22. mars 2019

103. ELDFLAUGARSTÓLLINN

SVEPPAGREIFINN er alltaf nokkuð vel vakandi og opinn fyrir framúrstefulegum hugmyndum sem tengjast teiknimyndasögum æskunnar. Af því tilefni má nefna nokkrar færslur sem hann hefur sett hér inn þar sem meðal annars er minnst á Tinna veggfóður, skemmtilega bókahillu í anda Viggós viðutan og yfirhanlingu af baðherbergi Kolbeins kafteins að Myllusetri. Enn hefur SVEPPAGREIFINN þó ekki látið verða af því að láta neina af þessum hugmyndum verða að veruleika á sínu heimili en það breytir þó ekki því að áfram mun hann halda áfram að birta skemmtilegar pælingar með fleira framandi efni. Á opinberri Facebook síðu Tinna rakst SVEPPAGREIFINN nýverið á athyglisverðan grip sem líklega myndi sóma sér vel á hvaða heimili sem er og það er við hæfi að bjóða upp á Eldflaugastólinn í færslu dagsins.
Og þá er bara að finna sér gamlan leðurstól í Góða hirðinum og kíkja svo í næstu málningarvöruverslun og kaupa sitthvorn lítrann af rauða og hvíta lakkinu. Líklega væri þó ekki æskilegt að sitja í stólnum eftir þá meðferð. Það myndi líklega flagna vel af honum.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli

Út með sprokið!