Yoko Tsúnó er teiknimyndahetja sem íslenskir myndasögulesendur kannast aðeins við. Þessir sömu lesendur fengu nefnilega stundum að finna lítillega smjörþefinn af vinsælustu myndasögunum sem í boði voru frá fransk/belgíska málsvæðinu. Oftar en ekki voru þetta einungis lítil sýnishorn. Í mörgum tilfellum voru aðeins að koma út ein til fimm bækur úr hverri seríu í íslenskri þýðingu. Sem dæmi um þetta má nefna seríuna um Frosta og Frikka (3 bækur af 15), Fláráð stórvesír (4 bækur af 30), Hinrik og Hagbarð (4 bækur af 17) og Blástakk (4 bækur af 29). Og það mætti nefna miklu meira; Falur, Alli, Sigga og Simbó, Litli Svalur og fleira og fleira. Það var byrjað á ansi mörgum seríum en þær aldrei kláraðar. Og ef grannt er skoðað má sjá að í rauninni voru það aðeins Tinna bækurnar sem voru allar gefnar út á Íslandi. Það tók að vísu áratugi að koma síðustu sögunni, Tinna í Sovétríkjunum, út. En það hafðist að lokum og þessar vinsælu bækur eru líka þær einu sem hafa verið endurútgefnar reglulega í gegnum árin á Íslandi.
SVEPPAGREIFINN á þær Yoko Tsúnó bækur sem komu út á íslensku á sínum tíma og hefur lesið þær nokkrum sinnum en hafði fram til þessa ekki verið neinn sérstakur aðdáandi seríunnar. Það er eðlilegt því þessar þrjár bækur sem gefnar voru út á Íslandi komu innan úr miðjum bókaflokknum og því var svolítið erfitt að læra inn á og kynnast persónunum eða finna eitthvert samhengi í því sem var í gangi. Þannig fengu sögurnar eiginlega aldrei almennilegt tækifæri til að slá í gegn á Íslandi. En síðastliðið sumar fékk SVEPPAGREIFNN færi á að glugga í nokkrar sögur í viðbót á ferðum sínum erlendis. Nýjasta bókin, Les Temple des immortels, var þá tiltölulega nýkomin glóðvolg í myndasöguhillur bókabúðanna, auk þess sem töluvert af eldri sögum rak á fjörur hans og fljótlega áttaði hann sig ekki bara á hversu mikið gæðaefni þarna er á ferð heldur einnig hve gríðarlega vinsælt það er. Og þegar heim var komið gaf hann sér góðan tíma til að skoða aðeins í næði tilurð og efni þessa frábæru bóka.
Það var árið 1985 sem íslenskir myndasöguunnendur fengu að kynnast ævintýrum japanska rafeindatækniverkfræðingsins Yoko Tsúnó í fyrsta sinn. Bókin, sem Forlagið sendi frá sér, hét Kastaladraugurinn (La Proie et l'Ombre - 1982) og var sú fyrsta af þremur sem út komu hjá útgáfunni. Næsta saga nefndist Drottningar dauðans (Les Archanges de Vinéa - 1983) og kom út árið eftir og þriðja bókin kom út árið 1987 og hét Ógnareldur (Le Feu de Wotan - 1984). Þessar þrjár bækur voru númer 12, 13, og 14 í upprunalegu seríunni og það voru þeir Þorvaldur Kristinsson og Bjarni Fr. Karlsson sem sáu um að færa þessar stórgóðu sögur yfir á íslensku. Bækurnar þrjár eru eins ólíkar eins og þær eru margar og sú fyrsta, Kastaladraugurinn, gefur til dæmis í raun alranga mynd af seríunni. Hinar tvær eru meira í anda þess sem bækurnar um Yoko Tsúnó fjalla almennt um. Hvort að ruglingsleg röð bókanna á Íslandi sé ástæða þess að sögurnar urðu aldrei almennilega vinsælar hér á landi er erfitt að segja en einhverra hluta vegna þótti Forlaginu ekki ástæða til að halda áfram útgáfu þeirra hér. Bækurnar um Yoko Tsúnó eru auðvitað löngu hættar að finnast í almennum bókabúðum en nokkuð oft er hægt að nálgast eintök af þeim í Góða hirðinum.
Sögurnar um Yoko Tsúnó eru eftir belgíska listamanninn Roger Leloup en fyrsta bókin í seríunni hét Le Trio de l'étrange og kom út hjá Dupuis árið 1972. Sögurnar hafa verið að koma reglulega út síðustu áratugina og eru nú alls orðnar 28 talsins en sú nýjasta, Le temple des immortels, kom út í júní 2017. Í sjálfu sér hafa sögupersónurnar lítið breyst á þessum 45 árum þó þær hafi bæði þroskast og þróast töluvert mikið en hið sama má reyndar einnig segja um sögurnar sjálfar. Sjónrænt er þessi sería orðin ótrúlega falleg. Og Leloup er enn að, þótt hann sé orðinn rétt tæplega 84ra ára gamall, því ný saga er í vinnslu og 29. bókin er væntanleg árið 2019.
Roger Leloup var strax á unga aldri mjög áhugasamur um allt sem varðaði flug og tækni en auk þess drakk hann í sig alls konar vísindaskáldskap. Hann var gríðarlega hæfileikaríkur teiknari og lærði hönnun og skreytingalist en árið 1950 komst hann fyrir tilviljun í kynni við franska listamanninn Jacques Martin sem þekktur er fyrir myndasögurnar um Alex og Frank sem einhverjar hafa komið út á íslensku. Með honum starfaði Leloup við litun og bakgrunnsmyndir auk þess sem hann vann að ýmsum myndum tengdum tækni og farartækjum. Samhliða verkefnum með Jacques Martin hóf hann störf, árið 1953, hjá Hergé Studios þar sem hann vann við ýmis bakgrunnsverkefni sem viðkomu Tinna bókunum. Mest voru það tæknitengd verkefni varðandi járnbrautir og loftför ýmiskonar, eins og í Leynivopninu og Flugrás 714 til Sidney, en einnig smærri hlutum. Til gamans má til dæmis geta að Leloup sá um að teikna hjólastól Kolbeins kafteins í bókinni um Vandræði Vaílu Veinólínó. Hjá Hergé Studios varð Leloup hluti af frábæru liði listamanna og annara starfsmanna sem auk Hergé sjálfs og Jacques Martin má nefna þau; Boudouin Van Den Branden, Josette Baujot, Bob de Moor, Monique Laurent og Michel Desmarets.
Roger Leloup var strax á unga aldri mjög áhugasamur um allt sem varðaði flug og tækni en auk þess drakk hann í sig alls konar vísindaskáldskap. Hann var gríðarlega hæfileikaríkur teiknari og lærði hönnun og skreytingalist en árið 1950 komst hann fyrir tilviljun í kynni við franska listamanninn Jacques Martin sem þekktur er fyrir myndasögurnar um Alex og Frank sem einhverjar hafa komið út á íslensku. Með honum starfaði Leloup við litun og bakgrunnsmyndir auk þess sem hann vann að ýmsum myndum tengdum tækni og farartækjum. Samhliða verkefnum með Jacques Martin hóf hann störf, árið 1953, hjá Hergé Studios þar sem hann vann við ýmis bakgrunnsverkefni sem viðkomu Tinna bókunum. Mest voru það tæknitengd verkefni varðandi járnbrautir og loftför ýmiskonar, eins og í Leynivopninu og Flugrás 714 til Sidney, en einnig smærri hlutum. Til gamans má til dæmis geta að Leloup sá um að teikna hjólastól Kolbeins kafteins í bókinni um Vandræði Vaílu Veinólínó. Hjá Hergé Studios varð Leloup hluti af frábæru liði listamanna og annara starfsmanna sem auk Hergé sjálfs og Jacques Martin má nefna þau; Boudouin Van Den Branden, Josette Baujot, Bob de Moor, Monique Laurent og Michel Desmarets.
Eftir að hafa öðlast færni og reynslu í samstarfi sínu við þá Martin og Hergé lá hugur hans til eigin verka og í kringum jólin 1968 urðu til fyrstu drög að sköpun Yoko Tsúnó. Næsta árið vann Leloup að þróun þessarar nýju myndasögu og náði samkomulagi við myndasögurisann Dupuis um útgáfu á Yoko Tsúnó í myndasöguritinu SPIROU og í lok ársins 1969 sagði hann upp hjá Hergé Studios til að einbeita sér alveg að sínum verkefnum. Hergé studdi þessa ákvörðun hans þótt hann réði Leloup reyndar frá því að skapa kvenhetju - hún myndi aldrei slá í gegn. Hann tjáði Leloup að honum væri alltaf velkomið að snúa til baka ef illa færi og nokkru síðar kíkti Leloup í heimsókn á vinnustofuna til að sýna Hergé upphaf fyrstu sögunnar um Yoko Tsúnó - Le Trio de l'étrange. Hergé skoðaði síðurnar, brosti og sagði svo: "Þú munt aldrei koma aftur..."
Yoko Tsúnó birtist þó fyrst í einhvers konar general prufu í lítilli sögu sem kallaðist Hold-up en hi-fi en það var 8 síðna smásaga sem var birt til að kanna áhuga og viðbrögð lesenda. Þetta var í SPIROU blaði númer 1693 sem kom út þann 24. september árið 1970. Tvær aðrar sambærilegar sögur birtust í tímaritinu á næstu mánuðum áður en til alvörunnar var blásið. Fyrsta sagan Le Trio de l'étrange hóf síðan að birtast í blaði SPIROU númer 1726 sem kom út þann 13. maí árið 1971 og hún var síðan gefin út í bókarformi árið 1972. Í kjölfarið komu sögurnar út á færibandi. Næstu tvær sögur, L'Orgue du Diable og La Forge de Vulcain, komu báðar út árið 1973 og síðan komu bækurnar út ein á ári næsta áratuginn og vel það. Og eins og fyrr segir eru bækurnar um Yoko Tsúnó nú orðnar 28 talsins og vinsældir þeirra lítið að dvína.
En Yoko Tsúnó er sem sagt afburða greindur verkfræðingur í rafeindatækni sem talar hvorki fleiri né færri en sex tungumál. Hún er fædd á Japönsku eyjunni Kyushu og á japanska foreldra en býr í Belgíu. Hún flýgur þyrlum, flugvélum og svifflugum og er með svarta beltið í japönsku bardagaíþróttinni aikido en stundar auk þess karate, júdó og kyudo. Þess utan æfir hún til að mynda sund og köfun og stundar siglingar. Yoko Tsúnó er afar hugrökk og frökk og er ávallt reiðubúin og fremst í flokki við að fórna sér gegn hvers konar hættum til bjargar vinum sínum.
Auk aðalsöguhetjunnar Yoko Tsúnó eru tvær aukapersónur sem koma fyrir í flestum bókanna. Þetta eru þeir Villi (Vic Video) og Palli (Pol Pitron) en í upphafi sagnanna var reyndar svolítið óljóst hver af þessu tríói skyldi leiða myndasöguflokkinn. Bæði Villi og Palli birtust til að mynda á undan Yoko í seríunni. Villi er aðal leiðtogi hópsins, helsti trúnaðarvinur Yoko og sálufélagi en auk þess er hann ástfanginn af henni. Hins vegar hefur höfundurinn Leloup ákveðið að láta þá ást ekki endilega vera gagnkvæma þar sem það gæti haft slæm áhrif á karlkyns aðdáendur bókanna. Villi dæmist því einhvern veginn til þess eilífðar hlutskiptis að vera næstum alltaf að ná ástum aðalsöguhetjunnar. Hann er þrátt fyrir það sterkur persónuleiki, alvörugefinn, skynsamur, sanngjarn og trúr. Villi starfar sem upptökustjóri í sjónvarpi og flýgur þyrlum, flugvélum og þotum. Palli er hins vegar af aðeins öðrum toga. Hann er frekar óþolinmóður, hvatvís og ör. Flestir brandarar bókanna snúast um Palla en hann er þó einnig skynsamur. Hann er hjálpsamur og það er einkennandi fyrir Palla hversu annt honum er um börn. Hann þroskast mikið eftir því sem líður á bókaflokkinn og þá sérstaklega eftir að hann kynnist Mieke, verðandi konu sinni, á tímaferðalagi í sögu númer 20 - L'Astrologue de Bruges. Palli starfar sem myndatökumaður, spilar á lútu, ekur helst um á mótorhjóli og finnst fátt betra en að slaka á og borða.
Tríóið stendur ekki fyrir neitt. Í fyrsta sögunni lentu þau fyrir tilviljun í ævintýrum sem bundu þau saman tilfinningalega en þau ævintýri gerðu það að verkum að frá þeirri stundu eru þau óaðskiljanleg þegar hættur steðja að. Þrátt fyrir að Yoko sé aðalpersónan þá eru þau Villi og Palli ómissandi hluti af sögunum. En meðal annara persóna seríunnar má nefna ættleidda frænku Yoko, unglingsstúlku sem nefnist Monya, en hún kemur til sögunnar með tímavél eftir að yfirborð jarðarinnar eyðileggst í stríði árið 3872. Bláu tvíburarnir Khâny og Poky, sem hafa þá sérstöðu að vera með 15 ára aldursmun, eru frá reikistjörnunni Vinea og komu fyrir strax í fyrstu sögunni Le Trio de l'étrang. Og þá má einnig nefna þýska líffræðingurinn Ingrid Hallberg sem kemur fyrir í fáeinum sögum.
Sögurnar fjalla að mestu um ýmis ævintýri, sem þrenningin kemur sér í, sem oftar en ekki snúast um hávísinda- og framúrstefnuleg tæknivesen þar sem harðsvíraðir bófar og misindismenn koma einnig við sögu. Ævintýrin eiga sér stað út um allan heim og jafnvel langt út fyrir sólkerfið og tímaferðalög eru fullkomlega eðlileg og í raun daglegt brauð í bókunum. Sögurnar um Yoko Tsúnó eru því einhvers staðar mitt á milli fantasíu- og vísindaskáldsagna en eru þrátt fyrir það alls ekki of flóknar eða ruglingslegar. Til gamans (og reyndar ekki alveg laust við ofurlítinn kjánahroll) er kannski rétt að láta fylgja með hluta af lýsingu á bókaflokknum sem lesa má aftan á baksíðum íslensku útgáfanna: YOKO TSUNO er söguhetjan í teiknimyndasögum um ungt fólk á tækniöld. Yoko Tsuno veit líka meira en flestir um tækni og vísindi á tímum tölvu og geimferða. Þá vitum við það.
Yoko Tsúnó birtist þó fyrst í einhvers konar general prufu í lítilli sögu sem kallaðist Hold-up en hi-fi en það var 8 síðna smásaga sem var birt til að kanna áhuga og viðbrögð lesenda. Þetta var í SPIROU blaði númer 1693 sem kom út þann 24. september árið 1970. Tvær aðrar sambærilegar sögur birtust í tímaritinu á næstu mánuðum áður en til alvörunnar var blásið. Fyrsta sagan Le Trio de l'étrange hóf síðan að birtast í blaði SPIROU númer 1726 sem kom út þann 13. maí árið 1971 og hún var síðan gefin út í bókarformi árið 1972. Í kjölfarið komu sögurnar út á færibandi. Næstu tvær sögur, L'Orgue du Diable og La Forge de Vulcain, komu báðar út árið 1973 og síðan komu bækurnar út ein á ári næsta áratuginn og vel það. Og eins og fyrr segir eru bækurnar um Yoko Tsúnó nú orðnar 28 talsins og vinsældir þeirra lítið að dvína.
En Yoko Tsúnó er sem sagt afburða greindur verkfræðingur í rafeindatækni sem talar hvorki fleiri né færri en sex tungumál. Hún er fædd á Japönsku eyjunni Kyushu og á japanska foreldra en býr í Belgíu. Hún flýgur þyrlum, flugvélum og svifflugum og er með svarta beltið í japönsku bardagaíþróttinni aikido en stundar auk þess karate, júdó og kyudo. Þess utan æfir hún til að mynda sund og köfun og stundar siglingar. Yoko Tsúnó er afar hugrökk og frökk og er ávallt reiðubúin og fremst í flokki við að fórna sér gegn hvers konar hættum til bjargar vinum sínum.
Auk aðalsöguhetjunnar Yoko Tsúnó eru tvær aukapersónur sem koma fyrir í flestum bókanna. Þetta eru þeir Villi (Vic Video) og Palli (Pol Pitron) en í upphafi sagnanna var reyndar svolítið óljóst hver af þessu tríói skyldi leiða myndasöguflokkinn. Bæði Villi og Palli birtust til að mynda á undan Yoko í seríunni. Villi er aðal leiðtogi hópsins, helsti trúnaðarvinur Yoko og sálufélagi en auk þess er hann ástfanginn af henni. Hins vegar hefur höfundurinn Leloup ákveðið að láta þá ást ekki endilega vera gagnkvæma þar sem það gæti haft slæm áhrif á karlkyns aðdáendur bókanna. Villi dæmist því einhvern veginn til þess eilífðar hlutskiptis að vera næstum alltaf að ná ástum aðalsöguhetjunnar. Hann er þrátt fyrir það sterkur persónuleiki, alvörugefinn, skynsamur, sanngjarn og trúr. Villi starfar sem upptökustjóri í sjónvarpi og flýgur þyrlum, flugvélum og þotum. Palli er hins vegar af aðeins öðrum toga. Hann er frekar óþolinmóður, hvatvís og ör. Flestir brandarar bókanna snúast um Palla en hann er þó einnig skynsamur. Hann er hjálpsamur og það er einkennandi fyrir Palla hversu annt honum er um börn. Hann þroskast mikið eftir því sem líður á bókaflokkinn og þá sérstaklega eftir að hann kynnist Mieke, verðandi konu sinni, á tímaferðalagi í sögu númer 20 - L'Astrologue de Bruges. Palli starfar sem myndatökumaður, spilar á lútu, ekur helst um á mótorhjóli og finnst fátt betra en að slaka á og borða.
Tríóið stendur ekki fyrir neitt. Í fyrsta sögunni lentu þau fyrir tilviljun í ævintýrum sem bundu þau saman tilfinningalega en þau ævintýri gerðu það að verkum að frá þeirri stundu eru þau óaðskiljanleg þegar hættur steðja að. Þrátt fyrir að Yoko sé aðalpersónan þá eru þau Villi og Palli ómissandi hluti af sögunum. En meðal annara persóna seríunnar má nefna ættleidda frænku Yoko, unglingsstúlku sem nefnist Monya, en hún kemur til sögunnar með tímavél eftir að yfirborð jarðarinnar eyðileggst í stríði árið 3872. Bláu tvíburarnir Khâny og Poky, sem hafa þá sérstöðu að vera með 15 ára aldursmun, eru frá reikistjörnunni Vinea og komu fyrir strax í fyrstu sögunni Le Trio de l'étrang. Og þá má einnig nefna þýska líffræðingurinn Ingrid Hallberg sem kemur fyrir í fáeinum sögum.
Sögurnar fjalla að mestu um ýmis ævintýri, sem þrenningin kemur sér í, sem oftar en ekki snúast um hávísinda- og framúrstefnuleg tæknivesen þar sem harðsvíraðir bófar og misindismenn koma einnig við sögu. Ævintýrin eiga sér stað út um allan heim og jafnvel langt út fyrir sólkerfið og tímaferðalög eru fullkomlega eðlileg og í raun daglegt brauð í bókunum. Sögurnar um Yoko Tsúnó eru því einhvers staðar mitt á milli fantasíu- og vísindaskáldsagna en eru þrátt fyrir það alls ekki of flóknar eða ruglingslegar. Til gamans (og reyndar ekki alveg laust við ofurlítinn kjánahroll) er kannski rétt að láta fylgja með hluta af lýsingu á bókaflokknum sem lesa má aftan á baksíðum íslensku útgáfanna: YOKO TSUNO er söguhetjan í teiknimyndasögum um ungt fólk á tækniöld. Yoko Tsuno veit líka meira en flestir um tækni og vísindi á tímum tölvu og geimferða. Þá vitum við það.