Það er víst lítið annað í stöðunni þessa dagana en að taka tilverunni eins og hún er og vonast til að veröldin sem við þekktum áður skili sér að einhverju leyti til baka betri. Reyndar er orðið ljóst að stórir brestir munu verða á ýmsum innviðum heimsins til langs tíma en jarðarbúar hafa svo sem áður lent í margvíslegum hremmingum í gegnum aldirnar. Það er bara svo óraunverulegt að upplifa þessar veiru-hörmungar svona áþreifanlega þar sem hver einasta manneskja í veröldinni er beinn þátttakandi. Allir eru ábyrgir fyrir því að vera ekki að dreifa veirunni að óþörfu en sumir eru hreinlega of heimskir til að skilja það. Á síðustu mánuðum er SVEPPAGREIFINN búinn að vera að átta sig á því að heilbrigðisstarfsfólk er mikilvægasta fólkið í heiminum og starf þess er algjörlega ómetanlegt. Það eina sem krafist er af restinni af mannkyninu er að það drullast til að vera heima. Og heima er að sjálfsögðu hægt að dunda sér við að lesa teiknimyndasögur eins og SVEPPAGREIFINN er búinn að vera að benda á í undanförnum færslum. Að sjálfsögðu eru alltaf einhverjir sem reyna að létta lund annarra með margvíslegum hætti og auðvitað er handhægast að ráðast beint á óvininn smáa og gera bara grín að honum. Það er því spurning að kíkja á nokkra slíka brandara og skopmyndir með Tinna, þrátt fyrir smekkleysi efnisins, í færslu dagsins.
Það er best að byrja á þessum tveimur Tinna bókarkápum. Einhver hugmyndaríkur húmoristi tók sig til og fór að dunda sér við það að böggla saman þessum myndum, til birtingar á Netinu, þar sem Kórónaveiran kemur rækilega við sögu. SVEPPAGREIFINN er reyndar ekki alveg viss um hvort hér hafi sami aðili verið að verki en handbragðið bendir þó til þess. Sama augnablikið úr Eldflaugastöðinni sést á báðum myndunum en bakgrunnurinn kemur hins vegar úr sitt hvorri áttinni. Tinni í Wuhan og Tinni og Kórónavírusinn munu þó að öllum líkindum aldrei koma út í bókaformi en listamaðurinn fær þó plús fyrir hina smekklausu viðleitni sína. En Tinni er augljóslega vinsæll á þessum Kórónugrínvettvangi og liggur einhverra hluta vegna vel við höggi. Hér fyrir neðan má til dæmis finna tvo myndaramma úr bókinni Svaðilför í Surtsey þar sem reyndar er búið að uppfæra textann í talblöðrum þeirra upp á Kórónuveiruískan máta. Afskaplega fyndið alveg ...
Á öðrum stað rakst SVEPPAGREIFINN á veiruuppfærða bókarkápu sögunnar Le Sceptre d'Ottokar, sem við þekkjum auðvitað sem Veldissproti Ottókars konungs í íslensku útgáfunni, og kallast nú Le Spectre du Virus. Hér hefur titli bókarinnar verið snúið upp á Vofu vírussins á íslensku og að sjálfsögðu eru allir viðstaddir (líka Tobbi) nú komnir með grímur fyrir andlitin. Tinni sjálfur heldur hins vegar á stórum kassa kirfilega merktum Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.
Næst má sjá hvernig ítalski skopmyndateiknarinn Andy Ventura sér fyrir sér bókarkápu um Tinna sem nefnist Tintin en Italie með undirtitlinum Coronavirus Spécial. Það myndi líklega í þessu tilefni útleggjast sem Tinni í Ítalíu - Sérstök Kórónuveiru útgáfa. Á þessari ímynduðu bókarkápu má sjá hvar þeir Tinni og Tobbi hlaupa eins og fætur toga fram hjá aðalbyggingu Smitsjúkdómastofnunar Ítalíu en eins og allir vita virðist landið ætla að fara alveg sérstaklega illa út úr þessum hremmingum.
Í aðdraganda komu Kórónuveirunnar til Evrópu tóku íbúar álfunnar sig til og þyrptust í stórmarkaði til að hamstra nauðsynjavörur og einhverra hluta vegna varð mikið magn klósettpappírs allt í einu talið vera orðið ómissandi á öllum heimilum. Tilgangur þessa pappírssöfnunar var afar óljós (og er reyndar enn) en ekki gátu íslenskir neytendur látið sitt eftir liggja í þeim hömstrunum öllum. Þeir tóku sama hátt að flykkjast í Bónus og tugþúsundir rúlla af klósettpappír skiptu um eigendur á fáeinum sólarhringum. Á þessum tímapunkti hefði eflaust verið kjörið tækifæri fyrir íþróttafélög og útskriftarhópa að selja klósettpappír fyrir stórfé til fjáröflunar sínum aðgerðum. En einhver aðdáandi Tinna bókanna sá alla vega spaugilegu hliðina á þessari klósettpappírshömstrun og ákvað að nota nota Kolbein kaftein í sinn brandara.
Og svo er hér að lokum brandari sem byggður er á myndaramma, sem við öll þekkjum, úr Tinna bókinni Dularfullu stjörnunni. Hér sést hvar spámaðurinn Bölmóður boðar heimsendi og aðrar hrakfarir en reyndar er búið að bæta við nokkrum aukapersónum á myndina. Hinn sótsvarti almúgi veltir þar annars vegar fyrir sér hvaðan þessi kunnuglegi spámaður komi og hins vegar hvort það verði þá eitthvað af fyrirhuguðum kosningum og þá um leið nýrri ríkisstjórn. Líklega ekkert rosalega fyndið en engu að síður Kórónuveirubrandari sem tengja má við Tinna.
En það er kannski rétt að ljúka færslu þessa föstudags með því að benda á þema sem ætlunin er að bjóða lesendum Hrakfara og heimskupara upp á um páskana. Í tilefni þeirra, og þeim fimm venjubundnu frídögum sem páskahelginni fylgja, ætlar SVEPPAGREIFINN að bjóða upp á fimm færslur - eina færslu fyrir hvern frídag um páskana. Með öðrum orðum, í stað einnar venjulegrar föstudagsfærslu ætlar hann í staðinn að birta fimm slíkar sem allar hafa að geyma sama þemað. Sú fyrsta birtist að morgni skírdags, næsta föstudaginn langa og síðan koll af kolli allt til þeirrar síðustu á annan dag páska. Ástæðu þessa hringlandahátts má rekja til skemmtilegs myndasöguefnis sem SVEPPAGREIFINN hnaut um en fljótlega varð honum ljóst að hið gríðarlega mikla magn af því efni myndi aldrei rúmast í einni eða tveimur færslum. Niðurstaðan varð sú að skipta því niður í fimm nokkuð jafna hluta og finna þeim einhverja fimm góða daga til birtingar. Efnið var reyndar tilbúið löngu áður en hin ömurlega Kórónaveira kom til sögunnar en vonandi geta þessar færslur einnig létt eitthvað undir hjá þeim sem þess þurfa á að halda. Páskarnir eru heldur ekki alltaf til sóma veðurfarslega en auk þess var vinur okkar allra, Víðir Reynisson, búinn að mælast til þess að allir héldu sig nú heima. Lesendur Hrakfara og heimskupara geta þá dundað sér við að skoða færslurnar í rólegheitum með páskaeggjunum sínum á meðan rokið og rigningin dynja á rúðunum þeirra.
Og munum nú öll eftir að hlýða Víði ...
Það er best að byrja á þessum tveimur Tinna bókarkápum. Einhver hugmyndaríkur húmoristi tók sig til og fór að dunda sér við það að böggla saman þessum myndum, til birtingar á Netinu, þar sem Kórónaveiran kemur rækilega við sögu. SVEPPAGREIFINN er reyndar ekki alveg viss um hvort hér hafi sami aðili verið að verki en handbragðið bendir þó til þess. Sama augnablikið úr Eldflaugastöðinni sést á báðum myndunum en bakgrunnurinn kemur hins vegar úr sitt hvorri áttinni. Tinni í Wuhan og Tinni og Kórónavírusinn munu þó að öllum líkindum aldrei koma út í bókaformi en listamaðurinn fær þó plús fyrir hina smekklausu viðleitni sína. En Tinni er augljóslega vinsæll á þessum Kórónugrínvettvangi og liggur einhverra hluta vegna vel við höggi. Hér fyrir neðan má til dæmis finna tvo myndaramma úr bókinni Svaðilför í Surtsey þar sem reyndar er búið að uppfæra textann í talblöðrum þeirra upp á Kórónuveiruískan máta. Afskaplega fyndið alveg ...
Á öðrum stað rakst SVEPPAGREIFINN á veiruuppfærða bókarkápu sögunnar Le Sceptre d'Ottokar, sem við þekkjum auðvitað sem Veldissproti Ottókars konungs í íslensku útgáfunni, og kallast nú Le Spectre du Virus. Hér hefur titli bókarinnar verið snúið upp á Vofu vírussins á íslensku og að sjálfsögðu eru allir viðstaddir (líka Tobbi) nú komnir með grímur fyrir andlitin. Tinni sjálfur heldur hins vegar á stórum kassa kirfilega merktum Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni.
Næst má sjá hvernig ítalski skopmyndateiknarinn Andy Ventura sér fyrir sér bókarkápu um Tinna sem nefnist Tintin en Italie með undirtitlinum Coronavirus Spécial. Það myndi líklega í þessu tilefni útleggjast sem Tinni í Ítalíu - Sérstök Kórónuveiru útgáfa. Á þessari ímynduðu bókarkápu má sjá hvar þeir Tinni og Tobbi hlaupa eins og fætur toga fram hjá aðalbyggingu Smitsjúkdómastofnunar Ítalíu en eins og allir vita virðist landið ætla að fara alveg sérstaklega illa út úr þessum hremmingum.
Í aðdraganda komu Kórónuveirunnar til Evrópu tóku íbúar álfunnar sig til og þyrptust í stórmarkaði til að hamstra nauðsynjavörur og einhverra hluta vegna varð mikið magn klósettpappírs allt í einu talið vera orðið ómissandi á öllum heimilum. Tilgangur þessa pappírssöfnunar var afar óljós (og er reyndar enn) en ekki gátu íslenskir neytendur látið sitt eftir liggja í þeim hömstrunum öllum. Þeir tóku sama hátt að flykkjast í Bónus og tugþúsundir rúlla af klósettpappír skiptu um eigendur á fáeinum sólarhringum. Á þessum tímapunkti hefði eflaust verið kjörið tækifæri fyrir íþróttafélög og útskriftarhópa að selja klósettpappír fyrir stórfé til fjáröflunar sínum aðgerðum. En einhver aðdáandi Tinna bókanna sá alla vega spaugilegu hliðina á þessari klósettpappírshömstrun og ákvað að nota nota Kolbein kaftein í sinn brandara.
Og svo er hér að lokum brandari sem byggður er á myndaramma, sem við öll þekkjum, úr Tinna bókinni Dularfullu stjörnunni. Hér sést hvar spámaðurinn Bölmóður boðar heimsendi og aðrar hrakfarir en reyndar er búið að bæta við nokkrum aukapersónum á myndina. Hinn sótsvarti almúgi veltir þar annars vegar fyrir sér hvaðan þessi kunnuglegi spámaður komi og hins vegar hvort það verði þá eitthvað af fyrirhuguðum kosningum og þá um leið nýrri ríkisstjórn. Líklega ekkert rosalega fyndið en engu að síður Kórónuveirubrandari sem tengja má við Tinna.
En það er kannski rétt að ljúka færslu þessa föstudags með því að benda á þema sem ætlunin er að bjóða lesendum Hrakfara og heimskupara upp á um páskana. Í tilefni þeirra, og þeim fimm venjubundnu frídögum sem páskahelginni fylgja, ætlar SVEPPAGREIFINN að bjóða upp á fimm færslur - eina færslu fyrir hvern frídag um páskana. Með öðrum orðum, í stað einnar venjulegrar föstudagsfærslu ætlar hann í staðinn að birta fimm slíkar sem allar hafa að geyma sama þemað. Sú fyrsta birtist að morgni skírdags, næsta föstudaginn langa og síðan koll af kolli allt til þeirrar síðustu á annan dag páska. Ástæðu þessa hringlandahátts má rekja til skemmtilegs myndasöguefnis sem SVEPPAGREIFINN hnaut um en fljótlega varð honum ljóst að hið gríðarlega mikla magn af því efni myndi aldrei rúmast í einni eða tveimur færslum. Niðurstaðan varð sú að skipta því niður í fimm nokkuð jafna hluta og finna þeim einhverja fimm góða daga til birtingar. Efnið var reyndar tilbúið löngu áður en hin ömurlega Kórónaveira kom til sögunnar en vonandi geta þessar færslur einnig létt eitthvað undir hjá þeim sem þess þurfa á að halda. Páskarnir eru heldur ekki alltaf til sóma veðurfarslega en auk þess var vinur okkar allra, Víðir Reynisson, búinn að mælast til þess að allir héldu sig nú heima. Lesendur Hrakfara og heimskupara geta þá dundað sér við að skoða færslurnar í rólegheitum með páskaeggjunum sínum á meðan rokið og rigningin dynja á rúðunum þeirra.
Og munum nú öll eftir að hlýða Víði ...
Takk fyrir þetta, það er þá til einhvers að hlakka um Páskana.
SvaraEyðaTakk. Hlakka núna ennþá meira til páskana. Alltaf gaman af pistlunum þínum.
SvaraEyðaÞakka ykkur báðum félagar. Passið ykkur samt á að gera ykkur ekki of miklar væntingarnar, þó ég tali um skemmtilegt páskaefni - þá gæti það alveg floppað :D
SvaraEyðaKv. SVEPPAGREIFINN