SVEPPAGREIFINN hefur einstaklega gaman að myndasögunum um Viggó viðutan og uppátækjum hans eins og margoft hefur komið fram hér á síðunni. Margar stórskemmtilegar aukapersónur er hluti þess sem gera þessa seríu svo skemmtilega og einn af uppáhalds karakterum SVEPPAGREIFANS í bókunum er hinn geðþekki kaupsýslumaður herra Seðlan. Um hann hefur að sjálfsögðu verið ritað hér áður. Samskipti þeirra Viggós og herra Seðlans eru sjaldan á vinsamlegu nótunum en sá síðarnefndi er alveg sérstaklega óheppinn þegar kemur að vafasömum uppátækjum þess fyrrnefnda. Yfirleitt enda viðskipti þeirra á þann hátt að herra Seðlan rýkur á braut í reiðikasti en oftar en ekki lýkur samskiptum þeirra einnig með líkamlegum áverkum. Jafnvel þannig að kaupsýslumaðurinn knái endi á sjúkrahúsi. En fyrsti brandarinn þar sem herra Seðlan verður svo mikið fyrir barðinu á Viggó, að hann endar á spítala, birtist í SPIROU tölublaði númer 1200 sem kom út þann 13. apríl árið 1961. Á þessum tímapunkti hafði herra Seðlan ekki verið mjög áberandi í bröndurunum um Viggó og líklega var þetta ekki nema í fjórða eða fimmta skipti sem hann birtist í blaðinu. Forsögu
þess slyss má rekja til einhvers konar pedalastígandi hjólastóls
sem Viggó hafði smíðað og var að aka um á gangi skrifstofunnar þegar
herra Seðlan var svo óheppinn að verða skyndilega á vegi hans. Í
framhaldi af þeim árekstri rúllaði kaupsýslumaðurinn niður stigann á
farartækinu og endaði að sjálfsögðu á spítala með brotinn fót.
Á næstu vikum birtist herra Seðlan öðru hvoru aftur og í blaði númer 1212 sem út kom þann 6. júlí sama ár fótbrotnaði hann aftur. Og aftur tengdist það hinum fótstigna hjólastól Viggós. Að þessu sinni hefur Valur gefið Viggó frí af skrifstofunni til að losna við hann og boðar herra Seðlan á sinn fund þar til að skrifa undir samningana. Fyrir vikið Viggó keyrir hann niður við húshornið á leiðinni út og aftur lendir hann fótbrotinn á sjúkrahús en að þessu sinni liggur reyndar Viggó líka slasaður í næsta rúmi. Sá er einnig töluvert lemstraður en þó ekki fótbrotinn líkt og herra Seðlan.
Í SPIROU blaði númer 1487 sem kom út þann 16. október 1966 er Viggó að gera merkilega efnafræðitilraun með nýja sápu sem reyndar er í sterkari kantinum. Líklega þekkja margir þennan brandara úr bókinni Viggó á ferð og flugi sem Iðunn sendi frá sér árið 1982. En afrakstur tilraunar Viggós lendir fyrir slysni á gólfinu sem á örstuttum tíma étur sig í gegnum það og lendir á berum skalla herra Seðlans með sársaukafullum afleiðingum. Og auðvitað endar hann á spítala.
Það verður reyndar að segja Val til hróss að hann er alveg einstaklega duglegur við að heimsækja herra Seðlan á spítalann og færa honum túlípana. En að lokum er hér stakur spítalabrandari sem birtist á forsíðu SPIROU blaðs númer 1638 og kom út þann 4. september árið 1969. Enn á ný er fótbrot ástæða sjúkrahúsvistarinnar en forsögunni að henni má rekja til slyss í rúllustiga sem Viggó er sterklega grunaður um að eiga aðild að ef marka má viðbrögð herra Seðlans. SVEPPAGREIFINN hefur reyndar áður minnst á þann brandara sem finna má í færslu hér á síðunni.
Á næstu vikum birtist herra Seðlan öðru hvoru aftur og í blaði númer 1212 sem út kom þann 6. júlí sama ár fótbrotnaði hann aftur. Og aftur tengdist það hinum fótstigna hjólastól Viggós. Að þessu sinni hefur Valur gefið Viggó frí af skrifstofunni til að losna við hann og boðar herra Seðlan á sinn fund þar til að skrifa undir samningana. Fyrir vikið Viggó keyrir hann niður við húshornið á leiðinni út og aftur lendir hann fótbrotinn á sjúkrahús en að þessu sinni liggur reyndar Viggó líka slasaður í næsta rúmi. Sá er einnig töluvert lemstraður en þó ekki fótbrotinn líkt og herra Seðlan.
Í SPIROU blaði númer 1487 sem kom út þann 16. október 1966 er Viggó að gera merkilega efnafræðitilraun með nýja sápu sem reyndar er í sterkari kantinum. Líklega þekkja margir þennan brandara úr bókinni Viggó á ferð og flugi sem Iðunn sendi frá sér árið 1982. En afrakstur tilraunar Viggós lendir fyrir slysni á gólfinu sem á örstuttum tíma étur sig í gegnum það og lendir á berum skalla herra Seðlans með sársaukafullum afleiðingum. Og auðvitað endar hann á spítala.
Það verður reyndar að segja Val til hróss að hann er alveg einstaklega duglegur við að heimsækja herra Seðlan á spítalann og færa honum túlípana. En að lokum er hér stakur spítalabrandari sem birtist á forsíðu SPIROU blaðs númer 1638 og kom út þann 4. september árið 1969. Enn á ný er fótbrot ástæða sjúkrahúsvistarinnar en forsögunni að henni má rekja til slyss í rúllustiga sem Viggó er sterklega grunaður um að eiga aðild að ef marka má viðbrögð herra Seðlans. SVEPPAGREIFINN hefur reyndar áður minnst á þann brandara sem finna má í færslu hér á síðunni.
Auðvitað (auðvitað?) lendir herra Seðlan mjög oft í óheppilegum atvikum í Viggó bókunum með óumflýjanlegum meiðslum og hnjaski - í flestum tilfellum nokkuð alvarlegum. En sjaldnast eru lesendur brandaranna þó það heppnir að fá að sjá endanlegu afleiðingarnar af þeim "slysum". Brandararnir enda oftar en ekki þar sem herra Seðlan liggur sárkvalinn á gólfinu, hoppandi um öskrandi af sársauka af einhverju orsökum eða jafnvel steinrotaður úti á götu. Herra Seðlan endar því klárlega miklu oftar á spítalanum heldur en lesendur Viggó bókanna fá að kynnast.
Góður pistill. Viggó og Herra Seðlan eru í miklu uppáhaldi hjá mér.
SvaraEyðaTakk fyrir enn og aftur.
SvaraEyðaÉg er algjörlega sammála með að Viggó sé í uppáhaldi. Og það snýst ekki bara um Viggó sjálfan heldur líka um sögusviðið, aukapersónurnar (eins og herra seðlan), uppfinningarnar hans, óhöppin og í rauninni allt sem seríunni fylgir.
Og ekki má gleyma teikningum Franquins - allt ein gargandi snilld!
Kv.
SVEPPAGREIFINN