8. nóvember 2015

3. TINNI Á AKUREYRI

Tinni kom til Íslands. Það er staðreynd sem ekki er víst að íslenskir lesendur Tinnabókanna átti sig almennt á. Í Dularfullu stjörnunni taka þeir félagar, Tinni, Tobbi og Kolbeinn kafteinn, sér ferð áleiðis í áttina að Norðurheimskautinu og fylgja þangað hópi vísindamanna sem ætlar sér að leita uppi risastóran loftstein sem fallið hefur í hafið á þeim slóðum. Fljótlega kemur í ljós að óvinveittir aðilar hafa einnig sett stefnu að sama markmiði og brátt hefst mikið kapphlaup, leiðangranna tveggja um Norðurhöfin, til að verða á undan á staðinn þar sem loftsteinninn kom niður.
Skip Tinna og félaga kemur við á Akureyri til að taka eldsneyti en leiðangur þeirra lendir hins vegar í nokkrum vandræðum með að útvega olíu á skipið þar sem samkeppnisaðilar þeirra gera allt hvað þeir geta til að leggja stein í götu leiðangursmanna. Af þeim sökum eyða Tinni og félagar hvorki meira né minna en heilum fjórum blaðsíðum á Akureyri og þar hittir Kolbeinn meðal annars Runólf, gamlan félaga af sjónum, sem sigldi með honum í 20 ár. Runólfur þessi kemur síðan seinna einnig fyrir í sögunni um Fjársjóð Rögnvaldar rauða.

Hergé teiknaði þessa sögu á árunum 1941-42, eða í miðri Seinni heimsstyrjöldinni, en þeirri sögulegu staðreynd er þó haldið frá atburðum þessa ævintýs. Sigling vísindaleiðangurs um Norðurhöfin hefði að sjálfsögðu þótt fráleit á þessum miklu stríðstímum og auk þess var Ísland kyrfilega hersetið af bæði Bretum og Bandaríkjamönnum á þessum árum. Svona nokkurn veginn leit Akureyri út í kringum þau ár þegar sagan var teiknuð.
Heldur frjálslega hefur Loftur Guðmundsson líka farið með íslensku þýðinguna á þeim hluta bókarinnar á meðan á dvöl þeirra á Akureyri stendur en það gerir bara söguna skemmtilegri fyrir okkur sjálfsumglöðu og athyglissjúku Íslendingana. Akureyrísku sódavatninu (líklega þá frá Sana) er gert hátt undir höfði í þýðingunni en eins og sjá má á þýðingunni hér fyrir neðan er íslenska útfærslan þeim mun álitlegri.

23. október 2015

2. SKEGG SKAFTANNA

Fólk er misjafnlega áhugasamt um teiknimyndasögur og sér þær líklega á jafn ólíkan hátt eins og það er margt. Þ.e.a.s. fólkið. Flestir lesa myndasögur sér til skemmtunnar, þegar það nær til þeirra, á meðan aðrir hafa sökkt sér í þær af fullum þunga í áratugi jafnvel og kunna þær helstu nánast utan að. Sú teiknimyndasöguáhugamannatýpa á helst allt sem út hefur komið í myndasöguformi, á mörgum tungumálum, allar útgáfur af hverri bók, fer á myndasöguráðstefnur og skiptist á gripum við sambærilega erlenda teiknimyndasöguáhugamannatýpur. Þess konar áhugafólk má líklega með réttu kalla myndasögunörda, safnara, Tinnafræðinga eða hvað það nú heitir allt saman. SVEPPAGREIFINN er sko ekki einn af þeim. Nei nei, sei sei...

En þetta var ekki það sem SVEPPAGREIFINN ætlaði að tuða um í þessari færslu. Meginefni þessarar færslu átti að fjalla um skegg Skaftanna í Tinnabókunum og hversu vel fólk er að sér um útlit þeirra. Já, einmitt! Hvernig skegg Skaftanna lítur út! Þannig var hugmyndin að koma því að í byrjun að líklega væru ekki allir sem vissu eða hefðu tekið eftir því að yfirvaraskegg þeirra væri ekki eins og því væri á einfaldan hátt hægt að þekkja þá í sundur. Tinnafræðingar vita þetta auðvitað og líklega flestir sem eru sæmilega vel að sér í myndasögum.
En alla vega... Skaftarnir, eins og þeir nefnast á íslensku, heita náttúrulega Skafti og Skapti eins og allir vita og lögun skeggja þeirra eru, eins og áður segir, ekki eins. Skeggið á Skafta er slétt á hliðunum á meðan skeggið á Skapta er uppbrett á hliðunum. Reyndar hefur verið bent á villur í einhverjum Tinnabókanna (til dæmis í Eldflaugastöðinni) þar sem nöfn Skaftanna, ja eða skegg þeirra, hafi víxlast. Að öðru leyti er lítill eða enginn sjáanlegur munur á útliti þeirra.
Annars er ekki úr vegi að SVEPPAGREIFINN bjóði upp á smá fróðleik um Skaftanna fyrst hann er farinn að eyðu skrifum sínum í þessa vitleysu. Skaftarnir koma fyrir í 20 af 24 Tinnabókum og sjást til dæmis strax á fyrstu mynd í Tinna í Kongó en reyndar ekkert meira í þeirri bók. Og í upphaflegu svart/hvítu útgáfunni af Tinna í Kongó eru þeir meira að segja ekki með. Þeir sjást öðru hvoru eitthvað í fyrstu bókunum og upphaflega komu þeir fyrst fyrir í Vindlum Faraós en nöfn þeirra koma þó ekki fyrst fram fyrr en í Veldisprota Ottókars sem er bók númer 8 í flokknum. Þeir eru auðvitað háleynilegir eða réttara sagt leynleguháir rannsóknarlögreglumenn sem bera einkennisnúmerin X33 og X33b. Skaftarnir eru ekki beint kunnir af gáfum sínum og sú almenna regla leynilögreglumanna um að láta fara lítið fyrir sér er ekki beint sterkasta hlið Skaftanna. Einhver myndi líklega orða það þannig að þeir væru alveg heimskir. Þeir klæðast iðulega svörtum jakkafötum og breskum harðkúluhöttum í stíl og þegar þeir dulbúast eru þeir jafnvel enn meira áberandi.
Skaftarnir eru ekki tvíburar eins og flestir munu líklega halda og reyndar ekki einu sinni bræður. En þrátt fyrir það voru faðir Hergés, Alexis Remi og tvíburabróðir hans Leon Remi fyrirmyndir hans að Sköftunum. Þeir voru báðir með lúðalegt yfirvaraskegg, klæddust eins og notuðu ýmist harðkúlu- eða stráhatta, svo ekki sé minnst á reyrprik eða regnhlíf.
Nöfn Skaftanna eru Dupont og Dupond á frummálinu, frönsku, en á mörgum öðrum tungumálum eru þau frekar ólík og langt frá upphaflegu nöfnunum. Þannig heita þeir Thomson og Thompson á ensku, Schultze og Schulze á þýsku, Hernández og Fernández á spænsku o杜邦 og 杜 帮 á kínversku. 

15. október 2015

1. SVEPPAGREIFINN GJÖRIR KUNNUGT...

Ok. Það er alltaf gott að byrja á byrjuninni.
Hér hefur sjálfur SVEPPAGREIFINN tekið þá örlagaríku ákvörðun að taka aðeins til hendinni, með eitt af sínum stærstu áhugamálum, og opna myndasögublogg. Bloggi þessu er kannski helst ætlað að höfða til þeirra kynslóða íslenskra myndasöguunnenda sem upplifðu aðal blómatímabilið á útgáfu þessara frábæru bókmenntategunda hér á landi á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. En auðvitað er auðvitað öllum frjálst að fylgja þessari síðu eftir og vonandi að njóta hennar á sem bestan hátt, hvort sem það er sér til skemmtunar eða fróðleiks. Síðunni er engan veginn ætlað að verða myndasögunördagrúsk fyrir lengra komna eða neitt þaðan af verra. Öll sú vitleysa sem hér birtist mun verða á ábyrgð SVEPPAGREIFANS en ætlunin er að þar verði jafnt um að ræða kenningar hans, hugleiðingar og greiningar um myndasögur og jafnvel hugsanlega líka einhverjar staðreyndir.

Eflaust gætu einhverjir illa upplýstir lesendur freistast til að misskilja þennan titil SVEPPAGREIFANS og álitið hann talsmann eða jafnvel sölumann fyrir illa meðhöndlaða umferðareyjasveppi, þurrkaða eftir kúnstarinnar reglum og vafasama eftir því, en svo er auðvitað alls ekki.
Sveppagreifinn er að sjálfsögðu ein af lykilpersónum úr teiknimyndasögunum um Sval og Val, hrekklaus og stórgáfaður vísindamaður, lítt gefinn fyrir ólöglega vímugjafa eða annars óþverra. En þetta vita auðvitað allir sem eitthvað eru komnir til vits og ára. Fyrrnefnd ímynd Sveppagreifinn er reyndar sú mynd sem flestir íslenskir lesendur þekkja af karlinum en Sveppagreifinn á sér þó líka aðrar hliðar. Í fyrstu bókunum sem hann kemur fyrir, býr hann yfir heldur villtari hliðum sem samrýmast ekki alveg þeirri mynd sem flestir íslenskir lesendur hafa fengið að kynnast. Og seinna í bókunum eru einnig grafnar upp enn eldri hliðar úr fortíð hans þar sem kvennamál koma jafnvel við sögu. Allt kemur þetta fram í Sval og Val bókum sem enn eru óútgefnar hér á Íslandi en vonandi verður gerð bragabót á því, með tíð og tíma, með tilkomu útgáfunnar Frosks sem byrjuð er að metta bókaþyrsta myndasöguaðdáendur á Íslandi á nýjan leik. SVEPPAGREIFINN (þ.e. sá sem hér skrifar) hefur alltaf haft mikinn áhuga á teiknimyndasögum og þá auðvitað helst af öllu, þeim myndasögum sem komu út hér á landi á ofanverðri síðustu öld og voru upprunnar frá Belgíu. Fyrstu Tinnabókina sína (Vindlar Faraós) eignaðist hann aðeins tæplega sex ára gamall og eftir það var ekki aftur snúið.
Þetta hefur líklega verið fyrri hluta árs 1975 og því orðið ansi langt síðan. Enn þann dag í dag man hann vel þá tilfinningu að koma niður í kjallarann á Bókabúð Máls og Menningar á Laugaveginum og handfjatla nýja Tinnabók af stóra borðinu sem stóð á miðju gólfinu fram undan stiganum. Þar fékk hann oftast aðeins örfáar mínútur til að fletta eilítið í gegnum áhugaverðustu bækurnar, ásamt bróður sínum, á meðan afgangurinn af fjölskyldunni beið fúll og óþolinmóður úti í bíl fyrir utan. Oftast hafði kornungum SVEPPAGREIFANUM tekist að nurla saman fáeinum aurum til að festa kaup á eins og einni bók og þá þurfti auðvitað að vanda vel valið. En einstaka sinnum buðu fjárráðin þó upp á tvær bækur. Hver bæjarferð heimilaði því fjárútlát upp á tvær til fjórar nýjar Tinnabækur fyrir okkur bræður og svo var slegið til veislu þegar heim var komið. Sú eða þær Tinnabækur sem urðu fyrir valinu hverju sinni gerði SVEPPAGREIFANN því innilega hamingjusaman og sá hamingja dugði honum vel næstu mánuðina eða allt þar til tími var kominn til að láta sér hlakka til næstu bæjarferðar. En svo komu jól og afmæli auðvitað sterk inn á næstu árum og þá sérstaklega eftir að Svalur og Valur fóru að koma út á íslensku. Öllum þessum myndasögum var safnað og þær því miður lesnar nánast upp til agna í bókstaflegri merkingu. En sem betur fer hafði SVEPPAGREIFINN seinna þroska til að hafa vit á að endurnýja bókabúnkann og er hann því tiltölulega tæmandi í hillum hans í dag.
Ekki veit SVEPPAGREIFINN nákvæmlega hvernig eða hvort aðrir krakkar af þessari kynslóð upplifðu þessa sömu tilhlökkun þegar nýjar myndasögur komu út en hann ímyndar sér að flestir sem drukku í sig þessar bókmenntir hafi gert það með sambærilegum hætti. Sú tilfinning að halda á og handfjatla nýja Tinnabók sem hann hafði aldrei séð áður lifir einhvern veginn alltaf í minningunni.

SVEPPAGREIFINN hefur áður aðeins bloggað um myndasögur, þar sem hann sérhæfði sig í Tinnabókunum en komst reyndar aldrei almennilega á flug á þeim vettvangi. Auk þess sem timaskortur háði honum tilfinnanlega á köflum. Hann fékk líka stundum einhverjar hugmyndir um færslur með Sval og Val, Viggó viðutan eða Lukku Láka sem hann langaði til að koma á framfæri en það gekk auðvitað ekki upp á síðu sem væri eyrnamerkt Tinna. Í staðinn munu einhverjar gamlar færslur af Tinnasíðunni hans blandast saman með öðrum færslum hér og kannski verður megnið af þeim uppistaðan af efninu hérna til að byrja með. SVEPPAGREIFINN hélt líka lengi uppi síðu, sem kallaðist einmitt einnig Hrakfarir og heimskupör, þar sem hann skrifaði um nánast allt milli himins og jarðar en eftir rúmlega 1200 færslur af "um ekki neitt", eins og einn dyggasti lesandi bloggsins lét hafa eftir sér, þá ákvað hann að láta staðar numið.

Vonandi nennir einhver að staldra við hérna endrum og eins (hver talar eiginlega svona?) þannig að SVEPPAGREIFINN verði ekki aleinn um að hanga hér og fræðast um það sem honum finnst skemmtilegast!

1. janúar 2015

0. ALLAR FÆRSLUR SVEPPAGREIFANS

Hér má finna samansafn færslna SVEPPAGREIFANS í tölusettri tímaröð og með þeim dagsetningum sem þær birtust fyrst hér á Hrakförum og heimskupörum. Þessi tilhögun gerir vonandi þeim lesendum, sem eru að leita að ákveðnum færslum, auðveldara um vik á þann hátt að þeir þurfi ekki að leita að þeim í Efnisorðum hér til hliðar.

Ýtíð á viðkomandi færslu og hún opnast í nýjum glugga.

  1. SVEPPAGREIFINN GJÖRIR KUNNUGT ... - 15. OKTÓBER 2015
  2. SKEGG SKAFTANNA - 23. OKTÓBER 2015
  3. TINNI Á AKUREYRI - 8. NÓVEMBER 2015
  4. STEINI STERKI Í SVAL OG VAL BÓK - 18. FEBRÚAR 2016 
  5. SNILLDIN MEÐ FÓTBOLTAFÉLAGIÐ FAL - 6. MARS 2016
  6. FRÁBÆR FÓTBOLTAMYND Í VIGGÓ BÓK - 2. JÚNÍ 2016
  7. TINNI Í HINUM FJÓRUM FRÆKNU - 12. ÁGÚST 2016
  8. ALLI, SIGGA OG SIMBÓ - 8. SEPTEMBER 2016
  9. FALIN ÁSTARSAGA Í TINNA BÓKUNUM - 20. NÓVEMBER 2016
  10. BÚÐARÁP Í AMSTERDAM - 27. APRÍL 2017
  11. TINNI Í SOVÉTRÍKJUNUM LOKSINS Í LIT - 7. MAÍ 2017 
  12. MYNDASÖGURÁP Í SVISSNESKUM BORGUM - 1. JÚLÍ 2017
  13. BOB MORANE MYNDASÖGUR - 7. JÚLÍ 2017
  14. SNILLDAR BÓKAHILLA MEÐ VIGGÓ - 15. JÚLÍ 2017
  15. LITLI SVALUR Í BÍÓ - 22. JÚLÍ 2017
  16. AUKASÍÐAN Í TINNA OG PIKKARÓNUNUM - 29. JÚLÍ 2017
  17. BÍÓMYND MEÐ STEINA STERKA - 4. ÁGÚST 2017
  18. HANANÚ! VIGGÓ VIÐUTAN 60 ÁRA - 11. ÁGÚST 2017
  19. TINNA VEGGFÓÐUR - 18. ÁGÚST 2017
  20. LÆKUR TIFAR ... Í NEYÐARKALLI FRÁ BRETZELBORG - 25. ÁGÚST 2017
  21. SAGA TINNA Á ÍSLANDI - 1. SEPTEMBER 2017 
  22. TVÍFARARNIR ÓÐRÍKUR OG GEIR ÓLAFS - 8. SEPTEMBER 2017
  23. KÖKUR FYRIR AÐDÁENDUR SVALS - 15. SEPTEMBER 2017
  24. ÝMISLEGT UM BIRNU OG ÓFRESKJUNA - 22. SEPTEMBER 2017 
  25. EITT OG ANNAÐ UM ÓLÍVEIRA DOS FÍGÚRA - 29. SEPTEMBER 2017
  26. SPIROU - DAGBÓK HREKKLEYSINGJA - 6. OKTÓBER 2017
  27. VEGGJAKROT MEÐ TINNA Í SABADELL - 13. OKTÓBER 2017
  28. ÝMIS LISTAVERK Í BRÜSSEL OG AMSTERDAM - 20. OKTÓBER 2017
  29. LUKKU LÁKI - Á LÉTTUM FÓTUM - 27. OKTÓBER 2017
  30. STRÆTISVAGNINN Í BRETZELBORG - 3. NÓVEMBER 2017
  31. TINNI Á FLÓAMARKAÐI - 9. NÓVEMBER 2017
  32. STRUMPARNIR EÐA SKRÝPLARNIR - 17. NÓVEMBER 2017
  33. EILÍTIÐ UM YOKO TSUNO - 24. NÓVEMBER 2017
  34. VERSTU MYNDASÖGUR SVEPPAGREIFANS - 1. DESEMBER 2017
  35. FRÆGT MÁLVERK Í TINNABÓK - 8. DESEMBER 2017
  36. SVALUR OG VALUR Í BÍÓ - 12. DESEMBER 2017
  37. HVAÐ ER AÐ KOMA ÚT AF MYNDASÖGUM FYRIR JÓLIN? - 15. DESEMBER 2017
  38. JÓL Í MYNDASÖGUM - 22. DESEMBER 2017
  39. JÓLABLÖÐIN HJÁ TINNA TÍMARITINU - 29. DESEMBER 2017
  40. BAKHLIÐ SVAL OG VAL BÓKANNA - 5. JANÚAR 2018
  41. TINNI Í TÍBET Á ARABÍSKU - 12. JANÚAR 2018
  42. GRÚSK Í MYNDASÖGUHILLUNUM - 19. JANÚAR 2018
  43. GRRRRRMMMMBBBBLLL... - HERRA SEÐLAN - 26. JANÚAR 2018
  44. SITT LÍTIÐ AF HVERJU UM KOLAFARMINN - 2. FEBRÚAR 2018
  45. TINNI OG GÍSLI MARTEINN - 9. FEBRÚAR 2018
  46. FRANK Í BÓKAHILLUNUM - 16. FEBRÚAR 2018
  47. BLAND Í POKA MEÐ PALLA OG TOGGA - 23. FEBRÚAR 2018
  48. HINN ÓLÁNSAMI PRÓFESSOR SPRTSCHK - 2. MARS 2018
  49. VIGGÓ Í BÍÓ - 9. MARS 2018
  50. TINNI, STING OG SVEPPAGREIFINN 16. MARS 2018
  51. 35 ÁR FRÁ DAUÐA HERGÉ - 22. MARS 2018
  52. ALVÖRU LISTAVERK Í ÁSTRÍKSBÓK - 29. MARS 2018
  53. FYRSTA TINNA KVIKMYNDIN - 5. APRÍL 2018
  54. ÞAÐ NÝJASTA Í HILLUM SVEPPAGREIFANS - 13. APRÍL 2018
  55. MÚLI OG PÉTUR - 20. APRÍL 2018
  56. SVEPPAGREIFINN SKOÐAR BOLI - 27. APRÍL 2018
  57. HINIR LÁGVÖXNU - 4. MAÍ 2018
  58. ELDFLAUG ÚR SÚKKULAÐI - 11. MAÍ 2018
  59. SAMMI OG KOBBI - 18. MAÍ 2018
  60. HINN GREINDARSKERTI RATTATI - 25. MAÍ 2018
  61. GEORGE RE-MI - 1. JÚNÍ 2018
  62. Í TILEFNI HM - MARKVÖRÐURINN VIGGÓ - 8. JÚNÍ 2018
  63. Í TILEFNI HM - AÐEINS MEIRA UM VIGGÓ - 15. JÚNÍ 2018
  64. Í TILEFNI HM - TINNI OG FLEIRA SMOTTERÍ - 22. JÚNÍ 2018
  65. Í TILEFNI HM - BALDVIN VEITVEL - 29. JÚNÍ 2018
  66. GÆTUM VIÐ FENGIÐ AÐ HEYRA EITTHVAÐ ÍSLENSKT - 6. JÚLÍ 2018
  67. UNGFRÚIN JÓKA OG VIGGÓ Í NÝJU LJÓSI - 12. JÚLÍ 2018
  68. TINNI Á FRAMANDI TUNGUM - 20. JÚLÍ 2018
  69. STEINI STERKI - 27. JÚLÍ 2018
  70. BÍLLINN HANS VIGGÓS - 3. ÁGÚST 2018
  71. KEYPT Í SVISS SUMARIÐ 2018 - 10. ÁGÚST 2018
  72. DÆMI UM HEIMSKU DALTÓN BRÆÐRA - 17. ÁGÚST 2018
  73. FLIBBAHNAPPUR VANDRÁÐS PRÓFESSOR - 24. ÁGÚST 2018
  74. HIN LÖNGU GLEYMDA HÁSKAÞRENNA - 31. ÁGÚST 2018
  75. HINRIK OG HAGBARÐUR - 7. SEPTEMBER 2018
  76. ÁHUGAVERÐUSTU DÝRGRIPIR SVEPPAGREIFANS? - 14. SEPTEMBER 2018
  77. BRÚÐKAUP VIGGÓS OG JÓKU? - 21. SEPTEMBER 2018
  78. HINN TÝNDI KÁTI BROKKUR - 28. SEPTEMBER 2018
  79. TINNI OG TATTÚ AF ÝMSUM GERÐUM - 5. OKTÓBER 2018
  80. HUGLEIÐINGAR UM UPPÁHALDS SVAL OG VAL BÆKURNAR - 12. OKTÓBER 2018 
  81. HIN MÖRGU ANDLIT HERRA SEÐLANS - 19. OKTÓBER 2018 
  82. ÚR PLÖTUSKÁPNUM - 26. OKTÓBER 2018
  83. GRÆNJAXLINN BALDUR BADMINGTON - 2. NÓVEMBER 2018 
  84. HUGMYND AÐ BAÐHERBERGI - 9. NÓVEMBER 2018
  85. IT'S A LONG WAY TO TIPPERARY - 16. NÓVEMBER 2018
  86. HUGLEIÐINGAR UM BÖLV OG RAGN - 23. NÓVEMBER 2018
  87. UPPÁHALDSMYND Í VIGGÓ BÓK - 30. NÓVEMBER 2018
  88. FRÆGUR TINNA KASTALI - 7. DESEMBER 2018
  89. JÓLI LITLI Í SVEPPABORG - 14. DESEMBER 2018
  90. JÓLAKVEÐJA SVEPPAGREIFANS - 21. DESEMBER 2018
  91. JÓLATENGING VIÐ VILLTA VESTRIÐ - 28. DESEMBER 2018 
  92. 90 ÁRA AFMÆLI TINNA - 4. JANÚAR 2019 
  93. ÞESSI ÞUNGU HÖGG - 11. JANÚAR 2019 
  94. EILÍTIÐ UM HIN FJÖGUR FRÆKNU - 18. JANÚAR 2019 
  95. FALUR OG ÞORRINN - 25. JANÚAR 2019
  96. SÓLARLAG LUKKU LÁKA - 1. FEBRÚAR 2019
  97. NOKKUR HEIMSKUPÖR SVEPPAGREIFANS - 8. FEBRÚAR 2019
  98. SIGGI OG VIGGA Á ÍSLANDI - 15. FEBRÚAR 2019
  99. ÞAÐ SVÍKUR ENGAN SÓDAVATNIÐ Á AKUREYRI - 22. FEBRÚAR 2019
  100. HINN FRAMÚRSTEFNULEGI TÚRBOT 1 - 1. MARS 2019
  101. BÍLAKIRKJUGARÐUR BREIÐABLIKS - 8. MARS 2019
  102. HIN STUTTA SAGA FROSTA OG FRIKKA Á ÍSLANDI - 15. MARS 2019
  103. ELDFLAUGARSTÓLLINN - 22. MARS 2019
  104. RITSKOÐUN Á BILLA BARNUNGA - 29. MARS 2019
  105. VIGGÓFÓNNINN ALRÆMDI - 5. APRÍL 2019
  106. HLIÐARSERÍUR SVALS OG VALS - 12. APRÍL 2019
  107. TINNI OG BLÁU APPELSÍNURNAR - 19. APRÍL 2019
  108. IGNEL IFIL BBÚLGROZ - 26. APRÍL 2019
  109. STÆRSTA TINNA MYND Í HEIMI - 3. MAÍ 2019
  110. ÝMSAR FRJÁLSLEGAR ÞÝÐINGAR ÚR LUKKU LÁKA - 10. MAÍ 2019 
  111. FYLLT AÐEINS Í MYNDASÖGUHILLURNAR - 17. MAÍ 2019
  112. HINN DANSKI PALLE HULD - 24. MAÍ 2019
  113. BRANDARI UM HERRA SEÐLAN - 31. MAÍ 2019
  114. HRAKFALLAFERÐ TIL LEGOBORGAR - 7. JÚNÍ 2019
  115. Á VÍÐÁTTUM VESTURSINS - 14. JÚNÍ 2019
  116. NOKKRIR EFTIRMINNILEGIR ÚR VAGNALESTINNI - 21. JÚNÍ 2019
  117. DÁLEIÐANDI KOLBEINN KAFTEINN - 28. JÚNÍ 2019
  118. MÖGULEGA VERSTA MYNDASAGA SVEPPAGREIFANS - 5. JÚLÍ 2019
  119. VALUR Á 19. ALDAR MÁLVERKI - 12. JÚLÍ 2019
  120. ÆVINTÝRI TINNA Á TUNGLINU - FYRSTI HLUTI - 19. JÚLÍ 2019
  121. ÆVINTÝRI TINNA Á TUNGLINU - ANNAR HLUTI - 26. JÚLÍ 2019
  122. ÆVINTÝRI TINNA Á TUNGLINU - ÞRIÐJI HLUTI - 2. ÁGÚST 2019
  123. BRANDUR KJARTANSSON - 9. ÁGÚST 2019
  124. SIGGI OG VIGGA Á ÝMSUM TUNGUMÁLUM - 16. ÁGÚST 2019
  125. HLUTVERKASKIPTI BLÁSTAKKS OG LUKKU LÁKA - 23. ÁGÚST 2019
  126. ALEX HINN HUGDJARFI - 30. ÁGÚST 2019
  127. ENN BÆTT Í MYNDASÖGUHILLURNAR - 6. SEPTEMBER 2019
  128. STYTTA TCHANG AF HERGÉ - 13. SEPTEMBER 2019
  129. EILÍTIÐ UM ÍSLENSKU ÁSTRÍKS BÆKURNAR - 20. SEPTEMBER 2019
  130. SVAL OG VAL BÆKUR NIC OG CAUVIN - 27. SEPTEMBER 2019
  131. STÓRA KJALAMÁLIÐ - 4. OKTÓBER 2019
  132. HÓTEL CORNAVIN - 11. OKTÓBER 2019
  133. OUMPAH-PAH - 18. OKTÓBER 2019
  134. FYRSTU SKREF VIGGÓS - 25. OKTÓBER 2019
  135. ÞEKKTIR EINSTAKLINGAR Í LUKKU LÁKA - 1. NÓVEMBER 2019
  136. ZORGLÚBB KEMUR VÍÐA VIÐ - 8. NÓVEMBER 2019
  137. HÖRÐUR STÝRIMAÐUR - ÆVIÁGRIP - 15. NÓVEMBER 2019
  138. TRÖPPUGANGUR MEÐ LUKKU LÁKA - 22. NÓVEMBER 2019
  139. FÁEINAR SPÍTALAFERÐIR HERRA SEÐLANS - 29. NÓVEMBER 2019
  140. RENÉ GOSCINNY - 6. DESEMBER 2019
  141. MEÐ ELDFLAUG Á NÁTTBORÐINU - 13. DESEMBER 2019
  142. JÓLASAGA MEÐ HINRIKI OG HAGBARÐI - 20. DESEMBER 2019 
  143. JÓLA-VIGGÓ - 27. DESEMBER 2019 
  144. TIL HEIÐURS UDERZO - 3. JANÚAR 2020 
  145. SVALUR UPPGÖTVAR EVRÓPU - 10. JANÚAR 2020 
  146. MAGNSTEINN MÚRARAMEISTARI OG FRÚ SLEGGJA - 17. JANÚAR 2020 
  147. BARA RÉTT AÐEINS UM NÝJA ZORGLÚBB SÖGU - 24. JANÚAR 2020 
  148. FORSÍÐAN Á KARLARÍGUR Í KVEINABÆLI - 31. JANÚAR 2020 
  149. GAMLIR VERÐMIÐAR Á TEIKNIMYNDASÖGUM - 7. FEBRÚAR 2020 
  150. ÆVINTÝRI VILLA OG VIGGU - 14. FEBRÚAR 2020
  151. HINN ENDIR BÓFASLAGSINS - 21. FEBRÚAR 2020 
  152. ÝMISLEGT Á MEÐAL DÓNA OG RÓNA - 28. FEBRÚAR 2020 
  153. ÞEGAR HERGÉ LÉST - 6. MARS 2020 
  154. FLÁRÁÐUR STÓRVESÍR - 13. MARS 2020 
  155. VEIRAN ER BÓK DAGSINS - 20. MARS 2020 
  156. LITLI LUKKU LÁKI - 27. MARS 2020 
  157. TINNA BRANDARAR Á ÓVISSUTÍMUM - 3. APRÍL 2020 
  158. MISTÖK Í TINNA BÓKUNUM - FYRSTI HLUTI - 9. APRÍL 2020 
  159. MISTÖK Í TINNA BÓKUNUM - ANNAR HLUTI - 10. APRÍL 2020 
  160. MISTÖK Í TINNA BÓKUNUM - ÞRIÐJI HLUTI - 11. APRÍL 2020
  161. MISTÖK Í TINNA BÓKUNUM - FJÓRÐI HLUTI - 12. APRÍL 2020 
  162. MISTÖK Í TINNA BÓKUNUM - FIMMTI HLUTI - 13. APRÍL 2020 
  163. PEYO OG KÖTTURINN POUSSY - 17. APRÍL 2020 
  164. ZORGLÚBB AUGLÝSIR BÍL - 1. MAÍ 2020 
  165. TÓBAK OG ANNAR ÓÞVERRI Í MYNDASÖGUM - 15. MAÍ 2020 
  166. ÓVÆNTUR FUNDUR Í PALLA OG TOGGA BÓK - 29. MAÍ 2020 
  167. AF HOLLENSKUM BRÆÐRUM OG DAÐRI SNJÓLFS - 12. JÚNÍ 2020 
  168. EITT OG ANNAÐ UM TÝNDAR TINNA BÆKUR - 26. JÚNÍ 2020 
  169. STIKLAÐ Á STÓRU UM GALDRA MORRIS - 10. JÚLÍ 2020 
  170. KRISTJÁN GAMLI DÝRFJÖRÐ - 24. JÚLÍ 2020
  171. MEÐ ÞEIM VERRI - 7. ÁGÚST 2020
  172. Í LEIT AÐ AFRÍSKUM TINNA STYTTUM - 21. ÁGÚST 2020
  173. HERRA SEÐLAN HITTIR GORM - 4. SEPTEMBER 2020 
  174. FYRSTA MYNDARÖÐIN Í ÁSTRÍKI GALLVASKA - 18. SEPTEMBER 2020 
  175. SLÚÐURKERLINGARNAR Í SVEPPABORG - 2. OKTÓBER 2020 
  176. INNRI KÁPAN Í TINNA BÓKUNUM - 16. OKTÓBER 2020 
  177. EITT OG ANNAÐ UM TARZAN BLÖÐIN - 30. OKTÓBER 2020
  178. EIN SVEKKELSIS FÓTBOLTAFÆRSLA - 13. NÓVEMBER 2020 
  179. NOKKUR HEIMSKUPÖR RATTATA - 27. NÓVEMBER 2020 
  180. HVÍTA TINNA SAGAN - 11. DESEMBER 2020
  181. JÓLASAGA UM GORM - 25. DESEMBER 2020
  182. JÓLABÓKIN 2021 - 8. JANÚAR 2021
  183. SVALUR OG VALUR Í HÖNDUM YVES CHALAND - 22. JANÚAR 2021
  184. NASHYRNINGUR Í KONGÓ - 6. FEBRÚAR 2021
  185. Í ANDA VIGGÓS VIÐUTAN - 19. FEBRÚAR 2021
  186. ALLI KALLI LOKSINS KOMINN Í LEITIRNAR - 5. MARS 2021
  187. ÓÚTGEFIÐ HLIÐARSPOR ALLA, SIGGU OG SIMBÓ - 19. MARS 2021
  188. TINNI OG SVALUR REITA SAMAN RUGLUM SÍNUM - 2. APRÍL 2021 
  189. AFSAKIÐ HLÉ! - 6. MAÍ 2021
  190. VIGGÓ Á VEIÐUM - 15. OKTÓBER 2021
  191. RASMUS KLUMPUR Á ÍSLANDI - 29. OKTÓBER 2021 
  192. DALDÓNAR - ÓGN OG SKELFING VESTURSINS - 12. NÓVEMBER 2021 
  193. Á SÆNSKUM SLÓÐUM TINNA - 26. NÓVEMBER 2021 
  194. JÓLASAGA MEÐ POUSSY - 10. DESEMBER 2021 
  195. SÍGILD JÓLASAGA ÚR SPIROU - 24. DESEMBER 2021 
  196. ZORGLÚBB STYTTAN - 7. JANÚAR 2022 
  197. GÖMLU BÆKURNAR UM PRINS VALÍANT - 21. JANÚAR 2022 
  198. LÍKINDI MEÐ MYNDASÖGUPERSÓNUM - 4. FEBRÚAR 2022 
  199. ÖRLÍTIÐ UM SKEGG Í TINNABÓKUNUM - 18. FEBRÚAR 2022 
  200. VIGGÓ OG STJÁNI Í BAÐI - 4. MARS 2022
  201. GRAMSAÐ SVOLÍTIÐ Í ÁSTRÍKI GALLVASKA - 18. MARS 2022 
  202. SMÁ FRÓÐLEIKUR UM BLÁSTAKK LIÐSFORINGJA - 1. APRÍL 2022 
  203. GRÚSKAÐ Í GÖMLU PÁSKABLAÐI SPIROU - 15. APRÍL 2022 
  204. ÓVÆNTUR GORMS FUNDUR - 29. APRÍL 2022 
  205. AF TINNA STYTTUNNI Í WOLVENDAEL GARÐINUM - 13. MAÍ 2022 
  206. ROBINSON LESTIN - 27. MAÍ 2022 
  207. EINN VIGGÓ BRANDARI - 10. JÚNÍ 2022 
  208. FORVERARNIR - 24. JÚNÍ 2022 
  209. Í TILEFNI EM - ÁFRAM SVEPPABORG - 8. JÚLÍ 2022 
  210. Í TILEFNI EM - SAMMI OG KOBBI Í FÓTBOLTA - 22. JÚLÍ 2022 
  211. GORMURINN SKREPPUR Í BÆINN - 5. ÁGÚST 2022
  212. VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA - 19. ÁGÚST 2022 
  213. HIÐ ERLENDA TINNA SAFN SVEPPAGREIFANS - 2. SEPTEMBER 2022 
  214. FRANQUIN OG KÓNGURINN KALLI - 16. SEPTEMBER 2022 
  215. SVAL OG VAL KÁPUR PETER MADSEN - 30. SEPTEMBER 2022 
  216. SVOLÍTIÐ ÚR SMIÐJU BOB DE MOOR - 14. OKTÓBER 2022 
  217. STRUMPAREDDING - 28. OKTÓBER 2022 
  218. SVOLÍTIL JÓLAFÆRSLA - 9. DESEMBER 2022
  219. JÓLAKVEÐJA SVEPPAGREIFANS - 23. DESEMBER 2022
  220. TINNI OG HÁKARLAVATNIÐ - 16. FEBRÚAR 2023 
  221. ÍSLENSK TINNABÓK Á BORÐUM HERGÉ - 3. MARS 2023
  222. ENDURKOMA VIGGÓS VIÐUTAN? - 17. MARS 2023 
  223. TÝNDA BLAÐSÍÐAN ÚR GULLNÁMUNNI - 11. APRÍL 2023 
  224. STOLNAR SPÆNSKAR MYNDASÖGUR - 5. MAÍ 2023
  225. EITT OG ANNAÐ UM STEINA STERKA - 24. MAÍ 2023
  226. TEIKNIMYNDIRNAR UM TINNA - 13. JÚNÍ 2023
  227. SMÁ UPPFÆRSLA Í MYNDASÖGUHILLUNUM - 5. JÚLÍ 2023
  228. GAMALT AFMÆLISRIT UM LUKKU LÁKA - 17. JÚLÍ 2023
  229. Á NOKKRUM TUNGUMÁLUM - 23. ÁGÚST 2023
  230. EITT AF MEISTARAVERKUM ANDRÉ FRANQUIN - 10. NÓVEMBER 2023
  231. DÆMI UM ÓSMEKKLEGHEIT SVEPPAGREIFANS - 17. MARS 2024
  232. SJALDGÆF MYNDASAGA Í HÚS - 2. DESEMBER 1924