Þá er kominn föstudagurinn langi og því komið að öðrum hluta af þeim fimm páskafærslum þar sem SVEPPAGREIFINN skoðar úrval villa og mistaka í Tinna bókunum. Í fyrsta hlutanum voru þrjár fyrstu bækurnar (fyrir utan Tinna í Sovétríkjunum) greindar til mergjar en nú er komið að næstu sex sögum. Það verður fróðlegt að sjá hvað við finnum skemmtilegt til að skoða hérna.
4. BLÁI LÓTUSINN
Bls 7. Snemma í sögunni um Bláa lótusinn er Tinni kominn til Sjanghæ og verður þar fyrir því óhappi að vagnstjóri vagnsins sem hann ferðast með keyrir á forstjórann Gils Gjebban (bls 6) sem ætt hefur út á götuna í veg fyrir þá. Gjebban húðskammar og lemur vagnstjórann en þá tekur Tinni í taumana, brýtur stafinn hans og lætur forstjórann heyra það. Fyrir vikið verður Gils Gjebban svo illur að drapplituðu hanskarnir hans verða skyndilega grænir (bls 7) og eru það niður alla síðuna.
Bls 17. Stóran hluta af fyrri part sögunnar er Tinni klæddur nokkuð hefðbundnum evrópskum fötum, þó ekki sé þetta reyndar alveg sá Tinna fatnaður sem hann er þekktastur fyrir. Þarna klæðist hann brúnu pokabuxunum sínum, gulri skyrtu og rauðu hálsbindi en þannig er bindið á litinn alla söguna nema á einni mynd á blaðsíðu 17. Á þeirri mynd er bindið hans svart á litinn.
Bls 19 og 54. Sagan heitir auðvitað Blái lótusinn en þar er um að ræða ópíumholu í Sjanghæ sem Tinni á aðeins leið um. Á tveimur stöðum í bókinni (bls 19 og 54) birtast myndir af innganginum að staðnum en í upprunalegu útgáfunni er áletrunin á skiltinu fyrir utan þó ekki sú sama í bæði skiptin. Þegar Loftur Guðmundsson þýddi bókina hefur hann því líklega lent í vanda með hvernig leysa ætti málið og af þeim sökum stendur ekki neitt á seinna skiltinu í íslensku útgáfunni.
Bls 24. Í sögunni lendir Tinni í höndum japanska glæpamannsins Mitsúhírató. Sá heldur Tinna föngnum í einu húsa sinna í úthverfi Sjanghæ en gefur honum loforð um að láta hann lausan þegar hann er búinn að sprauta Tinna með efni sem gerir hann brjálaðan. Síðar kemur reyndar í ljós að í sprautunni var aðeins vatn en japanski bófinn stendur við sitt og sleppir Tinna að lokinni lyfjagjöf. Þegar hann hleypir Tinna út um garðshliðið hjá sér sést skemmtileg villa. Dyrnar að garðinum hjá Mitsúhírató eru nefnilega mjög fjölbreytilegar og breytast ansi hratt á stuttum kafla. Á þremur myndarömmum ofarlega á blaðsíðu 24 má sjá hvernig það gerist. Fyrst er þær skreyttar með ellefu láréttum punktaröðum, á næstu mynd með tólf og á þeirri síðustu hafa þær aðeins tíu!
Bls 36 og 44. Í sögunni kemur fyrir hinn spillti Dagfinnur Drumbur en hann er yfirmaður Alþjóðalögreglunnar í Sjanghæ og hann sést einnig seinna í bókaflokknum. Þegar Tinni er handtekinn í Sjanghæ (bls 36) er hann leiddur fyrir Dagfinn Drumb á skrifstofu hans. Á veggnum fyrir aftan embættismanninn er risastórt götukort af borginni sem einnig sést síðar í bókinni (bls 44) þegar Mitsúhírató kemur í heimsókn til hans. Kortið á veggnum er þó alls ekki eins í báðum þessum tilfellum og virðist einnig standa eilítið neðar í Tinna heimsókn. Þá lítur einnig út fyrir að skrifborð Dagfinns Drumbs hafi fengið andlitslyftingu og tiltekt því það hefur líka aðeins breyst.
Bls 42 - 44. Eitt af megin verkefnum Tinna í sögunni er að hafa upp á prófessor Fan-Se Yeng sem hefur verið rænt. Tinni þarf því að ferðast með lausnarfé hans sem á að afhendast í hofi einu nálægt Hú Kú. Þangað fer Tinni með lest en leiðin þangað hefur lokast vegna flóða og þar kynnist hann ungum Kínverja, Tsjang Tsjong-Jen, sem hann bjargar frá drukknun. Flóðin yfir lestarteinana gera það að verkum að Tinni og Tsjang þurfa að ganga til Hú Kú - ganga sem tekur þrjá tíma (bls 42) samkvæmt upplýsingum frá lestarstarfsmanni. Tsjang segist vita um styttri leið (bls 43) en þeir koma samt ekki til Hú Kú (bls 44) fyrr en daginn eftir. Þú og þínar styttri leiðir!
Bls 47. Skaftarnir koma aðeins við sögu í Bláa lótusnum og hitta Tinna í Hú Kú þar sem þeir, þvert gegn vilja sínum, þurfa að handtaka félaga sinn samkvæmt skipun yfirvalda. Þeir fara með Tinna á næstu lögreglustöð en gera sig þar að fíflum eftir að Tsjang hefur breytt skjalinu með handtökuskipun þeirra í einhvers konar skrípapóst. Skaftarnir skilja ekki neitt í neinu og strunsa sótillir út af lögreglustöðinni en þar í tröppunum, sitt hvoru megin við útganginn, má sjá hvar tvö úthöggin ljón standa á stöplum. Ljónin tvö styðja hægri fótum sínum ofan á litlum boltum en þegar Tinni gengur út, augnabliki seinna, hafa ljónin fært bolta sína yfir við vinstri fætur sína.
Bls 57. Alveg undir lok sögunnar hafa þeir Mitsúhírató og Rassópúlos náð Tinna á sitt vald og það er á því augnabliki sem Tinni uppgötvar að Rassópúlos er bófi og í raun æðsti foringi eiturlyfjasmyglhringsins Kih-Oskh. Rassópúlos dundar sér við að grobba yfir Tinna um eigið ágæti, áður en hann lætur hálshöggva hann, og sýnir honum við það tækifæri tattú smyglhringsins á hendi sér. Á þeirri mynd sést að Rassópúlos ber hring á baugfingri hægri handar sinnar, sem leiðir náttúrulega líkum að því að hann sé giftur, en stuttu síðar sést að hringurinn er horfinn.
5. SKURÐGOÐIÐ MEÐ SKARÐ Í EYRA
Bls 17. Stóran hluta af fyrri part sögunnar er Tinni klæddur nokkuð hefðbundnum evrópskum fötum, þó ekki sé þetta reyndar alveg sá Tinna fatnaður sem hann er þekktastur fyrir. Þarna klæðist hann brúnu pokabuxunum sínum, gulri skyrtu og rauðu hálsbindi en þannig er bindið á litinn alla söguna nema á einni mynd á blaðsíðu 17. Á þeirri mynd er bindið hans svart á litinn.
Bls 19 og 54. Sagan heitir auðvitað Blái lótusinn en þar er um að ræða ópíumholu í Sjanghæ sem Tinni á aðeins leið um. Á tveimur stöðum í bókinni (bls 19 og 54) birtast myndir af innganginum að staðnum en í upprunalegu útgáfunni er áletrunin á skiltinu fyrir utan þó ekki sú sama í bæði skiptin. Þegar Loftur Guðmundsson þýddi bókina hefur hann því líklega lent í vanda með hvernig leysa ætti málið og af þeim sökum stendur ekki neitt á seinna skiltinu í íslensku útgáfunni.
Bls 24. Í sögunni lendir Tinni í höndum japanska glæpamannsins Mitsúhírató. Sá heldur Tinna föngnum í einu húsa sinna í úthverfi Sjanghæ en gefur honum loforð um að láta hann lausan þegar hann er búinn að sprauta Tinna með efni sem gerir hann brjálaðan. Síðar kemur reyndar í ljós að í sprautunni var aðeins vatn en japanski bófinn stendur við sitt og sleppir Tinna að lokinni lyfjagjöf. Þegar hann hleypir Tinna út um garðshliðið hjá sér sést skemmtileg villa. Dyrnar að garðinum hjá Mitsúhírató eru nefnilega mjög fjölbreytilegar og breytast ansi hratt á stuttum kafla. Á þremur myndarömmum ofarlega á blaðsíðu 24 má sjá hvernig það gerist. Fyrst er þær skreyttar með ellefu láréttum punktaröðum, á næstu mynd með tólf og á þeirri síðustu hafa þær aðeins tíu!
Bls 36 og 44. Í sögunni kemur fyrir hinn spillti Dagfinnur Drumbur en hann er yfirmaður Alþjóðalögreglunnar í Sjanghæ og hann sést einnig seinna í bókaflokknum. Þegar Tinni er handtekinn í Sjanghæ (bls 36) er hann leiddur fyrir Dagfinn Drumb á skrifstofu hans. Á veggnum fyrir aftan embættismanninn er risastórt götukort af borginni sem einnig sést síðar í bókinni (bls 44) þegar Mitsúhírató kemur í heimsókn til hans. Kortið á veggnum er þó alls ekki eins í báðum þessum tilfellum og virðist einnig standa eilítið neðar í Tinna heimsókn. Þá lítur einnig út fyrir að skrifborð Dagfinns Drumbs hafi fengið andlitslyftingu og tiltekt því það hefur líka aðeins breyst.
Bls 42 - 44. Eitt af megin verkefnum Tinna í sögunni er að hafa upp á prófessor Fan-Se Yeng sem hefur verið rænt. Tinni þarf því að ferðast með lausnarfé hans sem á að afhendast í hofi einu nálægt Hú Kú. Þangað fer Tinni með lest en leiðin þangað hefur lokast vegna flóða og þar kynnist hann ungum Kínverja, Tsjang Tsjong-Jen, sem hann bjargar frá drukknun. Flóðin yfir lestarteinana gera það að verkum að Tinni og Tsjang þurfa að ganga til Hú Kú - ganga sem tekur þrjá tíma (bls 42) samkvæmt upplýsingum frá lestarstarfsmanni. Tsjang segist vita um styttri leið (bls 43) en þeir koma samt ekki til Hú Kú (bls 44) fyrr en daginn eftir. Þú og þínar styttri leiðir!
Bls 47. Skaftarnir koma aðeins við sögu í Bláa lótusnum og hitta Tinna í Hú Kú þar sem þeir, þvert gegn vilja sínum, þurfa að handtaka félaga sinn samkvæmt skipun yfirvalda. Þeir fara með Tinna á næstu lögreglustöð en gera sig þar að fíflum eftir að Tsjang hefur breytt skjalinu með handtökuskipun þeirra í einhvers konar skrípapóst. Skaftarnir skilja ekki neitt í neinu og strunsa sótillir út af lögreglustöðinni en þar í tröppunum, sitt hvoru megin við útganginn, má sjá hvar tvö úthöggin ljón standa á stöplum. Ljónin tvö styðja hægri fótum sínum ofan á litlum boltum en þegar Tinni gengur út, augnabliki seinna, hafa ljónin fært bolta sína yfir við vinstri fætur sína.
Bls 57. Alveg undir lok sögunnar hafa þeir Mitsúhírató og Rassópúlos náð Tinna á sitt vald og það er á því augnabliki sem Tinni uppgötvar að Rassópúlos er bófi og í raun æðsti foringi eiturlyfjasmyglhringsins Kih-Oskh. Rassópúlos dundar sér við að grobba yfir Tinna um eigið ágæti, áður en hann lætur hálshöggva hann, og sýnir honum við það tækifæri tattú smyglhringsins á hendi sér. Á þeirri mynd sést að Rassópúlos ber hring á baugfingri hægri handar sinnar, sem leiðir náttúrulega líkum að því að hann sé giftur, en stuttu síðar sést að hringurinn er horfinn.
5. SKURÐGOÐIÐ MEÐ SKARÐ Í EYRA
Bls 1 - 2. Strax á fyrstu blaðsíðu Skurðgoðsins með skarð í eyra verður Hergé á mistök í upprunalegu belgísku útgáfunni en í þeirri íslensku hefur þýðandinn Loftur Guðmundsson hins vegar leiðrétt þá villu. Tinni vaknar klukkan 7:30 og á sama tíma er safnvörður Þjóðfræðisafnsins þegar mættur til vinnu. Þar er hann að undirbúa opnun safnsins og uppgötvar í framhaldinu af því að skurðgoðið er horfið. Í upprunalegu útgáfunni, þegar Skaftarnir rifja upp utburði morgunsins með doktor Askfróði, kemur fram að safnvörðurinn hafi uppgötvað þjófnaðinn klukkan 7:14. Í íslensku útgáfunni hefur það verið leiðrétt sem 8:14.
Bls 4 og 9. Tinni fer að rannsaka skurðgoðsþjófnaðinn á Þjóðfræðisafninu og telur sig finna tengingu við lát myndhöggvarans Baltahasars sem hann les um í blöðunum. Hann ákveður því að fá að skoða vinnustofu listamannsins (bls 4) til að leita af sér allan grun. Nokkru seinna (bls 9) verða nokkrir nágrannar Balthasars varir við hávaða í vinnustofu hans um miðja nótt og fara að kanna málið. Þá uppgötva þeir að páfagaukur Balthasars er aftur kominn heim. Nokkur mismunur er á herbergi listamannsins eftir þessum myndum. Líklega er eðlilegt þegar einn óhreinn tebolli er fjarlægður af gólfinu og þrifinn en þarna vantar m.a. bæði lampa og stórt 90° teiknihorn. Og sennilega var það páfagaukurinn sjálfur sem fjarlægði brjóstmyndina af stöplinum sem hann situr á.
Bls 23 og 28. Alkasar hershöfðingi kemur til sögunnar í bókaflokknum í Skurðgoðinu með skarð í eyra. Hann gerir Tinna að ofursta í her sínum en helsta starf hans í því hlutverki virðist þó vera fólgið í því að tefla við hershöfðingjann. Tvisvar sinnum í sögunni sitja þeir Tinni og Alkasar að tafli og þá reyndar með tveimur mismunandi uppröðuðum taflborðum. Það er athyglisvert að sjá að á seinni myndinni (bls 28) er skákborðinu vitlaust stillt upp. Reiturinn í horninu hægra megin við skákmanninn á alltaf að vera hvítur eins og á fyrri (bls 23) myndinni.
Bls 32. Kvöld eitt er Tinni á göngu þegar tveir aðilar, sem ekki vita af hvoru öðrum, reyna að ryðja honum úr vegi. Þar er annars vegar um að ræða Suður Amerísku glæpamennina Ramon og Alfonso en hins vegar launmorðinginn Pabló sem seinna átti reyndar eftir að dúkka upp í bókinni Tinna og Pikkarónunum. Fyrirsátirnar mistakast þegar Ramon hittir Tinna ekki með hnífi sínum sem í staðinn lendir á bananaknippi og truflar um leið Pabló sem var rétt að fara að hleypa af! Það sem Hergé klikkar illilega á hér er að bananar vaxa alltaf upp á bananatrénu en ekki niður.
Bls 6. Snemma í bókinni Svaðilför í Surtsey er Tinni grunaður um líkamsárás, í lest áleiðis til Englands, á glæpamanninn Púskov og er síðan handtekinn af Sköftunum. Tinna tekst að sleppa frá Sköftunum en handjárnar þá saman og stingur síðan sjálfur af. Skaftarnir komast á slóð hans og elta hann en handjárnin gera hinum treggáfuðu leynilögreglumönnum svolítið erfitt fyrir. Þeir fá því nokkuð óvænta flugferð í eltingarleiknum af völdum vel staðsetts ljósastaurs en það réttlætir samt engan veginn það að göngustafur Skapta hafi endaskipti við áreksturinn.
Bls 13 og 23. Tinni kemst að því að glæpamenn sögunnar tengjast á einhvern hátt húsi einu sem doktor Müller á og býr í. Þangað fer hann að sjálfsögðu (bls 13) til að snuðra en er þar tekinn höndum af doktor Müller og bílstjóra hans - Ívan. Eftir nokkur slagsmál á milli Tinna og glæpamennina kveikir doktor Müller óvart í húsi sínu og það brennur í kjölfarið til kaldra kola. Svolítið seinna í sögunni fer Tinni aftur á þessar sömu slóðir (bls 23) og þá virðist sem einhver hafi gefið sér tíma til að mála hliðstólpann og skiltið við innganginn að húsi doktor Müllers.
Bls 13 og 23. Tinni kemst að því að glæpamenn sögunnar tengjast á einhvern hátt húsi einu sem doktor Müller á og býr í. Þangað fer hann að sjálfsögðu (bls 13) til að snuðra en er þar tekinn höndum af doktor Müller og bílstjóra hans - Ívan. Eftir nokkur slagsmál á milli Tinna og glæpamennina kveikir doktor Müller óvart í húsi sínu og það brennur í kjölfarið til kaldra kola. Svolítið seinna í sögunni fer Tinni aftur á þessar sömu slóðir (bls 23) og þá virðist sem einhver hafi gefið sér tíma til að mála hliðstólpann og skiltið við innganginn að húsi doktor Müllers.
Bls 21. Við áðurnefndan húsbruna doktor Müllers á sér stað svolítið farsakennd ringulreið hjá slökkviliði héraðsins. Liðsmönnum þess tekst á einhvern óútskýranlega hátt að týna eina lykli slökkvistöðvarinnar og síðan kemur í ljós að slökkviliðsstjórinn sjálfur hafði einnig farið lyklavillt heima hjá sér. Eiginkona hans uppgötvar á sama tíma lyklavíxlin líka heima og þau mætast nokkuð harkalega á leiðinni með sinn hvorn lykilinn. Hjálmur slökkviliðsstjórans skellur af miklum þunga á hægri kinn eiginkonu sinnar en samt heldur hún hendinni um auma vinstri kinn sína!
Bls 52 - 53. Áfram heldur sagan og undir lok hennar berst leikurinn út í eyju eina draugalega, það er að sjálfsögðu Surtsey, sem er úti fyrir skoska þorpinu Kiltoch. Þarna uppgötvar Tinni að glæpamennirnir starfrækja prentsmiðju fyrir falsaða peningaseðla en einnig heldur þar til risastór górilluapi, í eigu Púskovs, sem heitir Glámur. Tinni og Tobbi eiga þar í nokkrum erfiðleikum við að ráða niðurlögum glæpamannanna og ekki eru viðskipti þeirra við Glám að hjálpa mikið til. Á einum stað (bls 52) tekst Tinna að rota Púskov en verður það svo á að rota sjálfan sig, fyrir slysni, þegar hann reynir að hræða Glám með byssuskoti. Þegar górillan býr sig undir að taka Tinna upp (bls 53) má sjá hvar fætur Púskovs snúa í allt aðra átt en þeir höfðu gert nokkrum sekúndum áður.
7. VELDISSPROTI OTTÓKARS KONUNGS
Það er kannski rétt að byrja aðeins á því að rýna í myndina sem er framan á bókarkápu Veldissprota Ottókars konungs. Þarna gengur Tinni ákveðnum skrefum yfir síkisbrúna við Kroppoff kastalann en fyrir innan frakkann sést að gleymst hefur að lita peysuna hans. Hún er hvít á litinn!
Þannig er þetta á hinni endurteiknuðu útgáfu af sögunni frá árinu 1947 (og þá um leið auðvitað hinni upprunalegu Íslensku útgáfu frá árinu 1974) sem við öll þekkjum. Í seinni tíð hefur þetta litleysi peysunnar reyndar verið leiðrétt og Tinni settur í gömlu góðu bláu peysuna sína en þó ekki í yngri útgáfum íslensku bókarinnar. Á Íslandi er það aðeins á dvd útgáfunni frá Bergvík sem Tinni sést í bláu peysunni utan á Veldissprota Ottókara konungs. Annars er þessi blessaða peysa á bókarkápunni ein alls herjar mistök því Tinni klæðist alls ekkert sínum hefðbundna klæðnaði í sögunni. Alla bókina er hann klæddur í ljósblárri skyrtu og með blátt bindi!
Bls 2 - 3. Strax í upphafi sögunnar, um Veldisprota Ottókars konungs, heimsækir Tinni innsiglisfræðinginn prófessor Aðalstein Allsodda eftir að hafa fundið tösku hans úti á bekk. Eins og skilvísum finnanda sæmir ákveður Tinni að fara með töskuna heim til Aðalsteins Allsodda. Þegar hann opnar dyrnar inn til prófessorsins (bls 2) sést að hurðarhúnninn er vinstra megin á hurðinni séð innan frá en nokkrum myndarömmum seinna (bls 3) er húnninn kominn hægra megin.
Bls 3. Það gerist greinilega margt á fyrstu blaðsíðum þessarar sögu. Íbúð Aðalsteins Allsodda er auðsjáanlega hleruð og þegar Tinni yfirgefur prófessorinn stekkur annar af hlerendunum til og reynir að ná mynd af honum í stiganum. Þegar hann smellir af (samkvæmt klikkinu) stendur Tinni efst á stigapallinum en á myndinni sjálfri er hann hins vegar staddur í miðjum stiganum.
Bls 6 - Tinni sest inn á sýldavísku matstofuna Klown og pantar sér hvorki meira né minna en hinn gómsæta þjóðarrétt Zslobbzabb (sem reyndar er skrifað á þrjá mismunandi vegu í bókinni). Þegar Tinni biður um reikninginn sést að hann situr í stól sem er hægra megin og vinstra megin við hann er hins vegar annar stóll. En á næstu mynd sést aftur á móti að hann situr á stólnum sem er vinstra megin. Á þriðju og síðustu myndinni er hann þó aftur kominn á stólinn hægra megin.
Bls 12 og 15. Nú hefur Tinni tekið þá ákvörðun að gerast ritari prófessors Aðalsteins Allsodda og fara með honum alla leið til Sýldavíu. Njósnararnir eru ekki ánægðir með þá ráðstöfun hans og ákveða að koma Tinna fyrir kattarnef. Þeir senda honum sprengju í pakka heim til sín en fyrir algjöra tilviljun taka Skaftarnir við pakkanum sem springur í andlitið á þeim heima hjá Tinna. Tinni er þá rétt ókominn heim og kemur á harðahlaupum inn til sín (bls 12) þegar hann verður var við lætin. Í íbúðinni hans er auðvitað allt á rúi og stúi eftir sprenginguna en Skaftarnir virðast þó hafa sloppið að mestu leyti og án teljandi meiðsla. Strax í kjölfarið verða Tinni og Skaftarnir varir við tilræðismennina fyrir utan húsið og bruna í heilmiklum eltingarleik við þá, á bíl og mótorhjóli, alla leið út í sveit. Bófarnir sleppa og þegar Tinni kemur aftur heim til sín (bls 15) er ekki nóg með að búið sé að taka til og þrífa eftir sprenginguna heldur er líka búið að færa til húsgögnin hans!
Bls 13. Við upphaf hins áðurnefnda eltingarleiks gerist svolítið undarlegt. Tinni hleypur til og ákveður að stela mótorhjóli og Skaftarnir skella sér að sjálfsögðu líka með. Tinni ekur en Skapti sest fyrir aftan hann með skammbyssu sína í hægri hendinni en Skafti heldur hins vegar á Tobba og kemur sér fyrir þar fyrir aftan. Þetta er auðvitað eins vitlaust og það frekast getur orðið! En um leið og Tinni gefur inn, og spólar prjónandi af stað, falla Skaftarnir auðvitað aftan af hjólinu og skyndilega hefur byssan, sem Skapti hélt á hálfu augnabliki á undan, breyst í staf!
Bls 30 og 41. Í Kroppoff kastalanum í Sýldavíu er að finna ríkisskjalasafn þjóðarinnar og í sömu höll er einnig dýrgripahirsla krúnunnar. Þangað kemur prófessor Aðalsteinn Alloddi til rannsóknarstarfa sinna í innsiglisfræðunum (bls 30) en í salnum þar sem veldissproti og kóróna krúnunnar eru geymdar má sjá fagrar freskumyndir á veggjunum í kring. Á þeim hluta freskunnar sem er vinstra megin við hornið má sjá fimm manneskjur á myndunum. En þegar Tinni kemur inn í salinn (bls 41), og uppgötvar stuldinn í veldissprotanum, má þar hins vegar telja sex pör af fótum.
8. KRABBINN MEÐ GYLLTU KLÆRNAR
Bls 2. Sagan um Krabbann með gylltu klærnar byrjar með gamalkunnum göngutúr, þeirra Tinna og Tobba, þar sem krabbadósin í ruslatunnunni leikur aðalhlutverkið. Þegar þeir halda áfram göngu sinni kalla Skaftarnir til þeirra frá veitingahúsinu Fákinum fjöruga (bls 2) og bjóða Tinna að setjast hjá sér. Glös Skaftanna standa hálffull á borðinu en eftir að Tinni hefur sest má sjá að glas Skafta er enn hálffullt en glas Skapta er hins vegar orðið alveg fullt.
Bls 4. Þeir Skaftar leika nokkuð stórt hlutverk í byrjun sögunnar og eftir að þeir þrír hafa setið að sumbli nokkra stund á veitingahúsinu bregða þeir allir sér heim til Skaftanna. Þar rekst Tinni á afrifu af krabbadós sem hann tengir beint við dósina sem Tobbi hafði verið að gramsa í skömmu áður. Tinni hleypur því af stað til að kanna málið og furðu lostnir Skaftarnir þjóta á eftir honum. Skapti grípur hatt sinn og hleypur á eftir honum en þegar Skafti ætlar að fara sömu leið sér hann að Skapti hefur gleymt stafnum sínum. Þegar hann leggur af stað með staf Skapta sést að snaginn, sem hattarnir höfðu verið á, er alveg horfinn af veggnum.
Bls 8. Það kemur all mörgum sinnum fyrir að söguhetjur Tinna bókanna þurfi að hringja eða svara símum en til þess eru auðvitað notuð þar til gerð tæki og tól. Á blaðsíðu átta í Krabbanum með gylltu klærnar kemur einmitt fyrir slíkt símtæki heima hjá Tinna og eflaust eru einhverjir sem enn muna eftir gömlu skífusímunum eins og þar er sýndur. Þessi garmur er hins vegar nokkuð takmarkaður til almennra hringinga því skífan á símanum sínir bara níu tölur.
Þetta símtæki er þó alls ekkert einsdæmi í Tinna bókunum. Í Sjö kraftmiklum kristallskúlum er sími á blaðsíðu 48 sem einnig hefur að geyma níu talna skífu og á blaðsíðu 15 í bókinni Veldisproti Ottókars konungs má til dæmis finna símtæki sem hefur að geyma skífu með aðeins átta tölum!
Bls 39 og 41. Þegar hér er komið sögu hefur Tinni kynnst Kolbeini kafteini og saman lenda þeir í ýmsum ævintýrum í bókinni. Þeir koma meðal annars til hafnarborgarinnar Bagghar í Marokkó og þar (bls 39) telur Tinni sig skyndilega sjá Hörð skipstjóra á gangi. Hann hleypur því af stað og Kolbeinn á eftir honum. Kafteininum verður það á að hlaupa niður mann sem stendur í götunni með fulla körfu af appelsínum en örstuttu síðar (bls 41) liggur sá hinn sami í götunni - á allt öðrum stað. Á einhvern óskiljanlegan hátt hefur maðurinn færst um þrjá eða fjóra metra til baka og hliðar. Hvernig í ósköpunum fór hann að því að enda í götunni á nákvæmlega þessum stað?
9. DULARFULLA STJARNAN
Bls 1 - 2. Í upphafi Dularfullu stjörnunnar verður Tinni var við auka stjörnu á himninum og fer að velta fyrir sér ástæðu þess. Hann ákveður því að hringja í Stjörnustöðina til að fá frekari upplýsingar. Það er eðlilegt að álykta að símtækið, sem Tinni er að tala í (bls 1), standi á borðinu fyrir framan hann og það fæst reyndar staðfest (bls 2) á þriðju myndinni. En það er hins vegar útilokað að útskýra hæðina á Tobba á fyrri myndunum tveimur. Stóð hann kannski uppi á borðinu?
Bls 3. Tinni vill fá botn í málið og arkar af stað, ásamt Tobba, á Stjörnustöðina til að fá þær upplýsingar sem hann fékk ekki rétt áður í símtalinu. Þangað kemur hann augnabliki síðar og hringir dyrabjöllunni við innganginn. Þá sést að lóðrétta kantbrúnin á hurðinni er ekki á fyrri myndinni en dyrabjallan sést þar greinilega - enda þarf Tinni að nota hana. Á seinni myndinni er dyrabjallan hins vegar horfin en í staðinn kominn þessi líka fíni kantur á hurðina.
Bls 4. Á fyrstu blaðsíðum Dularfullu stjörnunnar er nokkuð af villum. Þegar Tinni kemur inn í Stjörnustöðina býður forstjóri hennar, prófessor Vilhjálmur Viðutan, honum að kíkja í stóra stjörnukíkinn og skoða hina risavöxnu halastjörnu sem stefnir á jörðina. Þá sér Tinni hins vegar könguló sem magnast upp í linsunni og verður risastór í kíkinum. Þetta er tæknilega algjörlega ómögulegt! Svona stjörnukíkir hefur linsu sem greinir hluti í mikilli fjarlægð og því er útilokað að sjá nokkurt sem er fast á linsunni eða jafnvel í nokkurra metra fjarlægð. Hvað þá svona skýrt.
Bls 7. Eftir að hafa eytt svolitlum tíma á Stjörnustöðinni halda þeir Tinni og Tobbi út í nóttina og ganga heim á leið. Úti er funheitt og fólkið úti á götu er byrjað að átta sig á að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Hitinn er svo mikill að tjaran í malbikinu er farin að bráðna og Tobbi festist þannig úti á götu. Tinni þarf því að fara og hjálpa honum en bráðin tjaran límist við fætur þeirra beggja. Örstuttu síðar er tjaran horfin af fótum þeirra en líklega kannast margir við það að tjara úr malbiki leysist ekki upp á skammri stundu og hverfur á augabragði af skóm eða hundafótum.
Bls 21. Prófessor Vilhjálmur Viðutan ákveður að gera út vísindaleiðangur norður í Íshaf til að reyna að finna brotið úr loftsteininum sem féll úr halastjörnunni og fær Tinna til að skipuleggja þann leiðangur. Til leiðangursins þarf auðvitað skip og þar fær Kolbeinn kafteinn að sjálfsögðu hlutverk skipstjóra. Við brottför leiðangursins er kafteinninn klæddur við hæfi í júníformi sínu og með öllum þeim borðum sem hæfa titli hans. Í fyrstu eru rendurnar á ermum hans þrjár talsins en eitthvað fellur hann í tign því á örstuttum tíma hefur röndunum fækkað niður í tvær.
Bls 23, 26, 33, 37, og 41. Leiðangursskip vísindamannanna heitir Aurora og það skip er nokkuð vel búið tækjum og tólum. Um borð er til dæmis lítil sjóflugvél sem kemur sér afar vel í leiðangrinum. Aurora er afskaplega snyrtilegt og ætíð tandurhreint og svo mjög jafnvel að ótrúverðugt verði að teljast. Einhvers staðar minnist SVEPPAGREIFINN þess jafnvel að hafa lesið um að hönnun skipsins sé svo kolvitlaus og það hefði undir engum kringumstæðum átt að geta flotið á réttum kili. En það er önnur saga. Aftan á skut skipsins blaktir fáni leiðangursins sem er grænn á litinn (bls 23) og í íslensku útgáfunni má jafnvel einhvers staðar sjá hann merktan VF sem líklega ætti þá að standa fyrir Vísindafélagið. En fáninn er ekki alls staðar grænn á litinn þar sem hann sést í sögunni. Á öllum öðrum myndum þar sem hann ber við hún má nefnilega sjá belgíska fánann.
Þá er öðrum hluta af fimm, með mistökum úr Tinna bókunum, lokið og næsti kafli þessa páskaþema SVEPPAGREIFANS birtist á morgun laugardag. Enn er af nægu að taka.
Það er kannski rétt að byrja aðeins á því að rýna í myndina sem er framan á bókarkápu Veldissprota Ottókars konungs. Þarna gengur Tinni ákveðnum skrefum yfir síkisbrúna við Kroppoff kastalann en fyrir innan frakkann sést að gleymst hefur að lita peysuna hans. Hún er hvít á litinn!
Þannig er þetta á hinni endurteiknuðu útgáfu af sögunni frá árinu 1947 (og þá um leið auðvitað hinni upprunalegu Íslensku útgáfu frá árinu 1974) sem við öll þekkjum. Í seinni tíð hefur þetta litleysi peysunnar reyndar verið leiðrétt og Tinni settur í gömlu góðu bláu peysuna sína en þó ekki í yngri útgáfum íslensku bókarinnar. Á Íslandi er það aðeins á dvd útgáfunni frá Bergvík sem Tinni sést í bláu peysunni utan á Veldissprota Ottókara konungs. Annars er þessi blessaða peysa á bókarkápunni ein alls herjar mistök því Tinni klæðist alls ekkert sínum hefðbundna klæðnaði í sögunni. Alla bókina er hann klæddur í ljósblárri skyrtu og með blátt bindi!
Bls 2 - 3. Strax í upphafi sögunnar, um Veldisprota Ottókars konungs, heimsækir Tinni innsiglisfræðinginn prófessor Aðalstein Allsodda eftir að hafa fundið tösku hans úti á bekk. Eins og skilvísum finnanda sæmir ákveður Tinni að fara með töskuna heim til Aðalsteins Allsodda. Þegar hann opnar dyrnar inn til prófessorsins (bls 2) sést að hurðarhúnninn er vinstra megin á hurðinni séð innan frá en nokkrum myndarömmum seinna (bls 3) er húnninn kominn hægra megin.
Bls 3. Það gerist greinilega margt á fyrstu blaðsíðum þessarar sögu. Íbúð Aðalsteins Allsodda er auðsjáanlega hleruð og þegar Tinni yfirgefur prófessorinn stekkur annar af hlerendunum til og reynir að ná mynd af honum í stiganum. Þegar hann smellir af (samkvæmt klikkinu) stendur Tinni efst á stigapallinum en á myndinni sjálfri er hann hins vegar staddur í miðjum stiganum.
Bls 6 - Tinni sest inn á sýldavísku matstofuna Klown og pantar sér hvorki meira né minna en hinn gómsæta þjóðarrétt Zslobbzabb (sem reyndar er skrifað á þrjá mismunandi vegu í bókinni). Þegar Tinni biður um reikninginn sést að hann situr í stól sem er hægra megin og vinstra megin við hann er hins vegar annar stóll. En á næstu mynd sést aftur á móti að hann situr á stólnum sem er vinstra megin. Á þriðju og síðustu myndinni er hann þó aftur kominn á stólinn hægra megin.
Bls 12 og 15. Nú hefur Tinni tekið þá ákvörðun að gerast ritari prófessors Aðalsteins Allsodda og fara með honum alla leið til Sýldavíu. Njósnararnir eru ekki ánægðir með þá ráðstöfun hans og ákveða að koma Tinna fyrir kattarnef. Þeir senda honum sprengju í pakka heim til sín en fyrir algjöra tilviljun taka Skaftarnir við pakkanum sem springur í andlitið á þeim heima hjá Tinna. Tinni er þá rétt ókominn heim og kemur á harðahlaupum inn til sín (bls 12) þegar hann verður var við lætin. Í íbúðinni hans er auðvitað allt á rúi og stúi eftir sprenginguna en Skaftarnir virðast þó hafa sloppið að mestu leyti og án teljandi meiðsla. Strax í kjölfarið verða Tinni og Skaftarnir varir við tilræðismennina fyrir utan húsið og bruna í heilmiklum eltingarleik við þá, á bíl og mótorhjóli, alla leið út í sveit. Bófarnir sleppa og þegar Tinni kemur aftur heim til sín (bls 15) er ekki nóg með að búið sé að taka til og þrífa eftir sprenginguna heldur er líka búið að færa til húsgögnin hans!
Bls 13. Við upphaf hins áðurnefnda eltingarleiks gerist svolítið undarlegt. Tinni hleypur til og ákveður að stela mótorhjóli og Skaftarnir skella sér að sjálfsögðu líka með. Tinni ekur en Skapti sest fyrir aftan hann með skammbyssu sína í hægri hendinni en Skafti heldur hins vegar á Tobba og kemur sér fyrir þar fyrir aftan. Þetta er auðvitað eins vitlaust og það frekast getur orðið! En um leið og Tinni gefur inn, og spólar prjónandi af stað, falla Skaftarnir auðvitað aftan af hjólinu og skyndilega hefur byssan, sem Skapti hélt á hálfu augnabliki á undan, breyst í staf!
Bls 30 og 41. Í Kroppoff kastalanum í Sýldavíu er að finna ríkisskjalasafn þjóðarinnar og í sömu höll er einnig dýrgripahirsla krúnunnar. Þangað kemur prófessor Aðalsteinn Alloddi til rannsóknarstarfa sinna í innsiglisfræðunum (bls 30) en í salnum þar sem veldissproti og kóróna krúnunnar eru geymdar má sjá fagrar freskumyndir á veggjunum í kring. Á þeim hluta freskunnar sem er vinstra megin við hornið má sjá fimm manneskjur á myndunum. En þegar Tinni kemur inn í salinn (bls 41), og uppgötvar stuldinn í veldissprotanum, má þar hins vegar telja sex pör af fótum.
8. KRABBINN MEÐ GYLLTU KLÆRNAR
Bls 2. Sagan um Krabbann með gylltu klærnar byrjar með gamalkunnum göngutúr, þeirra Tinna og Tobba, þar sem krabbadósin í ruslatunnunni leikur aðalhlutverkið. Þegar þeir halda áfram göngu sinni kalla Skaftarnir til þeirra frá veitingahúsinu Fákinum fjöruga (bls 2) og bjóða Tinna að setjast hjá sér. Glös Skaftanna standa hálffull á borðinu en eftir að Tinni hefur sest má sjá að glas Skafta er enn hálffullt en glas Skapta er hins vegar orðið alveg fullt.
Bls 4. Þeir Skaftar leika nokkuð stórt hlutverk í byrjun sögunnar og eftir að þeir þrír hafa setið að sumbli nokkra stund á veitingahúsinu bregða þeir allir sér heim til Skaftanna. Þar rekst Tinni á afrifu af krabbadós sem hann tengir beint við dósina sem Tobbi hafði verið að gramsa í skömmu áður. Tinni hleypur því af stað til að kanna málið og furðu lostnir Skaftarnir þjóta á eftir honum. Skapti grípur hatt sinn og hleypur á eftir honum en þegar Skafti ætlar að fara sömu leið sér hann að Skapti hefur gleymt stafnum sínum. Þegar hann leggur af stað með staf Skapta sést að snaginn, sem hattarnir höfðu verið á, er alveg horfinn af veggnum.
Bls 8. Það kemur all mörgum sinnum fyrir að söguhetjur Tinna bókanna þurfi að hringja eða svara símum en til þess eru auðvitað notuð þar til gerð tæki og tól. Á blaðsíðu átta í Krabbanum með gylltu klærnar kemur einmitt fyrir slíkt símtæki heima hjá Tinna og eflaust eru einhverjir sem enn muna eftir gömlu skífusímunum eins og þar er sýndur. Þessi garmur er hins vegar nokkuð takmarkaður til almennra hringinga því skífan á símanum sínir bara níu tölur.
Þetta símtæki er þó alls ekkert einsdæmi í Tinna bókunum. Í Sjö kraftmiklum kristallskúlum er sími á blaðsíðu 48 sem einnig hefur að geyma níu talna skífu og á blaðsíðu 15 í bókinni Veldisproti Ottókars konungs má til dæmis finna símtæki sem hefur að geyma skífu með aðeins átta tölum!
Bls 39 og 41. Þegar hér er komið sögu hefur Tinni kynnst Kolbeini kafteini og saman lenda þeir í ýmsum ævintýrum í bókinni. Þeir koma meðal annars til hafnarborgarinnar Bagghar í Marokkó og þar (bls 39) telur Tinni sig skyndilega sjá Hörð skipstjóra á gangi. Hann hleypur því af stað og Kolbeinn á eftir honum. Kafteininum verður það á að hlaupa niður mann sem stendur í götunni með fulla körfu af appelsínum en örstuttu síðar (bls 41) liggur sá hinn sami í götunni - á allt öðrum stað. Á einhvern óskiljanlegan hátt hefur maðurinn færst um þrjá eða fjóra metra til baka og hliðar. Hvernig í ósköpunum fór hann að því að enda í götunni á nákvæmlega þessum stað?
9. DULARFULLA STJARNAN
Bls 1 - 2. Í upphafi Dularfullu stjörnunnar verður Tinni var við auka stjörnu á himninum og fer að velta fyrir sér ástæðu þess. Hann ákveður því að hringja í Stjörnustöðina til að fá frekari upplýsingar. Það er eðlilegt að álykta að símtækið, sem Tinni er að tala í (bls 1), standi á borðinu fyrir framan hann og það fæst reyndar staðfest (bls 2) á þriðju myndinni. En það er hins vegar útilokað að útskýra hæðina á Tobba á fyrri myndunum tveimur. Stóð hann kannski uppi á borðinu?
Bls 3. Tinni vill fá botn í málið og arkar af stað, ásamt Tobba, á Stjörnustöðina til að fá þær upplýsingar sem hann fékk ekki rétt áður í símtalinu. Þangað kemur hann augnabliki síðar og hringir dyrabjöllunni við innganginn. Þá sést að lóðrétta kantbrúnin á hurðinni er ekki á fyrri myndinni en dyrabjallan sést þar greinilega - enda þarf Tinni að nota hana. Á seinni myndinni er dyrabjallan hins vegar horfin en í staðinn kominn þessi líka fíni kantur á hurðina.
Bls 4. Á fyrstu blaðsíðum Dularfullu stjörnunnar er nokkuð af villum. Þegar Tinni kemur inn í Stjörnustöðina býður forstjóri hennar, prófessor Vilhjálmur Viðutan, honum að kíkja í stóra stjörnukíkinn og skoða hina risavöxnu halastjörnu sem stefnir á jörðina. Þá sér Tinni hins vegar könguló sem magnast upp í linsunni og verður risastór í kíkinum. Þetta er tæknilega algjörlega ómögulegt! Svona stjörnukíkir hefur linsu sem greinir hluti í mikilli fjarlægð og því er útilokað að sjá nokkurt sem er fast á linsunni eða jafnvel í nokkurra metra fjarlægð. Hvað þá svona skýrt.
Bls 7. Eftir að hafa eytt svolitlum tíma á Stjörnustöðinni halda þeir Tinni og Tobbi út í nóttina og ganga heim á leið. Úti er funheitt og fólkið úti á götu er byrjað að átta sig á að eitthvað er ekki eins og það á að vera. Hitinn er svo mikill að tjaran í malbikinu er farin að bráðna og Tobbi festist þannig úti á götu. Tinni þarf því að fara og hjálpa honum en bráðin tjaran límist við fætur þeirra beggja. Örstuttu síðar er tjaran horfin af fótum þeirra en líklega kannast margir við það að tjara úr malbiki leysist ekki upp á skammri stundu og hverfur á augabragði af skóm eða hundafótum.
Bls 21. Prófessor Vilhjálmur Viðutan ákveður að gera út vísindaleiðangur norður í Íshaf til að reyna að finna brotið úr loftsteininum sem féll úr halastjörnunni og fær Tinna til að skipuleggja þann leiðangur. Til leiðangursins þarf auðvitað skip og þar fær Kolbeinn kafteinn að sjálfsögðu hlutverk skipstjóra. Við brottför leiðangursins er kafteinninn klæddur við hæfi í júníformi sínu og með öllum þeim borðum sem hæfa titli hans. Í fyrstu eru rendurnar á ermum hans þrjár talsins en eitthvað fellur hann í tign því á örstuttum tíma hefur röndunum fækkað niður í tvær.
Bls 23, 26, 33, 37, og 41. Leiðangursskip vísindamannanna heitir Aurora og það skip er nokkuð vel búið tækjum og tólum. Um borð er til dæmis lítil sjóflugvél sem kemur sér afar vel í leiðangrinum. Aurora er afskaplega snyrtilegt og ætíð tandurhreint og svo mjög jafnvel að ótrúverðugt verði að teljast. Einhvers staðar minnist SVEPPAGREIFINN þess jafnvel að hafa lesið um að hönnun skipsins sé svo kolvitlaus og það hefði undir engum kringumstæðum átt að geta flotið á réttum kili. En það er önnur saga. Aftan á skut skipsins blaktir fáni leiðangursins sem er grænn á litinn (bls 23) og í íslensku útgáfunni má jafnvel einhvers staðar sjá hann merktan VF sem líklega ætti þá að standa fyrir Vísindafélagið. En fáninn er ekki alls staðar grænn á litinn þar sem hann sést í sögunni. Á öllum öðrum myndum þar sem hann ber við hún má nefnilega sjá belgíska fánann.
Þá er öðrum hluta af fimm, með mistökum úr Tinna bókunum, lokið og næsti kafli þessa páskaþema SVEPPAGREIFANS birtist á morgun laugardag. Enn er af nægu að taka.
Takk. Þetta gæti eyðilagt framtíðar lestur Tinna bókana. Nú ferð maður að leita að villunum frekar en að detta inn í Ævintýrið og láta söguna flæða yfir sig.
SvaraEyðaEn ef við sleppum gríni þá eru þetta frábærir pistlar hjá þér.
Takk fyrir það :)
SvaraEyðaÞað er alla vega ljóst að maður á eftir að sjá Tinna bækurnar með allt öðrum augum og lesa þær með öðru hugarfari. Það eru einmitt svona hlutir sem gera þessi myndasögufræði öll svo skemmtilega fjölbreytileg.
Mistök eða villur í myndasögum finnst mér alveg einstaklega skemmtilegt viðfangsefni og vonandi fæ ég tækifæri til að finna fleira sambærilegt úr öðrum seríum.
Kv. SVEPPAGREIFINN