SVEPPAGREIFINN hefur alltaf dálítið gaman af því að setjast aðeins niður með gömlu myndasögurnar sínar og uppgötva þær á alveg nýjan hátt. Undanfarið hefur hann til dæmis verið að fletta svolítið í gegnum Tinna bækurnar og kynna sér þær frá alveg nýjum og framandi sjónarhornum. Og í framhaldi af því fór hann að vinna að færslu sem fjallar um mistök í Tinna bókunum. Þessar villur eru þó ekki alltaf mjög áberandi en blasa samt við þegar betur er að gáð. Hergé, höfundur Tinna, var auðvitað mikill listamaður og lagði sig fram um að hafa sögurnar sem nákvæmastar og vandaðastar - sérstaklega í seinni tíð. En sem betur fer var hann nú samt ekki fullkominn, eins og kemur í ljós þegar maður fer að rýna í hlutina. Honum voru nefnilega alveg mislagðar hendur, svona í og með, og þegar betur er að gáð eru sögurnar fullar (ja, kannski ekki alveg fullar) af skemmtilegum mistökum sem gaman er að kíkja aðeins á. Það verður reyndar að taka fram að eldri hluti Tinna bókanna var endurteiknaður og litaður og Hergé var með fjölda aðstoðarfólks sem starfaði við sögurnar eftir að hann stofnaði Hergé Studios. Þau störf fólust meðal annars í því að lita þær, teikna bakgrunna, flóknari tækniverk og slíkt en hver starfsmaður fyrir sig hafði yfirleitt einhver sérverkefni sem tengdust hverri sögu. Sumar af þessum villum má því væntanlega rekja til aðstoðarfólks hans. Sjálfur teiknaði Hergé þó alltaf allar sögupersónur og helstu atburðarásir enda var hann höfundurinn. En í það minnsta eru villurnar í Tinna bókunum það margar að SVEPPAGREIFINN sá sér ekki fært um annað en að skipta efninu í fimm færslur og birta þær jafnt og þétt núna um páskana. Það er þó rétt að taka það fram að þessi mistaka-listi er alls ekki tæmandi en síðuhafa þótti til dæmis engin sérstök ástæða til að vera neitt að eltast mikið við textamistök, hvorki úr íslensku þýðingunum né úr upprunalegu belgísku útgáfunum.
En þá er best að rýna aðeins í hvað Hergé karlinum, þessum annars frábæra listamanni, tókst að klúðra ásamt aðstoðarfólki sínu í Tinna bókunum. SVEPPAGREIFINN mælir með að stækka myndirnar, með því að ýta á þær, til að mistökin njóti sín betur og bendir um leið á að það er eiginlega alveg vonlaust að skoða þau í snjallsíma svo vel sé. Að sjálfsögðu er mistökunum raðað í tíma- og bókaröð en Tinna í Sovétríkjunum er þó sleppt enda er sú bók öll meira eða minna ein stór mistök.
En þá er best að rýna aðeins í hvað Hergé karlinum, þessum annars frábæra listamanni, tókst að klúðra ásamt aðstoðarfólki sínu í Tinna bókunum. SVEPPAGREIFINN mælir með að stækka myndirnar, með því að ýta á þær, til að mistökin njóti sín betur og bendir um leið á að það er eiginlega alveg vonlaust að skoða þau í snjallsíma svo vel sé. Að sjálfsögðu er mistökunum raðað í tíma- og bókaröð en Tinna í Sovétríkjunum er þó sleppt enda er sú bók öll meira eða minna ein stór mistök.
1. TINNI Í KONGÓ
Bls 3. Strax í upphafi sögunnar verður Tobbi fyrir páfagauksbiti og í kjölfarið fer Tinni með hann til skipslæknisins sem ákveður að gefa honum sprautu. Þeir Tinni og Tobbi bíða á sjúkrastofunni á meðan læknirinn undirbýr sprautuna en þar inni má sjá forláta glerskáp. Á miðhillunni í skápnum sést hvar hnífurinn á fyrri myndinni er allt í einu orðinn að skærum á þeirri seinni.
Bls 5 - 8. Enn er Tobbi í slagsmálum við páfagaukinn á skipinu og í framhaldinu af þeim fellur hundurinn niður um lofttúðu á þilfarinu og þaðan niður í lest. Þar dvelur hins vegar Tommi, helsti bófi bókarinnar, og sá ræðst þegar á Tobba, með stóru priki, sem telur þann kost bestan að koma sér hið snarasta út um opið kýraugað. Þegar hann stekkur út sést að rófa hans er vafin inn í sáraumbúðir (bls 5) en þær eru horfnar þegar hann lendir í sjónum (bls 6). Umbúðirnar eru hinsvegar komnar aftur á rófu Tobba þegar skipslæknirinn er að skoða hann (bls 8) eftir volkið.
Bls 11. Á hótelinu sem Tinni dvelur á, fyrst eftir að hann kemur í land í Kongó, fær hann heimsókn frá fulltrúum heimspressunnar sem bjóða honum gull og græna skóga fyrir ferðasögu sína. Þau boð eru í undarlegri kantinum. Fyrst bíður New York Evening Press Tinna 5000 dollara en á næstu mynd á eftir bíður Daily Paper honum 1000 sterlingspund sem er margfalt minni upphæð. Hvers vegna í ósköpunum er sá seinni að bjóða þá upphæð? Hergé hefur líklega ekkert verið að kynna sér gengið neitt sérstaklega eða tölurnar hafi hreinlega víxlast. Á gengi dagsins í dag eru 5000 dalir eitthvað í kringum 620.000 íslenskar krónur en 1000 pund eru nálægt 165.000 krónum.
Bls 13. Tobba verður það á að fá sér sundsprett í fljóti einu sem verður á vegi þeirra en varar sig ekki á krókódíl sem þar er. Í baráttu sinni við krókódílinn lendir hann á Tinna sem við það rotast eitt augnablik og missir í kjölfarið riffilinn. Á næstu myndum hverfur byssan lesandanum alveg sjónum og birtist ekki á ný fyrr en hann þarf skyndilega á henni að halda aftur neðst á síðunni!
Bls 34. Eftir að bófinn Tommi reynir að koma Tinna fyrir kattarnef bindur hann Tobba við staur einn úti á víðavangi og ofurselur hann þannig villidýrum sléttunnar. Þá birtist þar skyndilega risaslanga af tegundinni Boa (það kemur fram í upprunalegu útgáfunni) sem ætlar að gleypa Tobba. Hmmm... en eftir því sem slöngufræðingar segja eru víst engar Boa slöngur í Afríku. Þær finnast nefnilega bara í Suður Ameríku og þessi telst því vera komin ansi langt að heiman.
Bls 5 - 8. Enn er Tobbi í slagsmálum við páfagaukinn á skipinu og í framhaldinu af þeim fellur hundurinn niður um lofttúðu á þilfarinu og þaðan niður í lest. Þar dvelur hins vegar Tommi, helsti bófi bókarinnar, og sá ræðst þegar á Tobba, með stóru priki, sem telur þann kost bestan að koma sér hið snarasta út um opið kýraugað. Þegar hann stekkur út sést að rófa hans er vafin inn í sáraumbúðir (bls 5) en þær eru horfnar þegar hann lendir í sjónum (bls 6). Umbúðirnar eru hinsvegar komnar aftur á rófu Tobba þegar skipslæknirinn er að skoða hann (bls 8) eftir volkið.
Bls 11. Á hótelinu sem Tinni dvelur á, fyrst eftir að hann kemur í land í Kongó, fær hann heimsókn frá fulltrúum heimspressunnar sem bjóða honum gull og græna skóga fyrir ferðasögu sína. Þau boð eru í undarlegri kantinum. Fyrst bíður New York Evening Press Tinna 5000 dollara en á næstu mynd á eftir bíður Daily Paper honum 1000 sterlingspund sem er margfalt minni upphæð. Hvers vegna í ósköpunum er sá seinni að bjóða þá upphæð? Hergé hefur líklega ekkert verið að kynna sér gengið neitt sérstaklega eða tölurnar hafi hreinlega víxlast. Á gengi dagsins í dag eru 5000 dalir eitthvað í kringum 620.000 íslenskar krónur en 1000 pund eru nálægt 165.000 krónum.
Bls 13. Tobba verður það á að fá sér sundsprett í fljóti einu sem verður á vegi þeirra en varar sig ekki á krókódíl sem þar er. Í baráttu sinni við krókódílinn lendir hann á Tinna sem við það rotast eitt augnablik og missir í kjölfarið riffilinn. Á næstu myndum hverfur byssan lesandanum alveg sjónum og birtist ekki á ný fyrr en hann þarf skyndilega á henni að halda aftur neðst á síðunni!
Bls 34. Eftir að bófinn Tommi reynir að koma Tinna fyrir kattarnef bindur hann Tobba við staur einn úti á víðavangi og ofurselur hann þannig villidýrum sléttunnar. Þá birtist þar skyndilega risaslanga af tegundinni Boa (það kemur fram í upprunalegu útgáfunni) sem ætlar að gleypa Tobba. Hmmm... en eftir því sem slöngufræðingar segja eru víst engar Boa slöngur í Afríku. Þær finnast nefnilega bara í Suður Ameríku og þessi telst því vera komin ansi langt að heiman.
Bls 44 - 45. Enn á ný er Tinni í hættu staddur af völdum glæpamannsins Tomma. Í þetta sinn hefur Tommi yfirbugað Tinna, bundið hann og sett í bát sem rekur niður beljandi fljótið. Hugmynd hans er að láta Tinna falla niður um foss einn þar í fljótinu til að láta hann drukkna þar. En þær ráðagerðir fara alveg út um þúfur þegar Tinni festist í trjágrein sem slútir yfir brúnina á miðjum fossinum. Tobbi hleypur til og sækir góða trúboðann á trúboðsstöðinni og sá hefst þegar handa við að bjarga Tinna úr ógöngunum. Trúboðinn kastar kaðli, með grjóti bundið við, yfir ána (bls 44) og lætur hann festast þar utan um klett. En á einhvern óskiljanlega hátt tókst honum að gera kaðalinn tvöfaldan á leiðinni (bls 45). Annars hlýtur þessi trúboði einnig að vera þvílíkt heljarmenni að afli fyrst hann gat kastað svo stórum steini þessa vegalengd yfir fljótið breiða.
2. TINNI Í AMERÍKU
2. TINNI Í AMERÍKU
Bls 6. Fljótlega eftir að Tinni kemur til Síkagó er honum rænt af sjálfum Al Capone og bófum hans. Glæpamaðurinn Pétur fær það hlutverk að koma Tinna fyrir kattarnef en er ógurlegan tíma að koma sér að verki. Tobbi fær því nægan tíma á meðan til að miða stórum blómavasa á haus Péturs. Á meðan á þessu öllu stendur lítur út fyrir að bófinn hafi skyndilega rakað sig eitt augnablik á miðjumyndinni. En skeggbroddarnir hans eru þó komnir aftur á þeirri síðustu.
Bls 11. Hér hefur Tinni náð einum af bófum Al Capone og hringir á lögregluna eftir aðstoð. Löggan mætir á staðinn til að hirða gaurinn og Tinni fer einnig með þeim á stöðina - sem síðan kemur í ljós að er í grunsamlegri kantinum. Hinn meinti lögreglumaður hefur lögreglustjörnu vinstra megin á brjóstkassa sínum en fáeinum myndarömmum seinna er hún hins vegar horfin.
Bls 11. Hér hefur Tinni náð einum af bófum Al Capone og hringir á lögregluna eftir aðstoð. Löggan mætir á staðinn til að hirða gaurinn og Tinni fer einnig með þeim á stöðina - sem síðan kemur í ljós að er í grunsamlegri kantinum. Hinn meinti lögreglumaður hefur lögreglustjörnu vinstra megin á brjóstkassa sínum en fáeinum myndarömmum seinna er hún hins vegar horfin.
Bls 12. Strax á eftir hittir Tinni bófaforingjann Bobba brosmilda í fyrsta sinn en sá reynir að fá Tinna til að ganga til liðs við glæpaflokk sinn. Bobbi bíður Tinna upp á vindil af skrifborðinu sínu sem Tinni afþakkar að sjálfsögðu. Örfáum myndarömmum síðar sést að vindlakassinn er hvergi sjáanlegur á skrifborðinu en á síðustu myndinni er hann skyndilega kominn þar aftur.
Bls 17. Fljótlega er Tinni kominn út í villta vestrið (hann er jú staddur í Ameríku) og þá þarf hann að sjálfsögðu að klæðast viðeigandi fatnaði og fá reiðskjóta sem honum hæfir. Á leið sinni í hesthúsið sést, á síðari myndinni, hvar heykvísl stendur upp við vegginn en hana hafði þó hvergi verið að finna á fyrri myndinni augnablikinu á undan.
Bls 17. Þessi hesthúsferð bauð reyndar upp á fleiri mistök. Á fyrstu myndinni sést að við mitti Tinna hangir skotfærabelti en á hinum myndunum tveimur er það alveg horfið. Engar áhyggjur samt, það kemur aftur fyrir seinna í sögunni. En hins vegar færist byssuslíður hans einnig úr stað. Hann er aðeins með eina byssu sem hangir hægra megin með síðu hans á fyrri myndunum tveimur. Á þriðju myndinni er byssan hins vegar einhverra hluta vegna komin vinstra megin!
Bls 19. Eftir að Bobbi brosmildi sleppur frá réttvísinni flýr hann út í villta vestrið og æsir indjánahöfðingjann Sólskjöld og Svartfeta ættbálk hans upp á móti Tinna. Hinn voldugi Sólskjöldur bítur samstundis á agnið. Og þegar hann safnar saman mönnum sínum, og hvetur þá með sér í stríð, má sjá að beltið sem hann ber skiptir ekki bara um lit heldur líka um mynstur.
Bls 21. Þegar Svartfeta flokkurinn ræðst síðan til atlögu gegn Tinna, með miklum látum, hörfar Tobbi greyið hins vegar undan hávaðasömum indjánunum og felur sig í næsta runna - sem reyndar er í formi kaktusar. Fyrir vikið verður hann allur þakinn kaktusnálum og meira að segja nefið á honum sleppur ekki undan nálafarganinu. En strax á næstu mynd á eftir eru þær þó að langmestu leyti horfnar aftur. Spurningin er hver hafi hjálpað honum við að tína þær úr.
Bls 21. Þegar Svartfeta flokkurinn ræðst síðan til atlögu gegn Tinna, með miklum látum, hörfar Tobbi greyið hins vegar undan hávaðasömum indjánunum og felur sig í næsta runna - sem reyndar er í formi kaktusar. Fyrir vikið verður hann allur þakinn kaktusnálum og meira að segja nefið á honum sleppur ekki undan nálafarganinu. En strax á næstu mynd á eftir eru þær þó að langmestu leyti horfnar aftur. Spurningin er hver hafi hjálpað honum við að tína þær úr.
Bls 24. Á flótta undan indjánunum hrapar Tinni fram af gilbarmi en er þó svo heppinn að lenda á grasi vaxinni klettasyllu rétt undir brúninni. Í framhaldinu af því sér Bobbi brosmildi síðan um að hrekja Tobba líka þar fram af á sama stað og hann endar því á sömu syllu. Plássið á klettasyllunni er í minni kantinum en það eykst reyndar um nokkra fermetra á fáeinum myndarömmum. Og ekki nóg með það - heldur hverfur líka trjágreinin, sem dró úr fallinu hjá Tobba, algjörlega.
Bls 26. Eftir að Bobbi hefur losað sig við þá Tinna og Tobba fyrir fullt og allt (eftir því sem hann heldur) ákveður hann að slaka svolítið á og fá sér matarbita. Tinni birtist þá skyndilega upp úr jörðinni og Bobbi flýr af vettvangi enda telur hann Tinna vera draug. Tinni notar tækifærið og sest að snæðingi, úr skaftpotti Bobba, enda þeir Tobbi báðir svangir eftir erfiði dagsins. Tobbi fær líka ágætis kjötbein til að naga en hvaðan kom beinið? Alla vega ekki úr pottinum hans Bobba.
Bls 31 - 32. Enn á ný sleppur Bobbi brosmildi og að þessu sinni með lest en Tinni tekur þann kostinn að stela eimreið til að elta hann uppi. Brátt skilja þó reyndar leiðir þeirra þegar eimreið Tinna er færð yfir á annað spor en ofan á þá teina hefur hins vegar fallið risastór steinn. Kúrekarnir Slimmi og félagi hans eru þar einmitt mættir til að búa sig undir að sprengja burtu bjargið og hafa til þess fullan kassa (bls 31) af dínamíts-stöngum. Sá kassi hverfur hins vegar mjög snögglega og er hvergi sjáanlegur á næstu mynd (bls 32) á eftir.
Bls 34 - 35. Eftir að eimreiðin springur í loft upp halda þeir Tinni og Tobbi leið sinni áfram en að þessu sinni fótgangandi (bls 34) yfir risastóra sléttuna. Þeir eru með allt sitt hafurtask í tösku eða skjóðu sem Tinni ber á bakinu. Á leiðinni taka þeir sér pásu og hvílast undir stórum kaktusi en á meðan þeir sofa (bls 34) stelur bankaræningi nokkur stígvélum Tinna. Hins vegar vekur upp spurningar hvar Tinni geymdi töskuna sína á meðan þeir sváfu? Hún er hvergi sjáanleg á neinum myndum en er þó aftur komin til sögunnar (bls 35) þegar þeir félagar halda göngu sinni áfram.
Bls 35. Þar eð bankaræninginn hafði stolið stígvélum Tinna, og skilið sín eigin stígvél eftir, rekja löggæslumenn sléttunnar fótspor ræningjans beint til Tinna og handtaka hann fyrir bankarán. Þegar þeir koma með Tinna heim til þorpsins ræðst æstur lýðurinn á hópinn, hyggst taka lögin í eigin hendur og ætlar að hengja Tinna. Löggurnar ráða ekki við neitt og liggja í valnum en einhverra hluta vegna virðist vinstri hanski annars löggæslumannsins vera fjólublár!
Bls 35 - 37. Þegar lögreglumennirnir handtaka Tinna taka þeir af honum byssubeltið (bls 35) en á miðjumyndinni má einmitt sjá annan þeirra halda á beltinu. Tinni er því ekki bara vopnlaus allan þann tíma, sem hann er undir höndum löggæslumannanna, heldur einnig þegar æstur lýðurinn er að hengja hann nokkru seinna. Sú henging mistekst hins vegar og enn seinna gera þeir aðra tilraun til að hengja Tinna. Í þeirri hengingu er hann skyndilega aftur kominn með byssubeltið og þar með byssuna (bls 37) utan um sig og er því vopnaður þegar sú henging misheppnast líka.
Bls 35 - 37. Kúrekinn sem ber helstu ábyrgðina á hinum misheppnuðu hengingum á Tinna er ekki bara fúskari við hengingar heldur hefur hann einnig þörf fyrir að skipta um hatt í miðjum klíðum. Í byrjun fyrri hengingarinnar (bls 35) er hattur kúrekans svartur en er orðinn ljósleitur strax á næstu mynd (bls 36) á eftir. Og þannig er hann reyndar einnig áfram (bls 37) í seinni hengingunni.
Bls 41. Enn á ný hefur Bobbi brosmildi lagt sig fram um að drepa Tinna og að þessu sinni hefur hann, ásamt félögum sínum, gripið til hins gamalkunna ráðs að binda Tinna við lestarteina og láta járnbrautarfélaginu eftir allan afganginn af þeirri vinnu. Auðvitað bjargast Tinni frá þeirri raun en næsta dag hugsar Bobbi sér gott til glóðarinnar við að lesa fréttir af afleiðingunum í blaði dagsins. Ekki las hann reyndar alveg þá frétt sem hann hafði vonast eftir en við lestur um björgun Tinna bregður honum svo illa að hann týnir spöngunum af gleraugunum sínum.
Bls 50. Aftur eru þeir Tinni og Tobbi komnir til Síkagó en nú hefur Tobba reyndar verið rænt. Tinni kemst að því hvar honum er haldið og heldur þegar af stað til að bjarga honum. Þar felur hann sig í járnbrynju og dundar sér, þannig útbúinn, við að berja niður og rota hvern bófann á fætur öðrum. Á fyrri myndinni standa tvær brynjur á gólfinu og skjöldur á veggnum á milli þeirra en á þeirri seinni er önnur brynjan (sú sem Tinni klæðist) það eina sem eftir stendur. Hvert fór hitt dótið? Og í Ameríku er það augljóslega óbrigðult ráð að gefa mönnum vatnsglas þegar þeir fá hjartaáfall!
Bls 52. Nú er Tinni búinn að frelsa Tobba og næsta mál er því að hafa uppi á forsprakka hópsins (einmitt þeim sama og hann rotaði hér fyrir ofan) til að koma honum í hendur réttvísinnar. Sá er hins vegar brögðóttur og hefur tilbúna sniðuga flóttaleið til að koma sér undan. Hins vegar er afar undarlegt hvað varð um stólinn sem hann sat á þegar Tinni kom að honum.
3. VINDLAR FARAÓS
Bókarkápa og bls 8. Snemma í sögunni hefur Tinni kynnst hinum skrítna fornleifafræðingi Fílómon Flanósa og ferðast með honum út fyrir egypsku borgina Kaíró þar sem þeir finna og moka upp, í einum hvelli, grafhýsi Kih-Oskhs faraós. Reyndar má SVEPPAGREIFINN til með að benda á það, svona í framhjáhlaupi, að nafn prófessorsins er á alla vega einum stað í bókinni skrifað Fílímon í stað Fílómon. Ofan í grafhýsinu rekst Tinni á röð nokkurra nafngreindra múmía (bls 8) og ein þeirra er merkt prófessor E. P. Jacobin en það er að sjálfsögðu brandari hjá Hergé. Einn af hans helstu aðstoðarmönnum hjá Hergé Studios og Le journal de Tintin var landi hans Edgar P. Jacobs en í dag er hann að sjálfsögðu kunnastur fyrir myndasögur sínar um þá félaga Blake og Mortimer. En vinstra megin við múmíuna E. P. Jacobin stendur önnur slík sem merkt er fornleifafræðingnum Le Roguec - að því er SVEPPAGREIFINN fær best séð. Sá náungi er með hatt, gleraugu, nokkuð vel útlátið hvítt yfirvaraskegg og hugsanlega hökutopp en framan á bókarkápunni er sama múmía hins vegar með gulleitt alskegg. Skegg- og hárlitur annarra múmía er einnig allt annar inni í bókinni en framan á bókarkápunni og sömu sögu má segja um höfuðföt þeirra og slaufur.
Bls 15. Nú er Tinni kominn á arabískt land og er á rölti um hrjóstugt landslag þegar honum er skyndilega rænt af mönnum Salaam Aleikum höfðingja og leiddur fyrir hann í tjaldi sínu. Fljótlega kemur upp úr krafsinu að arabahöfðinginn þekkir vel til Tinna og ævintýra hans og dregur jafnvel fram bókina um Eldflaugastöðina. Þessi mynd hefur löngum valdið heilabrotum hjá ansi mörgum í gegnum tíðina. Eldflaugastöðin (1953) er nefnilega heilum 12 bókum seinna í röðinni og var teiknuð 19 árum á eftir upprunalegu sögunni af Vindlum Faraós (1934). En skýringuna má reyndar finna í því að Vindlar Faraós var endurteiknuð og lituð árið 1955. Líklega hefur Hergé haft húmor fyrir því að troða Eldflaugastöðinni inn í söguna til að vekja á henni athygli og auglýsa.
Bls 16 - 17. Eftir vinsamleg seinni kynni Tinna af arabahöfðingjanum Salaam Aleikum fær hann hest til afnota og heldur för sinni áfram. Fljótlega rekst hann óvænt inn á vettvang kvikmyndatöku og þar gerist svolítið undarlegt. Tinni stekkur dauðhræddum kvikmyndaleikaranum á flótta og Tobbi veitir honum eftirför á hlaupum. Á næstu mynd stendur Tobbi (bls 16) pollrólegur við hlið Tinna en skömmu síðar sést hann koma röltandi (bls 17) með fataleifar af aumingja leikaranum.
Bls 23. Enn á ný er Tinni kominn á ferðina eftir stutta viðdvöl hjá Rassópúlosi og liði hans hjá kvikmyndafélaginu. Þar hafði hann fengið vopn og vistir og stefnir til borgarinnar Jabekka en fljótlega lendir hann í því að skotið er á hann. Tinni missir vatnsflöskuna sína, þegar skothríðin hefst, þannig að hún er ekki sýnileg þegar hann hefur komið sér í skjól bak við klett. En þegar eitt skotið hæfir flöskuna kemur allt í einu í ljós að ólin á henni liggur undir olnboganum á Tinna.
Bls 30. Tinni lendir í ýmsum ævintýrum á fáum blaðsíðum í bókinni þar sem hann er meðal annars sakaður um liðhlaup og njósnir, auk þess sem hann lendir bæði í fangelsi og er tekinn af lífi! Sú aftaka er reyndar framkvæmd með bellibrögðum og þegar upp kemst um athæfið þurfa Tinni og félagar hans að hafa hraðar hendur. Tinni er enn klæddur herbúningi sínum þegar flótti þeirra hefst en augnabliki síðar, þegar hann hleypur út, er hann aftur kominn í sín hversdagslegu föt.
Bls 32 - 33. Honum tekst að flýja út úr borginni með hóp af hermönnum á eftir sér og nær þar að stökkva upp í litla flugvél og taka á loft á nokkrum sekúndum. Strax á eftir er flugherinn sendur í loftið á eftir honum og byrja fljótlega að skjóta á hann (bls 32) í gríð og erg. Tinni er augljóslega þaulvanur flugmaður og tekst með lagni að láta líta út fyrir að hafa verið skotinn niður. Þegar hann er orðinn laus við flugherinn þarf hann að fara að huga að lendingarstað (bls 33) enda bensínið senn á þrotum. Þegar betur er að gáð má sjá að póstarnir á framrúðunni á flugvélinni eru ekki eins. Þeir hafa því augljóslega farið í einhverja yfirhalningu á meðan þessari flugferð stóð.
Bls 32 - 33. Þegar flugvélin er orðin bensínlaus er ekki hjá því komist að brotlenda aumingja rellunni. Í brotlendingunni kemur í ljós að hliðargluggunum á flugvélinni hefur skyndilega fjölgað (bls 33) um einn. Þessi flugferð hjá Tinna hefur því verið í meira lagi fjölbreyti- og undarleg.
Látum þetta duga af fyrsta hluta af fimm þar sem mistök í fyrstu þremur Tinna bókunum léku aðalhlutverkin. Heldur munu mistökin dreifast meira í hinum færslunum fjórum en Tinni í Ameríku er með áberandi mest af villunum. Annar hlutinn birtist strax á morgun - föstudaginn langa.
Bls 34 - 35. Eftir að eimreiðin springur í loft upp halda þeir Tinni og Tobbi leið sinni áfram en að þessu sinni fótgangandi (bls 34) yfir risastóra sléttuna. Þeir eru með allt sitt hafurtask í tösku eða skjóðu sem Tinni ber á bakinu. Á leiðinni taka þeir sér pásu og hvílast undir stórum kaktusi en á meðan þeir sofa (bls 34) stelur bankaræningi nokkur stígvélum Tinna. Hins vegar vekur upp spurningar hvar Tinni geymdi töskuna sína á meðan þeir sváfu? Hún er hvergi sjáanleg á neinum myndum en er þó aftur komin til sögunnar (bls 35) þegar þeir félagar halda göngu sinni áfram.
Bls 35. Þar eð bankaræninginn hafði stolið stígvélum Tinna, og skilið sín eigin stígvél eftir, rekja löggæslumenn sléttunnar fótspor ræningjans beint til Tinna og handtaka hann fyrir bankarán. Þegar þeir koma með Tinna heim til þorpsins ræðst æstur lýðurinn á hópinn, hyggst taka lögin í eigin hendur og ætlar að hengja Tinna. Löggurnar ráða ekki við neitt og liggja í valnum en einhverra hluta vegna virðist vinstri hanski annars löggæslumannsins vera fjólublár!
Bls 35 - 37. Þegar lögreglumennirnir handtaka Tinna taka þeir af honum byssubeltið (bls 35) en á miðjumyndinni má einmitt sjá annan þeirra halda á beltinu. Tinni er því ekki bara vopnlaus allan þann tíma, sem hann er undir höndum löggæslumannanna, heldur einnig þegar æstur lýðurinn er að hengja hann nokkru seinna. Sú henging mistekst hins vegar og enn seinna gera þeir aðra tilraun til að hengja Tinna. Í þeirri hengingu er hann skyndilega aftur kominn með byssubeltið og þar með byssuna (bls 37) utan um sig og er því vopnaður þegar sú henging misheppnast líka.
Bls 35 - 37. Kúrekinn sem ber helstu ábyrgðina á hinum misheppnuðu hengingum á Tinna er ekki bara fúskari við hengingar heldur hefur hann einnig þörf fyrir að skipta um hatt í miðjum klíðum. Í byrjun fyrri hengingarinnar (bls 35) er hattur kúrekans svartur en er orðinn ljósleitur strax á næstu mynd (bls 36) á eftir. Og þannig er hann reyndar einnig áfram (bls 37) í seinni hengingunni.
Bls 41. Enn á ný hefur Bobbi brosmildi lagt sig fram um að drepa Tinna og að þessu sinni hefur hann, ásamt félögum sínum, gripið til hins gamalkunna ráðs að binda Tinna við lestarteina og láta járnbrautarfélaginu eftir allan afganginn af þeirri vinnu. Auðvitað bjargast Tinni frá þeirri raun en næsta dag hugsar Bobbi sér gott til glóðarinnar við að lesa fréttir af afleiðingunum í blaði dagsins. Ekki las hann reyndar alveg þá frétt sem hann hafði vonast eftir en við lestur um björgun Tinna bregður honum svo illa að hann týnir spöngunum af gleraugunum sínum.
Bls 50. Aftur eru þeir Tinni og Tobbi komnir til Síkagó en nú hefur Tobba reyndar verið rænt. Tinni kemst að því hvar honum er haldið og heldur þegar af stað til að bjarga honum. Þar felur hann sig í járnbrynju og dundar sér, þannig útbúinn, við að berja niður og rota hvern bófann á fætur öðrum. Á fyrri myndinni standa tvær brynjur á gólfinu og skjöldur á veggnum á milli þeirra en á þeirri seinni er önnur brynjan (sú sem Tinni klæðist) það eina sem eftir stendur. Hvert fór hitt dótið? Og í Ameríku er það augljóslega óbrigðult ráð að gefa mönnum vatnsglas þegar þeir fá hjartaáfall!
Bls 52. Nú er Tinni búinn að frelsa Tobba og næsta mál er því að hafa uppi á forsprakka hópsins (einmitt þeim sama og hann rotaði hér fyrir ofan) til að koma honum í hendur réttvísinnar. Sá er hins vegar brögðóttur og hefur tilbúna sniðuga flóttaleið til að koma sér undan. Hins vegar er afar undarlegt hvað varð um stólinn sem hann sat á þegar Tinni kom að honum.
3. VINDLAR FARAÓS
Bókarkápa og bls 8. Snemma í sögunni hefur Tinni kynnst hinum skrítna fornleifafræðingi Fílómon Flanósa og ferðast með honum út fyrir egypsku borgina Kaíró þar sem þeir finna og moka upp, í einum hvelli, grafhýsi Kih-Oskhs faraós. Reyndar má SVEPPAGREIFINN til með að benda á það, svona í framhjáhlaupi, að nafn prófessorsins er á alla vega einum stað í bókinni skrifað Fílímon í stað Fílómon. Ofan í grafhýsinu rekst Tinni á röð nokkurra nafngreindra múmía (bls 8) og ein þeirra er merkt prófessor E. P. Jacobin en það er að sjálfsögðu brandari hjá Hergé. Einn af hans helstu aðstoðarmönnum hjá Hergé Studios og Le journal de Tintin var landi hans Edgar P. Jacobs en í dag er hann að sjálfsögðu kunnastur fyrir myndasögur sínar um þá félaga Blake og Mortimer. En vinstra megin við múmíuna E. P. Jacobin stendur önnur slík sem merkt er fornleifafræðingnum Le Roguec - að því er SVEPPAGREIFINN fær best séð. Sá náungi er með hatt, gleraugu, nokkuð vel útlátið hvítt yfirvaraskegg og hugsanlega hökutopp en framan á bókarkápunni er sama múmía hins vegar með gulleitt alskegg. Skegg- og hárlitur annarra múmía er einnig allt annar inni í bókinni en framan á bókarkápunni og sömu sögu má segja um höfuðföt þeirra og slaufur.
Bls 15. Nú er Tinni kominn á arabískt land og er á rölti um hrjóstugt landslag þegar honum er skyndilega rænt af mönnum Salaam Aleikum höfðingja og leiddur fyrir hann í tjaldi sínu. Fljótlega kemur upp úr krafsinu að arabahöfðinginn þekkir vel til Tinna og ævintýra hans og dregur jafnvel fram bókina um Eldflaugastöðina. Þessi mynd hefur löngum valdið heilabrotum hjá ansi mörgum í gegnum tíðina. Eldflaugastöðin (1953) er nefnilega heilum 12 bókum seinna í röðinni og var teiknuð 19 árum á eftir upprunalegu sögunni af Vindlum Faraós (1934). En skýringuna má reyndar finna í því að Vindlar Faraós var endurteiknuð og lituð árið 1955. Líklega hefur Hergé haft húmor fyrir því að troða Eldflaugastöðinni inn í söguna til að vekja á henni athygli og auglýsa.
Bls 16 - 17. Eftir vinsamleg seinni kynni Tinna af arabahöfðingjanum Salaam Aleikum fær hann hest til afnota og heldur för sinni áfram. Fljótlega rekst hann óvænt inn á vettvang kvikmyndatöku og þar gerist svolítið undarlegt. Tinni stekkur dauðhræddum kvikmyndaleikaranum á flótta og Tobbi veitir honum eftirför á hlaupum. Á næstu mynd stendur Tobbi (bls 16) pollrólegur við hlið Tinna en skömmu síðar sést hann koma röltandi (bls 17) með fataleifar af aumingja leikaranum.
Bls 23. Enn á ný er Tinni kominn á ferðina eftir stutta viðdvöl hjá Rassópúlosi og liði hans hjá kvikmyndafélaginu. Þar hafði hann fengið vopn og vistir og stefnir til borgarinnar Jabekka en fljótlega lendir hann í því að skotið er á hann. Tinni missir vatnsflöskuna sína, þegar skothríðin hefst, þannig að hún er ekki sýnileg þegar hann hefur komið sér í skjól bak við klett. En þegar eitt skotið hæfir flöskuna kemur allt í einu í ljós að ólin á henni liggur undir olnboganum á Tinna.
Bls 30. Tinni lendir í ýmsum ævintýrum á fáum blaðsíðum í bókinni þar sem hann er meðal annars sakaður um liðhlaup og njósnir, auk þess sem hann lendir bæði í fangelsi og er tekinn af lífi! Sú aftaka er reyndar framkvæmd með bellibrögðum og þegar upp kemst um athæfið þurfa Tinni og félagar hans að hafa hraðar hendur. Tinni er enn klæddur herbúningi sínum þegar flótti þeirra hefst en augnabliki síðar, þegar hann hleypur út, er hann aftur kominn í sín hversdagslegu föt.
Bls 32 - 33. Honum tekst að flýja út úr borginni með hóp af hermönnum á eftir sér og nær þar að stökkva upp í litla flugvél og taka á loft á nokkrum sekúndum. Strax á eftir er flugherinn sendur í loftið á eftir honum og byrja fljótlega að skjóta á hann (bls 32) í gríð og erg. Tinni er augljóslega þaulvanur flugmaður og tekst með lagni að láta líta út fyrir að hafa verið skotinn niður. Þegar hann er orðinn laus við flugherinn þarf hann að fara að huga að lendingarstað (bls 33) enda bensínið senn á þrotum. Þegar betur er að gáð má sjá að póstarnir á framrúðunni á flugvélinni eru ekki eins. Þeir hafa því augljóslega farið í einhverja yfirhalningu á meðan þessari flugferð stóð.
Bls 32 - 33. Þegar flugvélin er orðin bensínlaus er ekki hjá því komist að brotlenda aumingja rellunni. Í brotlendingunni kemur í ljós að hliðargluggunum á flugvélinni hefur skyndilega fjölgað (bls 33) um einn. Þessi flugferð hjá Tinna hefur því verið í meira lagi fjölbreyti- og undarleg.
Látum þetta duga af fyrsta hluta af fimm þar sem mistök í fyrstu þremur Tinna bókunum léku aðalhlutverkin. Heldur munu mistökin dreifast meira í hinum færslunum fjórum en Tinni í Ameríku er með áberandi mest af villunum. Annar hlutinn birtist strax á morgun - föstudaginn langa.
Takk fyrir þetta. Virkilega skemmtilegt.
SvaraEyða