Í næstu viku, nánar tiltekið fimmtudaginn 10. janúar árið 2019, verður haldið upp á einn af stóru dögunum í teiknimyndasöguheiminum. Þennan dag á nefnilega blaða- og ævintýramaðurinn úrræðagóði Tinni 90 ára afmæli en þann 10. janúar árið 1929, sem var reyndar líka fimmtudagur, birtist þessi víðfrægi kappi í fyrsta sinn í barnatímaritinu Le Petit
Vingtième. Á þeim tíma gerði líklega enginn sér grein fyrir því hversu stóru hlutverki hann ætti eftir að gegna næsta áratugina. Sjálfsagt verða margir fjölmiðlar út um allan heim með einhverjar umfjallanir í tilefni af þessum tímamótum en færsla vikunnar hjá SVEPPAGREIFANUM er að sjálfsögðu tileinkuð myndasöguhetjunni frægu.
Le Petit
Vingtième, sem var reyndar nýtt vikulegt fylgirit dagblaðsins Le Vingtième Siècle, hafði komið fyrst út þann 1. nóvember árið 1928 en ritstjóri þess var hinn tuttugu og eins árs gamli George Remi. Remi hafði fjórum árum áður tekið sér listamannsnafnið Hergé en það myndaði hann úr upphafsstöfum nafns síns, lesið afturábak og upp á franskan máta - R. G. Svolítið hefur áður verið fjallað um Hergé á Hrakförum og heimskupörum og um hann má meðal annars lesa hér. En fyrstu kynni heimsins af Tinna birtust sem sagt í þessu tiltekna blaði.
Sagan nefndist Tinni í Sovétríkjunum (Tintin au pays des Soviets) og fjallaði á mjög frumstæðan hátt um ferðalag ungs blaðamanns til Sovétríkjanna. Le Petit Vingtième birti í hverri viku tvær blaðsíður úr sögunni en hún var sett upp á þann hátt að það leit út fyrir að Tinni væri til í raun og veru og sendi blaðinu reglulega einhvers konar dagbókarpistla, í myndasöguformi, sem lýsti því hvað á daga hans drifi á ferðalaginu. Löngu seinna greindi Hergé reyndar frá því að sagan um Tinna í Sovétríkjunum hefði verið algjört slys og hann hefði alltaf skammast sín fyrir þetta byrjendaverk sitt. Það var einnig ástæða þess að Tinni í Sovétríkjunum var aldrei endurteiknuð og lituð líkt og gert var seinna við allar hinar eldri sögurnar. Það var síðan ekki fyrr en árið 2017 sem sagan kom fyrst fyrir sjónir fólks í litaðri útgáfu en það var 34 árum eftir dauða Hergés. Hér má sjá upphaf sögunnar, í Le Petit Vingtième, þar sem blaðamaðurinn Tinni lagði af stað frá Brussel fyrir 90 árum síðan.
Sagan nefndist Tinni í Sovétríkjunum (Tintin au pays des Soviets) og fjallaði á mjög frumstæðan hátt um ferðalag ungs blaðamanns til Sovétríkjanna. Le Petit Vingtième birti í hverri viku tvær blaðsíður úr sögunni en hún var sett upp á þann hátt að það leit út fyrir að Tinni væri til í raun og veru og sendi blaðinu reglulega einhvers konar dagbókarpistla, í myndasöguformi, sem lýsti því hvað á daga hans drifi á ferðalaginu. Löngu seinna greindi Hergé reyndar frá því að sagan um Tinna í Sovétríkjunum hefði verið algjört slys og hann hefði alltaf skammast sín fyrir þetta byrjendaverk sitt. Það var einnig ástæða þess að Tinni í Sovétríkjunum var aldrei endurteiknuð og lituð líkt og gert var seinna við allar hinar eldri sögurnar. Það var síðan ekki fyrr en árið 2017 sem sagan kom fyrst fyrir sjónir fólks í litaðri útgáfu en það var 34 árum eftir dauða Hergés. Hér má sjá upphaf sögunnar, í Le Petit Vingtième, þar sem blaðamaðurinn Tinni lagði af stað frá Brussel fyrir 90 árum síðan.
Sagan sló strax í gegn og í kjölfarið var hafist handa við nýtt ævintýri þar sem Tinni myndi ferðaðist til Afríku í sögu sem nefndist Tintin au Congo (Tinni í Kongó). Þriðja sagan, Tinni í Ameríku (Tintin en Amérique), var byggð upp á svipaðan hátt þar sem Hergé samdi söguna jafnóðum og hún var teiknuð og birt í Le Petit
Vingtième. Þessi fyrstu þrjú ævintýri Tinna einkenndust af miklum hraða og frekar hroðvirkislegum atburðarásum en með aukinni reynslu Hergés róaðist Tinni smám saman. Það var þó ekki fyrr en með fimmtu sögunni, Blái lótusinn (Le Lotus bleu), sem hann hóf að semja handritin fyrirfram. Næstu tuttugu árin teiknaði Hergé sögur, á eins til tveggja ára fresti, sem gefnar voru jafnóðum út í bókaformi og gæði þeirra batnaði auk þess sem metnaður listamannsins jókst. Þegar kom fram á miðjan sjötta áratuginn fór heldur að hægja á útgáfunni og lengra fór að verða á milli sagnanna. 22. sagan, Flugrás 714 til Sydney (Vol 714 pour Sydney) kom til dæmis út árið 1968 en þá voru komin fimm ár síðan síðasta sagan, Vandræði Vaílu Veinólínó (Les Bijoux de la Castafiore) hafði komið út. Síðasta ævintýrið, Tinni og Pikkarónarnir (Tintin et les Picaros), kom síðan út árið 1976 en Hergé var að vinna að einni sögunni í viðbót þegar hann lést árið 1983. Sú saga bar vinnuheitið Tintin et l'Alph-Art og hefur víða verið gefin út ókláruð og með skýringum. Alls komu út 24 Tinna bækur (ef Tinni í Sovétríkjunum og Tintin et l'Alph-Art eru taldar með) sem seldar hafa verið í yfir 230 milljónum eintaka og þýddar á yfir 70 tungumálum.
Fyrstu kynni Íslendinga af Tinna bókunum hófust árið 1971 þegar Fjölvi gaf út tvær bækur úr seríunni en þá voru rúmlega 40 ár síðan Tinni kom fyrst fram. Þetta voru sögurnar Svaðilför í Surtsey og Dularfulla stjarnan og næstu árin voru allar bækurnar gefnar út nema sú fyrsta, Tinni í Sovétríkjunum, enda taldist hún þá yfirleitt ekki til seríunnar. Síðustu fjórar bækurnar í íslensku bókaröðinni komu út árið 1977 en Tinni í Sovétríkjunum kom loksins út á íslensku árið 2007. Tinna bækurnar hafa verið endurútgefnar nokkuð reglulega síðustu áratugina og síðast voru tíu bækur úr seríunni gefnar út í litlu broti árið 2010. Um sögu Tinna á Íslandi má lesa hér.
Það stendur margt til í tilefni afmælisins. Nú þegar hefur til dæmis verið gefinn út, á nokkrum tungumálum, sérstakur afmælisheildarpakki með öllum Tinna bókunum en auk þess má til dæmis nefna endurútgáfu af hinni ítarlegu bók The Art of Hergé eftir Michel Daubert sem gefin er út af Hergé safninu í Brussel. SVEPPAGREIFINN fékk aðeins tækifæri til að fletta í gegnum þennan 480 blaðsíðna doðrant síðastliðið sumar og dauðlangar til að eignast gripinn. Bækurnar eftir Michael Farr og Benoît Peeters, sem margir þekkja, eru hálfgerðar vasabækur við hliðina á bók Daubert. Þá setur Hergé safnið að sjálfsögðu upp sýningu í tilefni 90 ára afmælisins en safnið sjálft heldur einnig upp á 10 ára afmæli sitt á sama tíma.
Sjálfur ætlar SVEPPAGREIFINN ekki að gera neitt í tilefni afmælisins.
Það stendur margt til í tilefni afmælisins. Nú þegar hefur til dæmis verið gefinn út, á nokkrum tungumálum, sérstakur afmælisheildarpakki með öllum Tinna bókunum en auk þess má til dæmis nefna endurútgáfu af hinni ítarlegu bók The Art of Hergé eftir Michel Daubert sem gefin er út af Hergé safninu í Brussel. SVEPPAGREIFINN fékk aðeins tækifæri til að fletta í gegnum þennan 480 blaðsíðna doðrant síðastliðið sumar og dauðlangar til að eignast gripinn. Bækurnar eftir Michael Farr og Benoît Peeters, sem margir þekkja, eru hálfgerðar vasabækur við hliðina á bók Daubert. Þá setur Hergé safnið að sjálfsögðu upp sýningu í tilefni 90 ára afmælisins en safnið sjálft heldur einnig upp á 10 ára afmæli sitt á sama tíma.
Sjálfur ætlar SVEPPAGREIFINN ekki að gera neitt í tilefni afmælisins.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Út með sprokið!