17. mars 2024

231. DÆMI UM ÓSMEKKLEGHEIT SVEPPAGREIFANS

Það er orðið ansi langt síðan SVEPPAGREIFINN gaf sér síðast tíma til að setja inn færslu hér á Hrakförum og heimskupörum. Auðvitað eru ýmsar misjafnar ástæður (eða afsakanir) fyrir réttlætingu á því en tímaskortur er ein sú helsta því SVEPPAGREIFINN hefur haft yfirdrifið nóg á sinni könnu undanfarna mánuði. Hann fann sér þó gott tilefni til að bæta úr þessum færsluskorti sínum þegar hann rakst á fyndna en um leið frekar ósmekklega myndasögutengda mynd, af ónefndri bloggsíðu, á hinum margfrægu víðáttum Internetsins. SVEPPAGREIFINN getur jú stundum líka verið svolítið ósmekklegur á köflum og þá sérstaklega þegar hann fær kost á birtingu ódýrrar færslu. En hér er sem sagt um að ræða myndaramma úr Tinnabókinni Leynivopninu sem allir sannir teiknimyndasögulesendur þekkja auðvitað til hlítar. Og gjörið svo vel!

1 ummæli:

Út með sprokið!