Heldur hefur nú róast yfir Hrakförum og heimskupörum eftir að vefsíðan hafði farið hamförum í Tinna-mistökum um páskana. En næstu vikurnar og jafnvel mánuðina má hins vegar gera ráð fyrir að SVEPPAGREIFINN muni fara heldur hægar í sakirnar með myndasögubloggið sitt. Vegna aðstæðna má reikna með að hér eftir muni hin reglulega föstudagsfærsla hans fá heldur teygjanlegra hlutskipti og birtast meira eftir hentugleika frekar en venjulegu dagatali. Það var aðeins vegna hagstæðar bloggefnisstöðu á lager sem hægt var að halda uppi vikulegri birtingu síðustu mánuðina en nú er lagerinn hins vegar að miklu leyti orðinn uppurinn. Af óviðráðanlegum orsökum fækkar því færslum SVEPPAGREIFANS að minnsta kosti í bili. Í tilefni þess er algjörlega við hæfi að færsla dagsins í dag sé tileinkuð dýraríkinu!
En belgíski teiknarinn Pierre Culliford, betur þekktur sem Peyo, var afar skapandi listamaður og fær í sínu fagi þó sjálfum hafi honum alltaf þótt lítið til hæfileika sinna koma. Sem barn þótti hann mjög hæfileikaríkur og var sendur til náms í myndlistaskóla en eftir að hann útskrifaðist þaðan komst hann meðal annars í kynni við hina kornungu teiknara Morris og Franquin. Með síðarnefnda listamanninum átti hann nokkru seinna eftir að starfa náið með á belgíska myndasögutímaritinu SPIROU. Áður en hann hóf störf þar hafði hann þá þegar skapað fyrstu framhaldsmyndasöguna sína, um hann Hinrik sem síðar breyttust í Hinrik og Hagbarð (Johan og Pirlouit), en SVEPPAGREIFINN fjallaði eilítið um þær sögur hér. Sögurnar um Hinrik og Hagbarð birtust í SPIROU blaðinu og seinna komu Strumparnir (Les Schtroumpfs) einnig til sögunnar en reyndar fyrst sem aukapersónur hjá þeim Hinriki og Hagbarði. Peyo gerðist gríðarlega afkastamikill og myndasögurnar um Steina sterka (Benoît Brisefer) bættust einnig í safnið. Allar þessar myndasögur, sem við þekkjum ágætlega hér á Íslandi, birtust á síðum tímaritsins SPIROU en auk þess vann hann einnig að fullt af öðrum verkefnum hjá blaðinu. Alls skyldi hann eftir sig nítján sögur um þá Hinrik og Hagbarð, tuttugu og eina Strumpasögu og átta sögur með Steina sterka.
En belgíski teiknarinn Pierre Culliford, betur þekktur sem Peyo, var afar skapandi listamaður og fær í sínu fagi þó sjálfum hafi honum alltaf þótt lítið til hæfileika sinna koma. Sem barn þótti hann mjög hæfileikaríkur og var sendur til náms í myndlistaskóla en eftir að hann útskrifaðist þaðan komst hann meðal annars í kynni við hina kornungu teiknara Morris og Franquin. Með síðarnefnda listamanninum átti hann nokkru seinna eftir að starfa náið með á belgíska myndasögutímaritinu SPIROU. Áður en hann hóf störf þar hafði hann þá þegar skapað fyrstu framhaldsmyndasöguna sína, um hann Hinrik sem síðar breyttust í Hinrik og Hagbarð (Johan og Pirlouit), en SVEPPAGREIFINN fjallaði eilítið um þær sögur hér. Sögurnar um Hinrik og Hagbarð birtust í SPIROU blaðinu og seinna komu Strumparnir (Les Schtroumpfs) einnig til sögunnar en reyndar fyrst sem aukapersónur hjá þeim Hinriki og Hagbarði. Peyo gerðist gríðarlega afkastamikill og myndasögurnar um Steina sterka (Benoît Brisefer) bættust einnig í safnið. Allar þessar myndasögur, sem við þekkjum ágætlega hér á Íslandi, birtust á síðum tímaritsins SPIROU en auk þess vann hann einnig að fullt af öðrum verkefnum hjá blaðinu. Alls skyldi hann eftir sig nítján sögur um þá Hinrik og Hagbarð, tuttugu og eina Strumpasögu og átta sögur með Steina sterka.
Íslenskir myndasögulesendur hafa lítið fengið að kynnast öðrum verkum Peyo en mörg þeirra birtust á síðum SPIROU tímaritsins þó þau hefðu ekki endilega orðið að þekktum myndasöguseríum. Eitthvað af þeim hefur reyndar verið gefið út í bókaformi í seinni tíð, meira svona í kynningar- eða varðveisluskyni fyrir safnara en sumt hefur hvergi sést annars staðar en á síðum myndasögublaðsins. Í færslu dagsins er því alveg tilvalið að kíkja aðeins á fáeina stutta hálfsíðubrandara sem Peyo teiknaði meðal annars í SPIROU blaðið og fjölluðu um köttinn Poussy.
Brandarinn hér að ofan birtist í SPIROU blaði númer 1519 þann 25. maí árið 1967 og er nokkuð dæmigerður fyrir afrek ferfætlingsins knáa. Flestir hinna einföldu brandara samanstóðu af fjórum jafnstórum myndarömmum sem fjölluðu um hið daglega líf Poussy. Oftar en ekki voru þeir án orða en þó var það ekki algilt. En kötturinn Poussy var ekki að birtast þarna í fyrsta sinn og var reyndar töluvert eldri fígúra. Hann kom fyrst fyrir í dagblaðinu Le Soir þann 22. janúar árið 1949, þegar Peyo var aðeins rétt tvítugur að aldri, en í SPIROU tímaritinu birtist hann fyrst þann 4. nóvember árið 1965 og sást alltaf öðru hvoru í blaðinu allt til ársins 1977.
Poussy var eiginlega fyrsta alvöru sköpunarverk Peyo og var alltaf í töluverðu uppáhaldi hjá honum sjálfum. Það var nefnilega Poussy að þakka að Peyo hélt áfram að reyna að koma myndasögum sínum á framfæri eftir að blaðið Le Soir gaf honum tækifærið. Margir af þessum bröndurum sem birtust í SPIROU blaðinu voru í raun gamlir brandarar úr Le Soir en höfðu verið litaðir og endurteiknaðir fyrir nýja birtingu. Seinna tók fyrrum samstarfsmaður Peyo, Lucien De Gieter, við að teikna Poussy fyrir blaðið enda Peyo þá sjálfur orðinn önnum kafinn við vinsælustu seríurnar sínar; Hinrik og Hagbarð, Strumpana og Steina sterka.
Poussy talar ekki (ekkert frekar en önnur dýr sem Peyo teiknaði í sögum sínum) og eigandi hans var lítill ljóshærður, nafnlaus strákur. Sjálfur breyttist Poussy lítið frá því hann birtist fyrst í Le Soir og Peyo sá til þess að stíll hans héldist áfram svo til óbreyttur. Sem gerir það að verkum að Poussy er til dæmis ekkert líkur Brandi úr Strumpabókunum eða öðrum kisum sem Peyo teiknaði í sögum sínum. En Dupuis útgáfan gaf út þrjár bækur, með samansafni af bröndurum um Poussy, undir lok 8. áratugs síðustu aldar og þær voru síðan endurútgefnar fyrir fáeinum árum.
Uppáhalds brandari Peyo sjálfs með Poussy var brandari númer 222 (þeir voru ekki birtir í réttri töluröð) sem var einmitt sá fyrsti sem birtist í SPIROU tímaritinu þann 4. nóvember árið 1965. Það er best að enda hina ódýru og einföldu færslu þessa föstudags með þeim uppáhalds brandara Peyo og í heimagerðri íslenskri þýðingu með aðstoð heitt elskaðrar eiginkonu SVEPPAGREIFANS.
Poussy var eiginlega fyrsta alvöru sköpunarverk Peyo og var alltaf í töluverðu uppáhaldi hjá honum sjálfum. Það var nefnilega Poussy að þakka að Peyo hélt áfram að reyna að koma myndasögum sínum á framfæri eftir að blaðið Le Soir gaf honum tækifærið. Margir af þessum bröndurum sem birtust í SPIROU blaðinu voru í raun gamlir brandarar úr Le Soir en höfðu verið litaðir og endurteiknaðir fyrir nýja birtingu. Seinna tók fyrrum samstarfsmaður Peyo, Lucien De Gieter, við að teikna Poussy fyrir blaðið enda Peyo þá sjálfur orðinn önnum kafinn við vinsælustu seríurnar sínar; Hinrik og Hagbarð, Strumpana og Steina sterka.
Poussy talar ekki (ekkert frekar en önnur dýr sem Peyo teiknaði í sögum sínum) og eigandi hans var lítill ljóshærður, nafnlaus strákur. Sjálfur breyttist Poussy lítið frá því hann birtist fyrst í Le Soir og Peyo sá til þess að stíll hans héldist áfram svo til óbreyttur. Sem gerir það að verkum að Poussy er til dæmis ekkert líkur Brandi úr Strumpabókunum eða öðrum kisum sem Peyo teiknaði í sögum sínum. En Dupuis útgáfan gaf út þrjár bækur, með samansafni af bröndurum um Poussy, undir lok 8. áratugs síðustu aldar og þær voru síðan endurútgefnar fyrir fáeinum árum.
Uppáhalds brandari Peyo sjálfs með Poussy var brandari númer 222 (þeir voru ekki birtir í réttri töluröð) sem var einmitt sá fyrsti sem birtist í SPIROU tímaritinu þann 4. nóvember árið 1965. Það er best að enda hina ódýru og einföldu færslu þessa föstudags með þeim uppáhalds brandara Peyo og í heimagerðri íslenskri þýðingu með aðstoð heitt elskaðrar eiginkonu SVEPPAGREIFANS.
Áhugavert. Hafði ekki hugmynd um þetta.
SvaraEyðaÞað er ýmislegt sem leynist á víðáttum Netsins þegar vel er að gáð.
SvaraEyðaKv. SVEPPAGREIFINN
Vegna þess að enginn pistill kom frá þér þennan föstudaginn, þá í neyð minni las ég þennan bara aftur. Ég vildi sjá bækur um þennan kött á okkar ylhýra, athyglisvert fyrirbæri.
SvaraEyðaGaman að sjá hve þetta myndasögublogg hefur fest sig í rútínunni hjá þér. Hef einmitt heyrt af því hjá fleirum vanaföstum lesendum að þeir bíði spenntir eftir föstudagsfærslunum hér. Hef einmitt tekið eftir því heimsóknartölurnar hérna rjúka upp á milli klukkan 8 og 10 á föstudagsmorgnum. Ég stefni á að reyna að henda hér inn færslum annan hvern föstudag og svo er líka nóg af gömlum færslum í boði hér - rúmlega 160 stykki :D
SvaraEyðaHafa annars þessar Poussy bækur ekki komið út í Noregi? Held að þær séu alla vega til á sænsku.
Kv. SVEPPAGREIFINN