Í dag er bóndadagurinn alræmdi og hinn íslenski vetur að nálgast hámark ósvífninnar með sínum lítt geðslegu þorrasiðum. Það er því algjörlega við hæfi að Fótboltafélagið Falur eigi stóran hlut í færslu dagsins og færi okkur færandi hendi hina stórkostlegu útfærslu sína á laginu Nú er frost á Fróni. Ef SVEPPAGREIFANN misminnir ekki hét kvæðið reyndar réttu nafni Þorraþræll 1866 í hinum bláu Skólaljóðum æskunnar en það kvalræðisrit þótti honum jafnvel enn leiðinlegra en SG-hljómplatan um Jólin hennar ömmu. Það sem sat eftir úr bókinni, hjá SVEPPAGREIFANUM, var að þetta sígilda ljóð var eftir Kristján Fjallaskáld og öll 17 erindin voru jafn torlærð. Það var því huggun harmi gegn þegar Fótboltafélagið Falur gerði lagið að sínu, með dyggri aðstoð þýðandans Ólafs Garðarssonar, í bókinni Falur í Argentínu. SVEPPAGREIFINN hefði alla vega miklu fremur kosið að þessi útgáfa kvæðisins hefði ratað í bláu bókina og um leið hefði verið gaman að sjá hvernig listamaðurinn Halldór Pétursson hefði túlkað hina myndrænu hlið þess. En hér er snilldin. Gleðilegan þorra!
25. janúar 2019
18. janúar 2019
94. EILÍTIÐ UM HIN FJÖGUR FRÆKNU
Það hefur sennilega seint hvarflað að SVEPPAGREIFANUM að hann ætti eftir að skrifa mikið um hinar drepleiðinlegu teiknimyndasögur Hin fjögur fræknu en líklega var bara kominn tími á þá færslu. Það er þá alla vega ekki eftir. Eitthvað hefur hann þó áður minnst lítillega (neikvætt) á seríuna og þá aðallega í tengslum við annað skylt efni. Þó SVEPPAGREIFINN sé á því að leiðindin séu allsráðandi í bókunum þá má víst ekki gleyma sér við að leyfa tilfinningunum að ráða för. Því þótt undarlegt megi virðast þá fann SVEPPAGREIFINN nokkrar staðreyndir um þennan bókaflokk sem eru jafnvel alveg þess virði að fórna eins og einni færslu í. Það er reyndar mjög ólíklegt að viðhorf hans til seríunnar breytist á einhvern hátt við þær upplýsingar en í það minnsta mun hann líta bækurnar aðeins öðrum augum í framtíðinni.
Flestar sögurnar um Hin fjögur fræknu eru eftir belgíska listamanninn Francois Craenhals og franska handritshöfundinn Georges Chaulet en saman sendu þeir frá sér 39 bækur sem gefnar voru út hjá Casterman útgáfunni á árunum 1964 - 2002. Áður hafði reyndar Chaulet skrifað sex skáldsögur, á árunum 1957-62, sem fjölluðu um sama hóp en þær tilheyra auðvitað ekki myndasöguseríunni. En teiknimyndasögur sem byggðar eru á skáldsögum eru mjög óvenjulegar í fransk/belgíska myndasöguumhverfinu. SVEPPAGREIFINN á svo sem ekki auðvelt með að sjá fyrir sér þessar sögur sem skáldsögur. En ef mið er tekið af þeim bókakápum og teikningum sem finna mátti í þessum bókum ætti ekki að vera óeðlilegt að áætla að efni þeirra hafi verið sambærilegt við barnabækurnar eftir breska rithöfundinn Enid Blyton. En líklega er það þó alveg út í hött.
40. söguna gerði Craenhals einn síns liðs árið 2003 en eftir að hann lést árið 2004 tók Chaulet aftur við og gerði handrit að tveimur sögum í viðbót, með teiknaranum Jacques Debruyne, áður en hann yfirgaf seríuna endanlega. Það var síðan árið 2007 sem Sergio Salma og Alain Maury gerðu saman eina sögu sem var þá sú 43ja í bókaröðinni. En síðan hafa ekki komið út fleiri bækur um Hin fjögur fræknu. 26 þessara bóka komu út á íslensku, hjá bókaútgáfunni Iðunni, á árunum 1977-89 og nutu nokkurra vinsælda - alla vega til að byrja með. Iðunn var nokkuð þolinmóð og umburðarlynd gagnvart seríunni og sendi frá sér, eins og áður segir, 26 bækur en til samanburðar má geta þess að aðeins voru gefnar út 13 sögur úr bókaflokknum á dönsku, 5 á finnsku og 9 á sænsku og spænsku. Þá má líka geta þess að 23 sögur um Hin fjögur fræknu hafa komið út á hollensku og allar 43 bækurnar voru gefnar út á þýsku á sínum tíma. Til gamans má einmitt geta að í Þýskalandi heita söguhetjurnar; Valentin (Lastik), Inge (Dína), Ergo (Doksi) og Rolli (Búffi). Sögurnar hafa ekki verið gefnar út í fleiri löndum en þessum átta sem hér hafa verið talin upp.
Þó SVEPPAGREIFANUM finnist bækurnar um Hin fjögur fræknu ekki merkilegar segir útgáfufjöldi þeirra í Frakklandi töluvert um vinsældir bókaflokksins. Þær seldust mjög vel í hinum frönskumælandi löndum og einhvers staðar hefur til dæmis komið fram að fyrstu tíu sögurnar í upprunalegu seríunni hafi ekki verið alslæmar. Þessar fyrstu tíu bækur hafa raunar allar komið út á íslensku og eru eftirfarandi:
Eins og áður segir voru bækurnar í þessum myndasöguflokki alls 43 og þá síðustu gerðu þeir Sergio Salma og Alain Maury árið 2007. Sú bók nefndist Les 4 as - La balade des 4 as en íslenska útgáfan fengi líklega titilinn Hin fjögur fræknu - Ballaðan um hin fjögur fræknu. Handritshöfundurinn Sergio Salma er nokkuð kunnur í fransk/belgíska myndasöguheiminum og er til dæmis höfundur þekktrar seríu um unglingsstelpuna Nathalie sem naut nokkurra vinsælda í kringum aldamótin síðustu. Listamaðurinn Alain Maury hefur komið enn víðar við og á heldur kunnuglegri slóðum fyrir okkur þau sem lásum teiknimyndasögur á íslensku í bernsku. Báðir hafa þeir starfað fyrir SPIROU tímaritið en Maury hefur til að mynda unnið mikið með Thierry Culliford (syni Peyo) að seinni tíma bókunum um Strumpana og Hinrik og Hagbarð en einnig var hann viðriðinn eina sögu um Frank. En bókin Les 4 as - La balade des 4 as kom algjörlega með nýja nálgun á þessa seríu. Líklega var þessari bók alltaf ætlað að stokka upp og hugsanlega að setja endapunktinn á bókaflokkinn en ef ekki þá varð sagan samt banabiti hennar. Í það minnsta hefur engin bók komið út í seríunni síðan. Bókin fjallar um ekki neitt. Ekkert ævintýri, engar hættur og engir bófar. Einungis einfalt sumarfrí um fjóra venjulega vini þar sem kemur í ljós að öll þeirra ævintýri voru bara draumar eða hugarburður Lastiks. Afskaplega undarlegt allt saman.
Þessi nálgun minnir því óneitanlega svolítið á Dallas þættina þegar handritshöfundar þeirra þátta voru komnir út í ógöngur með söguþráðinn. Bobby Ewing dó í einum þáttanna, áhorf þeirra snarminnkaði strax í kjölfarið og nokkrum þáttum seinna var hann lifnaður aftur við. Þá kom auðvitað á daginn að Pamelu konu hans hafði bara dreymt dauða hans. Þessi bók La balade des 4 as fékk alveg ágæta dóma og þykir mun þroskaðri, raunsærri og nútímalegri að öllu leyti en fyrirrennarar hennar 42 úr Hin fjögur fræknu seríunni. Jafnvel svo að myndasögufræðingar vilja meina að hún hæfi jafnvel mun eldri markhópi en gömlu sögurnar. Stíllinn er nýr og miklu fallegri, með eðlilegum bakgrunns teikningum, mildara litavali og sagan öll miklu ferskari en lesendur höfðu áður kynnst. Hin fjögur fræknu voru skyndilega komin í nútímann. Eins og áður var getið er í þessari sögu varpað ljósi á hvernig fyrstu 42 bækurnar snerust bara um draumfarir Lastik. Þessi bók er því sú fyrsta úr seríunni sem ekki er draumur. Henni var líklega ætlað að leiðrétta hina barnalegu ímynd sem allar gömlu bækurnar höfðu boðið upp á 43 árin á undan. Þarna eru allt í einu komnir fjórir nýjir og eðlilegir einstaklingar sem eru í rauninni ekkert annað en venjulegir unglingar. Þau búa öll hvert fyrir sig hjá foreldrum sínum og við sjáum jafnvel bakhlutann á móður Lastiks í eldhúsinu í blokkinni þeirra.
Sögurnar um Hin fjögur fræknu höfðu fram að þessu verið barnalegar, gamaldags og ótrúverðugar. Þarna var um að ræða hóp ungs fólks sem bjó saman í stóru húsi og án nokkurra fullorðinna, þau höfðu engar tekjur, ferðuðust út um allan heim og jafnvel út í geiminn en áttu samt ekki neitt. Fjórmenningunum var stillt upp sem einföldum stereótýpum sem voru allar fyrir löngu orðnar börn síns tíma. Þó aldur þeirra hafi aldrei komið sérstaklega fram (fyrr en kom að síðustu bókinni) þá hafa líklega flestir lesendur staðið í þeirri meiningu að hópurinn væri um það bil á aldrinum 17-22 ára. En í bókinni Les 4 as - La balade des 4 as kemur annað í ljós. Hin fjögur fræknu eru mun yngri en flestir hefðu líklega reiknað með og ýmislegt fleira um fjórmenningana kemur einnig í ljós í sögunni.
Flestar sögurnar um Hin fjögur fræknu eru eftir belgíska listamanninn Francois Craenhals og franska handritshöfundinn Georges Chaulet en saman sendu þeir frá sér 39 bækur sem gefnar voru út hjá Casterman útgáfunni á árunum 1964 - 2002. Áður hafði reyndar Chaulet skrifað sex skáldsögur, á árunum 1957-62, sem fjölluðu um sama hóp en þær tilheyra auðvitað ekki myndasöguseríunni. En teiknimyndasögur sem byggðar eru á skáldsögum eru mjög óvenjulegar í fransk/belgíska myndasöguumhverfinu. SVEPPAGREIFINN á svo sem ekki auðvelt með að sjá fyrir sér þessar sögur sem skáldsögur. En ef mið er tekið af þeim bókakápum og teikningum sem finna mátti í þessum bókum ætti ekki að vera óeðlilegt að áætla að efni þeirra hafi verið sambærilegt við barnabækurnar eftir breska rithöfundinn Enid Blyton. En líklega er það þó alveg út í hött.
40. söguna gerði Craenhals einn síns liðs árið 2003 en eftir að hann lést árið 2004 tók Chaulet aftur við og gerði handrit að tveimur sögum í viðbót, með teiknaranum Jacques Debruyne, áður en hann yfirgaf seríuna endanlega. Það var síðan árið 2007 sem Sergio Salma og Alain Maury gerðu saman eina sögu sem var þá sú 43ja í bókaröðinni. En síðan hafa ekki komið út fleiri bækur um Hin fjögur fræknu. 26 þessara bóka komu út á íslensku, hjá bókaútgáfunni Iðunni, á árunum 1977-89 og nutu nokkurra vinsælda - alla vega til að byrja með. Iðunn var nokkuð þolinmóð og umburðarlynd gagnvart seríunni og sendi frá sér, eins og áður segir, 26 bækur en til samanburðar má geta þess að aðeins voru gefnar út 13 sögur úr bókaflokknum á dönsku, 5 á finnsku og 9 á sænsku og spænsku. Þá má líka geta þess að 23 sögur um Hin fjögur fræknu hafa komið út á hollensku og allar 43 bækurnar voru gefnar út á þýsku á sínum tíma. Til gamans má einmitt geta að í Þýskalandi heita söguhetjurnar; Valentin (Lastik), Inge (Dína), Ergo (Doksi) og Rolli (Búffi). Sögurnar hafa ekki verið gefnar út í fleiri löndum en þessum átta sem hér hafa verið talin upp.
Þó SVEPPAGREIFANUM finnist bækurnar um Hin fjögur fræknu ekki merkilegar segir útgáfufjöldi þeirra í Frakklandi töluvert um vinsældir bókaflokksins. Þær seldust mjög vel í hinum frönskumælandi löndum og einhvers staðar hefur til dæmis komið fram að fyrstu tíu sögurnar í upprunalegu seríunni hafi ekki verið alslæmar. Þessar fyrstu tíu bækur hafa raunar allar komið út á íslensku og eru eftirfarandi:
- Les 4 As et le Serpent de mer - 1964 (Hin fjögur fræknu og sæslangan - 1981)
- Les 4 As et l'Aéroglisseur - 1964 (Hin fjögur fræknu og loftfarið - 1981)
- Les 4 As et la Vache sacrée - 1964 (Hin fjögur fræknu og Búkolla - 1981)
- Les 4 As et le Visiteur de minuit - 1965 (Hin fjögur fræknu og vofan - 1977)
- Les 4 As et le Couroucou - 1966 (Hin fjögur fræknu og þrumugaukurinn - 1980)
- Les 4 As et la Coupe d'or - 1967 (Hin fjögur fræknu og gullbikarinn - 1979)
- Les 4 As et le Dragon des neiges - 1968 (Hin fjögur fræknu og snjódrekinn - 1979)
- Les 4 As et le Rallye olympique - 1969 (Hin fjögur fræknu og kappaksturinn mikli - 1977)
- Les 4 As et l'Île du Robinson - 1970 (Hin fjögur fræknu og Róbinson - 1978)
- Les 4 As et le Tyran - 1971 (Hin fjögur fræknu og harðstjórinn - 1979)
Eins og áður segir voru bækurnar í þessum myndasöguflokki alls 43 og þá síðustu gerðu þeir Sergio Salma og Alain Maury árið 2007. Sú bók nefndist Les 4 as - La balade des 4 as en íslenska útgáfan fengi líklega titilinn Hin fjögur fræknu - Ballaðan um hin fjögur fræknu. Handritshöfundurinn Sergio Salma er nokkuð kunnur í fransk/belgíska myndasöguheiminum og er til dæmis höfundur þekktrar seríu um unglingsstelpuna Nathalie sem naut nokkurra vinsælda í kringum aldamótin síðustu. Listamaðurinn Alain Maury hefur komið enn víðar við og á heldur kunnuglegri slóðum fyrir okkur þau sem lásum teiknimyndasögur á íslensku í bernsku. Báðir hafa þeir starfað fyrir SPIROU tímaritið en Maury hefur til að mynda unnið mikið með Thierry Culliford (syni Peyo) að seinni tíma bókunum um Strumpana og Hinrik og Hagbarð en einnig var hann viðriðinn eina sögu um Frank. En bókin Les 4 as - La balade des 4 as kom algjörlega með nýja nálgun á þessa seríu. Líklega var þessari bók alltaf ætlað að stokka upp og hugsanlega að setja endapunktinn á bókaflokkinn en ef ekki þá varð sagan samt banabiti hennar. Í það minnsta hefur engin bók komið út í seríunni síðan. Bókin fjallar um ekki neitt. Ekkert ævintýri, engar hættur og engir bófar. Einungis einfalt sumarfrí um fjóra venjulega vini þar sem kemur í ljós að öll þeirra ævintýri voru bara draumar eða hugarburður Lastiks. Afskaplega undarlegt allt saman.
Þessi nálgun minnir því óneitanlega svolítið á Dallas þættina þegar handritshöfundar þeirra þátta voru komnir út í ógöngur með söguþráðinn. Bobby Ewing dó í einum þáttanna, áhorf þeirra snarminnkaði strax í kjölfarið og nokkrum þáttum seinna var hann lifnaður aftur við. Þá kom auðvitað á daginn að Pamelu konu hans hafði bara dreymt dauða hans. Þessi bók La balade des 4 as fékk alveg ágæta dóma og þykir mun þroskaðri, raunsærri og nútímalegri að öllu leyti en fyrirrennarar hennar 42 úr Hin fjögur fræknu seríunni. Jafnvel svo að myndasögufræðingar vilja meina að hún hæfi jafnvel mun eldri markhópi en gömlu sögurnar. Stíllinn er nýr og miklu fallegri, með eðlilegum bakgrunns teikningum, mildara litavali og sagan öll miklu ferskari en lesendur höfðu áður kynnst. Hin fjögur fræknu voru skyndilega komin í nútímann. Eins og áður var getið er í þessari sögu varpað ljósi á hvernig fyrstu 42 bækurnar snerust bara um draumfarir Lastik. Þessi bók er því sú fyrsta úr seríunni sem ekki er draumur. Henni var líklega ætlað að leiðrétta hina barnalegu ímynd sem allar gömlu bækurnar höfðu boðið upp á 43 árin á undan. Þarna eru allt í einu komnir fjórir nýjir og eðlilegir einstaklingar sem eru í rauninni ekkert annað en venjulegir unglingar. Þau búa öll hvert fyrir sig hjá foreldrum sínum og við sjáum jafnvel bakhlutann á móður Lastiks í eldhúsinu í blokkinni þeirra.
Sögurnar um Hin fjögur fræknu höfðu fram að þessu verið barnalegar, gamaldags og ótrúverðugar. Þarna var um að ræða hóp ungs fólks sem bjó saman í stóru húsi og án nokkurra fullorðinna, þau höfðu engar tekjur, ferðuðust út um allan heim og jafnvel út í geiminn en áttu samt ekki neitt. Fjórmenningunum var stillt upp sem einföldum stereótýpum sem voru allar fyrir löngu orðnar börn síns tíma. Þó aldur þeirra hafi aldrei komið sérstaklega fram (fyrr en kom að síðustu bókinni) þá hafa líklega flestir lesendur staðið í þeirri meiningu að hópurinn væri um það bil á aldrinum 17-22 ára. En í bókinni Les 4 as - La balade des 4 as kemur annað í ljós. Hin fjögur fræknu eru mun yngri en flestir hefðu líklega reiknað með og ýmislegt fleira um fjórmenningana kemur einnig í ljós í sögunni.
Ef við byrjum á Lastik þá er það reyndar aðeins gælunafn hans því að í rauninni heitir hann Marco og er 16 ára gamall. Búffi er 15 ára (bráðum 15 og hálfs) en hann heitir réttu nafni Jean-Louis og er haldinn lotugræðgi. Sem þýðir að hann tekur einhvers konar átköst, borðar og borðar en ælir síðan þeim mat. Foreldrar hans koma báðir fyrir í bókinni. Dína er líka 15 ára en alveg að verða 16 og læknissonurinn Doksi er 17. En Doksi heitir í raun Théodore. Foreldrar hans eru mjög ríkir og það er víst hann sem á hundinn Óskar. Öll eru þau vinirnir búin flestum þeim eiginleikum sem eldri bækurnar segja til um en þeir eiginleikar eru þó vel ýktir þar. Ja ... eins og gengur og gerist í draumförum. Lastik er flínkur með vélar og tæki og er laginn í höndunum en hann getur samt ekki smíðað flugvél. Dína er bara ósköp eðlileg unglingsstelpa en ekki einföld og treggáfuð stelpa sem er endalaust að hugsa um föt eða útlit. Og Búffi og Doksi eru á sama hátt að mestu leyti ósköp venjulegir strákar. Doksi er klár og Búffa finnst gott að borða. Eitt atriði kemur einnig vel fram í La balade des 4 as sem skilar sér ekki endilega í hinum bókunum. En það er hversu nánir og góðir vinir þau eru.
SVEPPAGREIFINN hefur verið nokkuð duglegur við að tuða yfir þessum bókum í gegnum tíðina, hvort sem um er að ræða hér á Hrakförum og heimskupörum eða á öðrum vettvangi. Eftir snöggt yfirlit í gegnum myndasöguhillur heimilisins reiknast honum svo til að þrátt fyrir allt þá eigi hann 23 af þeim 26 bókum sem komu út á íslensku á sínum tíma. Og eins og flestir hafa nú líklega grun um er það ekki af aðdáun sinni á bókunum að þakka heldur frekar þeirri eðlilegu þörf hins íslenska myndasöguáhugamanns að þurfa að eiga helst allt af þeim teiknimyndasögum sem komið hefur út hér á landi. Það kom honum jafnvel aðeins á óvart að vera ekki búinn að eignast þær allar. SVEPPAGREIFINN hefur margsinnis rekist á þessar bækur á ferðum sínum um hin frönskumælandi svæði eiginkonu sinnar en aldrei nokkurn tímann dottið í hug að fjárfesta í þessum sögum. Fyrr en nú. Það er að segja þessa síðustu bók, La balade des 4 as. Líklega hefur hann margsinnis séð hana en það var ekki fyrr en hann var að vinna að þessari færslu sem hann áttaði sig á því að hún gæti hugsanlega verið áhugaverð. Það er því augljóslega kominn tími á að versla nýja bók með Hinum fjóru fræknum til að setja í myndasöguhillurnar.
11. janúar 2019
93. ÞESSI ÞUNGU HÖGG
Það hefur verið svolítið í umræðunni, undanfarna mánuði og jafnvel ár, höfuðhögg íþróttafólks og alvarleiki þeirra. Fyrir ekki svo mörgum vikum las SVEPPAGREIFINN einmitt frétt og viðtal við knattspyrnumanninn Hólmbert Friðjónsson sem upplýsti um það að á undanförnum árum hefði hann fengið að minnsta kosti fimm sinnum þung höfuðhögg sem leitt höfðu til heilahristings. Við hvert skipti hafi það tekið hann sífellt lengri tíma að jafna sig og ýmisleg leiðinleg einkenni höfðu fylgt og hrellt hann í kjölfarið. Hólmbert er ekki sá eini sem hefur þurft að glíma við afleiðingar heilahristings því dæmi eru um það að fólk hafi ekki aðeins þurft að taka sér hlé frá æfingum og keppni heldur hefur það jafnvel þurft að hætta alfarið iðkun íþrótta. En það var reyndar ekki ætlunin að fjalla hér, á myndasöguvefnum Hrakförum og heimskupörum, um þennan hættulega fylgifisk marga íþróttagreina. Það er gert á öðrum, alvarlegri og sérhæfari vettvöngum.
En í kjölfar viðtalsins við Hólmbert fór SVEPPAGREIFINN að velta aðeins fyrir sér öllum þeim höfuðhöggum (og þá í flestum tilfellum rothöggum) sem margar af hetjum teiknimyndasagnanna þurfa að fást við. Það er nefnilega ekki tekið út með sældinni einni að vera myndasöguhetja. Margar þeirra eru í eilífri baráttu við ýmsar tegundir bófa og glæpamanna og sú manntegund vílar sér ekki við það að beita ofbeldi eftir þörfum. Það er nánast daglegt brauð (alla vega fyrir þá sem lesa teiknimyndasögur daglega) að hetjurnar þurfi að glíma við ofbeldisfull illmenni þar sem margvíslegar tegundir af höfuðhöggum koma ítrekað við sögu. Við þekkjum það vel að Svalur og Valur og Tinni lenda tiltölulega oft í slíkum aðstæðum en aðrir sleppa reyndar betur. Sögupersónurnar í Lukku Láka fá svolítið að kenna á því og sömu sögu má einnig segja um Samma og Hinrik og Hagbarð. Hjá Viggó viðutan lenda persónurnar líka oft í höfuðmeiðslum en þær þurfa þó sjaldnast að kljást við glæpamenn. Í bókunum um Steina sterka lendir aðalsöguhetjan þó sjálf aldrei í þeim vanda. Hann er auðvitað bara barn og í myndasögunum um hann eru það yfirleitt glæpamennirnir sem verða frekar fyrir barðinu á Steina. Hann sjálfur þarf í versta falli að lúta í gras fyrir smávægilegu kvefi. Svipaða sögu má segja um Ástríks bækurnar en í þeim sögum fá líklega óvinir aðalsöguhetjanna hvað verst á baukinn. Myndasögurnar um Steina sterka og Ástrík eru bara þess eðlis að hetjurnar sleppa aðeins betur þó bækurnar séu reyndar tæknilega alveg troðfullar af ofbeldi.
Eins og fyrr segir eru það aðalsöguhetjurnar úr bókunum um Tinna og Sval og Val sem helst þyrftu að fjárfesta í einhverri tegund af rotvarnarefni. SVEPPAGREIFANUM lék eilítilli forvitni á að vita hvernig þessi höfuðhöggafaraldur myndasöguhetjanna kæmi út á tölfræðilegu nótunum og gerði því snöggsoðna og óvísindalega könnun á því. Einhvern veginn hefur hann nefnilega grun um, ef allt væri eðlilegt, að sumar af þessum myndasögupersónum þyrftu að glíma við langvarandi afleiðingar reglulegra höfuðhögga. Svo virðist þó nefnilega alls ekki vera. Í langflestum tilfella liggja viðkomandi steinrotaðir í litla stund, hrista það af sér og eru komnir á fullt aksjón aftur innan tíðar. Í Tinna bókinni Leynivopnið er til dæmis dæmi um að Tinni er sleginn niður með rothöggi í hnakkann og aðeins örfáum mínútum seinna er hann farinn að fljúga þyrlu eins og ekkert hafi í skorist! Man einhver eftir því að Tinni hafi nokkurn tímann kvartað yfir hausverk í bókunum? SVEPPAGREIFINN fór því á stjá til að kanna gróflega þann fjölda höfuðhögga sem hetjurnar úr teiknimyndasögunum hafa orðið fyrir og þá í kjölfarið að velta fyrir sér verstu hugsanlegum afleiðingunum sem þessar hetjur gætu þurft að kljást við. Það er nefnilega spurning hvort að hjá flestum þeirra séu ekki um að ræða töluvert miklar og varanlegar afleiðingar? Jafnvel alvarlegar heilaskemmdir? Og niðurstöðurnar úr þessari fljótfærnislegu talningu voru virkilega ... öh... sláandi. Allt að því algjört rothögg!
Ef við skoðum Tinna aðeins betur er ljóst að þar er óvenju sterkbyggður einstaklingur á ferðinni hvað höfuðhögg varðar. Í fyrstu fjórum bókunum (Tinna í Sovétríkjunum, Tinna í Kongó, Tinna í Ameríku og Vindlar Faraós) reiknast SVEPPAGREIFANUM í fljótu bragði svo til að þau rothögg sem Tinni verður fyrir séu á bilinu sextán til átján talsins. Og af þeim má til dæmis tala um þrjú rothögg á átta blaðsíðna kafla snemma í bókinni um Tinna í Ameríku. Sagan um Tinna í Sovétríkjunum er reyndar svo óljós á köflum að ekki er alltaf auðvelt að átta sig á því hvað telst rothögg. En af þessum sextán til átján höfuðhöggum
er aðeins tekið tillit til þeirra högga þar sem hann rotast virkilega
en inni þeirri tölu eru reyndar einnig önnur atvik (eins og þar sem hann verður fyrir
eiturgasárás) sem leiða til tímabundins meðvitundarleysis. Þarna er ekki tekið tillit til annara högga sem hann verður fyrir til dæmis í slagsmálum eða atviki (í Tinna í Ameríku) þar sem hann verður fyrir alvarlegum súrefnisskorti vegna ... uh... hengingar.
Heldur róast Tinni upp úr þessu og höfuðhöggstilfellum hans í seríunni fer um leið fækkandi. Í Bláa lótusnum má tala um tvö atvik, þrjú í Skurðgoðinu með skarð í eyra og fjögur í Svaðilför í Surtsey. Eftir það má telja þau tilfelli, sem Tinni verður fyrir rothöggum, eðlileg. Hvað sem nú telst eðlilegt. Núll til eitt höfuðhögg eru viðvarandi næstu bækurnar en í Svarta gullinu verður Tinni fyrir einhvers konar ofbeldissprengju og þarf að sætta sig við heil fjögur höfuðhögg. Aftur róast rothöggabylgjan og í lok seríunnar er orðið fátt um fína drætti. Í heildina reiknast SVEPPAGREIFANUM því til að Tinni hljóti um það bil 40 höfuðhögg í öllum bókaflokknum sem leiða til meðvitundarleysis og þá væntanlega um leið til heilahristings. Miðað við þær stórkostlegu tölur hefði heilsu Tinna átt að mjög mikilli hættu búin fyrir löngu síðan - eiginlega strax í fyrstu bókinni um Tinna í Sovétríkjunum.
Eitt er mjög áberandi fyrir bófaflóru Tinna bókanna. Það er nefnilega einkennandi fyrir þá glæpamenn sem Tinni þarf að kljást við hve oft þeir eru vopnaðir kylfum. Það skýrir vel þennan óhugnanlega höfuðhöggafjölda Tinna. Kylfur eru einhvers konar staðalbúnaður bófanna í seríunni og meira og minna allir eru þeir einnig vel búnir skammbyssum. Gildir þá einu hvort um er að ræða peningafalsara, eiturlyfjasmyglara, mannræningja, njósnara eða bara venjulega smáglæpamenn. Af hverju eru peningafalsarar vopnaðir skammbyssum? Og svo má einnig geta, þessari óformlegu úttekt reyndar aðeins skylt, að þrisvar sinnum í seríunni verður Tinni fyrir byssukúlu. Í bókunum um Sval og Val er þessu hins vegar töluvert öðruvísi háttað. Í þeim sögum eru bófarnir reyndar oft ágætlega vopnum búnir en rothöggin, sem aðalsöguhetjurnar verða fyrir, teljast til algjörar undantekningar. Að sjálfsögðu rotast þeir einstaka sinnum í bókaflokknum en almennt eru þau ekkert sérstaklega mörg þau tilfelli sem þeir Svalur og Valur verða fyrir hættulegum höfuðhöggum.
Þarna er væntanlega frekar við höfunda bókanna að sakast heldur en slælegu handverki ofbeldismannanna. Auðvitað verða þeir Svalur og Valur fyrir einhverju hnjaski eða byltum öðru hvoru enda oftar en ekki í eilífri baráttu við ýmsar tegundir misyndismanna. Bækurnar eru jú orðnar 55 talsins. Raunar standa þeir nokkuð reglulega í ýmiskonar líkamlegu stappi í bókunum en þar er þá oftast um að ræða svona venjuleg, gamaldags og hallærisleg slagsmál. Sjaldnast er þar þó um að ræða ofbeldi sem veldur meðvitundarleysi af einhverju tagi. Ef um slíkt er að ræða þá tengist það ekki mjög oft höfuðhöggum. Báðir fá þeir til dæmis sinn skammt af zorgeislum í bókinni um Svaðilför til Sveppaborgar og í Gullgerðarmanninum fær Svalur vænt raflost sem vankar hann töluvert um stund. Þá fá þeir einnig báðir reglulega væna skammta af svefnlyfjum, klóróformi og auðvitað sveppagasi og í bókinni Seinheppinn syndaselur missir Svalur meðvitund af súrefnisskorti og er nánast drukknaður. Síðan má heldur alls ekki gleyma öðrum slysum sem þeir félagar verða fyrir. Þannig er Valur venjulega óheppni helmingur tvíeykisins. Í Dal útlaganna er það til dæmis hann sem verður fyrir biti mýflugunnar sem breiðir út haturssótt.
Það er líka yfirleitt Valur sem lendir í smáslysunum og leiðinlegu óhöppunum. Við þekkjum það einmitt líka úr bókunum um Viggó að oft eru þessi slys Vals eitthvað sem tengist stjórnleysi á skapi hans. En ef rothögg þeirra Svals og Vals eru tekin saman þá komast þau ekki í hálfkvist við það sem Tinni greyið þarf að þola. Svalur og Valur yrðu því líklega ekki settir í sama áhættuflokk og Tinni hvað varðar langvarandi afleiðingar af heilahristingi. Þegar um rothögg er að ræða, í bókunum um Sval og Val, er það oft Gormur sem þar á hlut að máli. Það skal þó tekið fram að ekki eru það sjálfar aðalsöguhetjurnar sem verða fyrir barðinu á honum. Hinn guli vinur þeirra félaga er nefnilega ansi duglegur við að lúskra á þeim bófum (og reyndar öðrum líka) sem beita ofbeldi og hann hikar ekki við að verja þá Sval og Val með hnitmiðuðum höggum sínum. Jafnvel þannig að Svalur og Valur þurfi allt að því að halda aftur af honum til að verja illmennin fyrir höggum hans. Aðferðir Gorms eru einfaldar. Hann hnoðar saman endanum á rófunni sinni í einhvers konar hnefa og kýlir henni síðan af öllu afli í það fórnarlamb sem fyrir á að verða. Oftar en ekki í andlitið svo viðkomandi steinrotast enda hefur hann yfir að ráða gríðarlegan höggþunga. Þá hefur Gormur bæði rotað górilluapa og risaeðlu í bókunum en til þess notaði hann reyndar aðrar aðferðir.
Það er því alveg óhætt að segja að höfundar bókanna um Sval og Val hafi farið heldur mannúðlegar með aðalsögupersónur sínar heldur en Hergé með hann Tinna sinn. Ætli endanleg niðurstaðan sé þá ekki sú að Tinna bækurnar teljist á meðal þeirra ofbeldisfyllstu af teiknimyndasögunum sem verið var að gefa út hér á landi.
Heldur róast Tinni upp úr þessu og höfuðhöggstilfellum hans í seríunni fer um leið fækkandi. Í Bláa lótusnum má tala um tvö atvik, þrjú í Skurðgoðinu með skarð í eyra og fjögur í Svaðilför í Surtsey. Eftir það má telja þau tilfelli, sem Tinni verður fyrir rothöggum, eðlileg. Hvað sem nú telst eðlilegt. Núll til eitt höfuðhögg eru viðvarandi næstu bækurnar en í Svarta gullinu verður Tinni fyrir einhvers konar ofbeldissprengju og þarf að sætta sig við heil fjögur höfuðhögg. Aftur róast rothöggabylgjan og í lok seríunnar er orðið fátt um fína drætti. Í heildina reiknast SVEPPAGREIFANUM því til að Tinni hljóti um það bil 40 höfuðhögg í öllum bókaflokknum sem leiða til meðvitundarleysis og þá væntanlega um leið til heilahristings. Miðað við þær stórkostlegu tölur hefði heilsu Tinna átt að mjög mikilli hættu búin fyrir löngu síðan - eiginlega strax í fyrstu bókinni um Tinna í Sovétríkjunum.
Eitt er mjög áberandi fyrir bófaflóru Tinna bókanna. Það er nefnilega einkennandi fyrir þá glæpamenn sem Tinni þarf að kljást við hve oft þeir eru vopnaðir kylfum. Það skýrir vel þennan óhugnanlega höfuðhöggafjölda Tinna. Kylfur eru einhvers konar staðalbúnaður bófanna í seríunni og meira og minna allir eru þeir einnig vel búnir skammbyssum. Gildir þá einu hvort um er að ræða peningafalsara, eiturlyfjasmyglara, mannræningja, njósnara eða bara venjulega smáglæpamenn. Af hverju eru peningafalsarar vopnaðir skammbyssum? Og svo má einnig geta, þessari óformlegu úttekt reyndar aðeins skylt, að þrisvar sinnum í seríunni verður Tinni fyrir byssukúlu. Í bókunum um Sval og Val er þessu hins vegar töluvert öðruvísi háttað. Í þeim sögum eru bófarnir reyndar oft ágætlega vopnum búnir en rothöggin, sem aðalsöguhetjurnar verða fyrir, teljast til algjörar undantekningar. Að sjálfsögðu rotast þeir einstaka sinnum í bókaflokknum en almennt eru þau ekkert sérstaklega mörg þau tilfelli sem þeir Svalur og Valur verða fyrir hættulegum höfuðhöggum.
Þarna er væntanlega frekar við höfunda bókanna að sakast heldur en slælegu handverki ofbeldismannanna. Auðvitað verða þeir Svalur og Valur fyrir einhverju hnjaski eða byltum öðru hvoru enda oftar en ekki í eilífri baráttu við ýmsar tegundir misyndismanna. Bækurnar eru jú orðnar 55 talsins. Raunar standa þeir nokkuð reglulega í ýmiskonar líkamlegu stappi í bókunum en þar er þá oftast um að ræða svona venjuleg, gamaldags og hallærisleg slagsmál. Sjaldnast er þar þó um að ræða ofbeldi sem veldur meðvitundarleysi af einhverju tagi. Ef um slíkt er að ræða þá tengist það ekki mjög oft höfuðhöggum. Báðir fá þeir til dæmis sinn skammt af zorgeislum í bókinni um Svaðilför til Sveppaborgar og í Gullgerðarmanninum fær Svalur vænt raflost sem vankar hann töluvert um stund. Þá fá þeir einnig báðir reglulega væna skammta af svefnlyfjum, klóróformi og auðvitað sveppagasi og í bókinni Seinheppinn syndaselur missir Svalur meðvitund af súrefnisskorti og er nánast drukknaður. Síðan má heldur alls ekki gleyma öðrum slysum sem þeir félagar verða fyrir. Þannig er Valur venjulega óheppni helmingur tvíeykisins. Í Dal útlaganna er það til dæmis hann sem verður fyrir biti mýflugunnar sem breiðir út haturssótt.
Það er líka yfirleitt Valur sem lendir í smáslysunum og leiðinlegu óhöppunum. Við þekkjum það einmitt líka úr bókunum um Viggó að oft eru þessi slys Vals eitthvað sem tengist stjórnleysi á skapi hans. En ef rothögg þeirra Svals og Vals eru tekin saman þá komast þau ekki í hálfkvist við það sem Tinni greyið þarf að þola. Svalur og Valur yrðu því líklega ekki settir í sama áhættuflokk og Tinni hvað varðar langvarandi afleiðingar af heilahristingi. Þegar um rothögg er að ræða, í bókunum um Sval og Val, er það oft Gormur sem þar á hlut að máli. Það skal þó tekið fram að ekki eru það sjálfar aðalsöguhetjurnar sem verða fyrir barðinu á honum. Hinn guli vinur þeirra félaga er nefnilega ansi duglegur við að lúskra á þeim bófum (og reyndar öðrum líka) sem beita ofbeldi og hann hikar ekki við að verja þá Sval og Val með hnitmiðuðum höggum sínum. Jafnvel þannig að Svalur og Valur þurfi allt að því að halda aftur af honum til að verja illmennin fyrir höggum hans. Aðferðir Gorms eru einfaldar. Hann hnoðar saman endanum á rófunni sinni í einhvers konar hnefa og kýlir henni síðan af öllu afli í það fórnarlamb sem fyrir á að verða. Oftar en ekki í andlitið svo viðkomandi steinrotast enda hefur hann yfir að ráða gríðarlegan höggþunga. Þá hefur Gormur bæði rotað górilluapa og risaeðlu í bókunum en til þess notaði hann reyndar aðrar aðferðir.
Það er því alveg óhætt að segja að höfundar bókanna um Sval og Val hafi farið heldur mannúðlegar með aðalsögupersónur sínar heldur en Hergé með hann Tinna sinn. Ætli endanleg niðurstaðan sé þá ekki sú að Tinna bækurnar teljist á meðal þeirra ofbeldisfyllstu af teiknimyndasögunum sem verið var að gefa út hér á landi.
4. janúar 2019
92. 90 ÁRA AFMÆLI TINNA
Í næstu viku, nánar tiltekið fimmtudaginn 10. janúar árið 2019, verður haldið upp á einn af stóru dögunum í teiknimyndasöguheiminum. Þennan dag á nefnilega blaða- og ævintýramaðurinn úrræðagóði Tinni 90 ára afmæli en þann 10. janúar árið 1929, sem var reyndar líka fimmtudagur, birtist þessi víðfrægi kappi í fyrsta sinn í barnatímaritinu Le Petit
Vingtième. Á þeim tíma gerði líklega enginn sér grein fyrir því hversu stóru hlutverki hann ætti eftir að gegna næsta áratugina. Sjálfsagt verða margir fjölmiðlar út um allan heim með einhverjar umfjallanir í tilefni af þessum tímamótum en færsla vikunnar hjá SVEPPAGREIFANUM er að sjálfsögðu tileinkuð myndasöguhetjunni frægu.
Le Petit
Vingtième, sem var reyndar nýtt vikulegt fylgirit dagblaðsins Le Vingtième Siècle, hafði komið fyrst út þann 1. nóvember árið 1928 en ritstjóri þess var hinn tuttugu og eins árs gamli George Remi. Remi hafði fjórum árum áður tekið sér listamannsnafnið Hergé en það myndaði hann úr upphafsstöfum nafns síns, lesið afturábak og upp á franskan máta - R. G. Svolítið hefur áður verið fjallað um Hergé á Hrakförum og heimskupörum og um hann má meðal annars lesa hér. En fyrstu kynni heimsins af Tinna birtust sem sagt í þessu tiltekna blaði.
Sagan nefndist Tinni í Sovétríkjunum (Tintin au pays des Soviets) og fjallaði á mjög frumstæðan hátt um ferðalag ungs blaðamanns til Sovétríkjanna. Le Petit Vingtième birti í hverri viku tvær blaðsíður úr sögunni en hún var sett upp á þann hátt að það leit út fyrir að Tinni væri til í raun og veru og sendi blaðinu reglulega einhvers konar dagbókarpistla, í myndasöguformi, sem lýsti því hvað á daga hans drifi á ferðalaginu. Löngu seinna greindi Hergé reyndar frá því að sagan um Tinna í Sovétríkjunum hefði verið algjört slys og hann hefði alltaf skammast sín fyrir þetta byrjendaverk sitt. Það var einnig ástæða þess að Tinni í Sovétríkjunum var aldrei endurteiknuð og lituð líkt og gert var seinna við allar hinar eldri sögurnar. Það var síðan ekki fyrr en árið 2017 sem sagan kom fyrst fyrir sjónir fólks í litaðri útgáfu en það var 34 árum eftir dauða Hergés. Hér má sjá upphaf sögunnar, í Le Petit Vingtième, þar sem blaðamaðurinn Tinni lagði af stað frá Brussel fyrir 90 árum síðan.
Sagan nefndist Tinni í Sovétríkjunum (Tintin au pays des Soviets) og fjallaði á mjög frumstæðan hátt um ferðalag ungs blaðamanns til Sovétríkjanna. Le Petit Vingtième birti í hverri viku tvær blaðsíður úr sögunni en hún var sett upp á þann hátt að það leit út fyrir að Tinni væri til í raun og veru og sendi blaðinu reglulega einhvers konar dagbókarpistla, í myndasöguformi, sem lýsti því hvað á daga hans drifi á ferðalaginu. Löngu seinna greindi Hergé reyndar frá því að sagan um Tinna í Sovétríkjunum hefði verið algjört slys og hann hefði alltaf skammast sín fyrir þetta byrjendaverk sitt. Það var einnig ástæða þess að Tinni í Sovétríkjunum var aldrei endurteiknuð og lituð líkt og gert var seinna við allar hinar eldri sögurnar. Það var síðan ekki fyrr en árið 2017 sem sagan kom fyrst fyrir sjónir fólks í litaðri útgáfu en það var 34 árum eftir dauða Hergés. Hér má sjá upphaf sögunnar, í Le Petit Vingtième, þar sem blaðamaðurinn Tinni lagði af stað frá Brussel fyrir 90 árum síðan.
Sagan sló strax í gegn og í kjölfarið var hafist handa við nýtt ævintýri þar sem Tinni myndi ferðaðist til Afríku í sögu sem nefndist Tintin au Congo (Tinni í Kongó). Þriðja sagan, Tinni í Ameríku (Tintin en Amérique), var byggð upp á svipaðan hátt þar sem Hergé samdi söguna jafnóðum og hún var teiknuð og birt í Le Petit
Vingtième. Þessi fyrstu þrjú ævintýri Tinna einkenndust af miklum hraða og frekar hroðvirkislegum atburðarásum en með aukinni reynslu Hergés róaðist Tinni smám saman. Það var þó ekki fyrr en með fimmtu sögunni, Blái lótusinn (Le Lotus bleu), sem hann hóf að semja handritin fyrirfram. Næstu tuttugu árin teiknaði Hergé sögur, á eins til tveggja ára fresti, sem gefnar voru jafnóðum út í bókaformi og gæði þeirra batnaði auk þess sem metnaður listamannsins jókst. Þegar kom fram á miðjan sjötta áratuginn fór heldur að hægja á útgáfunni og lengra fór að verða á milli sagnanna. 22. sagan, Flugrás 714 til Sydney (Vol 714 pour Sydney) kom til dæmis út árið 1968 en þá voru komin fimm ár síðan síðasta sagan, Vandræði Vaílu Veinólínó (Les Bijoux de la Castafiore) hafði komið út. Síðasta ævintýrið, Tinni og Pikkarónarnir (Tintin et les Picaros), kom síðan út árið 1976 en Hergé var að vinna að einni sögunni í viðbót þegar hann lést árið 1983. Sú saga bar vinnuheitið Tintin et l'Alph-Art og hefur víða verið gefin út ókláruð og með skýringum. Alls komu út 24 Tinna bækur (ef Tinni í Sovétríkjunum og Tintin et l'Alph-Art eru taldar með) sem seldar hafa verið í yfir 230 milljónum eintaka og þýddar á yfir 70 tungumálum.
Fyrstu kynni Íslendinga af Tinna bókunum hófust árið 1971 þegar Fjölvi gaf út tvær bækur úr seríunni en þá voru rúmlega 40 ár síðan Tinni kom fyrst fram. Þetta voru sögurnar Svaðilför í Surtsey og Dularfulla stjarnan og næstu árin voru allar bækurnar gefnar út nema sú fyrsta, Tinni í Sovétríkjunum, enda taldist hún þá yfirleitt ekki til seríunnar. Síðustu fjórar bækurnar í íslensku bókaröðinni komu út árið 1977 en Tinni í Sovétríkjunum kom loksins út á íslensku árið 2007. Tinna bækurnar hafa verið endurútgefnar nokkuð reglulega síðustu áratugina og síðast voru tíu bækur úr seríunni gefnar út í litlu broti árið 2010. Um sögu Tinna á Íslandi má lesa hér.
Það stendur margt til í tilefni afmælisins. Nú þegar hefur til dæmis verið gefinn út, á nokkrum tungumálum, sérstakur afmælisheildarpakki með öllum Tinna bókunum en auk þess má til dæmis nefna endurútgáfu af hinni ítarlegu bók The Art of Hergé eftir Michel Daubert sem gefin er út af Hergé safninu í Brussel. SVEPPAGREIFINN fékk aðeins tækifæri til að fletta í gegnum þennan 480 blaðsíðna doðrant síðastliðið sumar og dauðlangar til að eignast gripinn. Bækurnar eftir Michael Farr og Benoît Peeters, sem margir þekkja, eru hálfgerðar vasabækur við hliðina á bók Daubert. Þá setur Hergé safnið að sjálfsögðu upp sýningu í tilefni 90 ára afmælisins en safnið sjálft heldur einnig upp á 10 ára afmæli sitt á sama tíma.
Sjálfur ætlar SVEPPAGREIFINN ekki að gera neitt í tilefni afmælisins.
Það stendur margt til í tilefni afmælisins. Nú þegar hefur til dæmis verið gefinn út, á nokkrum tungumálum, sérstakur afmælisheildarpakki með öllum Tinna bókunum en auk þess má til dæmis nefna endurútgáfu af hinni ítarlegu bók The Art of Hergé eftir Michel Daubert sem gefin er út af Hergé safninu í Brussel. SVEPPAGREIFINN fékk aðeins tækifæri til að fletta í gegnum þennan 480 blaðsíðna doðrant síðastliðið sumar og dauðlangar til að eignast gripinn. Bækurnar eftir Michael Farr og Benoît Peeters, sem margir þekkja, eru hálfgerðar vasabækur við hliðina á bók Daubert. Þá setur Hergé safnið að sjálfsögðu upp sýningu í tilefni 90 ára afmælisins en safnið sjálft heldur einnig upp á 10 ára afmæli sitt á sama tíma.
Sjálfur ætlar SVEPPAGREIFINN ekki að gera neitt í tilefni afmælisins.
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)