Nafn Adéle Blanc-Sec er nefnilega í rauninni orðaleikur á franskan máta þar sem nafnið er vísun í þurrt hvítvín. En um leið er það það vitnun í dauflegt og svipbrigðalaust útlit hennar.
En bækurnar um Adéle Blanc-Sec hafa ekki aðeins notið mikilla vinsælda í Frakklandi heldur hefur líka verið gerð kvikmynd upp úr sögunum. Bíómyndin, Les Adventures extraordinaires d'Adéle Blanc-Sec er frönsk og er leikstýrð af sjálfum Luc Besson sem meðal annars er þekktur fyrir hina frábæru mynd, Léon (1994), með Jean Reno, Gary Oldman og Natalie Portman, Nikita (1990) og stórmyndina Joan of Ark (1999). Já og svo má alls ekki gleyma stórvirkinu The Big Blue (Le Grand Bleu) frá árinu 1988. Les Adventures extraordinaires d'Adéle Blanc-Se var frumsýnd á apríl 2010 og aðalhlutverkin eru í höndum Louise Bourgoin, Mathieu Amalrik, Philippe Nahon, Gilles Lellouche og Jean-Paul Rouve - fyrir þá sem vilja halda því til haga.
Og ef einhver hefur áhuga á að sjá alla myndina þá er hægt að horfa á hana hér í hreint ágætum gæðum og alveg bullandi frönsku.
Og svona í lokin langar SVEPPAGREIFANN að benda á eina mynd úr bókinni um Birnu og ófreskjuna. Þarna er um að ræða myndaramma þar sem líkindin með sambærilegri mynd úr Tinna bókinni, Sjö kraftmiklar kristallskúlur, eru eiginlega of mikil til að geta verið tilviljun. Alla vega mætti hér ætla að höfundurinn Jacques Tardi hafi verið aðdáandi Hergés ef eitthvað mark er takandi á þessum samanburði. Áhrif hans á Tardi virðast vera augljós.
Bókin var sú fyrsta í bókaflokki sem franski listamaðurinn Jacques Tardi teiknaði og kallast á frummálinu Les Adventures extraordinaires d'Adéle Blanc-Sec. Eða Hin furðulegu ævintýri Birnu Borgfjörð eins og ákveðið hefur verið að þýða það á bókarkápu íslensku útgáfunnar. En sagan sjálf nefnist á frummálinu, Adéle et la Bête og kom fyrst út í Frakklandi árið 1976. Alls hafa komið út níu bækur í þessum bókaflokki en tvær sögur í viðbót teljast vera eins konar hliðarverkefni en gerast þó á sama tíma og slóðum. Útgáfa bóka Hinna furðulegu ævintýra Birnu Borgfjörð var nokkuð regluleg til að byrja með en hefur reyndar verið nokkuð stopul seinni hluta seríunnar og sú síðasta kom út árið 2007. Bækurnar eru, eins og áður segir, nú orðnar níu og þær eru eftirfarandi:
1. Adéle et la Bête (Birna og ófreskjan) - 1976
2. Le Démon de la Tour Eiffel (Óvætturinn í Eiffelturni) - 1976
3. Le Savant Fou (Brjálaði vísindamaðurinn) - 1977
4. Momies en folie (Múmíur í brjálæði) - 1978
5. Le Secret de la Salamandre (Leyndarmál salamöndrunnar) - 1981
6. Le Noyé à Deux Têtes (Hinn drukknaði tvíhöfði) - 1985
7. Tous des Monstres (Skrímslin öll) - 19948. Le Mystère des profondeurs (Leyndardómur djúpanna) - 1998
9. Le Labyrinthe infernal (Bölvaða völundarhúsið) - 2007
Það er kannski rétt að benda lesendum (ef einhverjir eru) á að þýðingar SVEPPAGREIFANS á bókatitlunum, hér að framanverðu, eru engan veginn í samræmi við eðlilegar málvenjur eða nafngiftir íslenskra teiknimyndasagna. Frekar reyndi SVEPPAGREIFINN, með dyggri aðstoð frönskumælandi eiginkonu sinnar, að halda sem best í upprunalegu frönsku titlana en það getur verið erfitt því íslenskuna skortir stundum orð (sérstaklega lýsingarorð) og getur því verið svolítið takmörkuð. Sem gerir það að verkum að íslensku titlarnir virka svolítið bjagaðir hjá SVEPPAGREIFANUM. Þýddu titlana má því alls ekki taka of alvarlega, enda er þetta eingöngu til gamans gert.
Á æskuheimili SVEPPAGREIFANS voru til vel á annað hundrað teiknimyndasagna sem komu út á þessum árum og þar á meðal var bókin um Birnu og ófreskjuna. Auðvitað var hún lesin eins og aðrar myndasögur en sagan var þó öðruvísi og framandi. Bókin slitnaði ekki einu sinni á sama hátt og aðrar teiknimyndasögur á heimilinu. Það er einnig svo með þau fáu eintök af bókinni sem SVEPPAGREIFINN hefur rekist á, hvort sem þau hafa verið í Kolaportinu eða Góða hirðinum, að einkenni þeirra eru hversu vel með farnar bækurnar eru. Það var því augljóslega ekki verið að lesa þessar bækur upp til agna. Sem auðvitað er bara gott mál og kemur sér vel fyrir alla sem vilja að sjálfsögðu eiga sem best eintak af bókinni. Því miður komu ekki fleiri sögur en þessi eina út í bókaflokknum á Íslensku þrátt fyrir að á lokasíðu Birnu og ófreskjunnar hafi verið gefin skýr fyrirheit um framhald. Í það minnsta bíður SVEPPAGREIFINN enn spenntur (eftir næstum því 40 ára bið) eftir næstu sögu í bókaseríunni - Óvættinum í Eiffelturni og hlakkar til þegar hún kemur út.
En hver ástæða þess var að bækurnar urðu ekki fleiri er erfitt að segja. Líklegasta skýringin er sú að þess konar tegundir af myndasögum hafi verið svolítið framandi íslenskum lesendum. Myndasöguhefðin var enn mjög ung á Íslandi og áhugasömustu lesendur þeirra bókmennta hér á landi voru enn mestmegnis aðeins börn og unglingar. Þannig er líklegt að Birna og ófreskjan hafi ekki selst nægilega vel vegna þess að bókin höfðaði einfaldlega ekki til þessa þrönga hóps. Það hefur því verið svolítið djörf tilraun hjá forsvarsmönnum bókaútgáfunnar Iðunnar að gefa þessa sögu út og líklega hefur hún engan veginn staðið undir sér. Útgefandanum hefur því ekki þótt ástæða til að halda áfram með bókaflokkinn. Í dag er bókin hins vegar nokkuð eftirsótt hjá íslenskum myndasögunördum. Enda er líklega stór hluti þess áhugafólks sem safnar þessum bókum í dag einmitt af þeim kynslóðum sem fyrst kynntist myndasöguútgáfu á Íslandi. Þær kynslóðir söfnuðu bókunum sem börn og unglingar en höfðu ekki endilega þroska til að hafa áhuga á ævintýrum Birnu Borgfjörð. Enda var Birna og ófreskjan kannski frekar teiknimyndasaga fyrir lengra komna. Þetta fólk er núna búið að uppgötva hversu frábær saga þetta er.
SVEPPAGREIFINN er mikill aðdáandi Birnu og ófreskjunnar en eins og líklega hjá svo mörgum uppgötvaði hann ekki bókina almennilega fyrr en á fullorðinsárunum. Á sínum yngri árum botnaði hann reyndar ekki almennilega í söguþræðinum enda er sagan svolítið ruglingsleg. En í stuttu máli fjallar hún um atburði sem eiga að gerast í París í nóvember árið 1911. Brjáluðum vísindamanni í Lyon, Filippus Andalín, tekst að klekja út 136 milljóna ára gamalt flugeðluegg með hugarorkunni einni og stjórna skepnunni úr fjarlægð. Andalín missir þó stundum stjórnina og þá fer flugeðlan hamförum um París á nóttunni, drepur fjölmarga og veldur skelfingu og hryllingi á meðal borgarbúa. Aðalsöguhetjan, Birna Borgfjörð, ákveður að reyna að fanga skepnuna þar sem ríkisstjórnin bíður álitleg verðlaun en ýmislegt fer öðruvísi en ætlað var. Hryllingurinn sem einkennir söguna er skemmtilega drungalegur og kuldalegur stíllinn nístir inn að beini.
Einhverjir hafa gert athugasemdir við þýðingar Jóns Gunnarssonar á nafngiftum persónanna en þær eru líklega bara í takt eða stíl við þær þýðingar sem hefð var fyrir í myndasögum á Íslandi á þessum tíma. Adéle hefði alveg mátt heita það áfram í íslensku þýðingunni og myndi örugglega gera það ef verið væri að gefa þessar sögur út í dag. Nafn Adéle Blanc-Sec er nefnilega í rauninni orðaleikur á franskan máta þar sem nafnið er vísun í þurrt hvítvín. En um leið er það það vitnun í dauflegt og svipbrigðalaust útlit hennar.
En bækurnar um Adéle Blanc-Sec hafa ekki aðeins notið mikilla vinsælda í Frakklandi heldur hefur líka verið gerð kvikmynd upp úr sögunum. Bíómyndin, Les Adventures extraordinaires d'Adéle Blanc-Sec er frönsk og er leikstýrð af sjálfum Luc Besson sem meðal annars er þekktur fyrir hina frábæru mynd, Léon (1994), með Jean Reno, Gary Oldman og Natalie Portman, Nikita (1990) og stórmyndina Joan of Ark (1999). Já og svo má alls ekki gleyma stórvirkinu The Big Blue (Le Grand Bleu) frá árinu 1988. Les Adventures extraordinaires d'Adéle Blanc-Se var frumsýnd á apríl 2010 og aðalhlutverkin eru í höndum Louise Bourgoin, Mathieu Amalrik, Philippe Nahon, Gilles Lellouche og Jean-Paul Rouve - fyrir þá sem vilja halda því til haga.
Ætli að nafn bókarinnar Ævintýri Tinnu og Hreins Borgfjörð eftir Þorra og Sjón sé vísun í þessa?
SvaraEyðaJú alveg örugglega, svona þegar þú segir það. Ég hafði aldrei tengt það saman.
SvaraEyðaKv. SVEPPAGREIFINN