SVEPPAGREIFINN hefur nokkrum sinnum áður minnst á ansi skemmtilega myndasögugrúbbu sem hann er aðili að á Facebook. Þar detta oft inn margir athyglisverðir og forvitnilegir punktar frá fróðu og skemmtilegu fólki en grúbban, sem nefnist einfaldlega Teiknimyndasögur, er einnig sölu og uppboðssíða. Mest fer þarna fram umræða um þær myndasögur sem gefnar voru út á íslensku á sínum tíma en einnig dettur þar inn margt annað skemmtilegt efni tengt teiknimyndasögum. Ekki fyrir svo löngu síðan var varpað fram þeirri spurningu, af einum aðila grúbbunnar, um hver væri uppáhalds Tinna bók meðlima hennar. Og þó svo að engin afgerandi niðurstaða hafi fengist úr þessari óformlegu könnun þá sýndu hin mörgu og fjölbreytilegu svör meðlima hópsins að fólk hefði virkilega skoðun á því.
Í framhaldinu af þessari skemmtilegu umræðu fór SVEPPAGREIFINN að velta því fyrir sér hver eða hverjar væru, að hans mati, uppáhalds Sval og Val bókin. Þessar sögur eru í alveg sérstöku uppáhaldi hjá SVEPPAGREIFANUM og margar þeirra eru eftirminnilegar úr æsku hans en þó hver á sinn hátt. Í heildina eru bækurnar um Sval og Val nú orðnar 55 en svo fyllsta sanngirnis sé gætt þá kemur ekki annað til greina en að takmarka sig við þær 36 myndasögur sem komið hafa út í íslenskri þýðingu. Fáeinar af betri bókum seríunnar hafa þó ekki enn verið gefnar út hér á landi og fá því ekki aðgang að þessari óformlegu og persónulegu úttekt en vonandi þurfa íslenskir Sval og Val unnendur ekki að bíða lengi eftir þeim.
Eins og áður segir eru þær orðnar 36 Sval og Val bækurnar sem komið hafa út á Íslandi en sú fyrsta, Hrakfallaferð til Feluborgar, var gefin út af bókaútgáfunni Iðunni fyrir jólin 1977. Þeir sem eignuðust þessa fyrstu bók hafa líklega fæstir haft hugmynd um vinsældir Svals og Vals í öðrum löndum Evrópu og engan veginn órað fyrir því hversu margar bækur yrðu á endanum gefnar út hér. Í kjölfarið þessarar fyrstu bókar komu þær út tvær til fjórar á ári næstu misserin og urðu með tímanum með allra vinsælustu teiknimyndasögunum sem gefnar voru út á Íslandi. Iðunn gaf alls út 29 bækur úr seríunni, þá síðustu árið 1992, en árið 2014 hóf Froskur útgáfa aftur útgáfu á þessum vinsælu sögum og síðan hafa bæst við 7 bækur í viðbót.
Fyrsta minning SVEPPAGREIFANS um Sval og Val tengist að sjálfsögðu bókinni Hrakfallaferð til Feluborgar. Hann, ásamt bróður sínum, höfðu árin á undan drukkið í sig það sem komið hafði út af teiknimyndasögum á Íslandi og þar höfðu Tinna bækurnar auðvitað verið alls ráðandi. En bækurnar um Ástrík höfðu einnig hlotið nokkra athygli þeirra og voru lesnar bókstaflega upp til agna. Fyrir jólin 1977 urðu svo ákveðin straumhvörf í útgáfu myndasagna á Íslandi þegar hver nýja serían á fætur annarri hóf göngu sína. Bókaflokkurinn um Tinna var að klárast og Lukku Láki, Palli og Toggi, Hin fjögur fræknu og Svalur og Valur birtust allar í fyrsta sinn. Fjölvi hafði einokað myndasögumarkaðinn fram til þess tíma en nú kom bókaútgáfan Iðunn til sögunnar með nýtt og ferskt efni sem einnig varð meira áberandi á auglýsingamarkaðnum en hér hafði áður tíðkast. Þessar myndasögur voru jafnvel auglýstar í jólabókaflóðinu í sjónvarpinu en slíkt hafði aldrei tíðkast með bækurnar um Tinna og Ástrík.
Fyrstu tvær bækurnar með Hinum fjórum fræknu og Sval og Val bókin Hrakfallaferð til Feluborgar voru gjarnan auglýstar saman og vöktu þá nokkra athygli hins átta ára gamla SVEPPAGREIFA. Hin fjögur fræknu og vofan og Hin fjögur fræknu og kappaksturinn mikli enduðu báðar (og reyndar tvö eintök af hvorri) í jólapökkum þeirra bræðra auk einhverra af síðustu Tinna bókunum en fyrsta Sval og Val bókin rataði þó ekki inn á heimilið í það skiptið. Seinna, einhvern tímann á árinu 1978, varð Hrakfallaferð til Feluborgar þó hluti af myndasögukosti bræðranna ef minnið bregst ekki og Gormahreiðrið var einnig keypt - líklega um leið og hún kom út í októbermánuði.
Ein eftirminnilegasta minning SVEPPAGREIFANS, tengd Sval og Val bókunum, birtist þó í aðdraganda jólanna 1978. Þeir bræður voru þá að sjálfsögðu búnir að kryfja til mergjar þá myndasöguútgáfu sem bókaforlögin buðu upp á fyrir þau jólin og Svalur og Valur voru án efa orðnir efstir á óskalistanum eftir að ævintýrum Tinna lauk. SVEPPAGREIFINN var sem barn í eðli sínu forvitinn eins og gerist á meðal barna og fór reglulegar yfirferðir yfir helstu felustaði heimilisins síðustu dagana fyrir jól, ásamt bróður sínum, til að leita uppi hugsanlegar jólagjafir annarra fjölskylduaðila. Allt var þetta eflaust gert í nafni nauðsynlegrar fyrirhyggju því, jú koma þurfti í veg fyrir að þær myndasögur sem bræðurnir ætluðu sjálfir að gefa hvorum öðrum myndi stangast á við gjafir annara. Eða þannig! En alla vega ... frekar óvænt, í einum leitarleiðangrinum, birtust skyndilega tvær algjörlega óinnpakkaðar myndasögur með Sval og Val, vel faldar innan um lök og sængurverasett, í línskáp heimilisins í hjónaherberginu. Hér var um að ræða bækurnar Tembó Tabú og Svalur og górilluaparnir og á einu augabragði var þarna slökkt á allri eðlilegri eftirvæntingu jólaundirbúningsins. Í staðinn tók við skömm og nagandi samviskubit yfir að hafa látið freistinguna ná yfirhöndinni og tilhugsunin yfir að vita hvað væri í jólapökkunum náði að drepa niður mestu tilhlökkunina fyrir jólin. Eini kosturinn var sá að við vissum ekki hvor okkar fengi hvora bók en þess má þó geta að Svalur og górilluaparnir endaði hjá SVEPPAGREIFANUM.
En eins og áður segir hafa alls komið út 36 bækur hér á landi úr þessum vinsæla bókaflokki. André Franquin teiknaði 19 af þessum 36 bókum, Jean-Claude Fournier gerði 5, Tome og Janry 10 en þeir Yoann og Vehlmann eiga tvær sögur sem eru þær nýjustu í bókaflokknum. Franquin á því stærsta hluta þeirra Sval og Val bóka sem komið hafa út hér og í rauninni eru aðeins fjórar sögur frá honum eftir sem ekki hafa komið á íslensku. Útgáfa Sval og Val bókanna hér á landi einkenndist því fyrstu árin af myndasögunum eftir Franquin og Fournier en síðan var komið að röð bóka eftir Tome og Janry. Þær síðarnefndu féllu ekki alveg jafn mikið í kramið hjá SVEPPAGREIFANUM en sjálfsagt má það að einhverju leyti rekja til þess á þessum tíma var hann eilítið farinn að missa áhugann á myndasögum almennt. Eðlilegt að það gerðist á unglings- og menntaskólaárunum en sem betur fer kom sá áhugi aftur með auknum þroska.
Hann minnist þess að á einhverju tímabili (það var frekar snemma) hafi honum bæði fundist Gormahreiðrið og þær sögur sem fjölluðu um Zorglúbb mjög skemmtilegar og lesið þær mikið. Á sama hátt minnist hann þess að bækur eins og til dæmis Vélmenni í veiðihug, Svalur í New York og Seinheppinn syndaselur hafi að miklu leyti farið fram hjá honum. Í það minnsta þekkir hann þær bækur ekki eins vel og hefur lesið miklu sjaldnar en aðrar. Það sama má auðvitað líka segja um tvær nýjustu bækurnar (Vikapiltur á vígaslóð og Hefnd Gormsins) í íslensku seríunni. Þær sögur tilheyra í raun allt öðrum heimi en þeim sem SVEPPAGREIFINN las um í Sval og Val bókunum sem krakki. Þarna á milli (frá Seinheppnum syndaseli og til Vikapilts á vígaslóð) vantar inn í seríuna 10 bækur sem ekki hafa komið út á íslensku og auk þess eitt par af höfundum (Morvan og Munuera) sem við fengum aldrei að njóta. Reyndar hefur SVEPPAGREIFINN alveg skoðað og lesið mest af þessum bókum sem inn í vantar en hefur ekki fundist þær sambærilegar eldri sögunum. Og enda stóð heldur ekki til að þær myndu tilheyra þessari úttekt um uppáhalds bækurnar.
En hvaða Sval og Val bækur skildu það þá vera sem myndu skora hæst á uppáhaldsskala seríunnar hjá SVEPPAGREIFANUM? Nú verður að taka það fram að SVEPPAGREIFINN er einlægur aðdáandi André Franquin (og hefur svo sem ekki farið neitt sérstaklega leynt með það hér á Hrakförum og heimskupörum) og var til að mynda mjög ungur vel meðvitaður um mismuninn á teiknistíl þeirra Franquins og Fourniers. Stíll Franquins höfðaði strax miklu sterkara til SVEPPAGREIFANS og bara sú staðreynd hlýtur því að benda til þess að uppáhaldssögur hans leynist í bókum þess frábæra listamanns. SVEPPAGREIFINN er reyndar alveg sáttur við sumt af því sem Tome og Janry gerðu en Fournier hefur hins vegar aldrei náð almennilega til hans. En allt þetta snýst auðvitað um smekk og sem betur fer er hann afskaplega misjafn eftir einstaklingum. Það er því ekki neitt til hjá SVEPPAGREIFANUM í þessum efnum sem myndi teljast hinn heilagi sannleikur og þetta mat hans byggist eingöngu á eigin tilfinningu og smekk. En eftir að hafa týnt saman nokkrar af þeim bókum úr seríunni sem SVEPPAGREIFANUM gæti hugnast sem uppáhalds þá ætti það ekki að koma á óvart að tíu bækur af tólf eru eftir Franquin, ein eftir Fourner og ein frá Tome og Janry. Bækurnar tólf eru eftirfarandi:
Sjálfsagt þýðir lítið að fara að ætla sér að reyna að þrengja þennan ramma enn frekar. Þessar fjórar bækur eru allar í miklu uppáhaldi og það er engin ein af þeim sem stendur upp úr öðrum fremur. Það væri líklega eins og að ætla að fara að velja eitthvað eitt uppáhalds Bítlalag. Það er einfaldlega ekki hægt. Nú skal það tekið fram að SVEPPAGREIFINN hefur aldrei áður velt fyrir sér neitt sérstaklega eða markvisst hver sé hans uppáhalds Sval og Val bók. Nema það eitt að hann minnist þess að hafa alltaf verið mjög hrifinn af bókinni Neyðarkalli frá Bretzelborg. Þessar vangaveltur eru því kannski meira svona augnabliksins- eða stemmningsmiðaðar og þá sérstaklega í ljósi þess hversu margar bækur hann setti á listann við fyrsta val. Það eru því töluverðar líkur á að eftir hálft ár eða fimm ár verði bækurnar í efstu sætunum einhverjar allt aðrar. SVEPPAGREIFINN er því miður ekki stöðugt að glugga í Sval og Val bækurnar eins og hann gerði í gamla daga. Nú á gamalsaldri eru þær hins vegar dregnar fram úr myndasöguhillunum nokkuð reglulega á fárra ára fresti og þá lesnar spjaldanna á milli.
Í framhaldinu af þessari skemmtilegu umræðu fór SVEPPAGREIFINN að velta því fyrir sér hver eða hverjar væru, að hans mati, uppáhalds Sval og Val bókin. Þessar sögur eru í alveg sérstöku uppáhaldi hjá SVEPPAGREIFANUM og margar þeirra eru eftirminnilegar úr æsku hans en þó hver á sinn hátt. Í heildina eru bækurnar um Sval og Val nú orðnar 55 en svo fyllsta sanngirnis sé gætt þá kemur ekki annað til greina en að takmarka sig við þær 36 myndasögur sem komið hafa út í íslenskri þýðingu. Fáeinar af betri bókum seríunnar hafa þó ekki enn verið gefnar út hér á landi og fá því ekki aðgang að þessari óformlegu og persónulegu úttekt en vonandi þurfa íslenskir Sval og Val unnendur ekki að bíða lengi eftir þeim.
Eins og áður segir eru þær orðnar 36 Sval og Val bækurnar sem komið hafa út á Íslandi en sú fyrsta, Hrakfallaferð til Feluborgar, var gefin út af bókaútgáfunni Iðunni fyrir jólin 1977. Þeir sem eignuðust þessa fyrstu bók hafa líklega fæstir haft hugmynd um vinsældir Svals og Vals í öðrum löndum Evrópu og engan veginn órað fyrir því hversu margar bækur yrðu á endanum gefnar út hér. Í kjölfarið þessarar fyrstu bókar komu þær út tvær til fjórar á ári næstu misserin og urðu með tímanum með allra vinsælustu teiknimyndasögunum sem gefnar voru út á Íslandi. Iðunn gaf alls út 29 bækur úr seríunni, þá síðustu árið 1992, en árið 2014 hóf Froskur útgáfa aftur útgáfu á þessum vinsælu sögum og síðan hafa bæst við 7 bækur í viðbót.
Fyrsta minning SVEPPAGREIFANS um Sval og Val tengist að sjálfsögðu bókinni Hrakfallaferð til Feluborgar. Hann, ásamt bróður sínum, höfðu árin á undan drukkið í sig það sem komið hafði út af teiknimyndasögum á Íslandi og þar höfðu Tinna bækurnar auðvitað verið alls ráðandi. En bækurnar um Ástrík höfðu einnig hlotið nokkra athygli þeirra og voru lesnar bókstaflega upp til agna. Fyrir jólin 1977 urðu svo ákveðin straumhvörf í útgáfu myndasagna á Íslandi þegar hver nýja serían á fætur annarri hóf göngu sína. Bókaflokkurinn um Tinna var að klárast og Lukku Láki, Palli og Toggi, Hin fjögur fræknu og Svalur og Valur birtust allar í fyrsta sinn. Fjölvi hafði einokað myndasögumarkaðinn fram til þess tíma en nú kom bókaútgáfan Iðunn til sögunnar með nýtt og ferskt efni sem einnig varð meira áberandi á auglýsingamarkaðnum en hér hafði áður tíðkast. Þessar myndasögur voru jafnvel auglýstar í jólabókaflóðinu í sjónvarpinu en slíkt hafði aldrei tíðkast með bækurnar um Tinna og Ástrík.
Fyrstu tvær bækurnar með Hinum fjórum fræknu og Sval og Val bókin Hrakfallaferð til Feluborgar voru gjarnan auglýstar saman og vöktu þá nokkra athygli hins átta ára gamla SVEPPAGREIFA. Hin fjögur fræknu og vofan og Hin fjögur fræknu og kappaksturinn mikli enduðu báðar (og reyndar tvö eintök af hvorri) í jólapökkum þeirra bræðra auk einhverra af síðustu Tinna bókunum en fyrsta Sval og Val bókin rataði þó ekki inn á heimilið í það skiptið. Seinna, einhvern tímann á árinu 1978, varð Hrakfallaferð til Feluborgar þó hluti af myndasögukosti bræðranna ef minnið bregst ekki og Gormahreiðrið var einnig keypt - líklega um leið og hún kom út í októbermánuði.
Ein eftirminnilegasta minning SVEPPAGREIFANS, tengd Sval og Val bókunum, birtist þó í aðdraganda jólanna 1978. Þeir bræður voru þá að sjálfsögðu búnir að kryfja til mergjar þá myndasöguútgáfu sem bókaforlögin buðu upp á fyrir þau jólin og Svalur og Valur voru án efa orðnir efstir á óskalistanum eftir að ævintýrum Tinna lauk. SVEPPAGREIFINN var sem barn í eðli sínu forvitinn eins og gerist á meðal barna og fór reglulegar yfirferðir yfir helstu felustaði heimilisins síðustu dagana fyrir jól, ásamt bróður sínum, til að leita uppi hugsanlegar jólagjafir annarra fjölskylduaðila. Allt var þetta eflaust gert í nafni nauðsynlegrar fyrirhyggju því, jú koma þurfti í veg fyrir að þær myndasögur sem bræðurnir ætluðu sjálfir að gefa hvorum öðrum myndi stangast á við gjafir annara. Eða þannig! En alla vega ... frekar óvænt, í einum leitarleiðangrinum, birtust skyndilega tvær algjörlega óinnpakkaðar myndasögur með Sval og Val, vel faldar innan um lök og sængurverasett, í línskáp heimilisins í hjónaherberginu. Hér var um að ræða bækurnar Tembó Tabú og Svalur og górilluaparnir og á einu augabragði var þarna slökkt á allri eðlilegri eftirvæntingu jólaundirbúningsins. Í staðinn tók við skömm og nagandi samviskubit yfir að hafa látið freistinguna ná yfirhöndinni og tilhugsunin yfir að vita hvað væri í jólapökkunum náði að drepa niður mestu tilhlökkunina fyrir jólin. Eini kosturinn var sá að við vissum ekki hvor okkar fengi hvora bók en þess má þó geta að Svalur og górilluaparnir endaði hjá SVEPPAGREIFANUM.
En eins og áður segir hafa alls komið út 36 bækur hér á landi úr þessum vinsæla bókaflokki. André Franquin teiknaði 19 af þessum 36 bókum, Jean-Claude Fournier gerði 5, Tome og Janry 10 en þeir Yoann og Vehlmann eiga tvær sögur sem eru þær nýjustu í bókaflokknum. Franquin á því stærsta hluta þeirra Sval og Val bóka sem komið hafa út hér og í rauninni eru aðeins fjórar sögur frá honum eftir sem ekki hafa komið á íslensku. Útgáfa Sval og Val bókanna hér á landi einkenndist því fyrstu árin af myndasögunum eftir Franquin og Fournier en síðan var komið að röð bóka eftir Tome og Janry. Þær síðarnefndu féllu ekki alveg jafn mikið í kramið hjá SVEPPAGREIFANUM en sjálfsagt má það að einhverju leyti rekja til þess á þessum tíma var hann eilítið farinn að missa áhugann á myndasögum almennt. Eðlilegt að það gerðist á unglings- og menntaskólaárunum en sem betur fer kom sá áhugi aftur með auknum þroska.
Hann minnist þess að á einhverju tímabili (það var frekar snemma) hafi honum bæði fundist Gormahreiðrið og þær sögur sem fjölluðu um Zorglúbb mjög skemmtilegar og lesið þær mikið. Á sama hátt minnist hann þess að bækur eins og til dæmis Vélmenni í veiðihug, Svalur í New York og Seinheppinn syndaselur hafi að miklu leyti farið fram hjá honum. Í það minnsta þekkir hann þær bækur ekki eins vel og hefur lesið miklu sjaldnar en aðrar. Það sama má auðvitað líka segja um tvær nýjustu bækurnar (Vikapiltur á vígaslóð og Hefnd Gormsins) í íslensku seríunni. Þær sögur tilheyra í raun allt öðrum heimi en þeim sem SVEPPAGREIFINN las um í Sval og Val bókunum sem krakki. Þarna á milli (frá Seinheppnum syndaseli og til Vikapilts á vígaslóð) vantar inn í seríuna 10 bækur sem ekki hafa komið út á íslensku og auk þess eitt par af höfundum (Morvan og Munuera) sem við fengum aldrei að njóta. Reyndar hefur SVEPPAGREIFINN alveg skoðað og lesið mest af þessum bókum sem inn í vantar en hefur ekki fundist þær sambærilegar eldri sögunum. Og enda stóð heldur ekki til að þær myndu tilheyra þessari úttekt um uppáhalds bækurnar.
En hvaða Sval og Val bækur skildu það þá vera sem myndu skora hæst á uppáhaldsskala seríunnar hjá SVEPPAGREIFANUM? Nú verður að taka það fram að SVEPPAGREIFINN er einlægur aðdáandi André Franquin (og hefur svo sem ekki farið neitt sérstaklega leynt með það hér á Hrakförum og heimskupörum) og var til að mynda mjög ungur vel meðvitaður um mismuninn á teiknistíl þeirra Franquins og Fourniers. Stíll Franquins höfðaði strax miklu sterkara til SVEPPAGREIFANS og bara sú staðreynd hlýtur því að benda til þess að uppáhaldssögur hans leynist í bókum þess frábæra listamanns. SVEPPAGREIFINN er reyndar alveg sáttur við sumt af því sem Tome og Janry gerðu en Fournier hefur hins vegar aldrei náð almennilega til hans. En allt þetta snýst auðvitað um smekk og sem betur fer er hann afskaplega misjafn eftir einstaklingum. Það er því ekki neitt til hjá SVEPPAGREIFANUM í þessum efnum sem myndi teljast hinn heilagi sannleikur og þetta mat hans byggist eingöngu á eigin tilfinningu og smekk. En eftir að hafa týnt saman nokkrar af þeim bókum úr seríunni sem SVEPPAGREIFANUM gæti hugnast sem uppáhalds þá ætti það ekki að koma á óvart að tíu bækur af tólf eru eftir Franquin, ein eftir Fourner og ein frá Tome og Janry. Bækurnar tólf eru eftirfarandi:
- Hrakfallaferð til Feluborgar
- Gormahreiðrið
- Svalur og górilluaparnir
- Svaðilför til Sveppaborgar
- Gullgerðarmaðurinn
- Neyðarkall frá Bretzelborg
- Fanginn í styttunni
- Z fyrir Zorglúbb
- Með kveðju frá Z
- Svamlað í söltum sjó
- Sjávarborgin
- Veiran
Sjálfsagt þýðir lítið að fara að ætla sér að reyna að þrengja þennan ramma enn frekar. Þessar fjórar bækur eru allar í miklu uppáhaldi og það er engin ein af þeim sem stendur upp úr öðrum fremur. Það væri líklega eins og að ætla að fara að velja eitthvað eitt uppáhalds Bítlalag. Það er einfaldlega ekki hægt. Nú skal það tekið fram að SVEPPAGREIFINN hefur aldrei áður velt fyrir sér neitt sérstaklega eða markvisst hver sé hans uppáhalds Sval og Val bók. Nema það eitt að hann minnist þess að hafa alltaf verið mjög hrifinn af bókinni Neyðarkalli frá Bretzelborg. Þessar vangaveltur eru því kannski meira svona augnabliksins- eða stemmningsmiðaðar og þá sérstaklega í ljósi þess hversu margar bækur hann setti á listann við fyrsta val. Það eru því töluverðar líkur á að eftir hálft ár eða fimm ár verði bækurnar í efstu sætunum einhverjar allt aðrar. SVEPPAGREIFINN er því miður ekki stöðugt að glugga í Sval og Val bækurnar eins og hann gerði í gamla daga. Nú á gamalsaldri eru þær hins vegar dregnar fram úr myndasöguhillunum nokkuð reglulega á fárra ára fresti og þá lesnar spjaldanna á milli.
Flottur pistill eins og alltaf.
SvaraEyðaTakk fyrir kærlega :)
SvaraEyða