SVEPPAGREIFINN óskar lesendum Hrakfara og heimskupara gleðilegrar hátíðar með þökkum fyrir innlit og athugasemdir ársins sem senn er á enda. Það er Morris (Maurice de Bevere), teiknari Lukku Láka bókanna, sem á heiðurinn af þessu stórglæsilega listaverki sem fylgir færslu dagsins en það birtist í jólablaði SPIROU tímaritsins þann 14. desember árið 1967.
GLEÐILEG JÓL!
Seinbúin kveðja. Vonandi verður nýtt ár gleðilegt hjá þér og megi einn og einn pistill detta hingað inn.
SvaraEyðaÞakka þér, Rúnar og sömuleiðis. Ég stefni á að setja eitthvað hér inn öðru hvoru.
SvaraEyðaKv.
SVEPPAGREIFINN