Hinn mikli snillingur André Franquin skapaði margar ódauðlegar persónur (og reyndar líka ýmislegt úr dýraríkinu), í myndasögum sínum, sem munu lifa um aldur og ævi. Hmmmm... það er reyndar einkenni þeirra sem verða ódauðlegir að lifa um aldur og ævi! En það er önnur saga. Franquin er auðvitað þekktastur fyrir þá Sval og Val, Viggó viðutan og Gorminn einstaka en í öllum þeim sögum, sem þessi frábæri listamaður kom að, er einnig aragrúi af stórkostlegum aukapersónum og karakterum. SVEPPAGREIFINN er sannfærður um að sumar þeirra hefðu einar og sér getað haldið á lofti heilum myndasöguflokki án nokkurra vandkvæða. Útlit mjög margra aukapersóna bókanna og karaktereinkenni þeirra gefa tilefni til að ætla það en Franquin var snillingur í að skapa persónur á þann hátt að eftir var tekið. Ein þessara stórkostlegra aukapersóna er herra Seðlan úr bókunum um Viggó viðutan en sá mæti maður er í einstaklega miklum metum hjá SVEPPAGREIFANUM. Að þessu sinni er því ætlunin að birta smá fróðleik um herra Seðlan.
Herra Seðlan er moldríkur kaupsýslumaður sem á reglulega erindi á skrifstofu tímaritsins SVALS. Reyndar er ekki alveg ljóst hvert erindi hans nákvæmlega er nema auðvitað það að skrifa undir mjög mikilvæga samninga við fyrirtækið. Um hvers konar samninga er að ræða kemur hins vegar aldrei almennilega fram. Þó virðist sem þeir snúist að einhverju leyti um framtíð tímaritsins SVALS. Og miðað við meint mikilvægi þeirra þá er svolítið merkilegt að langflestar af þessum samningsundirritunartilraunum herra Seðlans fara í gegnum Val eða Eyjólf en ekki beint við sjálfan forstjórann herra Dupuis. Efni samninganna er alla vega óljóst og meira að segja höfundurinn Franquin opinberaði einhvern tímann að hann vissi ekki einu sinni sjálfur um hvað þeir snérust. Enda var það algjört aukaatriði. En mikilvægir hljóta þeir að vera miðað við örvæntingarfullar tilraunir Vals og Eyjólfs við að reyna að klára þá fyrir hönd fyrirtækisins. Undirritun þessa samninga virðist þó með öllu útilokuð - þökk sé Viggó viðutan.
Það er reyndar ósköp lítið við Viggó sjálfan að sakast. Hann er allur af vilja gerður við að aðstoða og hjálpa til en fyrir einstaka tilviljun og óheppni er það ávallt hans sök að ekki tekst að klára þessa samninga. Reyndar tekst undirritunin sjálf oft en þá gerist í staðinn eitthvað eftir á sem skemmir samningana. Alltaf tengist það einhverjum athafna Viggós en oft þarf hann ekki einu sinni sjálfur að vera viðstaddur til að undirritunin fari út um þúfur. Stundum getur það verið tengt tilraunum hans, matargerð, gæludýrunum eða jafnvel bara hjálpsemi hans og þá auðvitað algjörlega óviljandi. Það hefur jafnvel komið fyrir að undirritun samninganna hafi klúðrast þó herra Seðlan hafi ekki einu sinni komið í hús.
Tvisvar sinnum hefur herra Seðlan reyndar tekist að skrifa undir samninga í bókunum. Það er að segja samninga sem ekki hafa klúðrast. Þeir samningar hafa að vísu ekki verið við fyrirtækið SVAL heldur við Viggó sjálfan vegna uppfinninga hans sem herra Seðlan hefur heillast af. Þar er annars vegar um að ræða girnilega kjúklingasúpu með fiski sem Viggó þróaði og herra Seðlan fékk að smakka og hins vegar geimaldar-gauksklukka sem herra Seðlan féll fyrir. Og í alla vega annað skiptið er uppkastið að þeim samningi rissaðir upp á bakhlið hinna raunverulegu samninga við tímaritið SVAL.
Það er reyndar ósköp lítið við Viggó sjálfan að sakast. Hann er allur af vilja gerður við að aðstoða og hjálpa til en fyrir einstaka tilviljun og óheppni er það ávallt hans sök að ekki tekst að klára þessa samninga. Reyndar tekst undirritunin sjálf oft en þá gerist í staðinn eitthvað eftir á sem skemmir samningana. Alltaf tengist það einhverjum athafna Viggós en oft þarf hann ekki einu sinni sjálfur að vera viðstaddur til að undirritunin fari út um þúfur. Stundum getur það verið tengt tilraunum hans, matargerð, gæludýrunum eða jafnvel bara hjálpsemi hans og þá auðvitað algjörlega óviljandi. Það hefur jafnvel komið fyrir að undirritun samninganna hafi klúðrast þó herra Seðlan hafi ekki einu sinni komið í hús.
Tvisvar sinnum hefur herra Seðlan reyndar tekist að skrifa undir samninga í bókunum. Það er að segja samninga sem ekki hafa klúðrast. Þeir samningar hafa að vísu ekki verið við fyrirtækið SVAL heldur við Viggó sjálfan vegna uppfinninga hans sem herra Seðlan hefur heillast af. Þar er annars vegar um að ræða girnilega kjúklingasúpu með fiski sem Viggó þróaði og herra Seðlan fékk að smakka og hins vegar geimaldar-gauksklukka sem herra Seðlan féll fyrir. Og í alla vega annað skiptið er uppkastið að þeim samningi rissaðir upp á bakhlið hinna raunverulegu samninga við tímaritið SVAL.
Um persónuna herra Seðlan kemur í sjálfu sér ekki mikið fram og kannski eru þær upplýsingar heldur ekki nauðsynlegar því að karaktereinkenni hans eru augljós í teikningum Franquins. Og það sem upp á vantar getur lesandinn sjálfur auðveldlega fyllt upp í með ímyndunarafli sínu. En það helsta sem vitað er um herra Seðlan er það að hann er moldríkur fjármálamaður. Hann á að minnsta kosti tvær dætur og önnur þeirra keyrir um á Alfa Romeo en hvergi hefur samt komið fram að hann sé giftur. Sjálfur er herra Seðlan með nokkuð dýran smekk. Hann er veikur fyrir stórum amerískum bílum, hann á (ok. átti) sína eigin einkaþotu, reykir dýra vindla og er ávallt vel til hafður. Starfsemi fyrirtækis hans er fullkomlega óljós og eini starfsmaðurinn sem vitað er til að vinni hjá honum er ritari hans, hin hláturmilda fröken Friðmey Blókan.
Þó að herra Seðlan virðist á yfirborðinu vera tiltölulega dagfarsprúður maður er ljóst að hann á við mikla skapgerðarbresti að stríða. Og árangurslitlar heimsóknir hans á ritstjórnarskrifstofu SVALS hafa síst dregið úr þeim enda hefur hann oftar en ekki þurft að glíma þar við stórhættulegar aðstæður. Sjúkrahúsvistir vegna eitrana, brunasára, beinbrota, klór- og bitfara, höfuðhögga eða annarra líkamlegra áverka eru daglegt brauð hjá herra Seðlan eftir heimsóknir sínar á skrifstofuna. En þess utan má líka nefna skemmdir á persónulegum eigum hans. Mest eru það auðvitað tjón á fatnaði hans en einnig má bæði nefna illa laskaða bíla og jafnvel niðurskotna einkaflugvél. Iðulega sýður því vel á herra Seðlan þegar hann missir sig. Hann verður eldrauður í framan og lætur þá oftar en ekki frá sér þessi torkennilegu en kunnuglegu reiðihljóð, "Grmmmmbbblll...!"
Herra Seðlan heitir á frummálinu Aimé De Mesmaeker eða bara monsieur De Mesmaeker og var skírður í höfuðið á hinum kunna listamanni Jidéhem sem var í rauninni einn af sköpurum Viggós og var náinn samstarfsmaður Franquin. Jidéhem, sem hét réttu nafni Jean De Mesmaeker, var einhverju sinni að störfum á SPIROU blaðinu við einn af Viggó bröndurum Franquins þegar hann rak augun í nýja en, að honum fannst, kunnuglega persónu. Hann sagði Franquin að þessi kunnuglega persóna minnti sig á föður sinn en Franquin skírði persónuna samstundis De Mesmaeker og gerði hann að einni af langlífustu og fyndnustu sögupersónunni í öllum bókaflokknum. Herra Seðlan kom því fyrst til sögunnar í Viggó brandara númer 109 í SPIROU blaði númer 1144 þann 17. mars árið 1960 og leit þá svona út.
Herra Seðlan heitir á frummálinu Aimé De Mesmaeker eða bara monsieur De Mesmaeker og var skírður í höfuðið á hinum kunna listamanni Jidéhem sem var í rauninni einn af sköpurum Viggós og var náinn samstarfsmaður Franquin. Jidéhem, sem hét réttu nafni Jean De Mesmaeker, var einhverju sinni að störfum á SPIROU blaðinu við einn af Viggó bröndurum Franquins þegar hann rak augun í nýja en, að honum fannst, kunnuglega persónu. Hann sagði Franquin að þessi kunnuglega persóna minnti sig á föður sinn en Franquin skírði persónuna samstundis De Mesmaeker og gerði hann að einni af langlífustu og fyndnustu sögupersónunni í öllum bókaflokknum. Herra Seðlan kom því fyrst til sögunnar í Viggó brandara númer 109 í SPIROU blaði númer 1144 þann 17. mars árið 1960 og leit þá svona út.
Og þá er einnig skemmtilegt að segja frá því að einn af aðdáendum bókanna um Viggó viðutan tók saman lista yfir þau skipti sem herra Seðlan reyndi að gera tilraun til að skrifa undir þessa samninga við tímaritið SVAL. Það er skemmst frá því að segja að á þessu tímabili, sem spannaði heil 40 ár, tókst Viggó að eyðileggja undirritun samninganna 102svar sinnum! Og svona til samanburðar má til gamans geta þess að alls teiknaði André Franquin rúmlega 900 brandara um Viggó á teikniferli sínum.
Herra Seðlan er nokkuð víðförull maður. Því auk þess að hafa birtst reglulega í bókunum um Viggó viðutan hefur hann einnig komið fyrir í tveimur bókum um þá félaga Sval og Val. Það er svo sem ekki flókið. Franquin teiknað bæði Viggó og Sval og Val og þessar sögupersónur höfðu oft ruglað saman reitum í Viggó bókunum en því lauk reyndar þegar Jean-Claude Fournier hóf að teikna þá Sval og Val árið 1969. En í bókinni Svaðilför til Sveppaborgar (Panade à Champignac - 1968) sem kom út hjá Iðunni árið 1982, og var síðasta Sval og Val bókin sem Franquin teiknaði, birtist herra Seðlan í aukasögunni Öpunum hans Nóa (Bravo les Brothers). Þá kemur herra Seðlan einnig fyrir í bókinni Hefnd Gormsins (La Colère du Marsupilami - 2016) sem Froskur útgáfa sendi frá sér árið 2016. Og svo má ekki gleyma að Peyo, einn af helstu vinum Franquin, kom herra Seðlan fyrir á einni mynd í bókinni Steini sterki og Bjössi frændi (Tonton Placide - 1968) sem kom út í íslenskri þýðingu hjá bókaútgáfunni Setberg árið 1980.
Fyrsta bókin um Viggó viðutan á íslensku kom út fyrir jólin 1978 og hét, eins og líklega allir vita, Viggó hinn óviðjafnanlegi (Le géant de la gaffe - 1972). Þarna var komin þreyta í Franquin og hann tók sér hlé frá Viggó árið 1974. Herra Seðlan birtist í aðeins tveimur bröndurum í þessari fyrstu Viggó bók á íslensku. Hinn mikli tungumálamaður og húmoristi Jón Rúnar Gunnarsson þýddi bókina en virtist þá ekki hafa verið búinn að taka ákvörðun um hvaða nafni hann skyldi gegna. Í Viggó hinn óviðjafnanlegi heitir hann einfaldlega herra Mesmaeker og það var svo strax á fyrstu blaðsíðu í bók númer 2 Hrakfarir og heimskupör (Gaffes, bévues et boulettes - 1973), sem kom út árið eftir, sem nafn herra Seðlan birtist fyrst á íslensku. Og þvílíkt snilldarnafn hjá Jóni. Á bæði norsku og dönsku nefnist hann herra Parker, direktör Gyllenhammer á sænsku, á finnsku heitir hann Johtaja Pappenskiöld og á þýsku Herr Bruchmüller.
Þá má ekki heldur gleyma að herra Seðlan hefur fengið útgefið sitt eigið frímerki. En í febrúar árið 2001 voru gefin út í Belgíu merki til heiðurs Viggó viðutan. Auk hans sjálfs fengu þau Eyjólfur, ungfrú Jóga, Njörður lögregluþjónn og herra Seðlan hvert sitt frímerkið líka. Einnig má nefna það að í nóvember árið 2015 fékk herra Seðlan gefið út sérhefti, sem var tileinkað honum sjálfum, og nefnist Le Contrat Lagaffe í einum af aukabókunum um Viggó viðutan. Þarna má finna samansafn bestu brandara Viggós þar sem herra Seðlan kemur við sögu.
Ætli það sé ekki best að ljúka þessari umfjöllun með einum Viggó brandara sem franski listamaðurinn Obion (Real Erwan Lucas) teiknaði fyrir Journal de Spirou og SVEPPAGREIFINN leyfði sér að setja íslenska þýðingu við. Þarna er herra Seðlan bókstaflega með Viggó á heilanum. Hann er svo fullur tortryggni að hann sér Viggó í hverju horni og þrátt fyrir að undirskrift samningsins takist loksins þá getur brandarinn eiginlega ekki endað á annan hátt.
Herra Seðlan er nokkuð víðförull maður. Því auk þess að hafa birtst reglulega í bókunum um Viggó viðutan hefur hann einnig komið fyrir í tveimur bókum um þá félaga Sval og Val. Það er svo sem ekki flókið. Franquin teiknað bæði Viggó og Sval og Val og þessar sögupersónur höfðu oft ruglað saman reitum í Viggó bókunum en því lauk reyndar þegar Jean-Claude Fournier hóf að teikna þá Sval og Val árið 1969. En í bókinni Svaðilför til Sveppaborgar (Panade à Champignac - 1968) sem kom út hjá Iðunni árið 1982, og var síðasta Sval og Val bókin sem Franquin teiknaði, birtist herra Seðlan í aukasögunni Öpunum hans Nóa (Bravo les Brothers). Þá kemur herra Seðlan einnig fyrir í bókinni Hefnd Gormsins (La Colère du Marsupilami - 2016) sem Froskur útgáfa sendi frá sér árið 2016. Og svo má ekki gleyma að Peyo, einn af helstu vinum Franquin, kom herra Seðlan fyrir á einni mynd í bókinni Steini sterki og Bjössi frændi (Tonton Placide - 1968) sem kom út í íslenskri þýðingu hjá bókaútgáfunni Setberg árið 1980.
Fyrsta bókin um Viggó viðutan á íslensku kom út fyrir jólin 1978 og hét, eins og líklega allir vita, Viggó hinn óviðjafnanlegi (Le géant de la gaffe - 1972). Þarna var komin þreyta í Franquin og hann tók sér hlé frá Viggó árið 1974. Herra Seðlan birtist í aðeins tveimur bröndurum í þessari fyrstu Viggó bók á íslensku. Hinn mikli tungumálamaður og húmoristi Jón Rúnar Gunnarsson þýddi bókina en virtist þá ekki hafa verið búinn að taka ákvörðun um hvaða nafni hann skyldi gegna. Í Viggó hinn óviðjafnanlegi heitir hann einfaldlega herra Mesmaeker og það var svo strax á fyrstu blaðsíðu í bók númer 2 Hrakfarir og heimskupör (Gaffes, bévues et boulettes - 1973), sem kom út árið eftir, sem nafn herra Seðlan birtist fyrst á íslensku. Og þvílíkt snilldarnafn hjá Jóni. Á bæði norsku og dönsku nefnist hann herra Parker, direktör Gyllenhammer á sænsku, á finnsku heitir hann Johtaja Pappenskiöld og á þýsku Herr Bruchmüller.
Þá má ekki heldur gleyma að herra Seðlan hefur fengið útgefið sitt eigið frímerki. En í febrúar árið 2001 voru gefin út í Belgíu merki til heiðurs Viggó viðutan. Auk hans sjálfs fengu þau Eyjólfur, ungfrú Jóga, Njörður lögregluþjónn og herra Seðlan hvert sitt frímerkið líka. Einnig má nefna það að í nóvember árið 2015 fékk herra Seðlan gefið út sérhefti, sem var tileinkað honum sjálfum, og nefnist Le Contrat Lagaffe í einum af aukabókunum um Viggó viðutan. Þarna má finna samansafn bestu brandara Viggós þar sem herra Seðlan kemur við sögu.
Ætli það sé ekki best að ljúka þessari umfjöllun með einum Viggó brandara sem franski listamaðurinn Obion (Real Erwan Lucas) teiknaði fyrir Journal de Spirou og SVEPPAGREIFINN leyfði sér að setja íslenska þýðingu við. Þarna er herra Seðlan bókstaflega með Viggó á heilanum. Hann er svo fullur tortryggni að hann sér Viggó í hverju horni og þrátt fyrir að undirskrift samningsins takist loksins þá getur brandarinn eiginlega ekki endað á annan hátt.