19. ágúst 2022

212. VEGIR LIGGJA TIL ALLRA ÁTTA

Stutt og ódýr færsla í dag. SVEPPAGREIFINN rakst á þessa gömlu ljósmynd fyrir nokkru sem gat ekki annað en minnt hann á góðan brandara um Viggó viðutan sem kemur að sjálfsögðu úr smiðju listamannsins André Franquin. Margir íslenskir myndasögulesendur muna eflaust eftir þessu atviki úr bókinni Viggó á ferð og flugi sem bókaútgáfan Iðunn sendi frá sé fyrir jólin árið 1982. Brandarinn birtist hins vegar fyrst á forsíðu SPIROU myndasögutímaritsins, þann 17. júní árið 1965, í blaði númer 1418 og það verður að teljast mjög líklegt að Franquin hafi haft þessa mynd til hliðsjónar þegar hann fékk hugmyndina að þessum frábæra brandara á sínum tíma. SVEPPAGREIFINN gaf sér reyndar ekki tíma til að kanna það mál almennilega til hlítar.

Og ekki ljúkum við þessari færslu án þess að birta einnig Viggó brandarann úr bókinni góðu.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Út með sprokið!