SVEPPAGREIFINN birti í síðustu viku fyrsta hlutann af færslu sem fjallar um 50 ára tunglafmæli mannkynsins og tengingu þess merka viðburðar við hinar frábæru tunglbækur Hergé um Tinna. Vegna þess hve efnið var yfirgripsmikið sá SVEPPAGREIFINN ekki annan kost en að skipta því í þrjá kafla og verður því hluta númer tvö gerð skil í færslu þessarar viku.
En SVEPPAGREIFINN hefur aðeins áður minnst á fáeinar Tinna sögur sem tóku breytingum frá því þær birtust fyrst í Tinna tímaritinu (Le Journal de Tintin) og þar til þær voru síðan gefnar út í endanlegri útfærslu í bókaformi. Þar er skemmst að minnast á byrjanir sagnanna um Kolafarminn og Tinna og Pikkarónana og nokkrar fleiri færslur um sambærilegt efni bíða reyndar birtingar SVEPPAGREIFANS einhvern tímann í komandi framtíð. Í gömlu Tinna tímaritunum má nefnilega einmitt finna fullt af atvikum sem rötuðu á endanum ekki í endanlegu útfærsluna af bókunum, um Eldflaugastöðina og ĺ myrkum mánafjöllum, eins og við þekkjum þær. Það er svo sem ekki flókið að ætla að eitthvað af efni sögunnar hafi ekki ratað í bókaútgáfuna. Eins og um var getið í færslu síðustu viku birtust hvorki meira né minna en 134 blaðsíður af sögunni í Le Journal de Tintin en í endanlegu bókaútgáfurnar fóru ekki nema 124 síður. Grisjunin fólst auðvitað að miklu leyti í slepptum atvikum en einnig var eitthvað um að einstakar myndir væru klipptar út til að stytta söguna og aðlaga hana að bókaforminu. Strax í byrjun Eldflaugastöðvarinnar var til dæmis klippt út mynd sem tengir söguna við bókina á undan - Svarta gullið.
Í textanum á efstu myndinni segir eitthvað á þá leið frá því hvernig þeir Tinni, Tobbi og Kolbeinn hafi komið í veg fyrir bensínkreppuna í Svarta gullinu og í kjölfarið dvalið nokkrar vikur í höll Múhameðs Ben Kalís fursta í Kémed. Þar hafi þeir notið arabískrar gestrisni eins og hún gerist best áður en tími var kominn til að halda aftur heim á leið. Þessi aukamynd með þeim upplýsingum var svo sem óþörf því það kemur strax fram í byrjun Eldflaugastöðvarinnar að þeir Tinni og Kolbeinn séu að koma heim úr löngu ferðalagi. SVEPPAGREIFINN veit reyndar ekki hvernig það var með aðra lesendur en sjálfur tengdi hann byrjun sögunnar alltaf beint við bókina um Svarta gullið. Í fyrri hlutanum, Eldflaugastöðinni, fékk sagan að mestu leyti að halda sér og ekki voru gerðar neinar stórvægilegar breytingar þar fyrir bókaútgáfuna. Í þeim hluta er líka öll uppbygging sögunnar og grunnurinn fyrir það sem koma skal. Í þeirri bók var því aðeins þessi eina mynd í byrjun sem var sleppt var úr upprunalegu útgáfunni. En áður en lengra er haldið er samt vert að minnast aðeins á smávægileg mistök sem Hergé gerði þegar hann teiknaði bókarkápu Eldflaugastöðvarinnar. Sennilega er þetta ein þekktasta kápan af Tinna bókunum og sýnir frá mjög eftirminnilegu atviki úr sögunni þegar Vandráður tók bláa jeppann ófrjálsri hendi. Fæstir hafa þó líklega tekið eftir því að við bílstjórasætið, þar sem Vandráður prófessor situr, vantar stýrið!
Þegar fyrri hluti sögunnar kom út í bókarformi tók Hergé þá ákvörðun að skíra bókina Objectif Lune en sá titill hafði í raun aldrei komið fram í tímaritinu Le Journal de Tintin. Á íslensku heitir bókin auðvitað Eldflaugastöðin. Seinni hlutinn heitir hins vegar Í myrkum mánafjöllum en franski titillinn On a Marché Sur La Lune þýðir í raun eitthvað á þá leið, Við gengum á tunglinu. Stjórnendur Casterman útgáfunnar voru einhverra hluta vegna aldrei sáttir við þennan titil en Hergé réði ferðinni og neitaði að breyta honum. En strax í byrjun seinni bókarinnar, Í myrkum mánafjöllum, eru kempurnar hins vegar komnar út í geiminn þar sem nánast allur afgangur sögunnar fer fram. Í Í myrkum mánafjöllum fór fram töluvert meiri grisjun heldur en í Eldflaugastöðinni. Þar hefur allmikið verið skorið niður og heilu blaðsíðurnar hafa fengið að fjúka enda hafði sagan styst um heilar tíu blaðsíður frá því í tímaritsútgáfunni eins og áður sagði. Ef við byrjum til dæmis neðst á blaðsíðu 8 má sjá þessar tvær myndir úr bókaútgáfunni sem við þekkjum líklega flest ágætlega. Þarna hefur Kolbeinn fengið sér ærlega í glas og hefur í kjölfarið tekið þá ákvörðun að yfirgefa "tungltunnuna" í geimbúningi og halda heim á leið. Tunglflaugin stöðvast sjálfkrafa þegar útgöngudyrnar opnast og Tinni heldur því í humáttina út á eftir kafteininum til að reyna að hafa vit fyrir honum.
En í upprunalegu útgáfunni í Le Journal de Tintin var hluti atburðarásarinnar eilítið öðruvísi byggður upp. Þar stóð Tinni ekki einn úti á flauginni með kaðalspotta í hendinni heldur kom Wolf líka út honum til aðstoðar og í þeirri útfærslu var það til dæmis hann sem kom út með kaðalinn.
Wolf útskýrir fyrir Tinna hættuna af því hvernig aðdráttarafl smástirnisins Adonis togar Kolbein inn á sporbraut sína og að þeir geti því ekkert gert kafteinum til bjargar. Í bókaútgáfunni er þetta atriði hins vegar heilmikið einfaldað. Þar ræðir Tinni aðeins við Vandráð í gegnum talstöðvarsamband, þeir leggja á ráðin við að bjarga Kolbeini á örfáum myndarömmum og þar með sparast tæplega heil blaðsíða af þeirri atburðarás. Hérna fyrir neðan er einmitt öll viðbótin af þessu atviki úr Le Journal de Tintin sem ekki endaði í endanlegu bókaútgáfunni.
Tvær síðustu myndirnar hér komu fyrir í bókaútgáfunni og birtust í raun strax í annarri myndaröð á blaðsíðu 9. Hvað þetta atriði um Adonis varðar má reyndar alveg taka það fram, svona í framhjáhlaupi, að einhvers staðar fann SVEPPAGREIFINN þá staðreyndarvillu að aðdráttarafl svo lítils steins sé í raun engan veginn nægjanlegt til að draga mannveru til sín. Hins vegar má líka alveg geta þess að smástirnið Adonis er til í raun og veru og er um einn kílómetri í þvermál. En Adonis (SVEPPAGREIFINN rakst líka nýlega á grjótið í Andrés blaði) var uppgötvaður af belgíska (tilviljun?) stjörnufræðingnum Eugène Joseph Delporte í febrúar árið 1936. Hergé hefur ákveðið að koma honum fyrir í sögunni og það er því líklega best að hafa mynd af þeim kalli hér.
En Í myrkum mánafjöllum eru einmitt nokkur fleiri sambærileg tilfelli. Á blaðsíðu 18 hefði til dæmis verið hægt að finna annað atvik í bókinni sem klippt var út úr upprunalegu útgáfunni í Le Journal de Tintin. Við munum eftir því að nokkrum blaðsíðum fyrr höfðu Skaftarnir fengið kast af Blú-blú-veikinni alræmdu (sjá Svarta gullið) sem gerði það að verkum að hárvöxtur þeirra jókst til mikilla muna á fáeinum andartökum. Þannig þekkjum við það líka hvernig Tinni og Kolbeinn höfðu verið að dunda sér við að klippa þá félaga til skiptis á dauðum punktum í bókinni. Í upprunalegu sögunni var þó eitt atvik í viðbót sem tengdist þessari stórundarlegu hárvinnu. Efsta myndaröðin á blaðsíðunni hér fyrir neðan kom fyrir í bókaútgáfunni en svo tók við önnur atburðarrás.
En SVEPPAGREIFINN hefur aðeins áður minnst á fáeinar Tinna sögur sem tóku breytingum frá því þær birtust fyrst í Tinna tímaritinu (Le Journal de Tintin) og þar til þær voru síðan gefnar út í endanlegri útfærslu í bókaformi. Þar er skemmst að minnast á byrjanir sagnanna um Kolafarminn og Tinna og Pikkarónana og nokkrar fleiri færslur um sambærilegt efni bíða reyndar birtingar SVEPPAGREIFANS einhvern tímann í komandi framtíð. Í gömlu Tinna tímaritunum má nefnilega einmitt finna fullt af atvikum sem rötuðu á endanum ekki í endanlegu útfærsluna af bókunum, um Eldflaugastöðina og ĺ myrkum mánafjöllum, eins og við þekkjum þær. Það er svo sem ekki flókið að ætla að eitthvað af efni sögunnar hafi ekki ratað í bókaútgáfuna. Eins og um var getið í færslu síðustu viku birtust hvorki meira né minna en 134 blaðsíður af sögunni í Le Journal de Tintin en í endanlegu bókaútgáfurnar fóru ekki nema 124 síður. Grisjunin fólst auðvitað að miklu leyti í slepptum atvikum en einnig var eitthvað um að einstakar myndir væru klipptar út til að stytta söguna og aðlaga hana að bókaforminu. Strax í byrjun Eldflaugastöðvarinnar var til dæmis klippt út mynd sem tengir söguna við bókina á undan - Svarta gullið.
Í textanum á efstu myndinni segir eitthvað á þá leið frá því hvernig þeir Tinni, Tobbi og Kolbeinn hafi komið í veg fyrir bensínkreppuna í Svarta gullinu og í kjölfarið dvalið nokkrar vikur í höll Múhameðs Ben Kalís fursta í Kémed. Þar hafi þeir notið arabískrar gestrisni eins og hún gerist best áður en tími var kominn til að halda aftur heim á leið. Þessi aukamynd með þeim upplýsingum var svo sem óþörf því það kemur strax fram í byrjun Eldflaugastöðvarinnar að þeir Tinni og Kolbeinn séu að koma heim úr löngu ferðalagi. SVEPPAGREIFINN veit reyndar ekki hvernig það var með aðra lesendur en sjálfur tengdi hann byrjun sögunnar alltaf beint við bókina um Svarta gullið. Í fyrri hlutanum, Eldflaugastöðinni, fékk sagan að mestu leyti að halda sér og ekki voru gerðar neinar stórvægilegar breytingar þar fyrir bókaútgáfuna. Í þeim hluta er líka öll uppbygging sögunnar og grunnurinn fyrir það sem koma skal. Í þeirri bók var því aðeins þessi eina mynd í byrjun sem var sleppt var úr upprunalegu útgáfunni. En áður en lengra er haldið er samt vert að minnast aðeins á smávægileg mistök sem Hergé gerði þegar hann teiknaði bókarkápu Eldflaugastöðvarinnar. Sennilega er þetta ein þekktasta kápan af Tinna bókunum og sýnir frá mjög eftirminnilegu atviki úr sögunni þegar Vandráður tók bláa jeppann ófrjálsri hendi. Fæstir hafa þó líklega tekið eftir því að við bílstjórasætið, þar sem Vandráður prófessor situr, vantar stýrið!
Þegar fyrri hluti sögunnar kom út í bókarformi tók Hergé þá ákvörðun að skíra bókina Objectif Lune en sá titill hafði í raun aldrei komið fram í tímaritinu Le Journal de Tintin. Á íslensku heitir bókin auðvitað Eldflaugastöðin. Seinni hlutinn heitir hins vegar Í myrkum mánafjöllum en franski titillinn On a Marché Sur La Lune þýðir í raun eitthvað á þá leið, Við gengum á tunglinu. Stjórnendur Casterman útgáfunnar voru einhverra hluta vegna aldrei sáttir við þennan titil en Hergé réði ferðinni og neitaði að breyta honum. En strax í byrjun seinni bókarinnar, Í myrkum mánafjöllum, eru kempurnar hins vegar komnar út í geiminn þar sem nánast allur afgangur sögunnar fer fram. Í Í myrkum mánafjöllum fór fram töluvert meiri grisjun heldur en í Eldflaugastöðinni. Þar hefur allmikið verið skorið niður og heilu blaðsíðurnar hafa fengið að fjúka enda hafði sagan styst um heilar tíu blaðsíður frá því í tímaritsútgáfunni eins og áður sagði. Ef við byrjum til dæmis neðst á blaðsíðu 8 má sjá þessar tvær myndir úr bókaútgáfunni sem við þekkjum líklega flest ágætlega. Þarna hefur Kolbeinn fengið sér ærlega í glas og hefur í kjölfarið tekið þá ákvörðun að yfirgefa "tungltunnuna" í geimbúningi og halda heim á leið. Tunglflaugin stöðvast sjálfkrafa þegar útgöngudyrnar opnast og Tinni heldur því í humáttina út á eftir kafteininum til að reyna að hafa vit fyrir honum.
En í upprunalegu útgáfunni í Le Journal de Tintin var hluti atburðarásarinnar eilítið öðruvísi byggður upp. Þar stóð Tinni ekki einn úti á flauginni með kaðalspotta í hendinni heldur kom Wolf líka út honum til aðstoðar og í þeirri útfærslu var það til dæmis hann sem kom út með kaðalinn.
Wolf útskýrir fyrir Tinna hættuna af því hvernig aðdráttarafl smástirnisins Adonis togar Kolbein inn á sporbraut sína og að þeir geti því ekkert gert kafteinum til bjargar. Í bókaútgáfunni er þetta atriði hins vegar heilmikið einfaldað. Þar ræðir Tinni aðeins við Vandráð í gegnum talstöðvarsamband, þeir leggja á ráðin við að bjarga Kolbeini á örfáum myndarömmum og þar með sparast tæplega heil blaðsíða af þeirri atburðarás. Hérna fyrir neðan er einmitt öll viðbótin af þessu atviki úr Le Journal de Tintin sem ekki endaði í endanlegu bókaútgáfunni.
Tvær síðustu myndirnar hér komu fyrir í bókaútgáfunni og birtust í raun strax í annarri myndaröð á blaðsíðu 9. Hvað þetta atriði um Adonis varðar má reyndar alveg taka það fram, svona í framhjáhlaupi, að einhvers staðar fann SVEPPAGREIFINN þá staðreyndarvillu að aðdráttarafl svo lítils steins sé í raun engan veginn nægjanlegt til að draga mannveru til sín. Hins vegar má líka alveg geta þess að smástirnið Adonis er til í raun og veru og er um einn kílómetri í þvermál. En Adonis (SVEPPAGREIFINN rakst líka nýlega á grjótið í Andrés blaði) var uppgötvaður af belgíska (tilviljun?) stjörnufræðingnum Eugène Joseph Delporte í febrúar árið 1936. Hergé hefur ákveðið að koma honum fyrir í sögunni og það er því líklega best að hafa mynd af þeim kalli hér.
En Í myrkum mánafjöllum eru einmitt nokkur fleiri sambærileg tilfelli. Á blaðsíðu 18 hefði til dæmis verið hægt að finna annað atvik í bókinni sem klippt var út úr upprunalegu útgáfunni í Le Journal de Tintin. Við munum eftir því að nokkrum blaðsíðum fyrr höfðu Skaftarnir fengið kast af Blú-blú-veikinni alræmdu (sjá Svarta gullið) sem gerði það að verkum að hárvöxtur þeirra jókst til mikilla muna á fáeinum andartökum. Þannig þekkjum við það líka hvernig Tinni og Kolbeinn höfðu verið að dunda sér við að klippa þá félaga til skiptis á dauðum punktum í bókinni. Í upprunalegu sögunni var þó eitt atvik í viðbót sem tengdist þessari stórundarlegu hárvinnu. Efsta myndaröðin á blaðsíðunni hér fyrir neðan kom fyrir í bókaútgáfunni en svo tók við önnur atburðarrás.
Hárvöxtur
Skaftanna kallar á þau vandamál að Kolbeinn og Tinni þurfa að taka það
til bragðs að koma hárinu frá borði svo geimflaugin fyllist hreinlega ekki af
þessum óskemmtilega úrgangi. Þeir safna saman hárinu og setja það í
þartilgerða ruslalúgu, sem staðsett er í flauginni, en hún er útbúin á
þann hátt að sá úrgangur sem hent er í hana fer væntanlega fyrst í lokað
loftþétt hólf og endar svo úti í geimnum. Kolbeinn tekur hins vegar
ekkert eftir því að Tobbi greyið hefur lagt sig í mjúkri hárhrúgunni á
gólfinu og hendir hundinum út um lúguna eins og hverju öðru rusli.
Kafteinninn minnist þó á að honum finnist hárskammturinn mun þyngri en
sá sem hann var þegar búinn að henda en þeir Tinni verða þó einskis
varir fyrr en ýlfur Tobba bergmálar upp úr lúgunni.
Tinni stekkur þegar til og nær á síðustu stundu taki á Tobba, með aðstoð Kolbeins, og bjargar honum frá því að hverfa á óendanlegt flug út í geiminn. Þrjár síðustu myndirnar í neðri myndaröðinni komu fyrir í bókaútgáfunni en þar birtust þær hins vegar í beinu framhaldi af þeirri sem sleppti af síðunni á undan.
Þriðji og síðasti hluti þessa kafla sem fjallar ævintýri Tinna á tunglinu verður birtur hér á Hrakförum og heimskupörum í næstu viku.
Tinni stekkur þegar til og nær á síðustu stundu taki á Tobba, með aðstoð Kolbeins, og bjargar honum frá því að hverfa á óendanlegt flug út í geiminn. Þrjár síðustu myndirnar í neðri myndaröðinni komu fyrir í bókaútgáfunni en þar birtust þær hins vegar í beinu framhaldi af þeirri sem sleppti af síðunni á undan.
Þriðji og síðasti hluti þessa kafla sem fjallar ævintýri Tinna á tunglinu verður birtur hér á Hrakförum og heimskupörum í næstu viku.