Að sjálfsögðu býður SVEPPAGREIFINN upp á jólafærslu þennan föstudaginn, líkt og í síðustu viku, enda hið frábæra milli-jóla-og-nýjárs tímabil í fullum blóma þessa dagana með tilheyrandi fríum og slökum. Blessunarlega þakkar maður reyndar fyrir að ekki skuli vera jafn langt á milli jóla og nýjárs og milli nýjárs og jóla! En það er annað mál. Færsla dagsins, sem er í styttri kantinum, er svolítið í anda jólafærslu sem SVEPPAGREIFINN bauð upp á í fyrra. Þar komu Daltón bræður og Rattati við sögu með jólatré en að þessu sinni er boðið upp á Viggó brandara með svolítið óvenjulega samsettum dúett. Blaðamaðurinn Bitla, vinkona þeirra Svals og Vals úr samnefndum bókum, og Viggó viðutan leika aðalhlutverkið í einnar myndar brandara sem birtist í jólablaði SPIROU tímaritsins þann 11. desember árið 1958. Seríurnar um þá Sval og Val annars vegar og Viggó viðutan höfðu reyndar oft skarast og í tíð Franquins skiptust aðalpersónur þeirra á að birtast svolítið reglulega í bókaflokknum hjá hvorum öðrum. En þar sem þetta er Viggó brandari má gera ráð fyrir að hann gerist á ritstjórnarskrifstofu tímaritsins Svals en þangað hefur Bitla þó aldrei vanið komur sína. Og þó? Hún er auðvitað blaðamaður og starfar á blaðinu líkt og Valur (það kemur meira að segja fram á Wikipedia) þó hún hafi aldrei verið fastagestur í seríunni með Viggó viðutan. Ástæða þess að Bitla birtist í brandara með Viggó er þó líklega sú að á þessum tíma, í desember árið 1958, hafði engin af föstu starfsstúlkum ritstjórnarskrifstofunnar sést í SPIROU blaðinu ennþá. Þær fyrstu fóru ekki að sjást fyrr en á árinu 1961 og ungfrú Jóga birtist til dæmis ekki í fyrsta sinn í seríunni fyrr en um miðjan nóvember árið 1962.
Það var því ekki alveg óþekkt að persónur úr sitthvorri seríunni sæjust einstaka sinnum saman á stökum myndum á síðum tímaritsins til uppfyllingar en þær myndir voru þó aldrei hluti af ákveðnum sögum. Öðru hvoru birtust slíkar myndir í blaðinu og SVEPPAGREIFINN hefur meira að segja rekist á stuttan brandara þar sem þeir Gormur og herra Seðlan leika aðalhlutverkin. Sá brandari hefur þó, SVEPPAGREIFANUM vitandi, ekki birst í neinum af bókunum um Viggó. Eflaust á síðuhafi eftir að birta þann brandara hér við gott tækifæri.
Það var því ekki alveg óþekkt að persónur úr sitthvorri seríunni sæjust einstaka sinnum saman á stökum myndum á síðum tímaritsins til uppfyllingar en þær myndir voru þó aldrei hluti af ákveðnum sögum. Öðru hvoru birtust slíkar myndir í blaðinu og SVEPPAGREIFINN hefur meira að segja rekist á stuttan brandara þar sem þeir Gormur og herra Seðlan leika aðalhlutverkin. Sá brandari hefur þó, SVEPPAGREIFANUM vitandi, ekki birst í neinum af bókunum um Viggó. Eflaust á síðuhafi eftir að birta þann brandara hér við gott tækifæri.