31. maí 2019

113. BRANDARI UM HERRA SEÐLAN

SVEPPAGREIFINN er afskaplega latur í dag og ætlar því að þessu sinni að láta sér nægja stakan Viggó brandara sem birtist á forsíðu belgíska myndasögutímaritsins SPIROU (númer 1638), fyrir tæplega 40 árum, eða þann 4. september árið 1969. Þessi brandari hefur ekki birst áður í íslenskri útgáfu og SVEPPAGREIFINN tók sér því það bessaleyfi (af hverju í ósköpunum heitir það bessaleyfi?) að þýða hann og fylla upp í talblöðruna með tilheyrandi texta. Vonandi tekur rétthafi myndarinnar hér á landi það ekki óstinnt upp og kærir undirritaðan fyrir athæfið. En alla vega ... gleðilegan föstudag og ÁFRAM TOTTENHAM í úrslitum Meistaradeildarinnar á morgun!

4 ummæli:

  1. Ég verð bara að segja að ég skil ekki þennan brandara hans Viggós.

    SvaraEyða
  2. Nei, þarna þarf líklega aðeins að lesa á milli línanna. En brandarinn gengur víst út á það að Viggó hefur smíðað rúllustiga (sjálfsagt einhverja framandi útgáfu) og komið honum fyrir í húsnæði timaritsins Svals ef ég þekki hann rétt. Herra Seðlan (auðvitað) hefur lent svo illilega í stiganum að hann liggur fótbrotinn á spítala og af sinni alkunnu hjartagæsku hefur Viggó droppað við hjá honum með blóm og huggar kaupsýslumanninn í leiðinni með þeim orðum að hann sé búinn að laga gallann sem olli slysinu.

    Kv. SVEPPAGREIFINN

    SvaraEyða
  3. Hvernig er hægt að taka sér bessaleyfi?
    Elsta dæmi í söfnum Orðabókar Háskólans um orðasambandið að taka sér bessaleyfi ‘gera eitthvað án þess að biðja um leyfi’ er frá fyrri hluta 18. aldar. Heldur eldra er sambandið að eitthvað sé bessaleyfi. Orðið bersi, en einnig bessi, merkir ‘bjarndýr’. Ásgeir Blöndal Magnússon telur upprunann óvissan í Íslenskri orðsifjabók (1989:52). Annaðhvort liggi til grundvallar mannsnafnið Bessi/Bersi eða bjarndýrsheitið.


    Ef bjarndýrsheitið liggur að baki orðasambandinu að taka sér bessaleyfi gæti það vísað til styrks bjarnarins sem hikar ekki ef hann vill ná einhverju fram.

    Helgi Hálfdanarson skáld og þýðandi getur þess til í grein í Tímariti Máls og menningar (1975:92–104) að að baki liggi týnd saga um einhvern Bessa og sama gerði Jón Ólafsson úr Grunnavík á 18. öld sem nefnir samböndin að hafa bessaleyfi, gera nokkuð í bessaleyfi og taka í bessaleyfi í orðabókarhandriti sínu (AM 433 fol.). Ef hins vegar bjarndýrsheitið liggur að baki gæti það vísað til styrks bjarnarins sem hikar ekki ef hann vill ná einhverju fram.

    SvaraEyða
  4. Hahaha... Rúnar, takk fyrir þetta! Þá vitum við það :)

    Kv. SVEPPAGREIFINN

    SvaraEyða

Út með sprokið!