SVEPPAGREIFINN minntist, ekki fyrir svo löngu síðan, á skemmtilega myndasögubók sem hann rakst á og keypti í svissnesku borginn Basel í sumar og lofaði eiginlega í kjölfarið að fjalla aðeins um hana hér á Hrakförum og heimskupörum. Þessi bók er á þýsku og heitir Asterix und seine Freunde, sem þýðir einfaldlega Ástríkur og vinir hans, en heftið var fyrst gefið út í Frakklandi (þar sem hún heitir Astérix et ses amis) þann 5. nóvember árið 2007 í tilefni af 80 ára afmæli listamannsins Albert Uderzo það ár. Dagsetningin 5. nóvember var hins vegar valin í tilefni dánardags René Goscinny handritshöfundar sem lést á þeim degi þrjátíu árum áður. Það þarf auðvitað ekki að taka það fram að þessi bók tilheyrir ekki upprunalegu Ástríks seríunni. Hin þýska útgáfa bókarinnar var aftur á móti alveg nýkomin út þegar SVEPPAGREIFINN kippti henni með sér núna í ágúst síðastliðnum en Uderzo hélt reyndar upp á 92ja ára afmæli sitt í apríl. Sú þýska er því heilum tólf árum of seint á ferðinni en það breytir því þó ekki að um stórskemmtilegt afmælisrit er að ræða. Bókin er svolítið í anda Viggó bókarinnar La galerie des Gaffes sem SVEPPAGREIFINN eignaðist fyrir um einu og hálfu ári síðan og minntist aðeins á hér en einnig hefur hann birt brandara úr þeirri bók sem finna má neðst í færslu um herra Seðlan.
En þarna koma 30 ólíkir listamenn saman við að heiðra Uderzo í tilefni afmælisins og votta honum virðingu sína, fyrir hans frábæra ævistarf, með stuttum myndabröndurum eða sögum þar sem þeirra eigin myndasögupersónur koma gjarnan við sögu ásamt söguhetjum Ástríks bókanna. Þessir 30 aðilar eru ýmist stakir listamenn eða pör sem vinna saman að teikningu myndasagna og handritsgerð. Allir eru þeir þekktir í myndasöguheiminum og brandararnir eru auðvitað jafn misjafnir og þeir eru margir enda stílbrögð
og hugmyndir höfundanna afar ólík að gerð. Allir brandararnir voru sérteiknaðir fyrir
tilefnið en þó er mjög misjafnt hvernig listamennirnir nálgast viðfangsefnið. Upprunalegu Ástríks sögurnar eru auðvitað bundnar við ákveðin svæði og tíma (ca. árið 50 fyrir Krist) og nokkrir listamannanna fara því þá leið að notast við tímaflakk af einhverju tagi. Sumir teiknaranna nota tækifærið til að tjá lesendum tilfinningar sínar gagnvart Ástríksbókunum og í fáeinum þeirra koma jafnvel höfundarnir Uderzo og Goscinny sjálfir við sögu. Og eins og áður var getið þá hitta sögupersónur listamannanna Ástrík sjálfan í mörgum brandaranna. Brandararnir 30 eru einfaldir. Þeir eru flestir eins til tveggja blaðsíðna og sá lengsti er reyndar heilar fjórar síður en bókin er 64 blaðsíður að lengd. Þó listamennirnir séu allir vel kunnir í myndasöguheiminum þá þekkir SVEPPAGREIFINN alls ekki þá alla og reikna má með að svipað sé upp á teningnum hjá öðru íslensku áhugafólki um myndasögur. Hann ætlar samt að kíkja aðeins á fáeina brandara eða sögur úr bókinni og þá aðallega þessar helstu sem tengjast þeim myndasöguseríum sem við hérna uppi á Hjaranum könnumst við eða þekkjum.
Fyrsta skal nefna tveggja síðna Lukku Láka sögu sem nefnist Eine amerikanische Legende (Amerísk goðsögn) og er eftir þá Achdé, núverandi teiknara seríunnar, og handritshöfundinn Laurent Gerra. Sagan segir frá því hvar kúrekinn knái er á ferðinni um slétturnar með fréttaritaranum Albert Goldfinger og hundinum Rattata. Þeir hafa næturdvöl hjá vinum Lukku Láka úr Shavashava ættbálknum, sem margir kannast við úr sögunum um indjánann Oumpah-Pah, og Goldfinger fer að dást að veglegri fórnarsúlu sem staðsett er í tjaldbúðunum en súlan er skreytt með þeim Ástríki, Steinríki og Krílríki. Oumpah-Pah sjálfur, orðinn gamall maður, bíður þeim að borða með indjánunum og segir þeim frá því að súlan hafi verið reist Göllunum til heiðurs fyrir löngu síðan. Hann segir þeim ýmsar frægðarsögur af Ástríki og Steinríki sem hafi birst fyrir 20.000 tunglum (mánuðum þá væntanlega) síðan, kennt þeim ýmsa þarfa siði og skilið eftir handa þeim pela af kjarnaseiði sem hefur gert ættbálkinn ósigrandi líkt og þeir sjálfir. Lukku Láki hittir því Ástrík ekki í eigin persónu í sögunni en fær þó í lok hennar sopa af kjarnaseiðinu frá hinum gamla Oumpah-Pah. Á hundrað ára fresti velja indjánarnir einn bardagamann sem fær gúlsopa af galdraseiðinu og að þessu sinni er því komið að sjálfum Lukku Láka að fá súp. Og þannig er því skýringin komin á eldsnöggum og yfirnáttúrulegum hæfileikum Lukku Láka með marghleypuna. Eins og allir vita var René Goscinny handritshöfundur þessara beggja sería um langt skeið auk þess sem hann kom auðvitað einnig að sögunum um Oumpah-Pah líkt og Uderzo.
Næst er við hæfi að kíkja á einn tveggja síðna brandara um Viggó viðutan sem heitir Gastons Labor (Tilraunastofa Viggós). Þetta framlag er eftir sjálfan Jidéhem (Jean De Mesmaeker) en hann var nokkurs konar hægri hönd André Franquin við vinnu hans að bröndurunum um Viggó á sínum tíma. Að þessu sinni er Viggó staddur á ritstjórnarskrifstofu SVALS þar sem hann er búinn að vera að dunda sér við tilraunir á töfraformúlu úr hinum sígilda pakka "Hundrað skemmtilegar efnafræðitilraunir". Hann er í öngum sínum yfir því að herra Seðlan, sem skömmu áður hafði verið á skrifstofunni, er skyndilega horfinn og Viggó telur hvarf hans vera afleiðing tilraunarinnar sem hann var að framkvæma. Í örvæntingu sinni, við að reyna að endurheimta kaupsýslumanninn, heldur Viggó tilraunum sínum áfram með tilheyrandi sprengingum og látum og við það birtist allt í einu sjálfur Aðalríkur allsgáði. Áfram heldur Viggó og á skammri stundu springa fram bæði söngvaskáldið Óðríkur og Steinríkur með sama hætti en sjálfur Ástríkur kemur hins vegar ekkert hér við sögu. Í lok brandarans birtist herra Seðlan hins vegar aftur en tilraunir Viggós höfðu þá ekkert haft með hvarf hans að gera. Hann hafði bara brugðið sér aðeins fram á gang.
Þriðja dæmið sem SVEPPAGREIFINN ætlar að skoða heitir Melting pot (Bræðslupottur) og kemur reyndar úr svolítið óvæntri átt. Það er nefnilega ekki alveg sjálfgefið að persónurnar úr Ástríks bókunum poppi allt í einu upp í myndasögu með Andrési önd. En í þessum brandara, eða öllu heldur þriggja blaðsíðna sögu, er afmæli þorpshöfðingjans Aðalríks allsgáða framundan og íbúar Gaulverjabæjar undirbúa sig af kostgæfni fyrir hátíðarhöld í tilefni þess. Flestir þeirra hafa fundið góðar gjafir handa Aðalríki en sjálfur Ástríkur á þó í vandræðum með hvað hann skuli gefa höfðingja sínum. Þar sem hann situr í þungum þönkum úti í skóginum birtist allt í einu sjálfur Andrés önd fyrir framan hann og Ástríkur verður þrumu lostinn yfir þessari talandi önd í fötum. Eftir að Steinríkur mætir einnig til leiks vísar Andrés þeim félögum á tímavél uppfinningamannsins Georg gírlausa en þeir urðu óvænt að lenda í skóginum vegna bilunnar. Þegar inn í hana er komið rekur Steinríkur (auðvitað!) sig óvart í takka í mælaborðinu sem ræsir tímavélina og fer með þá í snarheitum til Andabæjar. Þar hitta þeir Ripp, Rapp og Rupp sem þekkja þá auðvitað úr Ástríks bókunum og næstu klukkutímunum eyða Ástríkur og Steinríkur við að gefa eiginhandaáritanir (fingraför reyndar) í Andabæ. Að lokum halda þeir aftur heim til Gaulverjabæjar með tímavél Georgs og Ástríkur gefur Aðalríki forláta fótbolta, sem slær auðvitað í gegn, í afmælisgjöf.
Að síðustu má nefna einnar síðu brandara þar sem þeir Ástríkur og Steinríkur verða á vegi Gormsins. Að mati SVEPPAGREIFANS er þetta sú saga bókarinnar sem er hvað best heppnuð teiknilega séð en er reyndar ansi innihaldslaus að öðru leyti. Sagan heitir Noch eine grosse Überfahrt og er eftir belgíska listamanninn Batem (Luc Collin) en hann varð höfundur hinna sjálfstæðu myndasagna um gormdýrið eftir að André Franquin lést. En hér segir frá því er þá Ástrík og Steinrík rekur á land, á ókunnri strönd, eftir að bátur þeirra ferst í miklu óveðri. Í fyrstu telja þeir sig reyndar vera komna heim, og hlakkar til að fá sér eitthvað matarkyns eftir volkið, en fljótlega átta þeir sig á því að svo er ekki. Steinríkur sér gormdýrið og hyggst veiða sér það til matar en í sömu mund ber þar að frumbyggja skógarsins (sjá bækurnar um Gorm) og þar með leiða þeir saman hesta sína, þeir Gormur og Steinríkur, við sameiginleg áhugamál - þ.e. barsmíðar á óvininum. Þeir enda þar sem hinir mestu mátar. Í lok myndasögunnar kemur síðan fram að þannig geti töfrar myndasagnanna sameinað persónur sem annars myndu aldrei hittast.
Sem dæmi um fleiri þekktar myndasögupersónur í Asterix und seine Freunde má einnig nefna hetjuflugfreyjuna Natöshu, Rick Master og Titeuf (Titt) en SVEPPAGREIFINN ætlar að láta þetta duga úr bókinni að þessu sinni. Hann hefur alltaf svolítið lúmskt gaman af því þegar myndasöguhetjur fara á flakk um framandi slóðir og birtast óvænt í vitlausum teiknimyndaseríum. SVEPPAGREIFINN hefur einmitt áður minnst á Steina sterka í Sval og Val bók og Tinna í sögu með Hinum fjórum fræknum í því samhengi og á eflaust eftir að týna til fleiri tilvik í komandi framtíð.
Fyrsta skal nefna tveggja síðna Lukku Láka sögu sem nefnist Eine amerikanische Legende (Amerísk goðsögn) og er eftir þá Achdé, núverandi teiknara seríunnar, og handritshöfundinn Laurent Gerra. Sagan segir frá því hvar kúrekinn knái er á ferðinni um slétturnar með fréttaritaranum Albert Goldfinger og hundinum Rattata. Þeir hafa næturdvöl hjá vinum Lukku Láka úr Shavashava ættbálknum, sem margir kannast við úr sögunum um indjánann Oumpah-Pah, og Goldfinger fer að dást að veglegri fórnarsúlu sem staðsett er í tjaldbúðunum en súlan er skreytt með þeim Ástríki, Steinríki og Krílríki. Oumpah-Pah sjálfur, orðinn gamall maður, bíður þeim að borða með indjánunum og segir þeim frá því að súlan hafi verið reist Göllunum til heiðurs fyrir löngu síðan. Hann segir þeim ýmsar frægðarsögur af Ástríki og Steinríki sem hafi birst fyrir 20.000 tunglum (mánuðum þá væntanlega) síðan, kennt þeim ýmsa þarfa siði og skilið eftir handa þeim pela af kjarnaseiði sem hefur gert ættbálkinn ósigrandi líkt og þeir sjálfir. Lukku Láki hittir því Ástrík ekki í eigin persónu í sögunni en fær þó í lok hennar sopa af kjarnaseiðinu frá hinum gamla Oumpah-Pah. Á hundrað ára fresti velja indjánarnir einn bardagamann sem fær gúlsopa af galdraseiðinu og að þessu sinni er því komið að sjálfum Lukku Láka að fá súp. Og þannig er því skýringin komin á eldsnöggum og yfirnáttúrulegum hæfileikum Lukku Láka með marghleypuna. Eins og allir vita var René Goscinny handritshöfundur þessara beggja sería um langt skeið auk þess sem hann kom auðvitað einnig að sögunum um Oumpah-Pah líkt og Uderzo.
Næst er við hæfi að kíkja á einn tveggja síðna brandara um Viggó viðutan sem heitir Gastons Labor (Tilraunastofa Viggós). Þetta framlag er eftir sjálfan Jidéhem (Jean De Mesmaeker) en hann var nokkurs konar hægri hönd André Franquin við vinnu hans að bröndurunum um Viggó á sínum tíma. Að þessu sinni er Viggó staddur á ritstjórnarskrifstofu SVALS þar sem hann er búinn að vera að dunda sér við tilraunir á töfraformúlu úr hinum sígilda pakka "Hundrað skemmtilegar efnafræðitilraunir". Hann er í öngum sínum yfir því að herra Seðlan, sem skömmu áður hafði verið á skrifstofunni, er skyndilega horfinn og Viggó telur hvarf hans vera afleiðing tilraunarinnar sem hann var að framkvæma. Í örvæntingu sinni, við að reyna að endurheimta kaupsýslumanninn, heldur Viggó tilraunum sínum áfram með tilheyrandi sprengingum og látum og við það birtist allt í einu sjálfur Aðalríkur allsgáði. Áfram heldur Viggó og á skammri stundu springa fram bæði söngvaskáldið Óðríkur og Steinríkur með sama hætti en sjálfur Ástríkur kemur hins vegar ekkert hér við sögu. Í lok brandarans birtist herra Seðlan hins vegar aftur en tilraunir Viggós höfðu þá ekkert haft með hvarf hans að gera. Hann hafði bara brugðið sér aðeins fram á gang.
Að síðustu má nefna einnar síðu brandara þar sem þeir Ástríkur og Steinríkur verða á vegi Gormsins. Að mati SVEPPAGREIFANS er þetta sú saga bókarinnar sem er hvað best heppnuð teiknilega séð en er reyndar ansi innihaldslaus að öðru leyti. Sagan heitir Noch eine grosse Überfahrt og er eftir belgíska listamanninn Batem (Luc Collin) en hann varð höfundur hinna sjálfstæðu myndasagna um gormdýrið eftir að André Franquin lést. En hér segir frá því er þá Ástrík og Steinrík rekur á land, á ókunnri strönd, eftir að bátur þeirra ferst í miklu óveðri. Í fyrstu telja þeir sig reyndar vera komna heim, og hlakkar til að fá sér eitthvað matarkyns eftir volkið, en fljótlega átta þeir sig á því að svo er ekki. Steinríkur sér gormdýrið og hyggst veiða sér það til matar en í sömu mund ber þar að frumbyggja skógarsins (sjá bækurnar um Gorm) og þar með leiða þeir saman hesta sína, þeir Gormur og Steinríkur, við sameiginleg áhugamál - þ.e. barsmíðar á óvininum. Þeir enda þar sem hinir mestu mátar. Í lok myndasögunnar kemur síðan fram að þannig geti töfrar myndasagnanna sameinað persónur sem annars myndu aldrei hittast.
Sem dæmi um fleiri þekktar myndasögupersónur í Asterix und seine Freunde má einnig nefna hetjuflugfreyjuna Natöshu, Rick Master og Titeuf (Titt) en SVEPPAGREIFINN ætlar að láta þetta duga úr bókinni að þessu sinni. Hann hefur alltaf svolítið lúmskt gaman af því þegar myndasöguhetjur fara á flakk um framandi slóðir og birtast óvænt í vitlausum teiknimyndaseríum. SVEPPAGREIFINN hefur einmitt áður minnst á Steina sterka í Sval og Val bók og Tinna í sögu með Hinum fjórum fræknum í því samhengi og á eflaust eftir að týna til fleiri tilvik í komandi framtíð.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli
Út með sprokið!