10. desember 2021

194. JÓLASAGA MEÐ POUSSY

Færsla dagsins er stutt. Það má alveg. Jólin eru ekkert mjög langt undan og SVEPPAGREIFINN hefur margt á sinni könnu þessa daga sem aðra. Það er því tilvalið að skella stuttri jólasögu úr smiðju listamannsins Peyo hér inn en hún er um köttinn Poussy sem laumast aðeins inn á það jaðarsvæði sem myndasöguumfjöllun SVEPPAGREIFANS sinnir. Þessi krúttlegi kisi hlaut einmitt eldskírn sína á síðum Hrakfara og heimskupara í færslu sem finna má hér. En þessi litla saga eða brandari kemur úr jólablaði SPIROU tímaritsins sem kom út þann 11. desember árið 1969.

2 ummæli:

  1. Takk. Hver pistill bætir daginn. Lengd skiptir ekki máli. Gleðileg jól.

    SvaraEyða
  2. Takk fyrir það, Rúnar. Litlu pistlarnir telja víst líka.

    Bestu kveðjur,
    SVEPPAGREIFINN

    SvaraEyða

Út með sprokið!